NT - 27.08.1985, Blaðsíða 23

NT - 27.08.1985, Blaðsíða 23
_____________________ Þriðjudagur 27. ágúst 1985 23 — sjónvarp tvarp, kl. 20.40: Sjónvarp kl. 20.40: Blót og þing Leiklistin og unga fólkið ■ Helgi Már Barðason verð- ur með þátt sinn Hvað nú! - Á ári æskunnar í kvöld kl. 20.00 og verður þátturinn tileinkað- ur leiklist. „Margrét Blöndal verður minn aðstoðarmaður í þessum þætti og hún ræðir við Lilju Jónsdóttur, í leikklúbbnum Sögu. um mikið samnorrænt verkefni sem Saga tók þátt í nú í júlí og ágúst. Þau settu saman leikrit, einn þátt frá hverju landi og sýndu það á Noröurlöndunum. Margrét ræðir við Lilju um þessa ferð og um unglinga og leiklist, en þessi ferð var farin í tilefni af ári æskunnar. Halldóra Friðjónsdóttir, framkvæmdastjóri Stúdenta- leikhússinskemur í heimsókn og upplýsir um mikla leikferð sem Stúdentaleikhúsið er að fara í með leikritið Guðirnir ungu. Þessir þáttur er tileinkaður leiklistinni vegna þess að menn virðast hafa tekið meira við sér á ári æskunnar í leiklistinni en í flestu öðru," sagði Helgi Már Barðason. ■ Fólk gerir sér margt til dundurs í frístundum. Tómstundaiðja fólks á Norðurlöndum ■ Tómstundaiðja fólks á Norðurlöndum nefnist dag- skrárliöur í útvarpi í kvöld kl. 23.30 Þessi þáttur er fyrstur fimm slíkra sem verða á dagskrá næstkomandi þriðjudaga kl. 23.30. Þessir hálftímalöngu þættir á ensku eru unnir af útvarps- stöðvum Norðurlanda og gcfa hugmynd um hvernig íbúar þeirra vcrja tómstundum sínum. Fyrstur er þessi þáttur frá danska útvarpinu og er um- sjónarmaöur hans Martha-Ga- bcr Abrahamsen. Hún ræðir við nokkra landa sína eins og gert er í flestum þáttanna. Næstkomandi þriðjudag verð- ur þáttur frá Finnlandi, þá frá íslandi, Noregi og síðasti þátt- urinn er frá Svíþjóð, þriðju- daginn 24. septeber. Umsjónarmaður íslenska þáttarins er Páll Heiðar Jónsson. ■ Hvers vegna var nafn Charlies í minnisbók látna mannsins? Saga Charlies ■ Annar þáttur breska fram- haldsmyndaflokksins um einkaspæjarann Charlie er á dagskrá í kvöld kl. 2I.lö: ,"Ég var á leið niður stiga um níuleytið eitt nóvemberkvöld. Úti var rígning. Mér hafði enn einu sinni mistckist að hafa upp á einhverju fyrir einhvern, eiginkonu eða hundi, held ég. Ég tók eftir að hurð var opin inn í eina íbúðina á þriöju hæð. Allt var hljótt, aðeins hurðin ogbirtan innan úr íbúð- inni lýsti upp stigaganginn. Ég leit á hurðina. hlustaði oggekk inn án þess að berja að dyrum. Ég tók fyrst eftir símanum. Ég sá liann þaðan sem ég stóð. Hann var ekki aðeins ónýtur, hann var gjöreyðilagöur. Þegar ég gekk inn ganginn sá ég aó það var ekki aðeins síminn. Einhver hafði hent niður málverkum, velt stólum. brotið glerskál og dreift papp- írsrusli á gólfið í leit að ein- hverju. Ég sá hann þegar ég kom inn í forstofuna. Hann lá upp að sófanum með hendur út í loft og kreppta hnefa. Einhver hafði brotið á honum hausinn og blóðið litaði gólfteppið. Það var ekki fyrr en eftir að mér hafði hugkvæmst að kalla á lögregiuna að ég sá minnis- bókina hans. Eg leit í hana, tróð henni í rassvasanri og hijóp út. Fyrsta nafnið í bókinni var Charlie Alexander. Það cr mitt nafn. Ég hef aldrei séð þennan mann. Og símanúmerið mitt var rétt...“. Hvers vegna var nafn Char- lies í minnisbók látna mannsins? Hann byrjaði á því að hafa samband við næsta mann á lista, mann að nafni Ainsworth. Ainsworth þessi var liðlegur til að byrja með, mikilvægur maður í verkalýðs- hreyfingunni. En meö tíman- um sér Charlie að Ainsworth og margir aðrir setja honum stólinn fyrir dyrnar. Hann hélt að þetta væri einfalt morðmál. En ekkert er einfalt í lífi hans um þessar mundir. Konan hans og börn búin að yfirgefa hann. Og Charlic er í lífshættu... ■ Jón Hnefill Aðalsteinsson flytur fyrra erindi sitt um blót og þing í kvöld kl. 20.40. „Þessir þættir eru byggðir á fyrirleslri um blót og þing, þ.e. tengsl trúar og stjórnmála á tíundu öld. Ég ræði um hvernig hlutverk goðanna skiptist eða skiptist ekki í þessum tvennskonar skyldum sem á þá voru lagðar, annarsvegar að stjórna trúar- atferlinu og hinsvegar að stjórna þinghaldinu. Ég tek til endurmats þær heimildir sem um er að ræða um þessa tíma og þessa hluti. Það er ekki mikið til af heim- ildum og það er misjafnt hvað þær hafa veriö taldar traustar, hvcrnig þær hafa veriö metnar og hvaö þær eru taldar gamlar," sagði Jón Hnefill Aðalsteinsson. ■ Jón Hnefill Aðalstcinssun lýsir skvldum goðanna á tíundu öld í þætti sínum Blót ug þing i kvuld kl. 20.40. Aufúsugestir ■ í kvuld verður sýnd liresk náttúriilífsniynd uiii sturka ug lil'naðarhætti þeirra. Þessir fallegu fuglar byggja hreiður sín iðulega i skursteinum ug i kringiini þá hala spunnist niargar þjóðsugur. Utvarp, kl. 23.30: Sjónvarp kl. 21.10: Utvarp, kl. 20. Þriðjudagur 27. ágúst. 