NT - 27.08.1985, Blaðsíða 9

NT - 27.08.1985, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 27. ágúst 1985 . 9 Vettvangur þannig út boðskapinn eftir dúk og disk. Kjarni málsmeðferðarinnar er þessi: Pað er verið að lög- festa einskonar rammasamn- ing við bændur landsins, unt framtíðarstefnu í íslenskum landbúnaði, um framleiðslu- magn búvöru. um kjör bænda og framtlðarmöguleika. og það er verið að skerða kjör þeirra um 10% með afnámi útflutn- ingsbóta. Og þvf er blátt áfram haldið leyndu fyrir stéttinni hvað á seyði er. með fyrr- greindri undantekningu er bændunt ekki einu sinni kynnt hvað er að gerast, hvað þá spurðir ráða. Þeir eru hundsaðir. Skyldi nokkur önnur stétt í þjóðfélag- inu láta bjóða sér annað eins og taka því næstum þegjandi? Þetta er í mínum huga brot á almennum mannréttindum og lítillækkun fyrir bændasstétt- ina hvað sem öðru líður. Fyrir skömmu kom ég á bæ í Bárð- ardal og talið barst að þvi hversu hart bændur væru leikn- ir að hálfu stjórnvalda. og hversu þeir væri sjálfir linir í vörninni. Húsmóðirin á bæn- um hafði ekki mörg orð um þetta, en þau hittu í mark: „Bændur taka bara við því sent að þeim er rétt“. Ég heid að það sé kominn trhi til að bændur geri sér grein fyrir þeirri staðreynd að því oftar og meira sem látið er undan ofríkismönnum, því fastar verður sótt og því meira niðurtroðið. Mín skoðun er sú, að þær forsendur sem nú hafa verið nefndar réttlæti alls ekki „lög um framleiðsluverðlagningu og sölu á búvörum". Óreiðan í efnahagslífi þjóðarinar réttlæt- ir þau ekki heldur. Bændur mega ekki gjalda hennar sér- staklega. Lögin eru í mínum huga, eins og þau eru úr garði gerð, sorglegstaðreynd, hrika- leg rnistök, reiðarslag fyrir dreifbýlið og landsbyggðirnar: 10% útflutningsbótarétturinn er sama sem afnuminn í áföng- um. 4% standa þó eftir árið 1990, en gert er ráð fyrir að frantleiðsla búvöru verði nær eingöngu ntiðuð við innan- landsþörf upp frá því. Völd eru færð frá bændum til ráðu- neytis og ráðherra. Losað er um hömlur á innflutningi á landbúnaðarvörum. Ráðherra gefur heimild til gróflegrar inn- heimtu á kjarnfóðurgjaldi. Lagður er tollur á innflutt kjarnfóður. Kreppt er að sölu- félögum búvöru. Sem dæmi af hættu á valdi ráðherra vil ég nefna þetta: Nýlega heyrðist þess getið í fréttum, að landbúnaðarráð- herra hefði skipað nefnd til að kanna framtíðarmöguleika sauðfjárbúskapar á lslandi. Nefndin virtist komast að þeirri niðurstöðu, að það þyrfti að fækka sauðfé um 40% og stækka búin líka. Það sjá nátt- úrlega allir hverjar afleiðingar slíkt hefði fyrir sveitirnar ofan á allt annað. Rök nefndarinnar voru raunar bágborin: að kindakjötneysla mundi halda áfram að minnka framvegis með sama áframhaldi og verið hefuráallra seinustu árum. En af hverju hefur kindakjöts- neysla minnkað? Er ekki aðal- ástæðan ntinnkandi niður- greiðslur ríkissjóðs? Svo gefur nefndin sér þær forsendur að stækkun búa myndi þýða lækk- un franileiðslukostnaðar, en það er ósannað mál. Með svona málsmeðferð er verið að bæta gráu ofan á svart og leggjast á sveif með óréttlátum aðgerðum stjórnvalda. Þetta er lævíslegur áróður, án rök- stuðnings að vísu, en það er hægt að telja fólki trú um ólíklegustu hluti, sérstaklega ef sérfræðingar eiga í hlut. Þetta er bara heilaþvottur, í mínum huga atvinnurógur. Ef svo heldur fram sem horfir, verður þess ef til vill ekki langt að bíða, að einhver nefnd á vegum stjórnvalda leggi til að innflutningur á landbúnaðar- vörum verði gefinn frjáls. En áróðurinn gegn