NT - 14.09.1985, Page 9
lil
Starfsval kvenna
Inga Þyri Kjartansdóttir:
Mismunur á stöðu kynjanna
kemur fyrst í Ijós þegar út
í atvinnulífið er komið
fyrirtækjum sem nota ■ tölvur
við daglegan rekstur kom í ljós
að hlutfall karla í forritun og
kerfissetningu er 91%, konur
9%, í ritvinnslu og skráningu
snýst þetta við, þar eru konur
90%, karlar 10%. Petta er
reyndar sama hlutfall og á
námskeiðum þar sem lang-
stærsti hluti kvenna fer í rit-
vinnsluþjálfun, meðan karlar
velja sér forritun og áætlana-
gerð.
Hvað þá um framtíðina? Er
breytinga að vænta. I Háskóla
íslands voru innritaðir nýnem-
ar á haustmisseri 1984 í tölvu-
fræði 106, þar af 76% karlar og
24% konur. Konur almennt
virðast sýna tölvufræði minni
áhuga en karlar, þrátt fyrir að
þær ná jafngóðum árangri og
fá jafngóðar stöður að námi
loknu.
í bæklingi kvenréttindafé-
lagsins er leitast við að skýra
áhrif þessarar þróunar. Vitnað
er í þýskan þjóðháttafræðing,
Gunter Wiegelmann að nafni.
Hann hefur fengist við að
kanna verkaskiptingu kynj-
anna í hinu gamla bændasamfé-
lagi Skandinavíu. Hann hefur
á grundveili rannsókna sinna
sett fram nokkrar tilgátur um
eðli og þróun verkaskiptingar
kynjanna.
Hann heldur því meðal ann-
ars fram að þegar vélar og
verkfæri sem nauðsynleg eru
við framkvæmd ákveðinna
verka verði flókin og tæknileg,
aukist líkurnar á því að karl-
menn leysi þau af hendi. Skyldi
þetta vera ástæðan fyrir því að
mjaltir sem áður voru hefð-
bundið kvenmannsverk er nú
að mestu unnið að körlum.
Hvað um það, það sem blas-
ir við er að konur verða að afla
sér menntunar ef þær ætla að
vera með á vinnumarkaði
framtíðarinnar.
Það er meira að segja orðið
Ijóst að það dugar ekki að ná
sér í einhvern sem skaffar vel,
því mjög margar eiga eftir að
verða einar aftur síðar á æf-
inni.
Samkvæmt nýrri könnun
sem ég komst yfir búa 46% af
konum 65-69 ára einar, af
konum 70-74 ára eru 59%
einstæðar og af konum 75 ára
og eldri eru 78% einstæðar,
þar af 54% ekkjur.
Ég vil að lokum hvetja allar
konur til að huga vel að námi
sínu og dætra sinna um val á
viðfangsefnum.
Þrúður
■ Starfsval hverseinstaklings
er mjög mikilvægur þáttur í lífi
hans. Þó er það svo, að oft
hafa tilviljanir, áhrif félaga, for-
eldra og annarra í umhverti
einstaklingsins meiri áhrif á
starfsval hans en að hann hafi
meðvitað val, þar sem hann
leggur til grundvallar skapgerð
sína og hæfileika. Einnig hafa
kennarar og aðrir sem einstakl-
ingurinn tekur sér til fyrir-
myndar, áhrif á þá stefnu sem
hann tekur í lífi sínu, þegar
hann velur sér framtíðarstarf.
Hér áður fyrr var algengt að
synir tóku við starfi'föður síns,
fyrirtæki gengu í arf, og fjöl-
skyldan vann sameiginlega að
þeim. Eins var það til sveita,
sonur tók við búi föður síns.
Stúlkur höfðu ekki um margt
að velja þegar litið var til
framtíðar, - húsmóðir og móð-
ir eða þá vinnukona, ef ekki
tókst að krækja sér í fyrir-
vinnu, var það hlutskipti sem
þeirra beið og uppeldi þeirra
miðaðist við að búa þær undir
það, með örfáum undantekn-
ingum. Um eiginlegt val var
ekki að ræða í þá daga, nema
hjá einstaka fjölskyldu, þar
sem efni voru nóg til að senda
börn til mennta og oftast þótti
nú mikilvægara að það væru
piltarnir sem lærðu.
