NT - 14.09.1985, Qupperneq 19
Laugardagur 14. september 1985 19
ridur haf;
Aðfarir kraftveiðimanna fremur
kappdráp en stangaveiði
■ Ég var aö lesa í NT viðtal
við Þórarinn Sigþórsson tann-
lækni um laxveiðina í sumar.
Sennilega hefir þetta viðtal átt
að sýna viðleitni til að full-
nægja fréttaþörf okkar áhuga-
manna um stangaveiði. Slík
viðtöl geta aldrei orðið til þess,
enda þótt þið, sem um stanga-
veiði skrifið í blöð og tímarit,
virðist eiga bágt með að skilja
það.
Þórarinn er einn af kraft-
Svívirðileg tilraun
til að skaða
mannorð og æru
■ Ástæða þykir mér til að
vekja athygli á leiðara Alþýðu-
blaðsins sem lesinn var í út-
varpi 7. sept. s.l. Þar var farið
svívirðilega niðrandi orðum
um Magnús Friðgeirsson fram-
kvæmdastjóra Afurðadeildar
SÍS. Ekki var látið við sitja, að
fullyrða að hann hefði ekkert
gert til að leita markaða fyrir
íslenskt dilkaket, heldur var
fullyrt að Magnús mundi gera
'allt sem hann gæti til að bregða
fæti fyrir þá tilraun, sem nú er
í umtali og uppsiglingu, að
vinna markað fyrir þessar
afurðir í Bandaríkjunum.
Hér er svo svívirðileg tilraun
gerð til þess að skaða mannorð
og æru þessa manns að eins-
dæmi er. Það er ekki nóg að
bregða honum um vanrækslu í
starfi, heldur er hann stimplað-
ur sem skemmdarverkamaður
sem ekki skirrist við að fremja
að yfirlögðu ráði níðingsverk
gagnvart þjóð sinni og þjóðfé-
lagsþegnum, sem eiga nú mjög
í vök að verjast fyrir tilveru
sinni.
Það getur verið dálítið erfitt
fyrir hvern sem er borinn slík-
um sökum að rísa upp í eigin
persónu og staðhæfa að hann
sé ekki sá níðingur, sem þessi
orð og ályktun Alþýðublaðsins
fullyrða að hann sé.
Það kemur engum á óvart
þó Alþýðublaðið, blað verka-
lýðs og félagshugsjónar á ís-
landi, geri sig að því viðundri
sem það hefur gert um áraraðir
og áratugi, að leggjast gegn
samvinnuhreyfingunni í land-
inu. En svona persónuníð
gengur út yfir allt.
Alþýðuflokkurinn á íslandi
mun eini flokkurinn á Norður-
löndum, og þó víðar væri leit-
að, sem hefur fundið köllun
hjá sér til að níða samvinnu-
hugsjónina í framkvæmd eins
og hann hefur gert og haft að
stefnumarki. Ogþar meðorðið
að viðundri í hugum félags-
hyggj ufólks.
Guðmundur P. Valgeirsson
Bæ, Trékyllisvík
veiðimönnunum, sem lifa og
hrærast í allt annarri veröld en
við áhugamennirnir. Okkur er
að jafnaði ofarlega í huga
viðureign við einstaka
skemmtilega laxa. Kraftveiði-
maðurinn minnist hins vegar
fyrst, hvar og hvenær hann
fékk flesta laxa, sérstaklega
þó, hvar og hvenær hann fékk
miklu fleiri en aðrir. Tókstu
ekki eftir, hve fljótt kom frá-
sögnin urn 22 á einuni degi í
Leirvogsá, þegar ekki fengust
nema tveir daginn áður? Ekki
var síður ánægjulegt að segja
frá 30 löxum á cinum degi í
Laxá í Ásum. Frásögnin af
stórlaxinum, sem Þórarinn
missti í Höklununt í Laxá í
Kjós, lýsti frentur söknuði en
minningu um merkilega viður-
eign.
Kraftveiðimennirnir vilja
heldur veiða í litlum ám en
stórum, en eigi að síður er gott
að stöngin sé löng og stinn
þegar staðið er í ntiðri á og ná
þarf til fiska á sent stærstu
svæði niður afveiðimanninum.
