NT - 27.08.1985, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 27. ágúst 1985 8
Malsvari frjálslyndis,
samvinnu og felagshyggju
Útgefandi: Nutíminn h.i.
Ritstj.: Helgi Pétursson
Framkvstj.: Guðmundur Karlsson
Auglýsingastj.: Steingrimur Gislason
Innblaösstj: Oddur Ólafsson
Skrifstolur: Síðumúli 15, Reykjavik
Sími: 686300. Auglýsingasimi: 18300
Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn
686392 og 687695, iþróttir 686495, tæknideild
686538.
Setning og umbrot: Tæknideild NT.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verð i lausasölu 35 kr. og 40 kr. um helgar. Askrift 360 kr.
Stef nan staðf est
■ Inga Jóna Þórðardóttir, formaður Útvarpsráðs
og einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar, staðfesti í
viðtali við Þjóðviljann í síðustu viku fyrirætlanir
Sjálfstæðisflokksins varðandi Ríkisútvarpið.
,,Ég tel eðlilegt, að áhrifa Sjálfstæðisflokksins inni
í Útvarpinu gæti eins og annarra í réttu hlutfalli við
styrkinn,“ segir formaður Útvarpsráðs og er á sömu
skoðun og Halldór Blöndal, alþingismaður, sem
telur ekki óeðlilegt, að Sjálfstæðisflokkurinn fái
meiri umfjöllun í fréttum og dagskrá útvarps og
sjónvarps en aðrir, vegna þess, að hann sé stærsti
stjórnmálaflokkurinn. Hér blasir nöturlegur sann-
leikurinn við lýðræðislega þenkjandi fólki.
Þessi viðhorf fá sjónvarpsáhorfendur að sjá viku-
iega í þáttunum um Hitlersæskuna.
Bændur: Látið
ekki plata ykkur!
Hér er enn vakin athygli á því, að bændasamtökin
þurfa alls ekki að höfða mál vegna kjötsölu til
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Lög um þetta
mál eru skýr, en það er greinilega von Geirs
Hallgrímssonar, utanríkisráðherra og Morgunblaðs-
ins, að dómur falli í þann veg, að hefð sé nú komin
á innflutning á kjöti til varnarliðsmanna og enginn
hafi hreyft mótmælum við þessum innflutningi fyrr.
NT vill hvetja bændur til þess að athuga vel sinn
gang og bera málið alla vega undir fund Stéttarsam-
bandsins sem er á næstu grösum.
Þórarinn Þórarinsson benti á það í mjög athygl-
isverðri grein í NT í síðustu viku, að hvergi væri að
finna í lögum heimildir til þessa innflutnings og
enginn hefur borið brigður á þá staðreynd. Hann
segir, að undanþáguna sé ekki að finna í viðbótar-
samningi við varnarsamninginn frá árinu 1951, eins
og utanríkisráðuneytið hefur haldið fram og segir
viðbótarsamninginn miklu frekar undirstrika þá
höfuðreglu, sem varnarsamningurinn hvílir á, að
íslensk lög skuli gilda „nema öðruvísi sé ákveðið
berum orðum í samningi þessum“, eins og segir í
viðbótarsamningnum. Og Þórarinn spyr ennfremur
og NT vill beina þeirri spurningu til Morgunblaðsins
og Geirs Hallgrímssonar: Hver getur ætlað eins
vandvirkum lagasmiði og Bjarna Benediktssyni, að
hann hefði ekki látið taka það fram berum orðum í
3. málslið 8. greinar ef hún átti að fela í sér
undanþágu frá lögunum um gin- og klaufaveiki?
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins,
hefur hvatt til þess, að málið verði tekið fyrir á
Alþingi þegar það kemur saman. NT ítrekar þá
skoðun sína, að það sé réttur vettvangur fyrir
umræðu um málið, enda hefur áður komið fram, að
ríkisstjórn þyrfti sérstaka heimild frá Alþingi til þess
að hvika frá lögunum um gin- og klaufaveiki.
