NT - 14.09.1985, Blaðsíða 1

NT - 14.09.1985, Blaðsíða 1
Laugardagur 14. september 1985 - 224. tbl. 69. áig. NEWS SUMMARYIN ENGLISH SEEP. 7 Náttúruverndarráð: Leggst gegn laxeldis- stöð við Bessastaði ■ Náttúruvemdarráð hefur haft til umsagnar umsókn um að laxeldisstöð rísi í Selskarðslandi á Alftanesi og niðurstaða þess er að það sé mjög óæskilegt. Laxeldisstöðinni var'fyrirhug- aður staður í nágrenni Gálga- hrauns á milli Skótjarnar og Lambhúsatjarnar, eða í næsta nágrenni Bessastaða. Land þetta er á mörkum Bessastaða- hrepps og Garðabæjar. Fjör- urnar og tjarnirnar báðar eru á náttúruminjaskrá. Þóroddur Póroddsson í Nátt- úruverndarráði sagði í samtali við NT að afstaða þess byggðist á því að landið sem um er að ræða er á náttúruminjaskrá og er stefnt að því að friðlýsa það í framtíðinni og nota það til útivistar. Einnig mælir það gegn staðsetningunni að frárennslið frá stöðinni færi út í Lambhúsa- tjörn, sem er mjög lokuð. Verði það hinsvegar ofaná að leyft verði að reisa stöðina þrátt fyrir að Náttúruverndarráð Jeggist gegn því, er farið fram á að leyfið verði veitt með þeim skilyrðum að hreinsistöð verði sett upp og frárennsli verði veitt út fyrir stórstraumsfjöru, auk þess sem umferð gangandi fólks um Selskarðsfjöru verði ekki heft. Björn Erlendsson, tækni- fræðingur, er aðal hvatamaður að laxeldisstöðinni. Ekki náðist í hann í gær þar sem hann er staddur erlendis. Málið verður að öllum líkind- um afgreitt frá bæjarstjórn Garðabæjar n.k. þriðjudag. Ný orkuspá til 2015: Minni raforkuþörf til almenningsnota :■ Minni mannfjölgun, betri 1991. Jóhann var spurður hvort staðið hefði verið við upphaflega vaxtakostnað, en ef nýir stór- einangrun húsa, fjöígun hita- þetta þýddi ekki þar með að áætlun og svaraði hann því til að iðjusamningar kæmu til sögunn- veitna, betri orkunýting hinna virkjunin yrði óhagkvæmari en ef þetta þýddi auðvitað aukinn ar, þá munaði litlu um eitt ár. ýmsu raftækja; þessir og ýmsir fleiri þættir gera það að verkum “~“““““““^“~~“““““““““—“““““^ að orkuþörf til almenningsnota næstu áratugina verður allmiklu minni en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þetta kemur fram í nýút- kominni orkuspá fyrir ísland, sem nær til ársins 2015. Jóhann Már Maríusson for- stjóri Landsvirkjunar sagði í sam- tali við NT í gær, að þetta væri samhljóða niðurstöðum úr orku- spám flestra annarra þjóða. En hvað þýðir þetta fyrir virkj- anaáætlanir íslendinga? Óvissan er að sjálfsögðu mest hvað stór- iðj una varðar. Þar veltur á stefnu- mörkun stjórnvalda á hverjum tíma og ákvarðanir í þeim efnum ráða úrslitum um virkjanahraða og stærð virkjana. En Jóhann Már benti á það að þótt skýrslan hefði verið að koma fyrir almenn- ingssjónir nú, hefði vitneskjan um það sem í henni felst legið fyrir frá áramótum og í samræmi við það hefði verið ákveðið að seinka virkjanaframkvæmdum við Blöndu sl. vor. Nú er gert ráð fyrir að seinka megi gangsetningu Blönduvirkjunar allt til ársins Leitað að Helgu Péturs ■ Leit var skipulögð í gær að bátnum Helgu Péturs RE 4. Helga er 6 tonna bátur, og var leit ákveðin þegar báturinn hafði ekki staðið við fyrirhugað- ar fjarskiptasendingar. Skip- verji