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leikfimi. Tilkynningar. 7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þátt- ur Guðvarðar Más Gunnlaugsson- ar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð. Jón Ólafur Bjarnason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Margt fer öðruvísi en ætlað er“ eftir Margréti Jónsdóttur. Sig- uröur Skúlason lýkur lestrinum (7). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagblaðanna (útdr.). Tón- leikar. 10.45 Ljáðu mér eyra“ Málmfríður Sigurðardóttir á Jaöri sér um þáttinn. Rúvak. 11.15 I fórum mínum Umsjón: Ingi- mar Eydal. Rúvak. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Inn og út um gluggann. Umsjón: Heiödís Norðfjörð. Rúvak. 13.40 Léttlög 14.00 „Lamb“ eftir Bernard Mac- Laverty Erlingur E. Halldórsson lýkur lestri þýðingar sinnar (15). 14.30 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Carl Nielsen Sinfónía nr. 2 Oþ. 16 og „Andante lamentoso". Sinfóniuhljómsveit danska útvarþs- ins leikur; Herbert Blomstedt stjórnar. 15.15 Út og suður Endurtekinn þáttur Friðriks Páls Jónssonar frá sunnu- degi. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Uþptaktur - Guðmundur Benediktsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 „Hvers vegna, Lamía?“ eftir Patriciu M. St. John. Helgi Eliasson les þýðingu Benedikts Arnkelssonar (9). 17.40 Síðdegisútvarp - Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Tilkynning- ar. Daglegt mál. Sigurður G. Tóm- asson flytur þáttinn. 20.00 Hvað nú! - Á ári æskunnar Umsjón: Helgi Már Barðason. 20.40 Blót og þing Jón Hnefill Aöal- steinsson flytur fyrra erindi sitt. 21.05 Píanósónata í f-moll op. 57 eftir Ludwig van Beethoven. Vla- dimir Horowitsj leikur. '21.30 Utvarpssagan: „Sultur“ eftir Knut Hamsun Jón Sigurösson trá Kaldaöarnesi þýddi. Hjalti Rögn- valdsson les (5). 22.00 Tónleikar. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Kvöldtónleikar Ýmsir lista- menn flytja tónlist úr óperum eftir Offenbach, Rossini og Smetana. 23.30 Tómstundaiðja fólks á Norðurlöndum. Danmörk Fyrsti þáttur af fimm á ensku sem út- varpsstöðvar Noröurlanda hafa gert. Umsjónarmaöur: Martha-Ga- ber Abrahamsen. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 27. ágúst 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- andi: Páll Þorsteinsson 14.00-15.00 Vagg og velta Stjórn- andi: Gísli Sveinn Loftsson 15.00-16.00 Með sínu lagi Lög leikin af íslenskum hljómplötum. Stjórn- andi: Svavar Gests. 16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson 17.00-18.00 Frístund Unglingaþátt- ur. Stjórnandi: Eövarö Ingólfsson Þriggja minútna fréttir sagöar klukkan: 11.00,15.00,16.00 og 17.00 Þriðjudagur 27. ágúst 19.25 Ævintýri Olivers bangsa. Nýr flokkur - Fyrsti þáttur Franskur teiknimyndaflokkur í þrettán þátt- um um lítinn skógarbjörn sem fer á flakk og kynist mörgu. Þýöandi og sögumaður Guðni Kolbeinsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Aufúsugestur Bresk náttúru- lifsmynd um storka og lifnaðar- hætti þeirra. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.10 Charlie 2. Þá ungur hann var. Breskur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum. Efni fyrsta þáttar: Charlie Alexander einkaspæjari gengur fram á fórnarlamb morð- ingja. i fórum mannsins finnur hann vasabók meö nafni sínu og nokkurra verkalýðsleiðtoga. Þýð- andi Kristmann Éiðsson. 22.00 Blásið til stjörnustríðs (Pan- orama - The Selling of Star Wars) Bresk heimildamynd um geim- vopnaáætlanir ríkisstjórnar Reag- ans Bandaríkjaforseta og þá háþró- uðu tækni sem hún krefst. Þýðandi Kristmann Eiðsson, 22.40 Fréttir í dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.