NT - 27.08.1985, Blaðsíða 18

NT - 27.08.1985, Blaðsíða 18
Einar annar - í spjótinu og Sigurður sjöundi Stórsigur UMFN ■ Njarðvíkingar unnu sinn stærsta sigur í 2. deild um helg- ina er þeir fengu Skallagrím frá Borgarnesi í heimsókn. UMFN náðf forystu strax í upphafi leiksins er Guðmundur Sigurðs- son átti skot í Flauk Jóhannsson og þaðan í netið. UMFN var mun betra í fyrri hálfleik og þá sérstaklega á miðjunni þar sem Skúli Rósantsson átti stórleik. í síðari hálfleik skoraði Flaukur mark uppá eigin spýtur og Þórður Karlsson bætti því þriðja við áður en yfir lauk. Njarðvíkingar færast með þessum sigri heldur frá botnin- um en falldraugurinn er þó ekki langt undan. Grand Prix-mót í Köln: þó ekki að slá Petranoff út af laginu í Köln. Petranoff kastaði 88,12 m en Einar kastaði 86,84 m. Þriðji í spjótinu varð Wol- fram Gambke frá V-Þýska- landi. Sigurður Einarsson keppti líka í spjótinu og varð hann í sjöunda sæti með 77,68 m. Mörg góð afrek voru unnin á þessu móti og komu sum úrslit- anna á óvart. Sergei Bubka tapaði í stangarstökki og varð rcyndar í fjórða sæti. Frakkinn Ouinon varð fyrstur, stökk 5,80 m og Mikc Tully frá Bandaríkj- unum varð annar með 5,75. Þriðji varð Brassinn Hintnaus með 5,70 en Bubka stökk aðeins 5,65 m og olli vonbrigðum. Mary Slaney og Maricica Pu- ica háðu harða keppni í 3000 m hlaupi en svo fór að Slaney náði sigri á mjög góðum tíma, 8:29,69 en Puica varö önnur á 8:30,32. Þessar stúlkur virðast nú bera nokkuö af í millivega- lengdahlaupum og gaman verð- ur að fylgjast með þeim í fram- tíðinni. Brassinn Joaquim Cruz og Scbastian Coe frá Bretlandi háðu harða keppni í 800 m hlaupi og fór svo að Cruzsigraði á besta tíma sem náðst hefur í þessari grein á árinu 1:42,54 m. Coe kom í mark á 1:43,07. Carl Lewis varö aðeins annar í 100 m en liann hefur verið að ná sér eftir meiðsl. Hann sýndi þó að hann á mikið éftir því eftir slæmt start komst hann á mjög gott skriö á síðustu 30 m og komst í 2. sætið. Bandaríkja- maðurinn Sydney Maree varð ekki langt frá því að sctja nýtt heimsmct í 1500 m hlaupi og taka það þar með frá Said Aouita frá Marakko sem hann setti í V-Berlín fyrir stuttu. Maree hljóp á 3:29,77 sem er aöeins 0,32 sek. frá tíma Aouita. Meöal annarra sigurvegara má nefna Kratochvilova sem sigraði t 800 m hlaupi kvenna á 1:57,83. Willie Banks vann þrístökkið með 17,07 m stökki. Stcfka Kostadinova vann hástökkið á 2,00 m og Larry Myricks vann langstökk með 8,18 m stökki. Florence Griffith hljóp 100 m kvenna á 11,13 og sigraði og hún vann einnig 200 m á 22,46. íslandsmet hjá Jóni Páli ■ Jón Páll Sigmarsson setti nýtt íslandsmct í bekkpressu á SVALA-móti sem unglingalandsliðið kraftlyftingum stóð fyrir í Austurstræti á föstudaginn. Jón Páll lyfti 232, 5 kg. Hjalti „Ursus“ náöi góðum árangri á mótinu en hann féll þó úr keppni. Hafði áður lyft meiri þyngd í hnébeygju en gildandi heimsmet. NT-mynd Sverrir Þriðjudagur 27. ágúst 1985 íþróttir ■ Einar Vilhjálmsson varð í öðru sæti í spjótkasti á Grand Prix-stigamóti Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins sem fram fór í Köln um helgina. Einar varð næstur á eftir Bandaríkja- manninum Tom Petranoff en þeir kappar hafa oft háð harða keppni og hefur Einar haft betur að undanförnu. Honum tókst 2. deild: íslandsmótið 2. deild: Jón Þórir með tvö - er Blikarnir komust á toppinn aftur með sigri á KS 2-0. ■ Blikarnir skutust á toppinn í 2. deild um helgina er liðið sigraði KS í Kópavogi með tveimur mörkum gegn engu. Sigur Blikanna var sanngjarn. Þeir áttu svo til einu færin í leiknum sem skiptu máli og nýttu tvö þeirra. KS-liðið barð- ist ágætlega lengst af en átti í erfiðleikum með að finna glufur i vörn Blikanna. Það var Jón Þórir Jónsson sem gerði bæöi mörk Blikanna í þessum leik og hann hefði auðvcldlcga getað gert hið þriðja er hann brenndi af vítaspyrnu undir lok leiksins. Fyrri hálfleikur var lélegur og ekkert mark skorað. Strax á 7. mín. seinni hálfleiks skoraði Jón fyrra mark sitt. Hann náði þá að skalla fyrirgjöf Þorsteins Hilmarssonar í netið af