NT - 27.08.1985, Blaðsíða 1
NEWS SUMMARYIN ENGUSH L SEEP. 7
Lúxusfjárhús sliga
sauðfjárbúskapinn
segir Stefán Aðaisteinsson, búfjárfræðingur
■ Lúxusfjárhús, sem „kerfið"
hefur með reglugerðum sínum
og stöðlum nær þröngvað sauð-
fjárbændum til að byggja. Nær
algert kunnáttuleysi þeirra í því
að þjálfa og nota sér góða
fjárhunda til vinnusparnaðar.
Og að því er virðist takmarkað-
ur áhugi fyrir að auka tekjurnar
af fénu með meiri, betri og þar
með miklu verðmætari ull. Pess-
ar ástæður ásamt fleirum gera
rekstrarkostnað á íslenskum
sauðfjárbúum gífurlega háan og
þar með verðið á íslcnska kinda-
kjötinu að því er kom fram í
samtali NT við dr. Stefán Aðal-
steinsson. búfjárfræðing, í blað-
inu í dag.
Vegna míkilla umræðna um
útflutning á dilkakjöti til Banda-
ríkjanna leitaði NT upplýsinga
hjá Stefáni um mismun á að-
stæðum íslenskra og nýsjá-
lenskra sauðfjárbænda, en þeir
síðarnefndu ráða sem kunnugt
er miklu um heimsmarkaðsverð
á kindakjöti.
Aö sögn Stefáns hafa nýsjá-
lenskir fjárbændur um 5 kg af
ull eftir ána - um 2,5 sinnum
rneira en hér tíðkast-sem gefur
þcint um helming af tekjunum
af fénu. Fyrir bragðið þurfa þeir
ekki að fá eins hátt verð fyrir
kjötið. A búum sínum - sem
eru miklu stærri en hér á landi -
kunna Nýsjálendingar að nota
góða fjárhunda til aö spara sér
margra manna verk. En að því
leyti séu íslenskir bændur ótrú-
lega aftarlega á merinni.
-Sjá bls. 12.
Landhelgisgæslan:
Leitað í þyrlunni
ist í þyrlunni, og ekki heldur
bilun af mannavöldum. Skoðun
þyrlunnar heldur áfram á
morgun. Þyrlur Landhelgisgæsl-
unnar eru ávallt skoðaðar fyrir
og eftir llugtak. Páll sagði að í
þessu tilfelli væri rannsóknin
ítarlegri. þar sem vitað væri að
ölvaður maður hefði verið að
eiga við þyrluna.
Rannsóknarlögregla hcfur
yfirheyrt manninn sern fór inn á
svæðið. cn ekki er vitaö hvað
kom frant við yfirhcyrsluna.
■ Flugvirki Landhelgisgæsiunnar kannar tækjabúnað þyrlunnar í
gærkvöldi. Ekkert fannst, en leitað verður betur í dag. NT-mynd:sn-rrir.
íslenskar
lögregluvælur
- sjá bls. 4
íbúar mótmæla
bústað fanganna
- sjá bls. 3
Tekinná 180 km
hraða og próflaus
- sjá bls. 3
Vitað að ölvaður maður fór í flugskýlið
■ Rannsóknarlögregla ríkis- helgisgæslunnar í gærkvöldi. veriðviðtækjabúnaöTF-GRÓ,
ins var kölluð í flugskýli Land- Grunur leikur á að fiktað hafi þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Páll Halldórsson, tæknistjóri
hjá Landhelgisgæslunni, sagði í
samtali við NT í gær að lögregla
og vaktmaður í flugskýlinu
hefðu orðið vör við mannaferðir
aðfaranótt mánudags. „Ölvaður
maður fór inn á svæðið og við
sáum að átt hefur verið við
þyrluna. Dót úr henni hefur
verið fært úr stað," sagði Páll.
í gærkvöldi hafði ekkert fund-
22% Bandaríkjamanna:
Fórnarlömb kynþukls og
klámofbeldis í barnæsku
Los Anneles-Reuler
■ Samkvæmt könnun sem
bandaríska stórblaðið Los
Angeles Times birti nú um
helgina hafa a.m.k. 22%
Bandaríkjamanna orðið fyrir
kynþukli og klámofbeldi
þegar þeir voru á barnsaldri.
Könnunin náði til 2.627
fullorðinna einstaklinga af
báðum kynjum. Mun algeng-
ara var að konur segðust
hafa orðið fyrir klámofbeldi
í æsku en karlar. Samkvæmt
könnuninni hafa 27%
kvenna orðið fyrir kynþukli
eða klámofbeldi í barnæsku
en 16% karla höfðu orðiö
fyrir slíku.
Niðurstöðurnar eru sagðar
benda til þess að ýmiss konar
klámofbeldi gagnvart börn-
um sé mun algengara í
Bandaríkjunum en áður var
álitið.
í 55% tilvika var klámof-
beldið fólgið í samförum en
36% fórnarlambanna sögð-
ust hafa orðið fyrir kynþukli.
Um 42% sökudólganna voru
vinir og kunningjar og 23%
voru ættingjar.
Láns-
kjaravísi-
talan
í 1239
■ Lánskjaravísitalan hoppar
úr 1204 nú í ágúst upp í 1239
fyrir september, sem er 2,91%
hækkun milli mánaða. Miðað
við sömu hækkun mánaðarlega
þýddi þetta 41% hækkun á einu
ári. Það er nokkru meiri hækk-
un heldur en verið hefur á
undanförnu ári.
■ Togarinn Ólafur bekkur strandaöi fjrir utan Hafnarfjarðarhöfn í
gærmorgun. Betur fúr en á horfðist, og losnaöi togarinn af strandstað,
fyrir eigin vélarafli, um hádegisbilið. Ekki þarf að fara í grafgötur með
það að ef strandið hefði verið alvarlegra, hefði það verið þungur kross
að bera fyrir útgerðina. NT-mvnd Róbcrt