Aðrir urðu bara að láta sér
nægja smávegis barnaskóla-
nám í lestri, skrift og reikningi
og lítilsháttar tilsögn í öðrum
greinum, en lásu sér svo til eins
og bókakostur heimilis og
umhverfis bauð upp á. Annað
starfsnám var verklegt og til-
viljanir réðu hvar fólk lenti í
þessum skóla lífsins. Það fór
eftir því hvar vinnu var að fá,
hvað fólk lagði fyrir sig.
í sveitunum unnu karl og
kona saman að búskapnum.
Þá var verkaskiptingu hagað
þannig að það hentaði vel
vegna meðgöngu og umönnun-
ar barna. Konur áttu oft mörg
börn og á löngu tímabili, þann-
ig að a.m.k. um það bil 20 ár
aí ævi þeirra fór til meðgöngu
og umönnunar þeirra ásamt
innan- og utanhússtörfum á
heimilinu. En á flestum heimil-
um var vinnufólk og margar
kynslóðir bjuggu saman undir
sama þaki. Þetta fólk bar sam-
eiginlega ábyrgð gagnvart
börnum og gamalmennum á
heimilinu og hjálpaðist að við
umönnun þeirra og kenndi
börnunum.
í bæjunum voru einnig víða
stórfjölskyldur. Fólk bjó við
þröngan húsakost og fleiri kyn-
slóðir bjuggu saman ásamt
vinnufólki. Þar bar fólk einnig
ábyrgð gagnvart hvort öðru og
nnaðist ungviði og gamal-
menni sameiginlega.
Síðan eru liðin mörg ár og
þjóðfélagsgerðin, ekki bara
hér á íslandi, heldur út um
allan heim, hefur tekið gríðar-
legum breytingum, svo mikl-
um að í framtíðinni verður
þetta sennilega kölluð þjóðfé-
lagsbylting, þegar litið verður
til baka. Fjölskyldueiningin
hefur stór minnkað. Fjölskyld-
an samanstendur nú aðeins af
móður, föður og börnum frá
1-3, með fáum undantekning-
um. Eða þá eitt foreldri og
börn, sem hefur stór aukist nú
á seinni árum. Einnig fer
barnsfæðingum fækkandi,
þannig að fjölskyldueiningarn:
ar eru nú margar og smáar. í
dag hafa stúlkur og drengir
sömu möguleika til náms og
samkvæmt könnunum ríkir
jafnrétti kynjanna í skólakerf-
inu.
Það er fyrst þegar út í at-
vinnulífið er komið, að mis-
munur kemur í ljós á stöðu
kynjanna til starfsvals. Aðal
ástæðan virðist vera sú sama
og áður. Það vantar svo mikið
á að stúlkur hafi sömu stöðu í
atvinnulífinu og piltar, þegar
kemur að því að stofna heimili
og eiga börn. Ábyrgð kvenna á
rekstri heimilis og umönnun
ungra barna er miklu meiri en
karla. Mikið hefur verið rætt
undanfarið um starfsval
kvenna og kannanir gerðar á
því hvernig bæði karlar og
konur haga vali sínu. Hefur
þar komið í ljós að val pilta
virðist markvissara, þegar uin
val á lífsstarfi er að ræða, þar
sem þeir hafa skýrara fyrir-
vinnumarkmið í framtíðinni.
Stúlkur virðast enn þann dag í
dag fremur velja sér lífsstarf
sem hentar vel sem aukastarf
með heimilis- og uppeldisstörf-
um, frernur en að þær geri ráð
fyrir markvissu vali á starfi
sem tryggi þeim lífsviðurværi
vegna eigin vinnuframlags.
Þetta sést einnig á könnunum
sem leitt hafa í Ijós að atvinnu-
þátttaka kvenna í launuðum
störfum er mest á árunum
20-24 ára, - dettur svo niður
og nær aftur hámarki 45-49 ára
og ntinnkar eftir það. Þetta eru
tölur frá 1983. Sennilega er
þátttakan meiri á s.l. ári vegna
efnahagsástandsins, þ.e. fá
heimili lifa í dag á einum
launum.
Þar sem þessi þróun er kom-
in til á fáum árum, hafa konur
ekki aðlagað starfsval sitt
þeirri aðstöðu að treysta á
eigið framlag launaðrar vinnu
sér og börnum sínum til fram-
færis, auk þess að bera megin-
ábyrgð á heimilishaldi og
barnauppeldi, því góðir hlutir
gerast hægt.
