NT - 16.08.1985, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. ágúst 1985 3
Fréttir,
Fræsöfnun
í Heiðmörk
■ Start'shópur um Alaskalúp-
ínu stendur fyrir fræsöfnun um
helgina. Fræjum verður safnað
í Heiðmörk, Skorradal og í
Haukadal. Tilgangur nteð
söfnuninni er einkurn tvíþættur.
Að safna fræi til sáningar í
fræakra Landgræðslunnar í
Gunnarsholti og með því auð-
velda frætöku með vélum. í
öðru lagi að safna fræi til til-
raunastarfsemi og kynbóta á
lúpínu.
Strætisvagnar Reykjavíkur-
borgar munu aka sjálfboðaíið-
um upp í Heiðntörk, á morgun
og sunnudag klukkan 10, frá
Rauðarárstíg, um skiptistöðina
í Kópavogi klukkan 10.15.
Ferðir verða til baka klukkan 16
báða daga. Þá hvetur samstarfs-
hópurinn fjölskyldufólk til þess
að koma á eigin bílurn og leggja
lið við fræsöfnunina.
■ Af jafnöldrum þessa - Ford A 1931 - voru enn 10 á skrá hjá Bifrciöaeftirlitinu, 4 vörubílar og 6
fólksbílar. Það ár var bílaeign landsmanna samtals 1.577 bílar, þar af 968 vörubílar - eða einn bíll fyrir
hverja 70 íslendinga og því eölilegt að margir þeirra væru notaðir til fólksflutninga, við sérstök tækifæri
a.m.k. Þessa mynd tók Róbert á sýningu árið 1979.
Bílum fjölgað jafnt og fólki frá 1945 - ca. 110 þús.:
Um 200 fólksbílar af ár-
gerðum 1926-45 enn á skrá
Gáleysisleg
matreiðsla
■ Slökkvilið Reykjavíkur
þurfti í tvígang að fjarlægja
potta með matarleifum af gló-
andi eldarvélahellum j höfuð-
borginni í gærdag. í annað
skiptið gleymdist steikin á elda-
vélinni í íbúð í Vcsturbergi.
Seinni partinn í gær var tilkynnt
um reyk sem lagði frá glugga úr
íbúð við Grettisgötu. Slökkvilið
fór á staðinn og slökkti á elda-
vélinni og gekk frá matarleifun-
um. Varðstjóri hjáslökkviliðinu
sagði í samtali við NT í gær að
ekkert tjón hcfði hlotist af mat-
seldinni, þrátt fyrir að ntikil
bræla hefði verið í íbúðunum.
■ Slökkviliðsmenn ræsta út reykinn og bræluna á Grettisgötu, þar
sem hádegissteikin ofsteiktist. NT-mymi: Svcrrir.
Nefnd sjálfstæðismanna um fiskveiðistefnuna:
w
■ Milli 12. og 13. hver fólks-
bíll sem til var hér á landi fyrir
40 árum var enn á skrá hjá
Bifreiðaeftirlitinu um síðustu
áramót, sem teljast verður all-
góð ending. Samkvæmt skrám
Bifreiðaeftirlitsins voru enn á
skrá hjá þeim 197 fólksbílar af
árgerðununt 1926 til 1945 um
síðustu áramót af alls 2.488
fólksbílum sem til voru í landinu
1945, eða 7,9%. Langsamlega
flestir þessara bíla voru af ár-
gerðinni 1942, alls 122 talsins.
Á árinu 1984 voru afskráðir 11
bílar af þessari 1942 árgerð og
voru það einu afskráningarnar á
fólksbílum af árgerðum eldri
Ráða hvern
sem býðst
- segir formaður Hins
íslenska kennarafélags
■ Á fundi stjórnar Hins ís-
lenska kennarafélags í gær var
ákveðið að senda öllum skóla-
stjórum framhaldsskólanna í
landinu bréf til að kanna ástand-
ið í kennararáðningum við skól-
ana.
Kristján Thorlacius formaður
Hins íslenska kennarafélags
sagði í samtali við NT í gær að
félagið teldi að ástandið í þess-
um málum væri mjög slæmt.
Hann sagði:
„Okkur finnst að Mennta-
málaráðuneytið gefi ekki alltaf
réttar upplýsingar og þar með
rétta mynd af kermararáðning-
unum við framhaldsskólana.“
Þess vegna myndi félagið ráðast
í þessa könnun.
Hann sagðist telja það vera
mjög erfitt að fá kennara til
kennslu nú - óvenju erfitt.
Félagið vissi til að það væri
mjög erfitt að fá kennara til
kennslu í raungreinum og við-
skiptagreinum ýmiss konar.
Margir skólar úti á landi og
jafnvel á Reykjavíkursvæðinu,
hefðu neyðst til að ráða ný-
stúdenta í kennslu. Það væri svo
skammt þar til skólarnir hæfu
störf að nú leituðu skólameistar-
arnir hvers sem byðist í stað
þess að leita aðeins mennta-
fólks.
Kærunni
vísað frá
1945 það ár.