stuttu færi. Stuttu seinna átti Hákon góðan sprett upp kantinn og gaf fyrir en Jón Þórir rétt missti af boltanum. KS-ingar hófu nú að sækja nokkuð fast og áttu tvö þokkaleg færi rétt eftir þetta. Það var síðan á 33. mín. seinni hálfleiks sem Jón gerði út um leikinn. Gunnar Gylfason tók langt innkast og Jón nikkaði boltanum í netið frá nær stöng í hornið fjær - óvænt. Við þetta hrundu Siglfirðingar og Blikarn- ir áttu leikinn. Jón klikkaði síðan á víti. Markvörðurinn sem hafði greinilega hreyft sig varði skotið. Blikarnir tróna því efstir í 2. deild og 1. deildarsæti innan seilingar. KS missti af lestinni í þetta sinn. 1. deild kvenna: Tvö töp hjá KA ■ Nokkrir leikir voru í 1. deild kvenna um helgina. KR sigraði KA 4-1 með mörkum Kristrún- ar Heimisdóttur sem gerði þrennu og Örnu Steinsen sem skoraði fyrsta markið. Þá léku KA stúlkurnar við Val á sunnu- daginn og enn varð tap 4-1. Eva Þórðardóttir skoraði tvívegis fyrir Val en Ragnheiður Sigurð- ardóttir og Kristín Arnþórsdótt- ir gerðu sitt hvor. Borghildur Freysdóttir skoraði fyrir KA. ÚBK og Þór léku í Kópavogi á sunnudag og skildu liðin jöfn 2-2. Anna Einarsdóttir skoraði bæði rnörk Þórs en Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Erla Rafns- dóttir skoruðu mörk Blikanna. Þórsstúlkurnar höfðu farið til Keflavíkur á laugardaginn og þar töpuðu þær nokkuð óvænt fyrir IBK 3-0. Katrín Eiríks- dóttir gerði tvö marka ÍBK en Svandís Gylfadóttir gerði eitt. 2. deild: Auðvelt hjá KA ■ KA fór á Ólafsfjörö uni helgina og með sigri á Leiftri í 2. deild þar hélt liðið 1. deildarvonum sín- um í miklum blóma. Sigurinn var 4-1 og var KA mun sterkari aðilinn í lciknum er líða tók á hann. Lciftursmenn sitja nú í neðsta sæti deildar- innar og viröast dæmdir til að falla í 3. deild. Steingrímur Birgisson skoraði fyrst fyrir KA en Leiftursmönnum tókst að jafna fyrir leikhlé. Tvö inörk frá Tryggva Gunn- arssyni innsigluðu sigurinn Akureyringauna en Bjarni Jónsson átti þó allra síöasta orðið í leikn- um er hann gcrði fjórða markiö rétt fyrir leikslok. NMígolfi: ísland neðst ■ íslendingar urðu i neðsta sæti í bæði karla og kvennaflokki á Noröurlandamótinu í golli sem fram fór í Finn- landi um helgina. Danir urðu Norðurlandameist- arar í báðum flokkum. Sigurður Pétursson stóö sig best íslensku kepp- endanna. Hann for 72 holurnar á 298 höggum sem var fjórtándi besti árangurinn á mótinu. Steinunn Sæmundsdóttir var best íslensku kvenn- anna, fór á 331 höggi. 2. deild Eyjamenn náðu jöfnu ■ Eyjamenn náðu að jafna á síðustu sekúndu í leik sínum gegn ÍBÍ á ísaflrði í 2. deild um helg- ina. Það var Hlynur Stefánsson sem jafnaði metin ineð marki af stuttu færi. ÍBÍ var betri aðilinn í leiknum og lék liðið betur en oftast í sumar. Það var hlutverk Eyja- manna að ná forystu í leiknum. Ómar Jóhanns- son skoraöi þá með föstu skoti innan vítatcigs. Rétt fyrir leikhlé jafnaði Jóhann Torfason með bombu uppí þaknetið. Guðjón Reynisson kom svo heimamönnum yfir með fallegu skalla- marki eftir fyrirgjöf Ragnars Rögnvaldsson- ar. Hlynur skoraði síðan sigurmarkið á síðustu sekútidunni en þá var komið nokkuð fram yfir venjulegan leiktíma. Skíði: Boe vann létt ■ Skíðavertíðin er að byrja og um helgina var keppt á miklu skíðamóti - eða öllu heldur hátíð í Ástralíu! Norska stúlkan og heimsmeistari í göngu Anette Boe sigraði í 10 km göngu á 34,20 mín. og virðist vera í góðu formi. Úrslitakeppni 4. deildar: Hafnir skelltu Blikinu ■ Augnablik hlaut skell í Höfnum í úrslitakeppni 4. deild- ar og verður liðið nú að sigra ÍR á heimavelli sínum í síðasta leiknum til að komast í 3. deild. Það voru Gísli Guðjónsson og Finnur Bergsveinsson sem erðu mörk Hafna í leiknum. R-ingum dugir sem sagt jafn- tefli í Kópavogi til að fara í 3. deild. 1 hinum riðlinum sigraði Vaskur Reyni 2-1 en sá leikur skipti engú þar sem Reynir hefur þegar sigrað í riðlinum og tryggt sér sæti í 3. deild. Hjörtur Unnarsson og Gunnar Berg skoruðu fyrir Vask er Björn Friðþjófsson svaraði fyrir Reyni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.