NT - 27.08.1985, Blaðsíða 24

NT - 27.08.1985, Blaðsíða 24
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónurfyrirhverja ábendingu sem leið ir til fréttar i blaðinu og 10.000 krónurfyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt NT, Síðumúla 15, Reykjavik, sími: 686300, auglýsingar 18300 Kvöldsimar: askrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495 NT-mynd Róberl ■ Bikarinn í öruggum höndum Guömundar Steinssonar fvrirliöa Fram. Aðrar hetjur fagna sigri. Bikarkeppni KSÍ, úrslitaleikurinn 1985: „B et ra li< tið vam n“ - sagði Hólmbert Friðjónsson þjálfari ÍBK eftir sigur Fram í bikarkeppninni - Pétur gerði tvö mörk í leiknum - ÍBK lék ekki vel ■ „Betra liðiö vann |>ennan leik þar er engin spurning," sagði Hólmbert Friðjónsson þjálfari Kcflvíkinga eftir bikar- úrslitalcikinn 1985 er Keilvík- ingar töpuðu fvrir sterkum Frömurum 3-1. Fram er þar með bikarmeistari 1985 en þctta er þriðji meistaratitillinn sem liðið hirðir á þessu ári. Skyldi íslandsmeistaratitillinn verða sá fjórði? „Við vorum staðráðnir í að koma grimmir til lciks og komast fyrr inní leikinn heldur en Keflvíkingar. Svo réði það miklu að okkar lið er allt þraut- rcynt og sú reynsla skipti sköpnm," sagði Ásgeir Elíasson þjálfari og leikmaður nýkrýndra bikarmeistara Fratn eftir leikinn á sunnudaginn. Pað er óhætt að taka undir orð þjálfaranna beggja. Fram- arar voru mun betri aðilimt í leiknum allan tímann og í það eina skipti sem Keflvíkingar virtust vera að komast inní lcik- inn þá drápu Framarar þá niður strax mcð þriðja markinu. Reynsla Framara réði líka ntiklu. Þeirra lið er allt vel sjóað en hjá Keflvíkingum voru ungu strákarnir greinilega nokkuð strekktir og réðu varla við hlut- verk sitt. Það má segja að leikurinn hafi í sem stystu máli farið svona vegna þessað Fram- arar spiluðu á getu en Keflvík- ingar voru nokkuð langt frá því sem lið þeirra getur. Það var greinilegt strax í upp- Itafi leiksins að Framarar ætluðu að reka af sér sleniö sem legið hefur á þeim að undanförnu því liðið kont út á völlinn nteð allar taugar styrkar og ákveðið í að berjast frá fyrstu rnínútu. Kell- víkingar voru hins vegar varkár- ari í byrjun og þaö varð til þess að þeir náðu aldrei að komast í takt við leikinn. Framarar spil- uðu fast og strax á sjöundu mínútu fékk Viðar að líta gula spjaldið hjá ágætum dómara Guðmundi Haraldssyni. Frant- arar áttu nokkur hálffæri í upp- hafi leiksins en Keflvíkingar fengu nær engin færi utan tvö góö langskot frá lngvari og Valþór. Guðmundur Torfason fór á kostum í þessum leik og það var einmitt styrkleiki hans í loftinu sem skóp fyrsta mark Fram á 30. mín. Guðmundur vann þá skallaeinvígi og boltinn fór til Péturs Ormslev. Hann tók boltann með sér inní teig og skoraði nteð fallegu og föstu skoti, 1-0. Skömmu seinna komst Pétur uppað endamörk- um og sendi fyrir. Þar kom Guðmundur Steinsson á fullri ferð en skot hans í dauðafæri fór í slá og út - óheppinn Guðmundur. Eitthvað hefur Hólmbert reynt að segja Keflvíkingum til í hléi því strax á 48. mín. átti Sigurjón Kristjánsson, sem ann- ars var ntjög daufur í þessum leik, góðan skalla - ja, reyndar slæman skalla - í upplögðu færi en yfir markið. Þarna átti Sig- urjón að skora og það án erfið- leika. Það var svo Guðmundur Torfason sem lagði upp annað mark Framara á 63. mín. Hann vann boltann á vallarhelmingi Keflvíkinga og sendi hann rak- leiðis til Péturs Ormslev sem var á auðum sjó, svo auðum að það virtist vera um rangstæðu að ræða, Pétur tók boltann á sig og er Þorsteinn kom stímandi út úr markinu þá sendi hann tuðr- una í fallegum boga yfir Steina og í netið, 2-0. Nú fóru hlutirnir að gerast hratt. Hólmbert skipti þeim Sigurjóni Sveinssyni og Björgvin Björgvinssyni inná fyr- ir Frey og Jón Kr. og ÍBK fékk aukaspyrnu á vallarhelmingi Framara á 69. mín. Sigurjón Kristjánsson sendi boltann í átt að markinu og Ragnar