landbúnaðin- um verður að hafa einhver velsæmismörk. Það hefur verið hlustað allt of mikið á þær raddir að útflutn- ingsbætur séu ölmusa til bænda og hreint tap fyrir ríkissjóð, jafnvel þjóðarbúskapinn. Þetta er mikill ntisskilningur og reyndar alrangt. Fullyrða má, að útflutningsbætur hafi ekki, enn sem kontið er reynst þjóðhagslega óhagræn ráðstöf- un, nema síður sé, og að svo muni ekki reynast nema því aðeins að viðskiptakjör og markaðsaðstæður versni frá því sem orðið er. Menn verða áð gera sér grein fyrir því, að útflutnignsbætur hafa verið og eru enn lyftistöng fyrir at- vinnulífið í landinu í gegnum þá auknu framleiðslu á búvör- um sem af þeim leiðir og kemur þéttbýlisstöðum til góða líka, ef til vill ekkert síður, við vinnslu búvöru og við iðnað. Hinsvegar ber ríkis- sjóður að sjálfsögðu kostnað vegna þeirra, en mikið minni en talið er. Menn mega ekki gleyma því, að útflutningsbæt- urnar skila sér að verulegu leyti aftur í gegnum innflutn- ingsgjöld, söluskatt o.fl., sem af gjaldeyristekjum og inn- flutningi leiðir, og ennfremur í gegnum þá örvun sem búvöru- framleiðsla hefur á atvinnulífið í landinu. Allt tal um of mikinn kostnað við að halda uppi landbúnaði á íslandi eru óraunhæf rök. Fjárfestingar í sveitum eru smámunir í samanburði við allt fjármagnsstreymið til þétt- býlisstaðanna og bruðlið á suð- vesturhorni landsins. Það heyrist t.d. ekki mikið talað um að verslunarstéttin sé dýr í rekstri, fjölmiðlarnir eða bankakerfið, svo eitthvað sé nefnt, þó þar muni ótal dæmi að finna um sóun á almannafé í fjárfestingum og rekstrú Og hvað skyldi auglýsingafarganið kosta okkur mikið í hækkuðu vöruverði. En svo sjá menn blóðugum augum eftir nokkr- um hundruðum ntilljóna í út- flutningsbætur, sem stuðla að viðhaldi byggðar í landinu og skila sér kannski að hálfu leyti aftur í ríkiskassann. Nágrannaþjóðir okkar greiða útflutningsbætur á landbunað- arafurðir, því skyldum við ekki gera það líka? Ef við höfum ekki efni á því að búa vel að landbúnaðinum höfum við lieldur ekki efni á að búa sem sjálfstæð þjóð í landi okkar. Það er talað um aö loðdýra- rækt og fiskeldi eigi að koma í stað samdráttar í hefðbundn- um búgreinum. í því er stuðn- ingur að vissu marki, en hann getur ekki orðið nenta að tak- mörkuðu leyti. Aðaluppistaða búrekstrar og byggðar í sveit- um hlýtur alltaf að verða í hinum hefðbundnu búgrein- unt. Sveitirnar standa og t'alla með þeim. Menn verða að gera sér grein fyrir því, að það er skylda samfélagsins að tryggja búsetuskilyrði í sveitum, eftir því sem frekast er unnt, svo lengi sent fólkið vill þar búa. Meö eyðingu þessara byggða fara forgörðum efnahagsíeg og þjóðfélagsleg verðmæti, sem ekki verða cndurhcimt, auk þess sent það myndi um leið kalla á nýjar fjárfestingar ann- arstaðar og ef til vill atvinnu- lcysi vegna búseturöskunar. Að gera hvortveggja í senn, að draga stórlega úr niðurgreiðsl- um á búvörum innanlands og afnema útflutningsbætur mun þýða í raun allt að 20% sam- drátt í hefðbundnum búrekstri og þarmeð stórfcllt byggða- hrun í sveitum. Að stuðla þannig vitandi vits að eyðingu byggðar er ekkert annað cn aðför að ísleskum landbúnaði. Ég er ansi hræddur um það að höfundar umræddra laga hefðu þurft að hugleiða betur þessar hliðar ntálanna og gera sér fyllri grein fyrir væntanleg- um afleiðingum gerða sinna fyrir dreifbýlið og þjóðina, og leita í alvöru eftir tillögum frá bændum og öðrunt sem málið varðar. í stað þess að ana út í þetta með lokuö augu. Mín skoðun er því sú, að í stað þessarar löggjafar hefðu stjórnvöld og hagsmunasam- tök bænda átt m.a. að koma sér saman unt eftirtaldar ráð- stafanir og breyta lögum um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins til samræmis við það: 1. Að halda 10% útflutn- ingsbótaréttinum óskert- um. 2. Að miða framleiðslu á kindakjöti. mjólkognaut- gripakjöti við innanlands- þörf + 10%. 