NT - 24.10.1985, Page 19
' ' ' '
8 wliil
Þorgiis Óttar fór á kostum gegn Svisslendingum í gær og gerði 8 mörk. Hér skorar hann gegn Svíum í landsleik.
NT-mynd: Sverrir.
Evrópukeppni bikarhafa:
Alltgekkaðóskum
fram að lokakafla
- leiks Rapid Vín og Fram - Þá skoraði Pacult tvívegis og draumurinn er líklega úti
Fimmtudagur 24. október 1985 19
íþróttir
Handknattleikur, Sviss A-ísland:
Rölt yfir Sviss
í seinni hálfleik
íslenska liðið lék vel í seinni hálfleik
og sigraði Sviss A-lið með 26 mörkum gegn 17
■ Stórgóður varnarleikur ís-
lenska landsliðsins í handknatt-
leik ásamt góðri markvörslu og
þruniuleik Þorgils Óttars
tryggðu landanum öruggan sig-
ur á Svisslendingum í opnunar-
leiknum á handknattleiksmót-
inu í Sviss. Lokatölur urðu 26-17
fyrir ísland eftir að staðan í
leikhléi hafði verið 9-8 landan-
um í vil.
Þetta var fyrsti leikur íslands
í þessu æfingamóti sem nú
stendur yfir í Sviss en á því
keppa A og B-lið Sviss, Svíar,
Rúmenar og A-Þjóðverjar. í
dag spila íslendingar við Rúm-
ena.
Leikurinn var jafn til að byrja
með. íslendingar höfðu þó
frumkvæðið mest allan tímann
og var það mest að þakka þeim
Atla Hilmarssyni og Þorgils Ótt-
ari sem skoruðu rnikið. Svissar-
ar fylgdu þó fast á eftir enda
vörn íslenska liðsins ekki uppá
það besta. Staðan í hléi var
síðan 9-8 fyrir ísland.
I síðari hálfleik byrjuðu Sviss-
arar á að skora og jafnt var
12-12 en þá sögðu íslendingar
hingað og ekki lengra. Vörnin
tók sig saman í andlitinu og
Þorgils fór á kostum. Hann
skoraði þrjú mörk í röð er
staðan var 13-15 og skyndilega
höfðu íslendingar náð 6 marka
forskoti og leikurinn var úti.
Það var vörnin sem small saman
ásamt Einari í markinu en hann
varði allan tímann.
Þorgils fór á kostum í leiknum
og spilaði frábærlega. Hann
gerði 8 mörk. Atli og Kristján
Arason skoruðu 5 livor og Sig-
urður Gunnarsson og Jakob Sig-
urðsson skoruðu 3. Jakob kom
inná í seinni hálfleik og lék vel.
Bjarni Guðmundsson og Geir
Sveinsson gerðu hvor sitt
markið.
Ástralar unnu
■ Knattspyrnulandslið
þeirra Ástrala vann stór-
sigur á Taiwan í gær.
Leikurinn var liður í
undankeppni heims-
ineistaramótsins og end-
aði 7-0 fyrir heiinamenn
sem nú eiga góða mögu-
leika á elsta sætinu i
Eyjaálfuriðlinum. Ef svo
fer inæta þeir Skotum og
verður slegist um sæti í
úrslitakeppninni í Mexíkó
scm frani fer á næsta ári.
Staðan í Eyjaálfuriðlinum er
annars þessi:
Ástralía 4 2 2 0 10 2 6
ísrael 4 2 1 1 13 3 5
Nýja Sjáland 3 2 1 0 10 15
Taiwan 5 0 0 5 1 28 0
Lyfjamál:
Hörð gagnrýni
- á Andonovu í Búlgaríu fyrir lyf janotkun
■ Líklega mun nú góður
norðanbylur ekki geta hjálpað
Frömurum í 8. liða úrslit Evópu-
keppni bikarhafa þann 6. nóv-
ember n.k. Liðið tapaði fyrri
viðureign sinni gegn Rapid Vín
í gærkvöldi 3-0 en leikið var á
Gerhard Hanappi vellinum í Vín-
arborg. Leikmenn Fram stóðu
sig vel en tvö mörk á lokamínút-
unum tryggðu Austurríkis-
mönnunum gott veganesti í síð-
ari leikinn.
Rapid Vín byrjaði leikinn
með miklum látum en Framarar
■ Friðrík var betrí en enginn í
markinu í gær.
■ „Þetta var frekar erfiður
leikur en ég er ánægður með
mannskapinn í heildina þó svo
frekar leiðinlegt hefði verið að
fá á sig síðustu tvö mörkin,"
sagði Asgeir Elíasson, þjálfari
og leikmaður Framara, í samtali
við NT í gærkvöldi eftir leikinn
við Rapid Vín.
