NT - 02.10.1985, Síða 19

NT - 02.10.1985, Síða 19
Miðvikudagur 2. október 1985 19 ■ Uwe Hohn með spjótið í höndunum. Hann verður að teljast öruggur sigurvegari í Canberra. Heimsbikarkeppnin í Canberra: Stjörnufans - A-Þjóðverjar mæta með mjög sterkt lið - Einar ekki með ■ Um næstu helgi fer fram síðasta stórmótið í frjálsum íþróttum á þessu ári, en það er Heimsbikarkeppnin í Canberra í Ástralíu. Þar verða mætt til leiks lið frá fimm heimsálfum og einnig keppa landslið Sovétrikj- anna, Bandaríkjanna og A- Þýskalands. Þessi keppni var upphaflega sett á stofn í þeim tilgangi að auka veg íþrótta í löndum þriðja heimsins og hef- ur hún ávallt tekist vel, að undanskildri keppninni í Mon- treal 1979 þar sem fáir mættu til leiks. A-Þjóðverjar verða sjálfsagt með firnasterkt lið í Canberra og segja heimildir að þeir stefni á tvöfaldan sigur þ.e. sigur bæði í karla- og kvennaflokki. Eftir að hafa orðið aðeins í öðru sæti í Evrópukeppninni í Moskvu fyrr á þessu ári hefur undirbún- ingur A-Þjóðverja verið mikill, markviss og meiriháttar. Eng- inn íþróttamanna þeirra fór á lokakeppni Grand Prix mót- anna í Róm heldur var æft heima af hörku. Árangur allrar þessarar vinnu fór svo að koma í ljós nýlega er austur-þýskir íþróttamenn settu þrjú heims- met á móti í Berlín. Bandaríkjamenn verða án sinna helstu stjarna og er fjar- vera Karls nokkurs Lewis versta áfallið fyrir þá. Mary Slaney verður heldur ekki á staðnum og það verða því íþróttamenn eins og Willie Banks í þrístökki, Kirk Baptiste í spretthlaupun- um og Carol Lewis í bæði lang- stökki og kringlukasti sem halda uppi heiðri þeirra Bandaríkja- manna í keppninni. Að vísu eru þetta engir aukvisar nema síður sé en hætta er á að Bandaríkja- menn verði enn einu sinni að lúta í lægra haldi fyrir A-Þýska- landi og Sovétríkjunum. Já, Sovétríkin verða með allt sitt besta lið á staðnum. Nægir að nefna Sergei Bubka í stang- arstökkinu, en sérfræðingar telja að heimsmet hans sem telur 6m slétta gæti átt eftir að vera í hættu í Canberra þar sem vorið er nýhafið og veður þurrt og mátulega hlýtt. Rasvilya Ag- letdinova og Olga Bondarenko fara einnig til Ástralíu en Rasvilya er líklegur sigurvegari í 1.500 m hlaupi kvenna meðan Olga ætti að sigra í lO.OOOm hlaupi. Hin liðin sem keppa eru heimsálfurnar Afríka, Eyjaálfa, Ameríka, Asía og Evrópa. Ein- ar Vilhjálmsson var valinn í lið Evrópu en kemst ekki vegna meiðsla, og þarfnast hvíldar eigi hann að fá sig góðan. Hann Evrópukeppnirnar í knattspyrnu í kvöld: Iþróttir Einar Vilhjálmsson í samtali við NT: mun því missa af skemmtilegu einvígi við A-Þjóðverjann Uwe Hohn og Bandaríkjamanninn Tom Petranoff. Keppnin í Canberra gæti orð- ið síðasta stórmót tékknesku íþróttakonunnar Jarmilu Krat- ochvilovu sem nú er orðin 34. ára gömul. Hún lét að þessu liggja nú fyrir skömmu og þótt hún sé ekki í sama formi og fyrir fáum árum á hún eftir að leiða evrópskar konur í hlaupunum. Þær Marita Koch og Marlies Göhr frá A-Þýskalandi, sem skemmt hafa unnendum frjálsra íþrótta síðasta áratuginn eða svo með frábærum hlaupum, eru einnig komnar á efri ár í sínum greinum. Síðasta einvígi Koch og Kratochvilovu í 200m og 400 m hlaupunum gæti því farið fram í Canberra í Ástralíu um næstu helgi. „Verö ekki með - í heimsbikarkeppninni í Canberra vegna meiðsla“ - Síðasta keppnin með núverandi spjóti ■ „Ég sé mér því miður ekki fært