Atlögunni er beint að einstök-
unt fiski. Maðkinunt er lætt
beint undan straumi og hann
stöðvaður rétt við höfuð
laxins. Ekki verður unt það
sagt, hvort tif ntaðkendanna
dáleiðir laxinn eða að hann
ætlar aðeins að taka þennan
óþvcrra og leggja til hliðar svo
að hann geti flotið framhjá.
Um leið og maðkurinn hverfur
tekur veiðintaðurinn við og
krækir la.xinn innan vara. Und-
ir eins og laxinn liggur beint
við er bonum vippað á land.
enda Iínan afar sterk. í landi er
oftast aðstoðarmaður, sem
tekur við laxinum, rotar hann
og beitir að nýju, en veiðintað-
urinn skyggnir ána á nteðan og
velur næsta fórnardýr.
Okkur áhugamönnunum
virðist nær að kalla aðfarir
kraftveiðimannanna kappdráp
en stangaveiði. Sú var tíð, að
haustlömb voru aflífuð í slátur-
húsum með kindabyssu. Þávar
lambinu haldið föstu, byssu-
hlaupinu beint að höfði þess
og hleypt af. Ég minnist ekki
að hafa heyrt þetta nefnt
skotveiði.
Gunnlaugur Pétursson
Athugasemd
■ Rétt þykir að benda á það
að þegar viðtal er unnið, er
það nokkuð háð fréttamati
blaðamanns, hvernig hann set-
ur það upp. Þar er kontin
ástæðan fyrir því að fljótlega í
viðtalinu við Þórarin . Sigþórs-
son var minnst á veiðina í
Leirvogsá. Þá er líka rétt að
geta þess að undirritaður vissi
þessa veiði, og spurði því Þór-
arin umhanaaðfyrrabragði.
ES
Oxzmá plánetan og Sjúgðu mig Nína:
Þrælfjörugur neðanjarðarf ílingur
Regnboginn/F salur
■ Húmor, hugmyndaauðgi, neðan-
jarðarfílingur og flottar senur. (Þið
sem eruð viðkvæm, fyrirgefið slett-
urnar!) Ég segi nú bara eins og hann
Steini vinur minn, loksins, loksins fær
maður að berja augum þessar kvik-
myndir Óskars Jónassonar og Ox-
zmástrákanna. Myndirnar eru báðar
teknar á 8 millimetra filmu og gerðar
fyrir aðeins 70 þúsund krónur sem á
kvikmyndavísu þykir sprenghlægilega
lítil upphæð. En þær eru líka báðar
tæknilega ófullkomnar og kvik-
myndatökumaðurinn hefur t.d. oft
flaskað á birtuskilyrðum hvort sem
það er viljandi eða ekki. Oxzmástrák-
arnir eru líka meðvitaðir um þessa
tæknigalla og gera oft grín að þeim og
hefur tekist að gera alveg ótrúlega
góða hluti fyrir þessar fáu krónur.
Allir Oxzmáaðdáendur og kvik-
myndaunnendur ættu endilega að
drífa sig í Regnbogann meðan færi
gefst að sjá þessar myndir.
Oxzmá plánetan
Stjórn: Óskar Jónasson. Handrit:
Oxzmá. Aðalhlutverk: Hrafnkell Sig-
urðsson. 8 mm, 30 mínútur í lit.
Ésú 55 býr á einhverri plánetu þar
sem mengun er svo mikil að menn
þurfa að ganga með grímur og er svo
hræðileg að menn eru þar ýmist
fársjúkir, geðveikir, fáráðlingar eða
þaðan af verra. Heima í holunni sinni
fylgist Ésú 55 með sjónvarpsfréttum
þar sem sagt er frá Oxzmáplánetunni
og vinur okkar ákveður að fara til
plánetunnar og hefja nýtt líf meðal
frumbyggjanna. Lífið á plánetunni er
hins vegar öðruvísi en hann hugði,
ekki það að hann sé neitt óánægður
með það og margt fer öðruvísi en
ætlað er.