Mar- geirsson fékk liann óvaldaður inná markteig og þrumaði hon- um í markið, 2-1 og ný von kviknaði hjá Keflvíkingum. Hún var þá snarlega slökkt. Framarar .tóku miðju pgStejns- son scndi á Guðmund Torfason. Hann lék framhjá tveimur Kefl- víkingum og inní teig. Þar skaut hann lágum bolta undir Þorstein og í markið, 3-1 og leikurinn í höndum Framara. Eftir þetta var nánast formsatriði að klára leikinn og voru Framarar nær að bæta við marki en Keflvík- ingar. Guðmundur Steinsson átti t.d. mjög gott færi er hann var búinn að leika á Þorstein en hann rnissti jafnvægið og skaut yfir - grátlegt fyrir Guðmund. Framarar voru vel að þessum sigri komnir. Þeirra lið var mun heilsteyptara og sumir leik- manna áttu mjög góðan leik. Guðmundur Torfason fór á kostum - lygilegt hvað drengur- inn er sterkur í loftinu. Þar ræður enginn við hann. Pétur Ormslev átti góðan leik einnig og var nú miklu frjálsari en í fyrri leikjum Fram. Viðar Þor- kelsson átti líka stórleik í vörn- inni og tók framherja ÍBK í karphúsið hvað eftir annað. Hjá Keflvíkingum var ekki rnargt um fína drætti. Valþór Sigþórsson átti einna bestan leik en aðrir voru frá sínu besta fornti. Guðmundur Haraldsson dæmdi leiþjnn og gerði vel. Bjarni stórgóður var besti maður Brann og komst í lið vikunnar Tony Knapp hugsanlega næsti þjálfari Brann Frá Arnþrúði Karlsdótlur í Noregi: ■ Bjarni Sigurðsson mark- vörður átti enn einn stórleikinn hér í Noregi með liði sínu Brann. Hann kom í veg fyrir að Brann tapaði stærra fyrir Start. Leikurinn fór 3-2 og er Brann nú í alvarlegri fallhættu. Bjarni var valinn í lið vikunnar hjá Verdens Gang og fékk mikið hól í flestum blöðum. Meðal áhorfenda á leiknum var Tony Knapp landsliðsþjálfari fslend- inga og eru nú uppi getgátur í norskum blöðum þess efnis að Knapp taki að sér lið Brann á næsta keppnistímabili hvort sem liðið verður í 1. eða 2. deild. Knapp sagðist sjálfur vera að kanna hvort Bjarni væri ekki til í slaginn á Spáni í næsta mánuði. „Við ætlum að leggjaSpánverjaþ sagði Knapp. Heimsmet hjá Budd - í 5000 m hlaupi í gærdag ■ Suður-afríska stúlkan Zola Budd sem nú er breskur ríkis- borgari setti nýtt heimsmet í 5000 m hlaupi á móti í Crystal Palace í gær. Budd, sem að vanda hljóp berfætt, hljóp á 14:48,07 og sló þar með heims- met norsku stúlkunnar Ingrid Kristiansen sem var 14:58,89 og var sett í Osló í júní á síðasta ári. Kristiansen varð í öðru sæti í hlaupinu í gær og hún hljóp á betri tíma en gamla heimsmet- ið. Budd sagði eftir hlaupið: „Ég hugsaði ekkert um að setja heimsmet. Ef Ingrid hefði ekki verið með hefði heimsmetið þó ekki falliö. Hún veitti mérslíka keppni að hraðinn í hlaupinu varð nægur." sagði Pétur Ormslev eftir bikarleikinn ■ Það var að vonum mikil gleði í herbúðum Framara eftir leikinn. „Við ætluðum ekki að verða undir í baráttunni í þess- um leik. Þess vegna komum við út allir tilbúnir til að berjast vel. Allir lögðu sig fram. Ég er auðvitað himinlifandi yfir því að skora tvö mörk en þetta cr iiðsheildin sem skapar svoi a mörk ogsvona leik. Nú, reynsla okkar hafði mjög mikið að segja," sagði Pétur Ormslev eft- ir leikinn. Guðmundur Steinsson vildi koma þökkum til áhangenda Framara sem studdu þá svona dyggilega í leiknum. „Ég hefði nú sjálfur átt að skora tvö mörk. Boltinn lyftist aðeins á einhverri ójöfnu er ég skaut í slána en ég varð að lyfta honum aðeins yfir Þorstein," sagði Guðmundur. Valþór Sigþórsson fyrirliði ÍBK sagði eftir leikinn að það hefði verið eins og einhver þreyta í mannskapnum. „Við náðum okkur aldrei á okkar rétta plan. Þeir voru einfaldlega bctri. Við höfum verið í mjög erfiðu prógrammi að undan- förnu og kannski kom það fram í þessum leik. Það kom líka í Ijós að reynsla Framara var afar dýrmæt," sagði Valþór og stundi. ■ Pétur Ormslev fær hér að svífa í loftið eftir mörkin tvö. t,, „ jsXiiuytnlBúhpd.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.