NT - 27.08.1985, Blaðsíða 17

NT - 27.08.1985, Blaðsíða 17
 iriui i nn Þórmundur Bergsson (ábm.), Gylfi Þorkelsson og Sveinn Agnarsson ■ Lagt af stað í maraþonhlaupinu á sunnudag. Innfellda myndin er af sigurvegaranum, Hermann, að koma í mark NT-mynd: Róbert Reykjavíkurmaraþonið 1985: Þýskir þrautseigir áttu sigurvegara í maraþoni og hálf-maraþoni ■ Reykjavíkurmaraþonið var háð í annað sinn á sunnudaginn. Keppendur voru fjölmargir eða um 500. Keppt var í þremur hlaupum. Sjálfu maraþoninu sem er um 42 km, hálf-maraþoni 21 km og skemmtiskokki sem var 7 km. Sigurvegari í maraþon- hlaupinu varð V-Þjóðverjinn Josef Hermann en hann skeið- aði 42 km á 2 klst. 30:03,5 mín. Næstur honum kom annar V- Þjóðverji, Reinhard Bussmann, sem var rúmum fimm mínutum á eftir Hermann. í kvennaflokki í maraþoninu sigraði breska hiaupakonan Lesley Watson á 2 tímum 52 mín. og 44,3 sek. Hún var nokkuð á undan næstu konu sem var Lillý Viðarsdóttir er fór hlaupið á rúmum hálftíma meira en Watson. í hálfmaraþoninu sigraði einn- ig V-Þjóðverji. Herbert Stettnu heitir sá en hann fékk nokkra keppni frá Sigurði P. Sigmunds- syni sem setti íslandsmet í hálf- maraþoni hljóp á 1:08,13,8. Stettnu hljóp á 1:06,09,0. í kvennaflokki í hálfmaraþoninu sigraði Ásta M. Ásmundsdóttir á 1:35,00,5 en rétt á eftir henni varð Fríða Bjarnadóttirsem var rúmri mínútu seinni. í skemmtiskokkinu náði Hannes Hrafnkelsson bestum tíma eða 21:58,4 en hjá stúlkum varð Helena Ómarsdóttir hlut- skörpust á tímanum 27:24,9. Pess má geta að þrír fatlaöir íþróttamenn tóku þátt í skemmti- skokkinu og voru þeir í hjóla- stólum. Komust þeir allir í leið- arenda og Baldur Guðnason fyrst á 44:09,1. Þátttakendur voru allir leystir út með verðlaunapening og má segja að hlaupið hafi heppnast mjög vel. Veður var hið þokka- legasta og nú er bara beðið eftir næsta Reykjavíkurmaraþoni sem setur óneitanlega skemmtilegan svip á borgina meóan á því stendur. Islandsmótið 3. deild: Selfoss ósigrað Magni og Einherji leika urslitaleikinn í B-riðli ■ Selfyssingar fóru í gegnum Á-riðil 3. deildar án taps og unnu yfirburðasigur í riðlinum. Síðasti leikur þeirra var á Akra- nesi gegn HV á laugardaginn var og þar unnu þeir 4-0. Hverj- um Selfyssingar mæta í úrslita- leikjum 3. deildar er enn óljóst. Mikil spenna er í B-riðli og þar berjast Magni og Einherji um sigurinn. Þessi iið eigast við á Grenivík um næstu helgi og er það úrslitaleikurinn. Tindastóll missti af lestinni eftir að hafa verið með forystu lengst af. Selfyssingum gekk illa á Akranesi í fyrri hálfleik og voru heimamenn ekki síðri. í síðari hálfleik fór markaskorarinn Sumarliði Guðbjartsson hins vegar á kostum og gerði þrennu. Þórarinn Ingólfsson skoraði síð- an fjórða markið. Reynir sigraði Stjörnuna í Sandgerði með fjórum mörkum gegn tveimur. Ári Haukur og Þórður Þorkelsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Reyni en Haf- steinn