NT - 27.08.1985, Blaðsíða 3

NT - 27.08.1985, Blaðsíða 3
 nrr Þriðjudagur 27. ágúst 1985 3 LlL Fréttir Mótmæli vegna fangahjálpar: Fjölmennur íbúa- fundur í gærkvöld ■ Fá 25 fyrrverandi fangar skjól í Teigahverfinu? Pessari spurningu verður reynt að svara í borgárráði í dag. Fjölmcnnur íbúafundur, sem haldinn var í Laugalækjarskóla í gærkvöldi lagði fram formleg mótmæli gegn fyrirhugaðri aðstöðu Verndar-fangahjálparinnar, að Laugateigi 19. Á mælendaskrá^ fundarins voru fjölmargir. Fulltrúar Verndar. íbúanna, borgarstjóri og aðrir sem höfðu eitthvað til málsins að leggja. Davíð Oddsson borgarstjóri hvatti til þess að fundin yrði farsæl lausn í málinu og sagði að í dag myndi borgarráð taka það til umfjöllunar á fundi sínum. Óánægja íbúanna grundvall- ast einkum á tveimur hlutum. Þeir telja að heintilið sé of stórt. það er uð of margir fyrrver- andi refsifangar verði þar á ein- um og sarna stað. Þá hafa verið uppi raddir um að fasteignaverð húsanna í nágrenni við aðstöðu Verndar rnyndi lækka. Ólafur Örn Pétursson fasteignasali hjá Fasteignaþjónustunni sagði í samtali við NT að heimili þau sem Vernd ræki nú þegar hefðu síður en svo orðið til þess að lækka nærliggjandi íbúðir í verði. Um fjögur hundruð manns skrifuðu undir undirskriftalista þess efnis að óánægja væri meðal íbúa vegna aðstöðu Verndar. Undirskriftarsöfnun stóð enn á fundinum, og bættust þar við fleiri nöfn. Stroku- fanginn fundinn ■ Strokufanginn sem strauk af Litla-Hrauni í síðustu viku náðist aðfara- nótt laugardags. Fanginn fannst í húsi á Laugarveg- inum, þar sem Itann mun hafa vcrið í góðu yfirlæti. Flann var fluttur aftur austur á Litla-Hraun um helgina til þess að halda áfrarn afplánun sinni. ■ Maður var fluttur á slysadeild, eftir bílveltu aðfaranótt sunnudags, við Goðatún í Garðabæ. Bílstjórinn sem var einn í bílnum virðist hafa misst stjórn á bílnum og hafnað á umferðarskilti. Bíllinn valt síðan margar veltur og er talinn ónýtur. Slysiö varð klukkan tvö að næturlagi. NT-mynd: Sverrir. Námsgagnastofnun o.fi.: Námstefna um byrjendakennslu ■ Námsgagnastofnun gengst þessa dagana fyrir dagskrá og sýningu undir yfirskriftinni „Hvað ungur nentur gamall temur" í samstarfi við Kennara- háskóla Islands, Skólaþróunar- deild menntamálaráðuneytis- ins, Fræðsluskrifstofu Reykja- ness- og Reykjavíkurumdæmis og Bandalag kennarafélaga. í dag hefst dagskráin kl. 10 með fyrirlestrum Póru Kristins- dóttur lektors og Guðrúnar Ein- arsdóttur sálfræðings um rann- sóknir á máltöku og lestrar- námi. Erindum þeirra lýkur á hádegi en kl. 20.30 kynna Sig- ríður Jónsdóttir og Elín G. Ólafsdóttir skemmtilega ný- breyfni í byrjendakennslu í Bretlandi, Hollandi, Svíþjóð og á Íttilíu. ■ Séra Árelíus Níelsson hvatti fólk til þess að sýna kristilegt hugarfar og meðtaka þessa mcnn: „Þeir eru venjulegt fólkí1 NT-mynd Sverrtr. Réttindalausir bílstjórar í árekstrum: Fimmtán ára á 180 km hraða velti bifreiðinni á Reykjanesbraut ■ Fimmtán ára drengur velti bifreið rétt norðan við álverið í Straumsvík klukkan þrjú í gærmorg- tin. Drengurinn sagði lög- reglu að hann hefði ekið á 180 km hraða eftir Reykjanesbrautinni, og misst stjórn á bílnum, sem valt og er talinn gjörónýt- ur. Drengurinn sem var einn á ferð slapp rnjög vel. Sextán ára drengur lenti í hörðum árekstri í Kefla- vík um helgina. Hann var bílstjóri í fólksbifreið sem lenti í mjög hörðum á- rekstri á mótum Hring- brautar og Flugvallavegar. Báðar bifreiðarnar munu ónýtar. Fernt var í bifreið- unum og slapp allt ómeitt. Að sögn lögreglu í Keflavík var talsverð ölv- un í bænum og voru fjórir ökumenn teknir fyrir ölv- un við akstur. Sjö manns gistu fangageymslur í Keflavík. Fundur um friðarmál ■ Opinn fundur veröur haldinn í Litlubrekku í Bankastræti í Reykjavík í 'kvöld, klukkan 20:30. Fundarefhið er „Friðar- hreyfingin í Bandaríkjunum". Málshefjandi er Joseph Gerson. starfsmaður American Friends Service Committee, sem eru friðar- og hjálpar- samtök kvekara. Gerson stjórn- aði m.a. árangursríkri baráttu gegn því að stýriflaugaskipið IOWA og fylgifloti þess fengju Boston fyrir heimahöfn. ísafjörður: ai ■ Lögregla á ísafirði tók fjóra öku- menn um helgina. grunaða um ölvun við akstur. Engin óhöpp hlutust af akstri þeirra, cn ekki er gott að segja hvernig fariö hefði ef lögregla hefði ekki haft afskipti af bílstjórunuim. 10145-100 hestöfl með drifí á öllum hjólum HLAÐINN FYLGIHLUTUM Yinnuþjarkur sem hentar vel: Búnaðarfélögum - verktökum bæjarfélögum og stærri bændum. Með þessum vélum útvegum við margskonar hjálpartceki, svo sem: Moksturstœki - Plóga - Herfi - Flaghefla o.fl. o.fl. Verð án söluskatts kr. 555.000.- (Gengi 22/8 ’85) Mjög hagstæðir greiðsluskilmálar. umbodid Islensk-tékkneska verslunarfélagið hf. Lágmúla 5, sími 84525, Reykjavik.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.