NT - 24.10.1985, Síða 16
flokksstarf
Fimmtudagur 24. október 1985 16
Aðalfundur framsóknarfélaganna
á Snæfellsnesi veröur haldinn í Safnaðarheimilinu Grundar-
firöi föstudaginn 25. október kl. 21.00
Stjórnin
Vestur
Húnvetningar
Stefán Guömundsson, alþingismaöur veröur til viðtals í
Félagsheimili Hvammstanga föstudaginn 25. þ.m. kl. 16-19.
Suðurnes
Svæöisráö framsóknarmanna á Suöurnesjum verður með
hádegisveröarfund á Glóöinni Keflavík sunnudaginn 27. okt.
n.k. kl. 12-14. Guðmundur Bjarnason alþingismaöur mætir.
Allir velkomnir.
S.F.S.
Félag framsóknarkvenna
í Reykjavík
Heldur afmælisgleöi 31. október n.k. aö Hótel Heklu kl. 19.00.
Heitur réttur - kaffi. Skemmtiatriöi úr ýmsum áttum, glens
og gaman. Mætum allar.
Tilkynniö þátttöku til Þórunnar í síma 24480.
S.U.F. - Miðstjórn
Miðstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna,
haldinn á Blönduósi 2. og 3. nóvember 1985.
Dagskrá:
Laugardagur:
1. Kl. 13:00 - Setning.
Formaður S.U.F., Finnur Ingólfsson.
2. Kl. 13:10 - Kosnir starfsmenn þingsins.
a) Fundarstjóri.
b) Fundarritari.
3. Kl. 13:15 - Skýrsla stjórnar og umræöa um hana.
4. Kl. 13:45- Framsögur.
a) Jafnrétti milli landshluta.
Þóröur Ingvi Guðmundsson.
b) Heilbrigðis- og tryggingamál.
Magnús Ólafsson.
c) Menntamál.
Bolli Héðinsson.
5. Kl. 14:30 - Umræður og fyrirspurnir.
6. Kl. 15:30 - Nefndarstörf.
7. Kl. 18:00 - Fundi frestað.
Sunnudagur:
1. Kl. 10:00 - Nefndir skila áliti.
2. Kl. 12:00 - Önnur mál.
Húnvetningar -
miðstjórnargestir
FUF A-Hún. heldur upp á 45 ára afmæli sitt laugardaginn 2.
nóvember kl. 21 í Félagsheimilinu Blönduósi, dagskrá:
1. Kaffiveitingar
2. Ávörp, Steingrímur Hermannsson og Finnur Ingólísson
formaöur SUF.
3. Jóhann Már Jóhannsson syngur við undirleik Sigurðar
Daníelssonar
4. Óvæntar uppákomur o.fl.
Veislustjóri veröur Björn Magnússon, bóndi Hólabakka,
hljómsveitin Rót frá Sauðárkróki leikur fyrir dansi. Allir
velkomnir meöan húsrúm leyfir. Stjórn FUF A-Hún.
Viðtalstímar
Halldór E. Sigurðsson verður til viðtals
á skrifstofu félagsins að Rauðarárstíg
18, mánudaga til fimmtudags
kl. 13.30- 15.30, fyrst um sinn. Jt
Framsóknarfélag Reykjavíkur. iVi
Konur víða um heim:
Fara að dæmi ís-
lenskra kvenna
og ætla að leggja niður vinnu 24. október
Borgarnes í lok
kvennaáratugar:
Opið hús í
Hótelinu
24. október
■ Konur og kvennasamtök
hafa hrifist mjög af samstöðu
íslenskra kvenna 24. október
fyrir 10 árum er þær lögöu niður
vinnu og héldu 25 þúsund
manna fund á Lækjartorgi.
Samtök kvenna í Bretlandi,
konur sem eru sjálfstæðir at-
vinnurekendur á Indlandi,
bændakonur í Hollandi, iðn-
verkakonur í Trinidad, blaða-
konur í Ghana og fleiri hafa
ákvcðið að gera slíkt hið sama
og leggja niður vinnu á degi
Sameinuðu þjóðanna.
„Gerum störf kvenna sýnileg,
Samkvæmt tölum Sameinuðu
þjóöanna vinna konur 2/3 starfa
í heiminum, fá aðeins 5% allra
tekna í heiminum og eiga
minna en 1% af eignum heims-
ins. Tökum okkur frí 24. októ-
ber til að þrýsta ríkisstjórnir
allra landa til að telja vinnu
kvenna með í tölum um þjóðar-
tekjur, bæði launaða vinnu kvenna
og ólaunaða. Tökum okkur frí
til að halda upp á 10 ára afmæli
kvennafrídagsins á íslandi.
