NT - 27.08.1985, Blaðsíða 6

NT - 27.08.1985, Blaðsíða 6
 Þriðjudagur 27. ágúst 1985 6 Útlönd Myntbreyting: Israelar fækka núllunum Jerusalem-Keuter ■ ísraelsmenn hafa ákveöið að strika út þrjú núll aftan af upphæðum skráðum í gjald- miðli þeirra sem heitir shekel. Nýir seðlar verða gefnir út 4. september næstkomandi og verður verðgildi þeirra þúsund- falt á við gamla shekela. Yossi Beilin ritari ríkisstjórn- arinnar skýrði frá þessari gjald- miðlabreytingu eftir ríkisstjórn- arfund nú um helgina. Hann sagði að þessi breyting gæti ekki talist efnahagsaðgerð heldur væri hún aðcins merki um það livað verðbólgan væri mikil. ísraelska þingið verður að samþykkja núllafækkunina áður en hún kemur til fram- kvæmda en engar líkur eru taldar á því að þingið felli þessa tillögu stjórnarinnar. Þetta er í annað skiptið á fimm árum sem ísraelsmenn breyta gjaldmiðli sínum. ísraelsmenn tóku upp shekel í staðinn fyrir lírur árið 1980. Þá var markmiðið með breyting- unni meðal annars sagt vera að sporna við gegndarlausri verð- bólgu sem fór yfir hundrað pró- sent árið 1979. En veröbólgan hefur haldið áfram að aukast og í fyrra var hún 445%. Breskur lávarður: Fjárvana og aðstöðulausir vísindamenn flýja land Gla.sgow-Keuter ■ Einn af fremstu vísinda- mönnum Breta, Hans Kornberg lávarður, segir að lág fjárfram- lög ríkisins til vísindarannsókna og léleg rannsóknaraðstaða hafi neytt marga sérfræðinga til að flýja land og leita sér vinnu annars staðar. Kornberg lávarður, sem er formaður Samtaka til eflingar vísinda, sagði á aðalfundi sam- takanna í Glasgow í gær að aðstaðan til að gera grunnrann- sóknir í Bretlandi versnaði „hræðilega ört og frekari sam- dráttur væri fyrirsjánlegur". Kornberg sagði að tæki á mörgum tilraunastofum væru orðin úr sér gengin og úrelt.. Hann gagnrýndi stjórnvöld fyrii að styrkja ekki grunnrannsóknir við háskóla og hvatti bresk iðn- fyrirtæki til að leggja fram fjár- magn til þeirra. ■ Palme, forsætisráðherra Svía, þarf nú að heyja harða kosningabaráttu er snýst um kosti og velferðarríkisins. Svíþjóð: Velferðin þrætuepli I kosningabaráttunni ■ Væntanlegar þingkosningar í Svíþjóð nálgast óðum, en þær verða haldnar þann 15. sept- ember n.k. því nær sem dregur að kjördegi harðnar kosning- abáráttan og svo virðist sem að „velferðarríkið" sé orðið að því hitamáli er hinir stríðandi stjórnmálamenn beina athygli sinni að. Hægri menn sem eru í stjórn- arandstöðu, með Móderatana í broddi fylkingar, halda því fram að velferðarríkið og meðfylgj- andi skriffinnskubákn hafi vaxið meir en góðu hófi gegnir. Þeir telja að auka beri framtak og valfrelsi einstaklinga t.d. hvað varðar menntun og heilbrigðis- þjónustu. Á hinn bóginn segja Sósíal-demókratar, sem stýra ríkinu sænska, að lilúa beri að velferðarríkinu, og að sníða megi af agnúa án þess að um róttækar breytingar verði að ræða. Margir rekja upphaf hinnar sænsku velferðar til miðalda, en fyrsta löggjöfin sem beinlínis verður talin tengjast jafnrétt- isviðhorfum var sett árið 1763. Ástand mála um þessar mundir verður rakið beint til ársins 1932, en þá mynduðu Sósíal- demókratar styrka stjón er tókst að hrinda í frantkvæmd ýsmum hugðarefnum. Stýrimennska jafnaðarmanna stóð sleitulaust í 44 ár, og á þeim tíma tókst þeim að byggja upp velferðar- kerfi er fylgir mönnum frá vöggu til grafar. Þessu kerfi fylgir mikill kostn- aður. Sem dæmi má nefna að á þessu ári er áætlað að Svíar noti um 400 milljarða ísl.kr. til heil- brigðis- og félagsmála. Einungis Félagsmálastofnun Stokk- hólmsborgar hefur um 30.000 manns við störf, en alls búa um 650.000 manns í borginni. Ekki er óalgengt að meðalskatt- greiðslur einstaklinga séu um 60-70% af heildartekjum. Staðreyndir á við þessar eru í raun það sem kosningarnar snú- ast um. Talið er að Móderatarnir muni reyna að mynda sam- steypustjórn ásamt frjálslynd- um og