3. Að afhenda bændastétt- inni útflutningskvótarétt- inn óskertan til fullrar ráð- stöfunar ásamt heimild til þess að nota útflutnings- bótaféð að hluta til ann- arra verkefna innan stétt- arinnar, að því tilskildu að það reynist a.m.k. eins hagkvæmt þjóðhagslega séð, og fyrir dreifbýlið. 4. Að auka á ný niður- greiðslur á búvörum innanlands. 5. Að koma á raunhæfri framleiðslustjórnun með kvótakerfi og búntarki á alla mjólkur- og kjötfram- leiðslu og setja þak á stærð búa. 6. Að afnema kjarnfóður- gjald að mestu eða öllu, en nota það þó ef til vill í smáum stíl til styrktar inn- lendri fóðurframleiðslu. 7. Að afnema með öllu tolla á innflutt kjarnfóður. 8. Að vinna ötullega aö markaðsöflun innan lands og utan og auka vöru- vöndun og fjölbreytni í úrvinnslu búvöru. 9. Að draga úr milliliða- kostnaði. 10. Að vinna í alvöru á móti skaðsamlegum áróðri gegn landbúnaðinum og auka skilning þéttbýlisbúa og landsmanna allra á gildi hans fyrir land og þjóð. 11. Að efla félagsvitund bænda og draga úr mið- stýringu stjórnvalda á mál- efnum þeirra. 12. Að byggja félagsskap bænda þannig upp, að þeir reynist virkari sem sérstök stétt er geti gætt hagsmuna sinna á raunhæfari hátt en verið hefur. Hér hcfur verið stiklað á stóru og nrörgu sleppt, sem um þyfti að ræða. Mér rennur til rifja linkind bændaforustunnar í því að gæta réttar síns og hagsmuna. Það er sorgarsaga, að Stéttarsamband bænda skyldi láta taka af sér útflutn- ingsbótaréttinn þegjandi og hljóðalaust. Ég lýsi ábyrgð á hendur Stéttarsambandsfull- trúunum fyrir þá vanrækslu að bera ekki þetta stóra mál undir sína umbjóðendur, bændurna sjálfa, og fyrir það að gera enga alvarlega tilraun til að afstýra þessum mistökum. Mcð 25 ára hefðbundinn út- flutningsbótarétt á bak við sig voru bændur í samningsstöðu með það að krefjast ráðstöfun- arréttar fyrir útflutningsbóta- fénu og beina því til annarra verkefna ef það þætti hag- kværnt, cins og áður er sagt. Ég undirstrika skógrækt sem sérstaklega hentugt verkefni nteð hefðbundnum búskap. Hún felur í scr stórkostlega möguleika þar sem hún á við, og myndi er tímar líða renna styrkum stoðum undir atvinnu- líf og búsetu í sveitum. Hér er ekki einvörðungu um tíma- bundið hagsmunamál bænda að ræða. heldur fyrst og fremst spurning um framtíð íslenskra sveita. Ég átel ríkisstjórn og alþing- ismenn fyrir umrædda laga- setningu og fyrir það hversu óvægilega þeir hafa að bænd- um krcppt á hinn lúalegasta hátt. Og nú skora ég á bændur, stjórnvöld og allan landslýð að endurmeta viðhorf sín til þeirr- ar byggðaeyðingastefnu, sent nú virðist ríða húsunt í þessu landi. Og ég skora á alþingis- menn að breyta lögunum urn framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum í samræmi við það sem lagt er til hér að framan, og ncnia á brott þá pólitísku lágmenningu og skammsýni, sent í þeint felst. Það er enginn ntinni maður. þó hann viðurkenni mistök sín og hverfi frá villu síns vegar. Sandi -Aðaldal 5/8 ’85 Friðjún Guðmundsson Skyldi nokkur önnur stétt í þjóðfé- laginu láta bjóða sér annað eins og taka því næstum þegjandi? Þetta er í mínum huga brot á almennum mannréttindum