að mæta þar sem ég hefði ekki getað beitt mér af neinu viti í spjótkastinu,“ sagði Einar Vilhjálmsson í samtali við NT í gær en eins og fram kemur á öðrum stað á íþróttasíðunum kemst Einar ekki á Heimsbikar- mótið í Canberra í Ástralíu vegna meiðsla. Á fréttaskeytum í gær var rætt um væntanlega spjótkasts- keppni og var þar gert ráð fyrir Einari sem keppanda. Voru hann og Tom Petranoff frá Bandaríkjunum taldir þeir einu er ógnað gætu sigri A-Þjóðverj- ans Uwe Hohns. Tilkynning þess efnis að Einar komist ekki hefur aftur á móti þegar verið send út þannig að Evrópubúar verða að velj a sér annan fulltrúa í spjótkastið. Uwe Hohn er þegar kominn til Ástralíu og henti þar spjóti 70 m án atrennu - virkar hann hinn sprækasti og gæti heimsmet þess vegna fallið. Ray Rose, aðstoðarþjálfari Eyjaálfuliðs- ins, fylgdist með Hohn í gær og hafði litlar skýringar á kastlengd hans. „Tækni hans er ekkert sérstök miðað við okkar kastara en einhvern veginn er hann þó í sérflokki,“ sagði gáttaður Rose. Keppnin í Canberra er líklega sú síðasta þar sem venjulega 800 gramma spjótið er notað því framvegis mun spjótið hafa þyngdarpunkt sinn örlitiö framar. Verður kastlengdin því mun styttri - alla vega til að byrja með - og er það einmitt tilgangurinn því Alþjóða frjáls- íþróttasambandið var farið að hafa af því mestu áhyggjur, að saklausir áhorfendur færu að fá spjót í gegn um sig miðja - verður að teljast vafasamt að aðsókn að frjálsíþróttamótum hefði aukist við það. Hohn var ekki ánægður með nýja spjótið. „Þetta þýðir að ég verð að læra nýja tækni, í raun að byrja alveg upp á nýtt. Ég hef kastað nýja spjótinu aðeins 86m sem er fáranlega stutt miðað við hvað ég kasta með venjulega spjót- inu,“ sagði Hohn við frétta- menn í Canberra. Einar Vilhjálmsson hefur eitt slíkt spjót undir höndum en sagði í samtali við NT að hann he'fði rneira verið að leika sér með það en kastað af alvöru þar sem hvíld er nauðsynleg í hans tilfelli. Það. verður gaman að sjá hvernig Einari gengur með nýja spjótið þegar hann hefur keppni á nýjan leik. Það er full ástæða til að vera bjartsýnn því Einar býr yfir snjallri tækni sem íþróttamaður. ■ Einar Vilhjálmsson er hér á tali við Svíann Wennlund. Einar kemst ekki til Canberra NT-mynd: Arni Bjama V-Þýskaland • handknattleikur: Alfreð bestur - er Essen gjörsigraði Handerwitt 24-15 - Essen efst Knattspyrnumolar ■ I gær var leikið í ensku knattspyrnunni. Einn leikur var í 1. deild. Luton sigraði Ipswich á heimavelli sínum með einu marki gegn engu. Þá voru tveir leikir í 2. deild. Crystal Palace tapaði heima gegn Ilull 0-2 og Sheff. Utd. og Charlton skildu jöfn 2-2. Þá var leikur í Evrópu- kcppni félagsliða í gær. Linz frá Austurríki sigr- aði Banik Ostrava frá Tékkó á heimavelli þeirra síðarnefndu 1-0. Samtals sigraöi Linz 3-0 og fer áfram. Frá Guömundir Kurlssyni fréttaritara NT í Þýskalandi: ■ Essen sigraði Handerwitt auðveldlega í 1. dcild þýska handknattleiksins í gær. Leikur- inn endaði 24-15. Alfreð Gísla- son og félagar hjá Essen áttu léttan leik og eru nú orðnir efstir í I. dcildinni. Essen settu strax á fulla ferð og var staðan 14-5 í leikhléi. Eftir hlé var hinum óreyndari skipt inná en þrátt fyrir það hélst forskotið til enda lciksins. Alfreð átti stór- leik og var besti maður Essen. Hann byrjaði leikinn með tveimur til þremur skotum í vinklana á markinu sitt hvoru