Slagorð íslenskra kvenna voru:
„Þegar konur leggja niöur
vinnu, leggst allt atvinnulíf
niður“ og ajlt atvinnulíf lagðist
niður á Islandi. Tökum okkur
frí til að efla mátt jafnréttisbar-
áttunnar," segir í hvatningar-
bréfi frá alþjóðlegum kvenna-
samtökum „International Wag-
es for Housework Gampaign"
sem hafa meðal annars aðsetur
í London.
Samtök þessi hafa einnig farið
af stað með undirskriftasöfnun
frá konum alls staðar að í heim-
inum til ríkisstjórna allra landa
þar sem þess er krafist að launuð
og ólaunuð vinna kvenna verði
tekin inn í dæmið þegar þjóðar-
tekjur hvers lands eru reiknaðar
út.
- almenn þátttaka
kvenna í að leggja
niður vinnu
■ Samtök kvenna á vinnumarkaðinum vilja eindregið hvetja allar konur til að fjölmenna á útifundinn
á Lækjartorgi og gera daginn jafn eftirminnilegan og 1975.
í tilefni
24. október
■ Selfoss.
Konur á Selfossi ætla
að fjölmenna til Reykja-
víkur á útifundinn á
Lækjartorgi 24. október.
Rútuferð verður frá
Selfossi kl. 12.45 og eru
allar konur á Selfossi og í
nágrenni eindregið hvatt-
ar til að taka þátt.
Hjúkrunarfélag íslands
og Félag háskólamennt-
aðra hjúkrunarfræðinga.
Ofangreind félög hvetja
félaga sína til að taka þátt
í dagskrá kvenna 24. októ-
ber, eftir því sem ástæður
leyfa. Hjúkrunarfræðing-
ar eru líka hvattir til að
hagræða störfum sínum
þannig að sem flestir j
þeirra geti mætt á útifund-
inn á Lækjartorgi.
Samtök kvenna á vinnumarkaði:
Hvetja konur til
kvennaverkfalls
Jon Agnar Kj>(>ertsson - frcllaritari NT
í Hor|>urnesi.
■ I tilefni loka kvennaára-
tugar Sameinuðu þjóðanna,
24. október n.k. ætlar jafnrétt-
isnefndin í Borgarnesi að
standa fyrir opnu húsi kl. 20.30
í Hótcl Borgarnesi.
Dagskráin verður hin fjöl-
breyttasta, bæði gaman og al-
vara. Að henni hafa starfað
félagar úr Kvenfélagi Borgar-
ness. leikdeild Ungmennafé-
lagsins Skallagríms, félagar úr
Tónlistarskólanum, Kvenna-
listanum og konur víða úr
héraðinu. Einnig er ætlunin að
sýna ýmis listaverk eftir 10-12
konur um kvöldið.
Að sögn MargrétarTryggva-
dóttur, formanns Jafnréttis-
nefndar Borgarness virðist
ætla að verða almenn þátttaka
hjá konum á svæðinu að leggja
niður vinnu í Borgarnesi þann
24. októbcr.
■ Samtök kvenna á vinnu-
markápinum vilja eindregið
hvetja allar konur til að leggja
niður vinnu 24. október í lok
kvennaáratugarins.
Samtökin telja ekki síður
nauðsynlegt nú en fyrir tíu árum
segir í frétt frá þeim að konur
berjist fyrir kjörum sínum og
réttindum og þau benda á að
konur vinni í langflestum tilfell-
um láglaunastörf þrátt fyrir sí-
auknar kröfur um menntun.
Þá vilja Samtökin einnig
hvetja allar konur segir í frétt-
inni að halda vöku sinni þó
hinum svokallaða kvennaáratug
sé að Ijúka og standa saman að
öllum hagsmunamálum kvenna
og þau vilja einnig setja það á
oddinn nú að það séu mannrétt-
indi að konurgeti framfleytt sér
af launum sínum.
Framkvæmdanefnd um
launamál kvenna hvetur einnig
allar konur til að leggja niður
vinnu þann 24. október til að
mótmæla vanmati á hinum liefð-
bundnu kvennastörfum og er
einnig hinum gífurlega launa-
mismun karla og kvenna segir í
frétt frá nefndinni.
Nefndin vill einnig hvetja all-
ar konur til að mæta á útifund-
inn á Lækjartorgi og svo á
sýningu '85 nefndarinnar á
störfum kvenna í nýja Seðla-
bankahúsinu sem verður haldin
24.-31. október.
Nýskipaðir
sendiherrar
■ Nýskipaður sendiherra Ví-
etnam, hr. Luu Quy Tan og
nýskipaöur sendiherra Venez-
uela dr. Fernando Baez Duar-
te, afhentu forseta íslands
trúnaðarbréf sín þann 8.
október síðastliðinn, að við-
stöddum Geir Hallgrímssyni
utanríkisráðherra. Sendiherra
Víetnam hefur aðsetur í Stokk-
hólmi en sendiherra Venez-
uela í Osló.
Ljósm: Cunnar Vigfússon