NT - 27.08.1985, Blaðsíða 4

NT - 27.08.1985, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 27. ágúst 1985 Löggubílarniröskraá íslensku ■ Hraðamælirinn sýnir tölu- vert meiri hraða en lög leyfa. Landið þýtur hjá og ökumaður nýtur þess að aka góðum bíl sínum. En allt í einu er kyrrðin rofin. Rautt blikkandi ljós sést í baksýnisspeglinum og öskrandi löggubíll nálgast. Andsk. radar- inn. Það þýðir ekkert að segjast ekki skilja þessi skilaboð lögg- unnar, því nú öskra bílarnir ba-bu, ba-bu á íslensku! íslenskur rafeindavirki og hugvitsmaður Sigurður Harðar- son hefur framleitt sírenur, sem meðal annars eru notaðar í löggubílana. En Sigurður hefur gért meira. Þeir eru ófáir inn- brotsþjófarnir sem óþyrmilega hafa rekið sig á þjófavarnar- kerfi sem hann hefur hannað, margir ökumenn nota tals'töðva- loftnet sem hann hefur lagað að íslenskum aðstæðum. Upptaln- ingin getur verið lengri, hér stoppum við að sinni og tökum hugvitsmanninn tali. Sírenur „Það má segja að vinnan við sírenurnar hafi byrjað við Kröfluvirkjun. Ég var fenginn til að útbúa viðvörunarkerfi sem sett var upp um allt vinnusvæð- ið. Ég setti upp sírenur á stöðv- arsvæðinu og þeim stöðum sem borað var. Síðan var sírenunum startað Jjráðlaust gegnum CB talstöð. Ég hannaði eina rásina fyrir þau hljóðmerki. Það var svo einu sinni sem oftar að ég var fengin til að gera við sírenu á lögreglubíl sem hafði bilað. Þeir gátu ekki án hennar verið svo ég lánaði þeim eina sem ég hafði gert fyrir björgunarsveit sem ég er í. Sú sírena kom mjög vel út hjá lögreglunni og nú er ég búinn að selja einhverstaðar á milli 20-30 sírenur til þeirra. Þetta hleður svo utan um sig. Það var eitthvað vesen með kalda vatnið upp í Mosfellssveit og þeir spurðu mig hvort ég hefði einhverja hugmynd um hvort einhverstaðar í heiminum fengist viðvörunarbúnaður sem segöi til ef vatnsborðið yrði og lágt. Ég sagði þeim að þeir þyrftu ekki að leita til útlanda, því ég gæti sennilega liðsinnt þeim. Eg kom með einfalda lausn á þessu vandamáli og setti Þökk sé Sigga Harðar upp sjálfvirkt sírenukerfi sem fer í gang þegar vatnsborðið er komið niður í einhverja ákveðna hæð.“ Fjarskipti í öryggishjálmi „Nú sem stendur er ég að vinna að fjarskiptakerfi fyrir sigmenn. Þar sem þeir hanga í klettaveggnum þurfa þeir oft að ná sambandi við þann. eða þá sem uppi eru, en geta það ekki með venjulegum talstöðum því þeir eru með báðar hendur bundnar. Ég er búinn að hanna fjarskiptabúnað sem lítið fer fyrir, og búnaðinn hef ég sett inn í öryggishjálm. Hljóðnem- inn er á lítilli stöng sem liggur frá hjálminum að munni þess sem talar. Þegar hljóðneminn nemur eitthvað hljóð, sendir búnaðurinn hann út og útsend- ingin hættir um leið og viðkom- andi hættir að tala. Þetta er engin ný tækni heldur einföld lausn á þessu vandamáli, engir takkar og sigmaðurinn getur unnið og talað við þá sem hann þarf. Stundum hanna ég hluti sam- kvæmt pöntunum, en stundum vantar mig líka mæla og tæki, sem ég verð þá að búa til sjálfur. Ég get nefnt mælitæki sem við notum til að gera við stjórnborð rafsuðuvéla. Við vorum með erlendan mæli sem við vorum ekki ánægðir með og bjuggum því til annan og betri. Núna þarf fólk ekki að koma 2-300 kílóa vélum á verkstæði, það er nóg að senda okkur stjórnborðið og við getum með hjálp mælitækis- ins gert við það á staðnum." Gjaldeyrissparnaður „Jú þessi framleiðsla er vissu- lega gjaldeyrissparandi, sér- staklega vil ég nefna talstöðvar- loftnetin í því sambandi. Aðstæður eru erfiðar hér á landi og íslendingar gera miklar gæðakröfur. Við höfum því þró- að upp og lagað að íslenskum aðstæðum sérstaka tegund tal- stöðvarloftneta. Þessi tegund okkar er iangtum fyrirferðar- minni en sambærilegar erlendar tegundir og nýtist betur hér, því við höfum lagað loftnetið að aðstæðum þannig að það vinnur einungis á þeim tíðnum sem við notum. Þetta loftnet tryggir lfka mörgum atvinnu. Ég læt smíða allt í það hér á landi. Hérer það plasthúðað og festing þess gal- vaníseruð. Þetta smáhleður. svona utan á sig." Tímafrekt „Það má fullyrða að