megin og þcgar upp var staðið hafði hann gert 7 mörk á 40 núnútum. Hann var síðan bara að horfa á þá óreyndari eftir það. ■ ...Danir hafa valið 16 manna hóp fyrir landsleik sinn í knattspyrnu gegn Sviss í Kaup- mannahöfn í næstu viku. Leikur þessi er liður í undankeppni HM. Hópurinn er þessi: Ole Ovist, Troels Rasmussen, Mort- en Olsen, Sören Busk, Ivan Nielsen. John Sivebæk, Klaus Berggreen, Jens Jörn Bertels- en, Per Frimann, Frank Arnes- en, .lan Mölby, Sören Lerby, Allan Simonsen, Preben Elkjær, Michael Laudrup, Flemming Christensen... ...Irakar og Sýrlendingar spila á næstunni til úrslita um það hvort ríkið kemst til Mexíkó á HM í knattspyrnu. írak sigraði Sam- einuðu furstadæmin um síðustu hclgi en Sýrlendingar unnu Ba- hrain fyrir stuttu síðan... ...Að minnsta kosti 150 manns slösuðust í ólátum á knatt- spyrnuleik í Bangladesh um helgina. Talið er að 50 þeirra hafi slasast illa. Ólætin brutust út á meðan á leik Abahani Krira Chakra og Mohammedan Sporting Club stóð. Leikurinn var úrslitaleikur í 1. dcildinni 'par í latidi. Alls voru 80 þúsund áhorfendur á leiknum. Hann endaði 0-0 cn Abahani vann meistarakeppnina með einu stigi... Bremen hyggst veita vín - á leik sínum við Odessa þrátt fyrir bann UEFA ■ Werder Bremen sem nú leiða þýsku Búndeslíguna leika í kvöld við sovéska liðið Chern- omorets Odessa í Evrópu- keppninni og verður leikið á heimavelli Brernen. Þessi leikur er sosum ekki merkilegri en margar aðrar viðureignir er eiga sér stað á knattspymuvöllum Evrópu í kvöld utan að á þessum leik einum gæti áfengi verið haft um hönd á áhorfendapöU- um. Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) tók upp á því, eftir harmleikinn í Brússel er úrslitaleikur Liverpool og Juventus fór fram en þá létu 39 manns lífið, að banna sölu á áfengi þegar Evrópuleikir færu fram. Leikjum er nú skipt í tvo flokka. Sá fyrri hefur að gera með leiki sem haldið er að skapi ekki verulegt hættuástand en þann síðari fylla leikir sem gætu vel ollið vandræðum s.s. undan- úrslitaleikir eða úrslitaleikir í Evrópukeppnunum. Nú vilja forráðamenn Brem- en halda að þeirra leikur verði hinn friðsamasti og sala á áfengi því ekki nema sjálfsögð. Þeir hafa líklega rétt fyrir sér með fyrra atriðið en sá galli er á gjöf Njarðar að samkvæmt splunku- nýjum bæklingi frá UEFA er bannað að selja áfengi, hvort sem leikir bera mikla ellegar litla hættu í för með sér. Willi Lemke, framkvæmda- stjóri Bremen, hefur hinsvegar skilið málið allt öðruvísi og nú er bara að sjá hvað skeður í kvöld- verða drukknir Úkraínu- menn á pöllunum í Bremen ellegar verður pilsner hafður um hönd? Handbolti ■ Fjórir leikir verða í 1. dcild íslandsmótsins í handknattleik. Á Akureyri spila KA og Valur og hefst sá leikur kl. 19:30 en ekki kl. 20:00 eins og upphaf- lega var gert ráð fyrir. Þá spila í Hafnarfirði FH og Fram kl. 20:00 og á sama tíma hefjast tveir leikir í Laugardalshöll. Þar spila fyrst Víkingur og Stjarnan og síðan Þróttur og KR. Fimleikar: Tvær stúlkur til Belgíu ■ Um næstu helgi fer fram í Belgíu 15 landa keppni í fim- leikum. Tvær íslenskar stúlkur fara til keppninnar. Þær erú Hanna Lóa Friðjónsdóttir og Hlín Bjarnadóttir báðar úr Gerplu í Kópavogi. Þjálfari stúlknanna Valdimar Karlsson fer út með þeim svo og Bima Björnsdóttir sem verður farar- stjóri og dómari.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.