NT - 27.08.1985, Blaðsíða 13

NT - 27.08.1985, Blaðsíða 13
Kynningarþjónustan / Krass Þriðjudagur 27. ágúst 1985 ÞRÓUNARFÉLAG ÍSLANDS Ríkisstjórnin gengst fyrir stofnun Þró- unarfélags íslands á grundvelli laga nr. 69/1985 um þátttöku ríkisins í hlutafé- lagi til aö örva nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Þróunarfélagiö verður hlutafélag - öllum opiö. Nú skapast því tækifæri fyrir hiö opinbera og einkaaöila til að sameinast um aö leggja hönd á plóginn tíl nýsköpunar í atvinnulífinu. Tímabært er aö hagnýta þekkingu í atvinnulífinu í meira mæli og leita fullkomnustu tækni á öllum sviöum til aö auka framleiðni, bæta afkomu fyrir- tækja, gera þeim kleift aö greiða hærri laun og keppa meö betri árangri en hingað til á erlendum mörkuöum. Þróunarfélag íslands mun stuðla að þessu meö því aö taka þátt í áhættunni sem fylgir því aö stofna ný fyrirtæki eöa ráöast í nýja framleiðslu. Frestur til aö skrifa sig fyrir hlutafé stendur til 30. september n.k., en stofnfundur veröur haldinn fyrir 10. október. Lágmarkshlutur er 10.000 kr. og er ráögert aö hlutafé veröi greitt í fernu lagi á þremur árum. Einstaklingar og félög í atvinnurekstri eiga kost á láni til fjögurra ára úr ríkis- sjóöi til hlutabréfakaupa, ef lagöar eru fram 100.000 krónur eöa meira sem hlutafé. Lánsupphæö nemur helmingi af hlutafjárframlagi. Frá og meö morgundeginum mun stofnskjal Þróunarfélags íslands ásamt kynningarbæklingi um félagið liggja frammi í öllum bönkum og útibú- um þeirra. í bæklingnum eru eyöu - blöð til að skrifa sig fyrir hlutafé og sækja um lán til hlutabréfakaupa. Nánari upplýsingar um hiö væntanlega félag og starfsemi þess veitir starfsmaður undirbún- ingsnefndar að stofnun félagsins, Bjarki Bragason, í síma 91- 25133. betri lífskiör Undirbúningsnefnd að stofnun Þróunarfélags íslands hf.gP

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.