NT - 27.08.1985, Blaðsíða 2

NT - 27.08.1985, Blaðsíða 2
 Þriðjudagur 27. ágúst 1985 2 Ráðstefna um kvennarannsóknir: Menntakonur kynna almenningi rannsóknir sínar ■ Hvað veist þú um brjóstagjöf kvenna í Reykjavík? Eða lögskráningu íslenskra sjó- kvenna? Hvað er kvennaguðfræði? Hvað er vitað um íslensk samheiti um konur? Þessar spurningar og raunar miklu fleiri verða á dagskrá ráðstefnu um kvennarann- sóknir, sem haldin verður í Odda, hugvísindahúsi Háskól- ans um næstu helgi. Hugmynd- in er, að þarna komi saman konur sem stundað hafa kvennarannsóknir og segi hver annarri og öllum almcnningi frá' því scm þær hafa verið að fást við. Áhugi fyrir rannsóknum af þessu tagi hcfur farið vax- andi meðal háskólakvenna og munu konur úr lögfræði, líf- fræði, sagnfræði, félagsfræði, sálfræði, íslcnskunr fræöum og fleiri greinum segja frá niður- stöðum rannsókna sinna. Mar- grét S. Björnsdóttir sem hcfur ásamt fleirum unnið við undir- búning þessarar ráöstefnu vtir spurð að því hvað fælist í hugtakinu kvennarannsóknir. „Þetta hugtak hefur nú á síðari árum verið skilgreint þannig, að um sé að ræða rannsóknir sem konur fram- kvæmi á viðfangscfnum sent tengjast honum, þ.e. rann- sóknir kvenna á konum." Mar- grét sagði enn frentur að greinilega væri þctta frekar þröng skilgreining, en þó sú sem notuð væri bæði hér og erlendis um þetta fyrirbæri. Eðli sínu samkvæmt gætu karl- ar því ekki framkvæmt kvcnnarannsókn. Hugmyndin sem að baki þessu sjónarmiði liggur er sú, að með kvenna- rannsóknum komi fram nýr sjónarhóll sem ekki hafi verið fyrir hendi áður. Aðspurð sagði Margrét aö ekki væri vcrið að lýsa vantrausti á þá aðferðafræði og fræðilegu kröfur sem tfðkast hafi í hefð- bundnu háskólastarfi þó svo að karlar hafi að mcstu ráðið ferðinni á þeint vettvangi. Frekar mætti segja að hér væri um að' ræða nýja vídd í vali verkefna og því óbeina gagn- rýni á áratuga mótun karla á fræðilega umræðu. Öll hug- myndin um kvennarannsóknir byggir á þeirri forsendu að reynsluheimur karla og kvenna sé ólíkur og því nálgist kynin ■ Ráðstefnan verður lialdin í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. viðfangsefnin á mismunandi hátt. Margrét taldi samt rétt að taka fram, að þó þetta væri sú skilgreining á kvennarann- sóknum sem oftast væri notuð, litu ekki allar þær konur sem verða með innlegg á þessari ráðstefnu á rannsóknir sínar sent kvennarannsóknir í þess- um skilningi, eða álitu þær nteð einhverjum hætti frá- brugðnar því sem verið hcfði ef karlmaður hefði gert þær. Þannig gcta ástæðurnar fyrir þátttöku hinna ýmsu kvenna í ráðstefnunni verið mismun- nndi, þó ráðstefnan sjálf telist í því að konur segi frá rann- sóknum sínum á málefnum kvenna. Undirbúningur ráðstefn- unnar hefur staðiö síðan unt áramót, en hugmyndin hefur þó verið að gerjast um hríð meðal íslenskra mennta: kvenna. Frumkvæðið kom frá áhugahópi menntakvenna og fengu þær Háskólann til að styrkja fyrirtækið og veita því aðstöðu. Ráðstefnan er því á vegum Háskóla íslands. Alls eru ætlaðir fjórir dagar í fundahöld og dagskráratriði af léttara taginu. Ráðstefnan verður sett á fimmtudags- kvöld, 29. ágúst en slitið á sunnudaginn I. september. Haldin verða yfir tuttugu er- indi um aðskiljanlegustu kvennamálefni og verða þau flutt af mörgurn þjóðkunnum menntakonum. Þrír fyrirlesar- ar koma erlendis frá gagngert til að taka þátt í ráðstefnunni. Anna G. Jónasdóttir sem starf- ar við sænskan háskóla og hefur verið íramariega í um- ræðu um kvennarannsóknir á Norðurlöndum, mun halda er- indi um „Kyn, vald og pólitík" á fimmtudagskvöldið. Dtigný Kristjánsdóttir lcktor í Osló verður með erindi um „Konur og listsköpun" á föstudegin- um. Þriðji gestur ráðstefnunn- ar er Ulrike Schildmann sent var stundakennari við Háskóla íslands í fyrra vetur en er nú við Frjálsa háskólann í Berlín. Flún mun fjalla unt konur og strauma í heilhrigðismálum (The woman's health move- ment and