NT - 02.10.1985, Side 8

NT - 02.10.1985, Side 8
Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgeíandi: Nútíminn h.f. Ritstj.: Helgi Pétursson Ritstjórnarfulltr.: Níels Árni Lund Framkvstj.: Guömundur Karlsson Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason Innblaðsstj.: Oddur Ólafsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. iV>T Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 35 kr. og 40 kr, um helgar. Áskrift 360 kr. r Ríkisstjórnin endurskipulögð ■ í kjölfar fundar miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Stykkishólmi um helgina virðist ljóst, að breytingar verði gerðar á ríkis- stjórninni. Á fundinum voru fjárlög fyrir næsta ár og vinna við þau brotin til mergjar og niðurstaða fundarins var sú, að betur mætti ef duga skyldi. Freista yrði þess til hins ýtrasta að draga úr ríkisumsvifum umfram það, sem fram kemur í þeim fjárlagadrögum, sem fyrir liggja. Hér er heilshugar tekið undir þessi sjónarmið. NT hlýtur þó að benda á, að Sjálfstæðisflokkur- inn fer með þau ráðuneyti, sem taka til sín um áttatíu af hundraði ríkisútgjalda og flokkurinn lagði á það þunga áherslu við myndun þessarar ríkisstjórnar, að fá þau ráðuneyti í sinn hlut. í kosningabaráttunni hafði flokkurinn haft það að sérstöku leiðarljósi að draga úr ríkisumsvifum eins og reyndar Framsóknarflokkurinn. Sjálfstæðis- flokkurinn vildi fá tækifæri til þess að sýna fram á, að hægt væri að draga úr ríkisumsvifum. Það tækifæri er honum ekki úr greipum runnið. Ríkisstjórninni er ljósir þeir kostir, sem við blasa. Hún getur reynt að hafa áhrif á kaupmátt launa, hún getur hækkað skatta og hún getur dregið úr ríkisumsvifum. Fyrsti kosturinn getur nú varla talist vænlegur. Annar kosturinn hefur verið ræddur, en ekki náðst um hann samstaða. Þriðji kosturinn er langsamlega vænlegastur og þar geta sjálfstæðis- menn nú látið til sín taka svo um munar. Það er augljóst, að þjóðin má ekki við þeim áföllum sem fælust í innbyrðist átökum nú. Miklu áhrifameira væri að fá Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins, inn í ríkisstjórn við þessi tímamót, áður en þing kemur saman. Auðvelt er að leiða að því getu, að ríkisstjórnin hafi ekki haft fullt traust sjálfstæðismanna, vegna þess, að formaður flokksins er utan hennar. Fjarvera hans frá ríkisstjórnarborðinu hefur leitt til misskilnings og sundurþykkju og án efa valdið því, að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa fjar- lægst þingflokkinn. Erfitt er að tryggja eðlilegan vinnufrið í ríkisstjórn við slíkar aðstæður. Þjóðin hlýtur því að standa í þeirri trú nú, að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist taka á þeim vanda, sem hann bauðst til að taka á, við myndun þessarar ríkisstjórnar. Skilja verður niðurstöðu fundar þingflokks og miðstjórnar flokksins á þann veg, að hann fylki sér um þetta verkefni ráðherra Sjálfstæðisflokksins og ríkisstjórnarinnar. Ekki verður því trúað, að flokkurinn ætli að hlaupa frá þeim vanda sem við blasir. Því er einnig haldið fram hér, að til þess að árangur náist við að draga úr ríkisumsvifum í málaflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, þurfi Þorsteinn Pálsson, formaður flokksins, að taka sæti í ríkisstjórninni nú þegar. Miðvikudagur 2. október 1985 8 Vettvangur Þórður Ingvi Guðmundsson: Framsóknarflokkurinn á krossgötum Erindi þetta var flutt á ráðstefnu Sambands ungra framsöknarmanna um Framsóknarflokkinn á Bifröst 14. sept. s.l.- ■ í þessu erindi verður fjall- að um spurninguna hvernig augum ungt fólk lítur Fram- sóknarflokkinn og hverju megi breyta í þeim efnum. Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Þau svör sem ég mun reyna að gefa hér verða ekki byggð á neinni vísindalegri könnun á viðhorf- um ungs fólks til Framsóknar- flokksins. Á meðan svo er verður maður að byggja grein- ingu af þessu tagi á huglægu mati og þeirri tilfinningu sem maður hefur fyrir vandamál- inu. Helstu viðhorf til flokksins Það er hins vegar alveg Ijóst að ungt fólk getur ekki litið Framsóknarflokkinn mjög björtum augum. Það sýna úr- slit síðustu kosninga og niður- stöður skoðanakannana síð- ustu árin. Ef ungu fólki þætti vænt um Framsóknarflokkinn væri Framsóknarflokkurinn einfaldlega stærri og öflugri. Framsóknarflokkurinn átti sér sína gullöld meðal ungs fólks. Það var á sjöunda og í upphafi áttunda áratugarins, þegar flokkurinn var í stjórnar- andstöðu og hafði síðan í stjórn forystu um framfarasókn í at- vinnumálum. Ekkert mælir þó gegn því að þá gullöld megi skapa aftur. En hver eru þá viðhorf ungs fólks til flokksins í dag. Þessi tel ég helstu: 1. Framsóknarflokkurinn er talinn kerfisflokkur. 2. Framsóknarflokkurinn er talinn staðnaður. 3. Framsóknarflokkurinn er talinn gamaldags. 4. Framsóknarstefnan er tal- in úr sér gengjn. 5. Framsóknarstarfiö, þ.e. flokksstarfið er í molum. Lítum þá á fyrstu fullyrðing- una, Framsóknarflokkurinn er talinn kerfisflokkur. Enginn íslenskur stjórn- málaflokkur hefur verið jafn ríkur þátttakandi í stjórn þessa lands á þessri öld og Fram- sóknarflokkurinn. í 67 ára sögu fullveldisins hefur Fram- sóknarflokkurinn setið í ríkis- stjórnum í full 40 ár og í 41 árs sögu lýðveldisins hefur flokk- urinn setið nú samfellt í ríkis- stjórn í 14 ár, sem er eindsæmi fyrir stjórnmálaflokk á íslandi. Af þessum sökum hefur Framsóknarflokkurinn haft óhjákvæmilega gífurleg áhrif á mótun þjóðlífs íslendinga og þess kerfis sem við búum við í dag. Það er því eðlilega flokkn- um nokkuð sárt að þurfa að rífa það niöur sem hann hefur byggt upp þegar kröfur uni slíkt koma fram með nýjum þörfum nýrra kynslóða. Nokk- ur atriði má nefna í þessu samhengi. Skuldinni skellt á Framsókn Landbúnaðarstefnan á ís- landi hefur legið undir sívax- andi gagnrýni frá fjölmiölum á suð-vestur horni landsins. For- ysta bændasamíakanna hefur verið treg til breytinga og er þá sett sama sem merki á milli hennar og forystu Framsókn- arflokksins, enda gangur þar á milli greiður, þar sem margir af þingmönnum flokksins hafa verið og eru bændur. Fólki hefur verið talin trú um að landbúnaðurinn væri baggi á þjóðinni og jafnvel óþarfur. Á sama tíma hafa gífurlegar breytingar átt sér stað í land- búnaði, sem Framsóknar- flokkurinn öðrum flokkum fremur hefur staðið fyrir. Það hefur hins vegar enga athygli vakið. Fylgisminnkun Fram- sóknarflokksins hefur því staf- að í þessum efnum af því að hann hefur tapað þeirri orrustu sem háð er í fjölmiðlunum. Frantsóknarflokkurinn hef- ur staðið fyrir gífurlegri upp- byggingu á Iandsbyggðinni. Hann er sakaður um það í þéttbýli, sérstaklega í Reykja- vík og nágrenni, að hafa gert þetta á kostnað þess svæðis. Fari maður hins vegar út á land er flokkurinn skammaður fyrir það að sleikja upp vitleysuna sem vellur úr fólki í Reykjavík um landsbyggðina sem eins konar þurfaling á þjóðinni. Þar er sagt að lítið hafi verið gert síðustu árin til að skapa ný atvinnutækifæri. Enda er það staðreynd að fólki fækkar nú á landsbyggðinni. Já það er vandlifað. Á síðasta áratug hófust miklar fjárfestingar hér á landi sérstaklega í dreifbýlinu. Mörg mistök og axarsköft voru gerð, s.s. of mörg skip flutt inn, of stór sjúkrahús og heilsugæslu- stöðvar byggðar, vegafé bútað of mikið niður á spotta í hverj- um hreppi, Kröfluævintýri o.s.frv. Rödd landsbyggðarinnar í þingflokki Framsóknarflokks- ins er rödd þéttbýlisins hér suð-vestanlands sterkari og þegar þingmenn flokksins opn- uðu munninn vörðu þeir þessar