Konur hafa valist til þjón-
ustustarfa í meirihluta sam-
kvæmt könnunum. Sennilega
hefur þessi þróun orðið tii, þar
sem áður fyrr unnu konur við
þjónustustörf tengd heimilun-
um, þó að töluverð framleiðsla
hafi farið fram þar líka.
Nú blasir það við í næstu
framtíð að mörg af þessum
störfum verða leyst af hendi
með tölvum. Sem betur fer er
mikið af þessum störfum ein-
hæf og leiðinleg, sem þurfti þó
að vinna, en tölvurnar geta
gert hraðar og betur. Einnig
þessi þróun flýtir fyrir því að
stúlkur þurfa að endurskoða
starfsval sitt og konur að
endurmennta sig til að aðlaga
sig þessum breytingum.
Allflest þessara þjónustu-
starfa eru lágt launuð og svo
virðist sem dæntigerð kvenna-
störf séu það oftast. Við getum
því velt því fyrir okkur hvort
ekki muni enda á því að enginn
fáist til að mennta sig til þess-
arastarfa má spyrja: Hver á að
vinna þau? Hver á að hjúkra
sjúkum? - Við komum senni-
lega til með:að hafa nóga lækna
vegna launanna. Hverjir eiga
að taka að sér fóstrustörf,
þegar stúlkur sækja ekki leng-
ur fósturskólann? Hver á að
kenna börnunum? Hver á að
ræsta, svo að fólk geti hafst við
á vinnustöðum?
Við skulum hugsa okkur nú
að við snerum tímanum til
baka. Hættum að reka þessi
dýru dagheimili og leikskóla
og kannski bara barnaskóla
líka. Sendum konurnar heim
og þar með væru málin leyst.
Að vísu liéngu fáeinir karlar á
spýtunni. Það eru nefnilega til
einstæðir feður sem fyrirfund-
ust varla í gamla daga. Smá-
vandamál að vísu. Á hverju
ættu þeir að lifa - og svo
einstæðu mæðurnar, en við
leysum það. Hvernig yrði þá
umhorfs? Hver hugsaði unt
sjúklingana á sjúkrahúsunum?
Hver afgreiddi í verslununum?
Hver afgreiddi í bönkunum?
Hver afgreiddi á veitinga-
stöðunum? Hver hreinsaði all-
ar þessar stofnanir og verslan-
ir? Hver ynni á skrifstofunum?
Ef til vill tölvur. Nei ekki
geta þær nú allt og einhver
þarf að stjórna þeim. Karlar ef
til vill? Jú eflaust gætu þeir
þetta allt. En ekki fyrir þau
Iaun sem nú bjóðast. Ónei,
enda ekki hægt að framfleyta
heimili á þeim. Svo væri sjálf-
sagt til í dæminu að einhverjir
þeirra teldu að börnin þeirra
hefðu ávinning af því að vera í
leikskóla, barnaskóla o.s.frv.
Við snúum því hjólinu ekki
við, vegna þess að það er ekki
hægt. Það eina sem við getum
gert er að aðlaga okkur breyt-
ingunum og njóta góðs af
14. september 1985 9
þeim. Þjóðfélagið verður sam-
eiginlega að taka ábyrgð á
börnunum sem fæðast í stað
stórfjölskyldunnar áður. Þau
geta ekki lengur verið einka-
mál mæðra sinna og feðra.
í staðinn fyrir þær kröfur
sem þjóðfélagið gerir í dag til
vinnuframlags kvenna, verður
það á móti að gera þeim kleift
að vinna án þess að setja
börnin á guð og gaddinn. Ef
það gerist ekki, þá gerist að-
eins eitt. Það hætta að fæðast
börn.
Er það það sem við viljum?
Ályktun um
starfsval kvenna
■ 2. þing L.F.K. haldið
á Laugarvatni 31. ágúst til
l. september 1985 skorar
á stjórnvöld að bæta sem
t’yrst úr skorti á dagvistun
fyrir börn.
Augljóst er að eftir-
spurn er eftir vinnufram-
lagi kvenna og stúlkur
haga starfsvali sínu með
tilliti til móðurhlutverks
síns.
Einnig mundu stúlkur
haga starfsvali sínu öðru-
vísi ef jafnari ábyrgö kynj-
anna á uppeldis- og heim-
ilisstörfum næðist. Með
sveigjanlegum vinnutíma
hefðu foreldrar fremur
möguleika til að skipta
með sér vinnu utan heimil-
is sem innan.