miðjuflokkum að kosn- ingunum loknum. Ef svo fer er varla að vænta byltingar- kenndra breytinga á sænsku þjóðfélagi, en hugsanlega gætu þær orðið í þá átt að auka möguleika einkaaðila á að starfa samhliða opinberum aðilum á ýmsunt sviðum. Yfir Atlants- haf á gúmmí- ■ írinn EndaO’Coineen lauk í seinustu viku að sigla yl'ir Atlantshafið á gúmmíbát. Hann lagði af stað frá St. John’s á Ný- fundnalandi hinn 25. júlí og tók land á írlandi 29 dögum síðar. Skömmu eftir að O’Co- ineen lét úr höfn hreppti harin vonskuveður og bát hans hvolfdi. Kort hans og eldsneytisbirgðir hurfu í hafið, og rafhlöðurnr í tal- stöðinni blotnuðu og bil- uðu. Hann var því alveg sam- bandslaus við umheiminn í langan tíma eða allt frá því að hjálparsveitir höfðu tal af honum þegar hann var um 1000 mílur út af írlandi. Það var ekki fyrr en hann var kominn alveg undir landsteina írlands og hafði samband við flutningaskip til að fá hjá áhöfn þess oíu á utan- borðsmótorinn, að upp- götvaðis að O'Coineen var enn á lífi. Bretland: Heimavarnar liðið æfir sig Wilton-Reuter ■ Mestu heræfingar breska heimavarnarliðsins frá því í síð- ari heimsstyrjöld verða haldnar í næsta mánuði. Gert er ráð fyrir að 65 þúsund heimavarnar- liðar muni taka þátt í þeim auk um eitt þúsund bandarískra hermanna. Æfingin er gerð til að kanna hversu vel heimavarnarliðið er í stakk búið til að verjast innrás Sovétmanna. Breskar strand- höggsveitir munu fara með hlut- verk sovéskra hermanna og freista þess að ráðast til upp- gönguá 150stöðum í Bretlandi. Yfirmenn breska hersins hafa af því þungar áhyggjur að kæmi til stríðs myndi það verða Sovét- mönnum leikur einn að taka Bretland. Flestir hermenn landsins myndu nefnilega verða sendir til vígstöðvanna í Mið- Evrópu, þar sem búast má við að orrustan myndi standa fyrst í stað. Vestur-Þýskaland: Eiturvín örva bjórviðskipti Múnchen-Reutcr ■ Vestur-þýska hagfræði- stofnun IFO spáir því að bjór- sala muni aukast ntjög á næstu mánuðum á kostnað léttvína vegna ótta almennings við eitr- uð austurrísk og vesturþýsk vín sem hafa verið „bragðbætt" með frostlegi. Þetta kemur fram í skýrslu IFO um vesturþýska bruggiðn- aðinn sent var birt nú um helgina. IFO spáir því einnig að sala á sterku áfengi muni einnig aukast nokkuð en ekki jafnmikið og á bjór. Bjórinn þykir standa sér- staklega vel að vígi þar sem mjög strangar reglur gilda um bjórbruggun í Vestur-Þýska- landi. Vesturþýsk stjórnvöld hafa birt „svartan lista" með nöfn- um hátt í níu hundruð austur- rískum víntegundum og 47 vestursþýskum víntegundum sem talin eru hættuleg þar sem diethylene-glycol frostlögur hefur fundist í þeim í mismiklu magni. Sérfræðingar telja því að minnkandi áhugi almenn- ings á vínþambi sé í hæsta máta eðlilegur. Indland: Stjórnarandstæðingur fær ráðherrabústað New Delhi-Keuter ■ Leiðtoga stjórnarand- stæðinga í fylkisþingi Karna- taka-fylkis á Indlandi tókst að fá forsætisráðherra fylkisins til að lofa sér ráðherrabústað eft- ir harðar deilur í þinginu nú fyrir nokkrum dögum. Andstöðuleiðtoginn, S. Bangarappa, sem er félagi í Kongressflokknunt, réðst harka- lega á fylkisstjórninga í þing- ræðu. Hann kvað stjórnina hafa traðkað á réttindum sín- um sem andstöðuleiðtoga með því að láta sig ekki fá einkarit- ara, ráðherrabústað, bíl og sjónvarp. Bangarappa sagðist ekki vilja vera gráðugur en það væri reginhneyksli að hann skyldi þurfa að aka í eigin bíl til vinnu sinnar og búa í leigu- húsnæði sem væri langt frá þinginu. Fyrir bragðið færi illa um gesti sem kæmi í heimsókn til hans. Hann kvaðst einnig þurfa kapalsjónvarp þar sem hann gæti fylgst með þingstörf- um úr herbergi sínu. Eftir snörp orðaskipti bað forsætisráðherra fylkisins, Rantakrishna Hegde, einn af ráðherrum sínum um að gefa stjórnarandstöðuleiðtoganum eftir ráðherrabústað sinn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.