Hvernig léku þeir austur-
rísku? „Svona frekar eins og við
var að búast, mikið um stutt
þríhyrningaspil en frekar hægur
bolti í heildina. Mörk þeirra
svöruðu með að þétta vörn sína
fyrir utan vítateiginn. Strax á 7.
mínútu átti Haliovic góðan
skalla að marki en boltinn fór
rétt fram hjá. Austurríska liðið
lék skemmtilega í byrjun og
voru Júgóslavarnir í liðinu at-
kvæðamiklir. Kranjcar ogBruc-
ic stjórnuðu spilinu og reyndu,
eins og góðum miðjumönnum
sæmir, að breyta um takt í
sóknaraðgerðum. Leikmenn
liðsins voru þó helst til of tauga-
strekktir og Framarar byrjuðu
að losa sig úr nauðvörninni.
Á 14. mínútu lék Guðmundur
Steinsson á nokkra mótherja og
gaf á Ómar, en skot hans geig-
aði. Stuttu síðar átti Guðmund-
ur Torfason þrumuskot að
marki en beint á landsliðsmark-
vörðinn Konsel. En á 18. mín-
útu skorar Kranjcar fyrir Rapid
Vín. Hann hóf sóknina og fékk
síðan góðan bolta inn fyrir og
sendi hann í netið, þrátt fyrir
góða varnartilburði Sverris.
Framarar létu ekki bugast og
fóru smám saman að koma
meira inn í myndina. Ómar
fékk tækifæri eftir samleik við
Pétur Ormslev og Guðmund-
arnir voru óhræddir við að taka
á sig bolta og leika á menn,
hinsvegar varði Friðrik af snilld
komu ekki upp úr neinum glæsi-
legheitum - voru frekar afleið-
ing mikillar pressu sem kom frá
þeim á köflum,“ sagði Ásgeir
sem taldi Júgganna í liði Rapid
Vín hafa mestu áhrifin innan
liðsins.
„Það jákvæða við leik okkar
er að við hefðum með smá
heppni getað skorað eitt eða tvö
mörk. Guðmundarnirvoru báð-
ir í góðu formi í framlínunni og
urðu sér út um tækifæri,“ bætti
Ásgeir við að lokum.
undir lok hálfleiksins og sá til
þess að hans lið fór ánægt af
velli í hvíldina.
í síðari hálfleik byrjuðu
Framarar af grimmd og Guð-
mundur Torfason komst fljót-
lega í upplagt tækifæri. Hann
lék á varnarmann upp við enda-
mörk en skaut hátt yfir af mark-
teigshorninu. íslendingarnir
héldu áfram að berjast af krafti
með vörn sína geysisterka og
■ Það voru v-þýsk lið sem
slógu í gegn í keppnunum í gær.
Bayern Munchen lagði austur-
ríska liðið Austria Vín með
fjórum mörkum gegn tveimur í
Bæjaralandi. Sá sem fór á kost-
um í þeim leik var Reinhold
Mathy en hann skoraði þrennu
fyrir Bæjara. Bayern hafði yfir-
burði í leiknum.
Bayer Uerdingen með þá
Atla og Lárus í fararbroddi
Enskur bolti
■ Leikið var í Englandi
í gærkvöldi. Norwich
sigraði Everton mjög
óvænt í Super Cup-
keppni þeirra Englend-
inga með einu marki gegn
engu. í 3. deild gerðist
það loksins að Reading
tapaði stigi. Það voru
Úlfarnir sem urðu fyrstir
til að ná stigi gegn Read-
ing. Leikurinn endaði 2-
2. Peter Mendham skor-
aði fyrir Norwich í sigrin-
um óvænta.
vel skipulagða. Okkar menn
voru sterkari í skallaboltanum
og sóknir Rapid urðu nokkuð
einhæfar. Allt lék í lyndi hjá
okkar mönnum.
En á síðustu 10. mínútunum
var sem þrekið brysti og heima-
menn gengu á lagið með vara-
manninn Peter Pacult í broddi
fylkingar. Hann skoraði tvívegis
á þessum lokakafla og innsiglaði
sigur síns liðs.
sigraði tyrkneska liðið
Galatasaray 2-0 með mörkum
frá Schaefer og Bommer.Léttur
leikur.
Pierre Littbarski skoraði tvö
mörk fyrir Kölnara er þeir rúll-
uðu upp Bohemians Prag 4-0 í
UEFÁ-keppninni.
„Gladbach" náði jafntefli
gegn Sparta Rotterdam frá
Hollandi á útivelli, 1-1. Hol-
lendingar höfðu yfir en Pinkall
jafnaði.
Verona og Juventus öttu
kappi saman í Meistarakeppn-
inni en tókst ekki að skora
mark. Leikurinn var heldur
daufur og endaði 0-0.
Finnska liðið Lahti hræddi
lífið úr Zenit frá Sovétríkjunum
með því að ná forystu og það
var ekki fyrr en á 90. mín. Zenit
náði að skora sigurmarkið.