Þingið bendir á að þar á
landinu sem næg atvinna
hefur verið fyrir ungt fólk,
fara stúlkur síður í
starfsnám. Þar af leiðandi
mun atvinnuleysi vegna
samdráttar eða tölvu-
væðingar fyrirtækja bitna
harðast á þeim. Mikilvægt
er því að konur bregðist
við með því að tileinka sér
tölvutæknina.
Vegna þeirrar þjóðfé-
lagsbreytinga sem átt hafa
sér stað undanfarin ár er
mikilvægt að stúlkur geri
sér Ijóst að þær verða að
geta framfleytt sér og
börnum sínum á eigin
launurn og haga starfsvali
sínu eftir því.
Þingið leggur áherslu á
að áfram verði unnið að
uppbyggingu fullorðins-
fræðslu. En bendir á þörf
fyrir endurmenntun
kvenna sem vilja komast
út á vinnumarkaðinn eftir
■fjarveru vegna uppeldis-
og heimilisstarfa.
ógleymdum veiðiferðum sem
telst vera einkahobbí stór-
efnamanna eða þeirra sem geta
látið fyrirtæki eða opinberar
stofnanir borga túrinn.
Á eftir þessum niðurskurði
á „Iúxus“ er tekið til við að
spara „óþarfa mjólkurþamb“
barna, kaup á betra kjöti,
vasapening barnanna og kaup
á fatnaði nema brýnustu nauð-
syn beri til.
Þá er annar þáttur þessa
ástands sem ætíð fylgir en það
er ófhófleg vinna hvort heldur
er á sama vinnustaðnum eða á
fleirum. Ef þess er nokkur
kostur þá vinna allir í fjölskyld-
unni svo sem hægt er. Eigin-
maðurinn kemur heim seint á
kvöldin, konan vinnur eins
mikið og hún getur við komið,
unglingarnir vinna með
skólanum ef þeir þá hafa
möguleika á að sækja hann og
þeim yngstu er annað hvort
komið í pössun eða látin axla
ábyrgð heimilisins miklu fyrr
en æskilegt er.
Af þessu leiðir gífurleg
streita sem brýst út á margan
hátt. Fjöldi hjónaskilnaða
eykst, mótþrói gerir vart við
sig hjá börnum og heimilislíf
fer úr skorðum.
Allt væri þetta nú sök sér ef
þetta sama fólk horfði ekki
upp á það daglega að fjöldi
annarra leyfir sér hvað sem er,
vinnur við hliðina á því án þess
að skila sjáanlega meiri eða
betri afköstum hvorki fyrir
þjóðarbúið eða viðkomandi
fyrirtæki, borgar ekki skatta
sem nokkur maður trúir að séu
í samræmi við tekjur þeirra og
í þokkabót gerir svo góðlátlegt
grín af afkomu hinna.
í þessari umræðu má svo
ekki gleyma marg umræddum
meðalmanninum sem við telj-
um okkur flest vera. Hann
reynir að halda í horfinu og
mætir útgjöldum með vaxandi
vinnu og reynir að veita sér
nokkurn munað á einn eða
annan máta. Fer út að borða
þó pyngjan leyfi það ekki, tekur
eina til tvær vikur í sumarfrí,
og til að vera eins og aðrir
bregður hann sér til sólarlanda
fyrir pening sem hann tekur að
láni eða sem hann hefur önglað
saman í sérstakan sjóð allt
árið.
Þá má ekki gleyma því að
umfram aðra hefur meðalmað-
urinn þau sérréttindi að á hann
eru lagðir skattar í samræmi
við tekjur sem hann stendur
skil á.
Ti! að allt sé sem sléttast og
felldast á yfirborðinu leggur
hann á sig ómælt álag og
kannski er eftirfarandi saga
algengari en við höldum.
í skóla einum átti að fara í
ferðalag til útlanda til að fagna
loknum áfanga. Og til þess að
sonurinn gæti farið með „eins
og aðrir“ lagði móðirin á sig 18
stundavinnu á ,dag|í tvo mánuði
Sjálf hafði hún aldrei látið sig
dreyma um að gera slíkt.
Þessi mál eru viðkvæm fyrir
marga og enn fleiri vilja ekki
vita af þeim, en umræðna er
þörf.
Við megum ekki gefast upp
fyrir óréttlætinu og láta líf
okkar snúast um það að hafa í
okkur og á dag frá degi.
Ég hvet sem flesta til að
stinga niður penna og tjá sig.
Þeirra skoðunum verður
komið á framfæri í blaðinu.
Níels Árni Lund