Myndin er mjög skemmtileg og í
henni eru margar stórgóðar senur og
ef ég ætti að telja þær allar upp gæti
ég farið í 10 síður. Geimskipið sem
Ésú ferðast í til Oxzmásælunnar er
snilld og með því er gert stólpagrín að
geimskipum í bandarískum science-
fiction bíómyndum. Grísku heim-
spekingarnir á Oxzmá plánetunni eru
líka bráðfyndnir og Óskar og félagar
hafa leitað uppi allar súlur í Reykja-
vík til að nota sem tilhlýðilegan
bakgrunn. Og partýið, sérstaklega
þegar partýgestirnir hakka í sig pill-
urnar og hoppa um. Og áfram og
áfram... Hrafnkell Sigurðsson sem
leikur Ésú 55 er efnilegur leikari og
Óskar efnilegur leikstjóri og kvik-
myndagerðarmaður.
Sjúgðu mig Nína
Stjórn: Óskar Jónasson. Handrit:
Oxzmá. Tónlist: Oxzmá og fleiri.
Aðalhlutverk: Kormákur Geirharðs-
son og Halla Margrét Árnadóttir. 8
mm, 75 mínútur, í lit. ísland 1983-85.
„Sjúgðu mig Nína“ er ekki klám-
mynd heldur hröð, skemmtileg og
spennandi glæpamynd sem gerist í
Reykjavík árið 1973 þegar hippar og
blómatímabilið er í algleymingi.
Myndin lítur út fyrir að vera 10 ára
gömul enda var filman sett í háfjalla-
sól til að ná fram þeirri áferð.
Myndin er þrælskemmtileg en ég
ætla ekki að rekja söguþráðinn, ekki
langar mig að spilla fyrir ykkur ánægj-
unni en í myndinni gerist margt:
Morð, tryggingarsvik, mannrán,
sparimerkjagiftingar, 2 sjálfsmorð,
LSD-ofskynjanir o.fl.
Persónusköpunin er góð, sérstak-
lega Trausti sem er sá álappalegasti
lúði sem ég hef nokkurn tíma augum
barið og búningarnir sem bæði hann
og hinar persónurnar klæðast hefðu
ekki getað verið hallærislegri. Hjörtur
er líka skondinn þó Kormákur hafi
kannski ekki fundið sig alveg í hlut-
verkinu og er oft of meðvitaður um
návist kvikmyndatökuvélarinnar.
Móðir hans og bróðir eru ógleyman-
legar týpur og frábær senan þegar þau
þrjú eru að borða kvöldmat, soðinn
fisk, hvítar kartöflur og rúgbrauð við
undirleik veðurfregnanna í útvarpinu.
Partýin eru nánari útfærsla á partýinu
í Oxzmá plánetunni og þau eru
skrautleg svo ekki sé meira sagt. Nú
verð ég að fara að passa mig á
lýsingarorðunum en LSD ofskynjan-
irnar hans Hjartar og eltingarleikur-
inn í lokin er með því fyndnara sem
ég hef séð.
Og hér er hugmyndaauðgin, húm-
orinn og góð tónlist á fullu og áhorf-
endur veltast um af hlátri. Kvik-
myndatökuvélinni er oftast beitt í
þágu frásagnarinnar en stundum er
hún eins og „augu“ Hjartar eins og í
lok myndarinnar. (Það er leyndó hvað
þá gerist) En stundum er henni beitt
í listrænum tilgangi og mörg skot eru
skemmtilega sérkennileg, eins og þeg-
ar kvikmyndatökuvélinni er hallað á
sitthvora hliðina, þegar tekin er mynd
af Hirti út í náttúrunni.
Margrét Rún Guðmundsdóttir
Til FISKVERKENDA og
ÚTGERÐARMANNA
Höfum áhuga á kaupum á öllum
rauðsprettuflökum sem þér getið framleitt,
dökka hliðin af. Einnig smáþorski,
heilfrystum, slægðum með haus á.
Sendist vikulega með íslenskum skipum
til Bandaríkja N-Ameríku (Austurströnd)
Vinsamlega tjáið oss
hve mikið magn er hægt að fá
ÓLAFUR JOHNSON
40 WALL STREET, SUITE 2124
SÍMI: 212 344 6676, 718 622 0615
TELEX: 4945457