NT - 27.08.1985, Blaðsíða 5

NT - 27.08.1985, Blaðsíða 5
BRAUTRYÐJANDINN mykju- ROTASPREADER DREIFARINN Ghbusa LAGMÚLI 5, SlMI 81555 Til afgreiðslu strax á einstökum greiðslukjörum. Við íramleiðum ýmsar gerðir flugvéla (skrúfu og þotuvélar). Tilvalið á leikvelli og heima- lóðir. Reynið nú eitthvað nýtt. Er þetta ekki framtíðin? ¥ Blikksmiðja Magnúsar Thorvaldssonar BORGARNF. Sl — SÍMI 93-7248 Nú fáanlegur í tveim stærðum 3ja rúmmetra og 4,2 rúmmetra á stórum flotdekkjum. Þessir fjölhæfu mykjudreifarar hafa verið seldir í áratugi á íslandi, við sívaxandi vinsældir. Hann dreifir öllum tegundum búfjáráburðar, jafnt lapþunnri mykju sem harðri skán. Howard SPR. 1050 3 rúmm. kr. 98.200.- Howard SPR. 1550 4,2 rúmm. kr. 114.100.- (Gengi 22)8 ’85) Útvarpið: Hætt að lesa úr leiðurum - og fréttatímar á klst. fresti ■ Útdráttur úr leiðurum dagblaða verður ekki á vetrardagskrá útvarpsins. Þess í stað munu frétta- menn útvarps rekja í stuttu máli hvað í leiður- unum stendur í morgun- útv. Þetta er ein þeirra til- lagna frá dagskrárdeild ríkisútvarpsins sem út- varpsráð féllst á á fundi sínum fyrir helgi. Önnur nýbreytni í vetrardag- skránni er sú, að fréttatím- ar á rás l verða mun tíðari en verið hefur, eða næst- um á klukkutíma fresti frá sjö á morgnana til kukkan 19 á kvöldin. Þá mun fréttastofunni að líkindum verða falið að sjá um tímann milli sjö og níu á morgnana, en á þeim tíma hefur undanfarin ár verið sérstakur morgun- þáttur. Loks er líklegt að Síð- degisútvarpið verði fellt út úr dagskránni og í stað- inn komi barnatími frá klukkan 17 til 17:50. Ekki mun þó vera eining um þá hugmynd á dagskrárdeild- inni, einnig munu útvarps- ráðsmenn ósammála um hugmyndina. ■ ’ „Tækið er með innbyggðri tölvu sem er forrituð eins og þú sért að hjóla í hæðóttu landi. Hjólaðu í nokkrar mínútur, þá tökum við púlsinn og mælum þrekið.“ íslenskir læknanemar leiðbeina á sýningunni í Domus Medica. Heilsugæsla á tækniöld - bandarísk farandsýning í Domus Medica ■ „Líkamsástand þessa unga manns sem hér hefur verið í skoðun er fyrir neðan allar hellur. Þrek hans er allt of lítið miðað við aldur hans og miklar líkur eru á því að hann fái kransæðastíflu. Líkams- þungi hans er of mikill miðað við hæð." Þetta og meira til stóð í tölvuút- skrift um tilbúinn mann sem gerð var á sýningunni Medicine Today. Þetta er farandsýning sem Menningarstofnun Bandaríkjanna hefur fengið hingað til lands. Sýningin lýsir því hvernig heilbrigðiskerfið er lagað væntingum Bandaríkja- manna á tækniöld. „Þetta er farandsýning sem farið hefur víða síð- ustu þrjú ár, en sýning- armunirnir eru endurnýj- aðir eftir því sem tækn- inni fleygir fram, því við viljum sýna tæknina eins og hún er í dag,“ sagði Harry Hirsch, en hann kom með sýninguna hing- að til lands. Á sýningunni.má meðál • annars sjá leysigeislastaf fyrir blinda, súrefniskassa fyrir ungabörn, heilsu- ræktartæki og tölvu sem forrituð er fyrir kransæðasjúkdóma. Hún spyr fjölda spurninga og kemur síðan með úrskurð, það eina sem læknirinn þarf að gera er að skrifa nafnið sitt undir útskrift- ina. íslenskir læknanemar leiðbeina gestum á sýning- unni sem er opin alla daga fráklukkan 14.00 til 22.00, fram.til 10. september. Útvarp: Samtök ræða samvinnu ■ Fyrsti viðræðufundur- inn um rekstur sameigin- legrar útvarpsstöðvar fór fram í gær á milli fulltrúa ASÍ og BSRB annars veg- ar og Sambands ísl. sam- vinnufélaga hins vegar. En sem kunnugt er samþykkti síðasti aðalfundur SIS að leitað skildi samstarfs við launþegasamtök bænda- samtök og önnur samtök almennings um rekstur slíkrar stöðvar. Á fundinum í gær var ákveðið að koma aftur saman í næstu viku. Von- ast er til að ekki þurfi að líða langur tími áður en ljóst verður hvort af fyrr- greindu samstarfi getur orðið og hvenær. Trésmiðjan Víðir fær greiðslustöðvun: Eignir þó langt umfram skuldir Dollaralán ög lægð á heimamarkaði valda ■ Trésmiðjan Víðir hf. hefur farið fram á tveggja mánaða greiðslustöðvun og fengið sam- kvæmt úrskurði bæjarfógetans í Kópavogi. Meðan á greiðslu- stöðvun stendur eiga lána- drottnar fyrirtækisins, innlendir og erlendir, ekki kröfu á að fá lán sín greidd. „Það liggur fyrir að eignir fyrirtækisins eru langt umfram skuldir þess. Engu að síður eru miklir erfiðleikar í rekstrinum og við þurfum þennan tíma til að leggja dæmið niður fyrir okkur og gera nauðsynlegar endurbætur," sagði Reynir Kristjánsson, skrifstofustjóri fyrirtækisins, þegar NT spurði hann hvort gjaldþrot fylgdi í kjölfar greiðslustöðvunarinnar. Eins og kunnugt er keypti hlutfélagið Vogun meirihluta í Trésmiðjunni Víði í fyrra. Var þá ekki farið leynt með að fjárhagsstaða fyrirtækisins væri erfið, en eigendur Vogunar, sem eru meðal annars Fjárfest- ingafélag íslands, Völundur hf. BM Vallá og Hilda hf., töldu það áhættunnar virði að kaupa meirihlutann i fyrirtækinu, sér- staklega vegna samninga sem það hafði náð um sölu á barna- húsgögnum til Bandaríkjanna. Reynir Kristjánsson sagði, að Bandaríkjamarkaður hefði nokkurn veginn risið undir þeim vonum sem við hann voru bundnar. Hins vegar hefði innanlandsmarkaðurinn verið mjög erfiður og útlit væri fyrir að hann yrði svo enn um sinn. Þegar Reynir var spurður hvað væri til ráða til að bæta stöðu fyrirtækisins, sagði hann, að það réði yfir húsnæði sem væri langt umfram þarl'ir þess. Með því að leigja það út eða selja mætti ná peningum inn í fyrirtækið sem dygðu til að greiða niður skuldir, en fyrir- tækið tók stórt dollaralán er- lendis árið 1981 og hefur það reynst, aðallega vegna styrkrar stöðu dollarans, mjög þungt í skauti. „Það væri synd ef ekki næðist að greiða úr þessu því að það gæti orðið bið á að íslenskt fyrirtæki í húsgagnaiðnaði næði eins styrkri stöðu á Bandaríkja- markaði og við höfum þó náð,“ sagði Reynir Kristjánsson.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.