og lítillækkun fyrir bændastéttina hvað sem öðru iíður. Fullyrða má að útflutningsbætur hafi ekki, enn sem komið er, reynst þjóðhagslega óhagræn ráðstöfun, nema síður sé og að svo muni ekki reynast nema því aðeins að við- skiptakjör og markaðsaðstæður versni frá því sem orðið er. um ráðum til að sýna fram á réttmæti þess að drepa hval og sel. Hér er ekki spurt unt hvor aðilinn hafi rétt eða rangt fyrir sér. Það er áróðurinn sem gildir. Klaufalega að verki staðið Fram til þessa hafa veiði- þjóðir lotið í lægra haldi gagn- vart þeim sem ekki vilja láta drepa seli og hvali. enda hefur klaufalega verið á málum hald- ið af þeirra hálfu. Gott dæmi unt það er hvalveiðistöðin í Hvalfirði. Á boðstólum hafa verið lit- prentuð póstkort af sundur- höggnum hvölum með innyflin flæðandi um nokkur hundruð fermetra vinnupláss. Blóðvöllurinn í Hvalfirði er tíður viðkomustaður ferða- manna og gefur þar oft að líta marga langferðabíla sem þar bíða meðan ferðariiennirnir skoða og mvnda hvernig stærstu skepnur jarðarinnar eru sagaðar og. skornar. Sér- stökum áhorfendapalli er kom- ið fyrir svo að yfirsýnin sé hvað best. Hvern andskotann eiga svona vinnubrögð að þýða? Hvarvetna um hinn sið- menntaða heim eru sláturhús lokuð nema þeim sem þar starfa. Hvar í veröldinni mundi ferðamálafrömuðum hug- kvæmast að fara með stóra hópa skemmtiferðafólks inn á vinnustaði þar sem verið væri að slátra nautgripum eða svínum, flá skrokkana og fara innan í þá? Blóðvöllurinn í Hvalfirði er sjálfsagður viðkomustaður allra sjónvarpsmanna sem unt landið fara. Hundruð milljóna sjón- varpsáhorfenda hafa aftur og aftur séö hvernig selur er rot- aður á hafísnum og síðan fleginn. Sömuleiðis hvernig hvallir er drepinn og kurlaður. En þeirn er algjörlega hlíft við að þurfa að vita neitt um hvernig búfé er meðhöndlað í sláturhúsunt ög vinnslustöðv- um. Ef það væri gert mundi slíkt líklega ríða allri kvikfjár- rækt að fuilu. Tilfinningar eða skynsemi Hvalur hefur verið veiddur gegndarlaust víða um höf og vissulega eru nokkrar tegundir í útrýmingarhættu. En fátt bendir til að þær tegundir sem veiddar hafa verið við ísland séu meðal þeirra, enda þess verið gætt að takmarka veið- arnar til að lífríki sjávarins bíði ekki alvarlegt tjón. Þessu atriði hefur okkur gengið illa að koma á framfæri. Vera má að það takist. en áróðursstaða þeirra sem vilja vernda hvalinn og banna allar veiðar er óneitanlega miklu betri en hinna sem halda vilja veiðunum áfram. I áróðri er svo miklu auðveldara að skír- skota til tilfinninga en að beita skynsamlcgum og vísindaleg- um rökum. , Þar stendur hnffurinn í kúnni. Sérkennilegstaða Sjávarútvegsráðherra er f þeirri sérkennilcgu stöðu, að vera ásakaður unt að vera alltof ríflegur á kvóta til hval- veiða í vísindaskyni og jafn- framt að vera alltof naumur á fiskveiðikvóta. Hann vill sem sagt bæöi vernda lífríki sjávar og 'ganga fulllangt í að eyða því, allt eftir því hverra hags- muna er veriö að gæta. Svona er vandlifað í henni verslu. Vonandi tekst stjórnvöldum norðlægra ríkja að ná einhvers konar samkomulagi við frið- unarmenn um hvalveiðar. En þaö er Ijóst að friðunarmenn mega sín ntikils og þeir rnunu beita öllum ráðunt, þar með viðskiptaþvingunum, til að ná sínu máli fram. Þaö er því eins gott að þau samtök sem norðurhjarafólk hyggjast stofna gegn friðun- armönnum hafi yfir að ráða þeim áróðursmætti sem dugir gcgn rökum þeirra sem vilja banna allar hvalveiðar. Oddur Ólafsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.