Það er því Alþingis að veita ríkisstjórninni slíka
heimild og þar með leyfa innflutning á bandarískum
landbúnaðarvörum hingað til lands, eða fyrirskipa
utanríkisráðherra, Geir Hallgrímssyni og mönnum
hans, að fara að íslenskum lögum, sem virðist vefjast
fyrir ráðherranum þessa dagana.
Friðjón Guðmundsson Sandi, Aðaldal:
Alvarleg mistök
■ Seint í júní sl. undir lok
Alþingis, þess lengsta í sög-
unni, settu þingmennirnir, í
óðagoti þinglokanna, saman
lög um framleiðslu, verðlagn-
ingu og sölu á búvörurn. Að-
dragandi málsins var víst orð-
inn nokkuð langur, en laga-
setningunni sjálfri var lokið
með leiftursókn.
Ég er þeirrar skoðunar að
með þessari lagasmíð hafi al-
þingismönnum orðið á alvarleg
mistök, að lögin muni stór-
skerða hagsmuni bænda og
dreifbýlisfólks og jafnframt
þjóðarbúsins, ef þeim verður
ekki breytt hið bráðasta.
Meginástæður þessara mis-
taka tel ég einkum vera þrjár.
í fyrsta lagi neikvæður áróður
öfgamanna, einkum á höfuð-
borgarsvæðinu, sem ekki hafa
skilið þjóðfélagslega þýðingu
landbúnaöarins, en hafa sí og
æ og árum saman ofsótt og
fótumtroðið bændur þessa
lands. Og það gegnir furðu að
þessi ólánsntenn skuli ekki
Ítafa verið lögsóttir fyrir löngu
fyrir atvinnuróg og fyrir að
hafa skaöað hagsmuni þjóðar
sinnar.
Önnur meginástæðan er sú,
að bændur og forustumenn
þeirra hafa reynst furðulega
kjarklausir og linir í því að
gæta hagsmuna stéttar sinnar
og duglausir viö að andmæla
óréttlátum og skaðlegum
áróðri í garð stéttarinnar.
Einnig hefur þeini verið mjög
mislagðar hendur í því að taka
skynsamlega á ýmsum vanda-
málum landbúnaðarins. Stjórn
búvöruframleiðslunnar hefur
t.d. verið léleg. Það hefur m.a.
verið reynt að nota hið svo-
kallaða kjarnfóðurgjald fyrir
stjórntæki í búvörufram-
leiðslu, sem er í mínum huga
tóm vitleysa, í stað þess að
beita kvótakerfi og búntarki á
alla framleiðslu á kjöti og
mjólk. Heildarbúmark í
mjólkurframleiðsiu ert.d. orð-
ið 30% umfram innanlands-
markað og kindakjötsbúmark
er um 60% umfram innan-
landsþörf. Þá hefur búmark'
verið úthlutað fyrir nautgripa-
kjötsframleiðslu, en aðeins að
nafninu til, því stjórnun er
engin í þeirri búgrein. Fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs
hélt því fram í vetur, að ekki
væri hægt að stjórna nauta-
kjötsframleiðslu sem auðvitað
eru haldlaus rök. Og svo er
verið að bjóða bænduni að
kaupa af þeim búmarksréttinn
gegn því að þeir afsali sér
framvegis rétti til hefðbund-
innar búvöruframleiðslu. Það
er jafnvel talað um, sem lausn
á fjárhagsvanda bænda, að fá
hækkað búmark og selja það
síðan. Það er ekki von að vel
gangi, þegar stjórn búvöru-
framleiðslunnar er svona rotin.