það er tímafrekt að vinna að hönnum sem þessari. Þú ert til dæmis fenginn til að leysa eitthvert smá vandamál, en ert að velta því fyrir þér í svefni jafnt sem vöku marga daga. Þú ert aldrei í fríi þegar unnið er að einhverri hönnun. Það kemur til að mynda fyrir mig að ég vakna upp á nóttunni með lausnina, eða er á leið í bæinn þegar lausnin kemur eins og elding yfir mig. Þá gleymist erindið og ég fer beina leið uppá verkstæð- ið aftur. Svona vinnu er dálítið erfitt að verðleggja, því það er minnsti tíminn sem fer í smíðina sjálfa, en það er í raun eini tíminn sem ég get verðlagt. Það kemur því oft fyrir að ég segi mönnum að það sé ekki hægt að gera það sem þeir biðja um ef um ómerkilega hluti er að ræða, sem augljóslega kosta mikið í framleiðslu." ■ Innan um vélar, mæla og annað dót situr Sigurður eins og kóngur í ríki sínu, með sírenu fyrir framan sig. Það er vonandi að lögreglan geti haldið uppi lögum og reglum í þessu ágæta landi okkar með hjálp Radíó- þjónustu Sigga Harðar. NT-mynd: Róbert Hver að verða síðastur að skrá sig á gítarnámskeið ■ Á myndinni sjáum við leiðbeinendurna á gítarnámskeiðinu þá Siegfried Kobilza og Símon ívarsson. víða um land ásamt Símoni ívarssyni. ■ Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar heldur gítarnám- skeið dagana 30. ágúst til 1. september n.k. Leiðbeinandi verður austurríski gítarlcikar- inn Siegfried Kobilza en Símon ívarsson verður honurn til að- stoðar. Siegfried Kobilza er talinn vera einn fremsti fulltrúi klass- ískrar gítartónlistar í Austur- ríki. Hann ferðast víða og held- ur tónleika og leiðbeinir á nám- skeiðum. Hann er íslendingum að góðu kunnur fyrir fjölmarga tójijeika sem hana hefur hakliö • Námskeiðið skiptist í „Meist- erkurz“ þar sem þátttakenduL leika verk sín fyrir leiðbeinand- ann og fyrirlestra um ýmsar hliðar gítarleiks og gítar- kennslu. Gögn um námskeiðið liggja fyrir í flestum tónlistarskólum landsins og enn er rúm fyrir nokkra þátttakendur. Umsókn- areyðublöð liggja frammi á skrifstofu Tónskólans Hellu- siuidi 7.. ..................• - Leiðrétting ■ Meinleg villa var í frétt NT um 10 ára afmælishátíð Jazzvakningar. Þar sagði að Ole-Kock Hansen léki dúett með Niels-Henning Orsted Pedersen, hið rétta er að Tete Montoliu leikur dúett með Niels-Henning. Þessi viðburður verður í Háskólabíói fimmtudags- kvöldið 12. september. ■ Lögreglan í Rangárvallasýslu tók í notkun nýja lögreglu- stöð, nú nýlega. Húsnæðið er mun veglegra en það gamla, enda var það varla bjóðandi lögregluumdæmi af stærðargráðunni sem Rangárvallasýsla er. Á myndinni, sem tekin var við vígslu stöðvarinnar, sést lögreglulið Rangæinga, fyrir framan nýju stöðina. Milliveggir dýrir - 75 fm íbúð 220 þús. dýrari með 4 herb. en tveim ■ Á fasteignamarkaðinum geta milliveggir í blokkaríbúð- um í Reykjavík sannarlega ver- ið fokdýrir. Samkvæmt könnun Fasteignamats ríkisins hækkar söluverð jafn stórra íbúða um í kringum 110 þús. krónur fyrir hvert herbergi. Það vill segja, að t.d. 75-80 fermetra íbúð selst almennt fyrir um 220 þús. krón- um hærra verð ef í henni eru 4 herbergi í stað tveggja herbergja. Þessi regla mun vera nær algild fyrir íbúðir á bilinu 60-110 fer- metrar. Sýnist því ljóst að það borgar sig illa að kaupa íbúð með nokkrum Htlum herbergjum með það í huga t.d. að rífa niður vegg til að stækka stofuna. ísleifsreglan í Skálholti: Tíðasöngur með gamla laginu ■ Isleifsreglan, félag um Gregorsöng, heldur sumarmót dagana 27. til 28. ágúst þar sem sunginn verður tíðasöngur eins og tíðkað var hér áður fyrr og sunginn verður Prím, Sext, Vesper og Completorium. Mótið sem er árlegur við- burður er að þessu sinni haldið í Selfosskirkju. Smári Ólafsson mun að auki halda erindi um samanburðarrannsóknir á „gömlu“ passíusálmalögum Hallgríms Péturssonar. Á þriðjudag 27. ágúst verða einnig orgeltónleikar Björns Sólbergssonar. Aðalfundur ís- leifsreglunnar verður svo hald- inn miðvikudaginn 28. ágúst kl. 15 en mótinu lýkur með há- messu í Selfosskirkju kl. 18.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.