fjárfestingar með kjafti og klóm í stað þess að viðurkenna mistökin. Þingmenn annarra flokka höfðu hins vegar vit á að þegja og láta Framsókn taka skellinn. Þetta styrkti trú fólks auðvitað á að flokkurinn væri kerfisflokkur og að hann bæri einn ábyrgð á svínaríinu. Það sem er einkennandi fyrir ungt fólk í dag, er mjög sterk réttlætiskennd. Pólitísk fyrir- greiðsla og pólitískar stöðu- veitingar ásamt vafasamri meðferð opinberra fjármuna hneysklar ungt fólk meir en þá sem eldri eru, sem vanari eru slíku sem hluta af pólitískum kúltúr á íslandi. Framsóknar- flokkurinn hefur komið illa út úr umræðum um þess konar hluti Þetta styrkti trú fólks auðvitað að flokkurinn væri kerfis- flokkur og hann einn bæri ábyrgð á svínaríinu. Fólksfjölgunin heldur ekki í við framkvæmdagleðina ■ Karlmenn eru ekki í tísku núna, sagði kona og hefur rétt fyrir sér. Af sjálfu leiðir að hjónabandið er ekki í tísku og er ýmist að strákarnir ganga ekki út eða að þeim er skilað aftur til mömmu. Barnsfæðing- um fækkar og fjölskyldur minnka. Á sjötta og fram eftir sjöunda áratugnum fjölgaði fæðingum mikið en síðan dró úr þeim aftur og eru fjölmenn- ustu árgangarnir nú á þrítug* aldri. Samkvæmt þjóðhagsspá verða íslendingar aðeins um 20 þúsund fleiri um aldamót en þeir eru nú. Samt er reiknað með að langlífi aukist. Þetta þýðir að fjölmennustu árgangar íslandssögunnar eru að koma á vinnumarkað þessi árin. Því fylgir að flestir flytja að heiman um svipað leyti, en fjölskyldum fjölgar tæplega og barneignum ekki. Því er nefni- lega eins varið með börnin og karlmennina, þau eru ekki í tísku nema sem vandamálaum- ræða. Allt hefur þetta áhrif á þjóð- lífið á mörgum sviðum. Um nokkurra ára skeið hefur hús- næðismarkaðurinn verið á skjön við þessa þróun. Of stórar íbúðir hafa verið byggðar, of dýrar og óhag- kvæmar. Þá fyrst er í rassinn gripið að einfalt lögmál mark- aðsins segir hingað og ekki lengra. Það er smám saman að renna upp fyrir mönnum að h'klega sé nóg að gert. Stóru einbýlishúsin og rúmmiklu íbúðirnar falla í verði jafnt og þétt en litlar íbúðir og hag- kvæmari halda betur verðgildi st'nu. Skipulagsdellur Fyrir nokkrum árum gerðu þrjú sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu stórhuga framtíðar- áætlanir í skipulagsmálum. Hvert um sig áætlaði undir- búning 50 þúsund manna byggðar. Þótt hver einasti íbúi utan Reykjavíkur og Reykja- nesskjördæmis flyttu á þetta svæði hefðu þeir ekki fyllt upp í áætlaðar byggingar. Talna- glöggir menn komu auga á þetta og framtíðarplön skipu- lagsspekinganna runnu út í sandinn. Gífurleg framkvæmdagleði hefur einkennt síðasta hálfan annan áratug og það er eins og menn haldi að hægt sé að byggja upp og framkvæma fram í það óendanlega: En íslendingar eru ekki nema 241 þúsund og það er síður en svo að vænta mikillar fólksfjölgun- ar á næstu áratugum að minnsta kosti og þótt svo fari að karlmenn og börn komist í tísku á ný tekur það tímann sinn að örva fólksfjögun. Það er víða komið í ljós að íbúðamarkaður er mettaður. Á Akureyri ráku bygginga- menn upp ramakvein fyrír nokkrum árum og skildu ekk- ert í því að samdráttur varð í atvinnugrein þeirra. En málið er einfalt, það er búið að byggja nóg. 1 stjórnmálaálykt- un sem framsóknarmenn á Vestfjörðum gerðu nýlega er sagt að á ýmsum stöðum þar vestra gangi menn frá óseljan- legum eignum sínum og farið er fram á að þeirri byrði sé létt af sveitarfélögum að verða að neyta forkaupsréttar síns á verkamannabústöðum. Mikið byggt en lítiðselt Á höfuðborgarsvæðinu er mikill samdráttur í byggingar- framkvæmdum og þar er mark- aðurinn að mettast eins og víðast hvar úti á landi. Gunnar Björnsson framkvæmdastjóri

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.