á Helgu hafði ákveðið að tala við skipstjórann á Frigg B A um hádegisbilið í gær, þar sem bátarnir voru staddir á Breiða- firði. Helga svaraði ekki köllum Friggjar. Tilkynningaskyldan kallaði eftir bátnum án árangurs. Að sögn Þorvalds Axelssonar hjá Slysavarnafélaginu var TF-SÝN Fokkervél Gæslunnar kölluð út til leitar í eftirmiðdaginn og fann hún bátinn þar sem hann átti eftir rúmar sex mílur í Öndverðarnes á Snæfellsnesi. Þaðan var haft samband við bátsverjann og hugðist hann vera undir jökli í nótt. Allt var með felldu um borð. Strandgæslu- skip í heimsókn ■ Strandgæsluskipið afloknum sameiginlegum USCGC DALLAS kom til flotaæfingum og verður til Reykjavíkur í gærkvöldi í1 sýnis almenningi í dag, kurteisisheimsólin og verð- sunnudag og mánudag á ur það í Reykjavíkurhöfn millikl. 12oglódaghvern. þar til á þriðjudag. Skipið kemur hingað að Hrossa- flug ■ Til Danmerkur voru í gær flutt 7 hross með Flugleiðum. Flugleið- ir hafa gert samning við Samsons Transport en það er danskt fyrir- tæki sem sérhæft hefur sig í dýra- flutningum. Að sögn Bjarna Hákonarsonar umboðsmanns Samsons Transport hér á landi byrjuðu þessir flutning- ar fyrir ári, en þá voru flutt út 3 hross. Bjarni sagði að þcir hefðu leitað lengi að hcntugum gámum og nú væru þeir komnir. Hann sagðist vonast til aö þessir flutningar haldi áfram þar sem Flugleiðir hafi boð- ið pláss fyrir þá með fragtflugi einu sinni í viku í vetur. Samsons Transport taka við hrossunum þegar út er komið, ganga frá tolli og öðru slíku og koma hrossunum síðan til réttra kaupenda ■ Hvort þessir gæðingar ferð- uðust á SAGA class með Flug- leiðum skal ósagt látið, en þeir voru í það minnsta á leið til Danmerkur með flugvél í gær. NT mynd Ámi Bjarna. Þingflokkarnir fá fjárlagafrumvarpið til skoðunar eftir helgi: Skattadæmið er enn óleyst - aðeins tekin erlend lán fyrir afborgunum ■ Eftir tvo ríkisstjórnar- fundi í gær er samstaða um það hvernig fjármálaráð- herra leggur fjárlagafrum- varp sitt fyrir þingflokka stjórnarflokkanna. Það er niðurstaðan eftir seinni fund ríkisstjórnarinnar sem lauk um kl. 20.30 í gærkvöldi. „Þingflokkarnir eiga svo auðvitað eftir að fjaila um frumvarpið og það kann að vera að það verði einhverjar breytingar þar,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í samtali við NT í gærkvöldi. Hann mun funda með fjármálaráðherra yfír helgina, en ríkisstjórnin og þingflokkar stjórnar- flokkanna eiga frí að nafninu til. Það er samkomulag um það innan ríkisstjórnarinnar að það verða ekki tekin er- lend lán umfram það sem nemur afborgunum af er- lendum lánum og það er mjög mikilvægt,“ sagði Steingrímur Hermannsson. En hve stórt er bilið sem þarf að brúa? Þrír milljarðar eða tveir? „Nær lægri tölunni,“ sagði forsætisráðherra. „Við framsóknarmenn viljum hækkun skatta á stór- eignir, það hefur lengi verið ljóst og kemur engum á óvart, en það vilja sjálf- stæðismenn ekki,“ sagði forsætisráðherra. Hann sagði að það yrði unnið að því yfir helgina að útfæra skatta- dæmið, og að ekki væri unnt að segja um það nú hvernig gengi að ná samstöðu þar um innan ríkisstjórnarinnar.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.