the new reproductive technologies) og er erindi hennar á dagskrá á laugardag. Að öðru leyti skiptast mála- flokkar þannig á dagana, að á föstudaginn verða bókmennta- og sagnfræðirannsóknir á dagskrá, á laugardaginn lög- fræði og raungreinar. og á sunnudaginn guðfræöi og fé- lagsvísindi. Á kvöldin munu konur fjalla í máli og myndum unt starf kvenna í ýmsum list- greinum. Erindi ráðstefnunnar verða gefin út í.sérstökum bæklingi auk þess sem gefið liefur verið út veggspjald í tilefni hennar en það var teiknað af Messíönu Tómasdóttur. Að sögn Mar- grétar S. Björnsdóttur, vilja aðstandendur ráðstefnunnar leggja ríka áherslu á að hún er öllum opin og að hún er ekki hugsuð sérstaklega fyrir konur sem eru í rannsóknum eða eru nteð háskólapróf. Það sem um er að ræða er að konur við Háskólann vilja kynna al- menningi það sem þær eru að gera. Að lokum er rétt að benda á að aðgangur er ókeyp- is og ekki þörf á að sitja alla ráðstefnuna. frekar en menn vilja. Dagskrána er hægt að fá á aðalskrifstofu Háskólans. ■ Margrét S. Björnsdóttir er í undirbúningsnefndinni og vildi leggja áherslu á að ráðstefnan væri öllum opin. ■ Bjarki Jóhannesson: „Það eru fáir skipulagsfræðingar á íslandi og starfsheitið er ekki lögverndað. Með stofnun félagsins vonumst við til að getað afmarkað okkur frá öðrum sem vinna að skipulagsmálum.“ NT-mynd; Árni Bjarna Bjarki Jóhannesson skipulagsfræðingur: „Við skipuleggjum. Arkitektarnir teikna“ ■ Hús eru reist, en ckki þar sem byggingarmeistaranum dettur í hug, í það og það skiptið. Taka verður tillit til umhverfisins og annarra Itúsa. Húsin verða svo að falla vel inn í heildarskipulagið, þau verða að Iiggja vel að gatna- og hol- ræsakerfi. Almenningsfarártæki verða að geta komist greiðlega leiðar sinnar og svo mætti lengi telja. Það eru margir sem koma nálægt því að hanna og skipu- leggja bæi og oft þart' mikla fyrirhyggju við þau störf. sem oftlega eru gerð löngu áður en hinar eiginlegu framkvæmdir hefjast. Það eru margir sem vinna að þessurn margslungnu hönnunar og skipulagsmálum. Nefna mát arkitekta. landfræð- inga, tæknifræðinga og síðast en ekki síst skipulagsfræðinga sem nýverið stofnuðu með sér félag. „Það er rangt sem ntargir halda að skipulagsfræðingar sitj i og teikni upp heilu hverfin", sagði Bjarki Jóhannesson stjórnarmaður í nýja félaginu, þegar NT innti hann eftir störf- um skipulagsfræðinga. „Skipulagst'ræðin er ung grein og við erum fáir hér á landi, en með þessu félagi erum við að reyna að afmarka okkur t'rá öðrum sem vinna að skipulags- málunt. Við búunt ekki til kort, að endanlegu íbúðarhverfi held- ur gerurn við sjálfa áætlunina um uppbyggingu bæjarins. Þar inní kentur tímasetning og hvaða framkvæmdir bærinn ætti að ráðast í á skipulagstímabil- inu. Við látum arkitekta sjá unt endanlegt útlit skipulagssvæðis- ins. Skipulagsfræðin er kennd sem sérstakt fag víða erlendis, en hefur ekki fengið fulla viður- kenningu hérlendis. Það hafa margir utanaðkomandi aðilar komið inná starfssvið okkar og ætlum við meðal annars að koma í veg fyrir það með stofn- un félagsins. Okkur finnst það álíka fjarlægt að arkitektar vinni að áætlanagerð eins og að tæknit'ræðingar teikni hús, eins og arkitektar eru reyndar að berjast gegn. Arkitektar hafa lítið sent ekkert lært í áætlana- gerð og raunverulegu skipulagi. Eitt at' því sem við viljum gera mikinn greinarmun á er munurinn á aöalskipulagi og deiliskipulagi. Aðalskipulag er landnotkunar- og framkvæmd- aráætlun fvrir sveitarfélag og það teljum við alveg okkar verk og ættu engir aðrir að koma þar nálægt. í því felst meðal annars hvað á að byggja á hverjum stað, hvort unt sé að ræða iðnaðar- verslunar eða íbúða- hverfi, svo eitthvað sé nefnt. Deiliskipulag er í raun ekkert skipulag. heldur hönnun, þar sem hverfin eru teiknuð en ekki skipulögð. Á því sviði eru arki- tektarnir sérfræðingarnir."

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.