En sorglegasta dæmið um mis-
tök bænda er þó samþykkt
stéttarsambandsfundar haust-
ið 1984, en þar er næstum
boðin fram aðlögun búvöru-
framleiðslunnar að innan-
landsmarkaði og um leið að
útflutningsbætur verði af-
numdar í áföngum. Með þess-
ari samþykkt sinni stigu stétt-
arsambandsfulltrúar stórt
ógæfuspor í þá átt að afvopna
stétt sína í báráttunni fyrir
rétti sínunt og tilveru, og að
mínu áliti án fullnægjandi
umboðs.
Þriðja ástæðan og sú sem
úrslitum hefur ráðið, um þessa
lagasetningu, er neikvæð við-
horf stjórnvalda, skilningsleysi
þeirra á gildi landbúnaðarins
fyrir land og þjóð, undanláts-
semi og þjónkun við áróðurs-
öflin á Reykjavíkursvæðinu.
Málsmeðferð stjórnvalda,
og raunar stjórnenda landbún-
aðarmára, líka við undirbún-
ing umræddrar lagasetningar.
er með ólíkindum, raunar
hrikaleg. Stjórnvöld fóru að
gera hvorttveggja í senn, að
draga mjög úr niðurgreiðslum
á búvörum innanlands, og
undirbúa löggjöf sem m.a. átti
að fela í sér afnám útflutnings-
bóta á landbúnaðarafurðir, þó
auðsætt væri að samverkandi
áhrif þessara aðgerða hlyti að
verða reiðarslag fyrir landbún-
aðinn og dreifbýlið. Svo virðist
sem stjórnvöld hafi talið
bændaforustuna á það að af-
sala sér útflutningsbótaréttin-
um, gegn fyrirheiti um stað-
greiðslu við afhendingu búvara
- sem bændur hafa auðvitað
fullan rétt á - og tímabundinn
fjárstuðning við nýjar búgrein-
ar. Þetta svífur þó hvort-
tveggja enn í lausu lofti.
Eg fékk í vor bréf frá öldruð-
um bónda í öðrum landshluta.
Þar segir m.a.: „að formenn
stjórnarflokkanna hafi sam-
þykkt á einni kvöldstund, yfir
kaffibolla, að fella niður út-
flutningsbætur á landbúnaðar-
afurðir“ og ennfremur: að
bændur liafi að undanförnu
verið að „selja framburðarrétt
sinn fyrir baunadisk".
Þetta er í mínum augum
ískyggilegur veruleiki: Annars-
vegar valdníðsla stjórnvalda,
hinsvegar ótímabært undan-
hald og ábyrgðarleysi bænda.
Það virðist augljóst mál. að
landbúnaðarráðherra hefur
brostið kjark til að ganga á rnóti
áróðursöflunum í Reykjavík
og ofríki samstarfsmanna
sinna í ríkisstjórn, og því kosið
að vera góða barnið og halda
stólnum.A ofangreindum for-
sendum og á grundvelli sam-
þykktar Stéttarsambands
bænda sl. haust hefst hann svo
handa og lætur semja frumvarp
til laga um „framleiðslu verð-
lagningu og sölu á búvörum“.
Með samningu á þessu frum-
varpi er farið sem pukurmál
eins lengi og unnt var. Þó fékk
Stéttarsambandsfundur að
fjalla um frumvarpið, þegar
það kemur frá landbúnaðar-
ráðunéytinu, en aðeins eina
dagstund, og fulltrúar fá frum-
varpið fyrst í hendur þegar á
fund kemur. Þeir malda eitt-
hvað í móinn, en virðast ekki
hafa haft kjark til að taka á
aðalatriðum frumvarpsins.