Af vörubílum yfir fertugt
voru 80 með númer um síðustu
áramót af alls 2.401 sem skráður
var árið 1945, eða rúmlega
3,3%, þar af 37 af árgerð 1942.
Þessum gömlu vörubílum hafði
fækkað um 5 frá árinu 1983,
þ.e. 5 verið afskráðir í fyrra.
Allar árgerðir fólksbíla milli
1926 og 1945 áttu enn sína
fulltrúa á númerum um síðustu
áramót að árgerðunum 1933 og
1935 undanskildum. Fyrra árið
hafði fólksbílum í landinu að-
eins fjölgað um 18 (talan komist
í 637 fólksbíla) en síðara árið
um 77.
Árið 1945 voru íslendingar
rétt rúmlega 130 þús. talsins og
því unt 27 manns um hvern af
þessum 4.881 bíl sem þá var til
í landinu. Síðan hefur fólki og
bílum fjölgað álíka mikið, eða
um 110 þús. Um síðustu áramót
voru bílar orðnir 113.356 og
íslendingar rösklega 240 þús.,
eða rétt rúmlega 2 um hvern bíl.
Nú er líka talið að um 6. hluti
heildarútgjalda heimilanna í
landinu fari í rekstur fjölskyldu-
bílanna - stór útgjaldaliöur sem
flestir hafa greinilega verið laus-
ir við fyrir 40 árum og áður.
Af glæsivögnum á aldrinum
30-40 ára (fólksbílum af árgerð-
um 1946-1955) voru enn 1.205 á
skrá um síðustu áramót og
fólksbílar á 30. aldursárinu og
eldri því samtals 1.402 enn á
númerum í landinu. Árið 1955
komst fólksbílaeign íslendinga
upp í 10.140 (þ.e bíll á hverja
16 íslendinga).
Tvö ár áttu lang mestan þátt
í þessari fjölgun, árið 1947 þeg-
ar bílunr fjölgaði um 2.283 (66%
á einu ári) og 1955 þegar 2.632
bættust við (35% fjölgun á ári).
Af þeim fólksbílum sem til
voru 1955 er því samkvæmt
framansögðu enn nær 7. hver
bíll á skrá, eða tæpT4%.
■ „Kæru Rainbow Navigation
á ameríska flotamálaráðuneytið
hefur verið vísað frá, í bili að
minnsta kosti," sagði Gcir Hall-
grímsson utanríkisráðherra í
samtali við NT í gær.
Geir sagði aö ástæðan fyrir
brottvísun kærunnar væri sú að
Rainbow hafi ckki orðið fyrir
neinum skaða að svo stöddu,
enda er talið að Rainbow hafi
tekið allt of mikið fyrir þessa
flutninga sína.
Ekki vildi Geir spá ncinu um
gang ntála ef flotamálaráðu-
neytið Fapaði þessu ntáli, en
hann sagði þetta allt á góðum
vegi og gerði frekar ráð fyrir því
að af útboðinu yrði.
„Astæðulaust að
stökkva á flótta
vegna gagnrýni“
- segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
Fljúgandi furðuhluturi
■ Torkennilegur gulur eldhnöttur hefur sést á lofti yfir Akureyri
síðustu daga. Eftir að spökustu menn höfðu virt undrið fyrir sér urn
stund komust þeir að þeirri niðuistöðu að hér væri um sólina að
ræða. En þvílík endemis leiðindatíð hefur verið hér norðan heiðar,
bróðurpartinn af sumri, að minningin um sólina blessaða var tekin
að mást úr huganum. En nú lætur hún sjá sig á ný og munnvikin
skjótast á sveig upp í augnakrókana, berir leggir í stuttbuxum tipla
um stræti og sundlaugin fyllist af kátum krökkum og sóldýrkendum.
Góðu vcðri er spáð fram yfir helgina svo allt bendir til þess að
„rennblautir" Norðlendingar nái að „þurrka" líkama og sál.
Haraldur Ingi/Akureyri.
■ Þingflokkur sjálfstæðis-
ntanna hefur skipað sérstaka
nefnd, sem Matthías Bjarna-
son, heilbrigðisráðherra, leiðir
til að fjalla um fiskveiðistefn-
una. í nefndinni munuskiptar
skoðanir um ágæti þeirrar
stefnu sem nú er fylgt og munu
einstakir þingmenn vilja knýja
á um að henni verði breytt.
„Ég sé ekkert óeðlilegt við
það að þingflokkurinn vilji búa
sig undir að stefna í sjávarútvegi
verði tekin til endurskoðunar
cins og aðrir þingflokkar. Ég
hef margoft sagt að það sé
eðlilegt að móta stefnuna til
þriggja ára í senn og nú cr ekki
svo langt í að sú stefna scm nú
er fylgt þurfi gagngera endur-
skoðun," sagöi Halldór Ás-
grímsson, sjávarútvegsráð-
herra, í samtali við NT í gær.
Halldór sagði að það væri
eðlilegt þegar erfiðlega gengi að
einhverjar óánægjuraddir
heyrðust, jafnvel innan stjórn-
arflokkanna. „Þaðerhins vegar
engin ástæða til að stökkva á
flótta vegna slíkrar gagnrýni."