Nantes, sem lagði Val að velli
í fyrstu umferð, gerði jafntefli
gegn Partizan Belgrade. Le
Roux skoraði sjálfsmark en
Halilhodzic jafnaði.
Mark Hateley skoraði annað
mark Mílanó gegn Lok Leipzig
í 2-0 sigri þeirra ítölsku.
■ Yfirvöld í Búlgaríu hafa
harðlega gagnrýnt heimsmct-
hafann í hástökki kvenna Lúd-
millu Andonovu og gefið í skyn
að hún gæti þurft að svara til
saka fyrir dómstólum.
Andonova fékk lífstíðarbann
frá íþróttakeppnum eftir aö
hafa verið fundin sek um lyfja-
notkun á Grand Prix móti í
London í júlí síðastliðnum.
Blað búlgarska kommúnista-
flokksins, Rabotnichesko Delo
sagði Andonovu og þjálfara
hennar hafa gert sig sek um
„stórsvik við allan íþróttaanda“
og að framkoma þeirra væri
með öllu óafsakanleg. Blaðið
hélt því fram að Ándonova
hefði notað amfetamín en þetta
var í fyrsta sinn sem fjallað var
opinberlega um mál Andonovu
í Búlgaríu.
í þessari gagnrýni var einnig
gefið í skyn að ekki yrði sótt um
náðun til handa Andónóvu en
vaninn er að íþróttamenn geti
aftur byrjað að keppa eftir 18
mánuði ef þeir sækja um náðun
hjá sínum alþjóðasamböndum.
Karfa í kvöld
■ í kvöld leika Haukar
og K.R. í úrvalsdeildinni í
körfu og hefst leikurinn kl.
20.00 í íþróttahúsinu í
Hafnarfirði.
Úrslit í Evrópukeppnunum:
Evrópukeppni meistaraliða:
Anderlecht, Belgíu-Omonia, Kýpur...................................... 1-0
Barcelona, Spáni-Porto, Portúgal...................................... 2-0
Bayern Múnchen, V-Þýskal.-Austria Vín, Austurr......................... 4-2
Honved, Ungverjal-Steaua, Rúmeníu .................................... 1-0
Gautaborg, Svíþjóð-Fenerbache, Tyrklandi............................... 4-0
Verona, Ítalíu-Juventus, Ítalíu.............................. ........ 0-0
Zenet Leningrad, Sovótr.-Lahti, Finnlandi.............................. 2-1
Servette, Sviss-Aberdeen, Skotlandi................................... 0-0
Evrópukeppni bikarhafa:
Dukla Prag, Tókkóslóvakíu-AIK, Svíþjóð ............................... 1-0
Benfica, Portúgal-Sampdoria, ítaliu .................................. 2-0
Rapid Vín, Austurr-Fram, íslandi ..................................... 3-0
Lyngby, Danmörku-Red Star, Júgóslavíu................................. 2-2
Craiova, Rúmeníu-Dynamo Kiev, Sovótr.................................. 2-2
Bangor, Wales-Atletico Madrid, Spáni.................................. 0-2
Helsinki, Finnlandi-Dynamo Dresden, A-Þýskal ......................... 1-0
Uerdingen, V-Þýskalandi-Galatasaray, Tyrklandi........................ 2-0
UEFA-keppnin:
PSV, Hollandi-Dnepropetrovsk, Sovótr.................................. 2-2
Waregem, Belgíu-Osasuna, Spáni........................................ 2-0
AC Milanó, Ítalíu-Lok Leizig, A-Þýskal................................ 2-0
Partizan Belgrad, Júgóslavíu-Nantes, Frakklandi....................... 1-1
Linz, Austurr-Inter Mílanó, Ítalíu/................................... 1-0
Köln, V-Þýskal-Bohemians Prag, Tókkó.................................. 4-0
Dundee Utd, Skotlandi-Vardar Skopje, Júgósl........................... 2-0
Spartak Moskva, Sovótr-Brugge, Belgíu................................. 1-0
Real Madrid, Spáni-Odessa, Sovótr..................................... 2-1
Videoton, Ungverjal-Legía Varsjá, Póllandi............................ 0-1
Hammarby, Svíþjóð-St. Mirren, Skotlandi ........ ..................... 3-3
Sparta, Hollandi-„Gladbach“, V-Þýskal ................................ 1-1
Lokomotiv Sofía, Búlgaríu-Neuchatel, Sviss............................. 1-1
Liege, Belgíu-Athletico Bilbao, Spáni.................................. 0-1
Tóríno, Ítalíu-Hajduk Split, Júgósl .................................. 1-1
Dynamo Tirana, Albaníu-Sporting, Portúgal ............................ 0-0
„Gátum skorað“
- sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Fram eftir
leikinn í gærkvöldi
Evrópukeppnirnar í knattspyrnu:
V-þýsku liðin
áttu góðan dag
- Uerdingen, Köln og Bayern
sigruðu öil - Jafnt í Italíuslagnum