Gera þó einhverjar minnihátt-
ar breytingatillögur, en ekki
kemur glöggt fram í fundar-
gerð, sem birtist í Frey, hvern-
ig þær voru. Þeir leggja ekki
einu sinni til að málinu verði
vísað heim í,hérað til um-
fjöllunar og umsagnar, sem
þeim var þó í lófa lagið og bar
skylda til að gera þrátt fyrir
mistök sín á Stéttarsambands-
fundis.l. haust,eðaölluheldur,
vegna þeirra. Vísa þó málinu í
nefnd til að fylgja eftir sínum
tillögum til Alþingis. Frum-
varpið er svo keyrt í gegnum
Alþingi á skömmum tíma í
þinglok og lögfest án teljandi
breytinga eftir því sem séð
verður. Meirihluti Alþingis
virðist ekki hafa margt við
frumvarpið að athuga, sjáan-
lega ekkert þorað að gera.
Landbúnaðarráðherra sendi
frumvarpið út til bænda rétt
fyrir þinglok, en þegar þar var
komið, höfðu þeir ekkert ráð-
rúm til að koma á framfæri
athugasemdum. Sjá allir að
það var ekkert annað en yfir-
klór hjá ráðherra að senda
Ég er þeirrar skoðunar að með þess-
ari lagasmíð hafi alþingismönnum
orðið á alvarleg mistök, að lögin
muni stórskerða hagsmuni bænda
og dreifbýlisfólks og jafnframt þjóð-
arbúsins, ef þeim verður ekki breytt
hið bráðasta.
Aróðursstríðið
stigmagnast
■ Allt frá því að hvalveiðar
hófust við íslandsstrendur eftir
síðari heimsstyrjöldina hafa
þær farið fram undir eftirliti og
samkvæmt kvóta. í byrjun
hvers veiðiárs liggur fyrir hve
mikið er leyfilegt að veiða af
hverri tiltekinni tegund. Einn-
ig er bannað að veiða dýr undir
ákveðinni stærð. Þá felast
friðunaraðgerðir í því að hval-
ur hefur einungis verið veiddur
út af suður*og vesturströndum
landsins.
Hér hefur því ekki verið um
skefjalausa veiði að ræða né
rányrkju. Samt sem áður hafa
alþjóðasamtök ákveðið að
hvalveiðum við ísland verði
hætt. Ekki er um annað að
ræða en hlíta þeirri ákvörðun,
en ákveðið að halda áfram
taisverðum hvalveiðum í vís-
indaskyni.
Þetta sætta hvalfriðunar-
menn sig ekki við og hóta að
tefja fyrir veiðum og vinna
okkur ógagn á mikilvægum
útflutningsmörkuðum.
Hér er um hreint áróðurs-
stríð að ræða. Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráð-
herra hefur viðrað þá
hugmynd, að þjóðir á norður-
slóðum, sem eiga svipaðra
hagsmuna að gæta og við sömu
andstæðinga að etja, stofni
með sér samtök gegn friðun-
armönnum. Eru viðræður þeg-
ar hafnar um hvernig vænleg-
ast verði að verki staðið.
Við ramman reip
að draga
Vart kemur annað til greina
en að svara áróðri og hótunum
með áróðri. En þar kann að
vera við ramman reip að draga.
Grænfriðunga og önnur nátt-
úruverndarsamtök skortir ekki
fé. Þau njóta mikils veivilja
fjölmiðla og eiga mjög auðvelt
með að koma sjónarmiðum
sínum á framfæri. Er þar sama
uppi á teningnum og þegar
hryðjuverkamenn og mótmæl-
endur margs konar setja upp
sínar uppákoniur, þá gengur
fjölmiðlafólk af göflunum og
hefur æðisgengnum skyldum
að gegna gagnvart almenningi,
sem eru þær að koma öllu því
á framfæri sem uppákomufólk
ætlast til.
Hvernig stjórnmálamenn og
embættismenn í norðlægum
löndum ætla að standa að sín-
um aðgerðum er ekki vitað, og
munu hugmyndir þar um vart
vera mótaðar. En hætt er við
að náttúruverndarmenn muni
láta krók koma á móti bragði
þegar stjórnvöld fara að beita
sínum áróðri og öðrum tiltæk-