Bragason gerði mark Stjörnunnar. Víkingur Ol. sigraði IK á heimavelli sínum 2-1. Jónas Kristófersson og Pétur Finnsson skoruðu fyrir Víkinga cn Þórir Gíslason svaraði einu sinni. Að sögn ÍK-manna var um veruleg- an heimadómara að ræða við stjórnvölinn í leiknum. Loks gerðu Grindavík og Ármann jafntefli á gervigrasinu í einhverjum lélegasta leik sumarsins. Ekkert mark var skorað. í B-riðli náði Magni sigri á Reyðarfirði. Bjarni Gunnars- son skoraði markið eina í leikn- um og Valur lá. Einherji fékk Tindastól í heimsókn í stórleiknum um helgina og gerðu liðin jafntefli 1-1. Þetta setur Tindastól úr leik. Stefán Guðmundsson skoraði fyrir Einherja en Ey- jólfur Sverrisson svaraði. Huginn sigraði HSÞ létt, 7-1. Sigurður Helgason skoraði þrennu og þeir Sigurður Víðis- son og Kristján Jónsson gerðu tvö mörk hvor. Þá léku Þróttur og Leiknir á Norðfirði ogsigraði Leiknir2-4. Steinþór Pétursson, Steinn Jónsson (2) og Óskar Ingimund- arson gerðu mörk Leiknis en Birgir Ágústsson skoraði úr tveimur vítum fyrir Þrótt. Staðan í 3. deild: A-riðill (lokastaða): Selfoss ...14 10 4 0 37-11 34 Grindavik ... ... 14 6 5 3 24-17 23 Reynir S ...14 6 4 4 30-21 22 ÍK ...14 4 6 4 25-23 18 Ármann ...14 4 5 5 19-17 17 Stjarnan .... ...14 4 4 6 13-24 16 HV . .. 14 4 2 8 20-26 14 Víkingur Ól. . B-riðill: ...14 2 2 10 12-41 8 Einherji ...15 10 3 2 33-16 33 Magni ...15 10 2 3 30-16 32 Tindastóll ... ...15 8 6 1 20-7 30 Leiknir ...15 9 1 5 24-21 28 Austri ...15 4 6 5 24-21 18 Þróttur ...16 4 4 8 22-25 16 Valur ... 15 4 2 9 14-28 14 Huginn . .. 15 4 2 9 23-34 14 HSÞ . . . 15 1 2 12 18-46 5 Staðan... ■ Staðan í 2. deild: Breiðablik . . 15 9 4 2 28-13 31 ÍBV.......... 15 8 6 1 37-13 30 KA .......... 14 8 3 3 28-13 27 KS........... 15 7 3 5 21-19 24 Völsungur . . 14 5 3 6 22-22 18 ísafjörður ..15 3 7 5 14-21 16 Njarðvik ... 15 4 4 6 10-17 16 Skallagr. ... 15 4 4 7 19-34 16 Fylkir....... 14 3 3 8 12-18 12 Leiftur...... 15 2 3 10 10-31 9 Markahæstu menn: Tryggvi Gunnarsson, KA 13 Tómas Pálsson, ÍBV 11 Jón Þórir Jónsson, UBK 10 ómar Jóhannsson, ÍBV 7 Hlynur Stefánsson, ÍBV 7 Jóhann Grétarsson, UBK 6 Jónas Hallgrímsson, Völs. 6 Getraunir ■ Siðastliðinn laugardag, 24. ágúst, var fyrsta leikvika Islenskra getrauna. Seldar voru 219.192 raðir og vinningsupphæð kr. 410.985. Knattspymudeild Fylkis var sölu- hæsti umboðsaðilinn þessa vikuna, seldu tæpar 27.000 raðir. Engum tókst að hafa alla leikina rétta að þessu sinni. En tvær raðir komu fram með 11 rétta og fær hvor um sig kr. 143.840.- í vinning. Fram komu 44 raðir með 10 rétta leiki og vinningur þar er 2.802 - Til gamáns má geta að eigandi annarrar ellefunnar er áttræður að aldri, svo af því má sjá að aldur skiptir ekki máli þegar taka á þátt í knattspyrnugetraunum. Enska knattspyrnan: Rush á skotskóm ■ Liverpool, með marka- skorarann Ian Rush, varaði önnur lið við því að telja sér trú um að Liverpoolmaskínan væri að bresta er liðið sigraði Ipswich sannfærandi í ensku deildinni í gærkvöldi 5-0. Rush gerði tvö mörk en þeir Jan Mölby, Steve Nichol og Craig Johnston skor- uðu einnig. Kenny Dalglish, framkvæmdastjóri, var við hlið- arlínuna en hann er frá vegna meiðsla. Mölby átti góðan leik með Liverpool og átti m.a. skot í slá. Everton fór til London í gær- kvöldi og lék gegn Tottenham og hafði betur. Það var enginn annar en Gary Lineker sem sökkti Spurs með sínu fyrsta deildarmarki fyrir Everton. Þá léku Manchester United og West Ham á Old Trafford og hafði United sigur og trónir nú á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Mark Hughes skoraði eins og hann hefur gert í öllum leikjunum hingað til. Strachan skoraði seinna maik United og 50 þúsund áhorfendur fóru glað- ir heim. Sheffield Wednesday heldur öðru sætinu í deildinni með sigri á Watford á heimavelli. Þeir geta þó þakkað markverði sínum.Steve Hodge, fyrir stigin því hann varði víti frá Blissett. Sterland og Champman skor- uðu fyrir Wednesday. Blissett náði inn marki Watford. Úrslit í gærkvöldi: (Þessi úrslit vantar inní töfluna á bls. 19) Liverpool-Ipswich................ 5-0 Man. Utd.-West Ham............... 2-0 Sheff. Wed.-Watford ............. 2-1 Tottenham-Everton................ 0-1 2. deild: Hull-Blackburn................... 2-2 Stoke-Leeds ..................... 6-2 Wimbledon-Bradford............... 1-0 Molar-Molar ■ ...Gordon Cowans sem nú spilar á Ítalíu en lék áður með Aston Villa fótbrotnaði í aðeins öðrum leik sínum á keppnistímabilinu. Hann var að leika með liði sínu Bari gegn Ascoli í bikarkeppninni ítölsku. Cowans kom til Bari ásamt Paul Rideout frá Villa. Rideout skoraði í leiknum... ...Búlgarinn Naim Suleimanov setti nýtt heimsmet í fjaðurvigt í lyftingum um helgina. Hann setti metið í snörun og var það 143 kg... ...V-Þjóðverjinn Bernard Langer sigraði á Opna-þýska meistaramótinu í golfi um helgina. Hann fór 72 holur á 183 höggum en annar varð Mike McLean frá Bretlandi á 190 höggum. Spilað var í Bremen í Þýskalandi... ...ísraelskur knattspyrnumaður fær ekki að spila með landsliði ísrael næstu tvo leiki. Hann heitir Sholomo Shirazi og var handtekinn fyrir aðild að ránum. Hann hjálpaði þó lögreglunni við að ná fleiri þjófum en knattspyrnusamband- ið vill ekki að hann leiki fyrir en allt málið sé komið í Ijós... ...Niki Lauda sigraði í hollenska Grand-Prix- kappakstrinum um helgina. Hann varð rétt á undan Alain Prost frá Frakklandi. Sími 79230 Sólbaðstofan Hléskógum 1. Erum meö extra breiða og djúpa bekki með mjög góö- um andlitsperum: GÓÐUR ÁRANGUR EFTIR AÐEINS 5 SKIPTI. Sér klefar og góö sturtu- og snyrtiaöstaöa. Tónlist á staönum. ATH: Bjóúum upp á ókeypis krem eftirsólböó. VERIÐ VELKOMIN Opiö: Mánud.—föstud. 8—22 Laugardaga 8—20. Sunnudaga 14—20. Ennfremur má sérpanta jafnt karla- sem kvennatíma.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.