Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Side 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004
H
in stöðuga nauðsyn á að
„þýða“ skjalasöfn að nýju,
þó þegar sé búið að „þýða“
þau, í þeim anda sem franski
heimspekingurinn Jaques
Derrida boðaði, felst trúleg-
ast í því að skjalasafn er hægt að rannsaka út í
hið óendanlega. Ávallt er hægt finna nýjar
hliðar á fyrirliggjandi gögnum. Það fer eftir
samhenginu sem þau eru sett í hverju sinni,
eftir því hvaða ár eða jafnvel hvaða mánuð leit-
in fer fram, hver leitar og hvers vegna. Þau
eru botnlaus uppspretta þekkingar.
Frá Gljúfrasteini til Þingvalla
Þjóðskjalasafn Íslands er skjalasafn hinnar
opinberu stjórnsýslu en varðveitir jafnframt
skjöl einstaklinga, fyr-
irtækja og félaga sem
hafa falið því að geyma
skjöl sín til frambúðar.
Lögum samkvæmt er öllum stofnunum rík-
isins, fyrirtækjum, félögum sem njóta opin-
berra styrkja og öllum embættum skylt að
skila til safnsins skjölum sínum sem orðin eru
30 ára gömul. Þessir aðilar eru nú um 1000
talsins. Á sama hátt er sveitarfélögum skylt að
varðveita skjöl sín og afhenda þau Þjóð-
skjalasafni til varðveislu, nema þau reki hér-
aðsskjalasafn sem annast þá þetta hlutverk.
Nú eru meira en 30 hillukílómetrar skjala
varðveittir í geymslum Þjóðskjalasafns, sem
þýðir að væru þær hillur lagðar saman á end-
unum myndu þær t.d. ná á að giska frá
Gljúfrasteini að Þingvöllum. Í Borgarskjala-
safni Reykjavíkur og hinum mörgu héraðs-
skjalasasöfnum landsins eru svo nærri 10
hillukílómetrar af skjölum til viðbótar.
Það er m.a. vegna skilaskyldunnar, sem
bundin er við þrjátíu ár, að ákveðið var að
helga norræna skjaladaginn því herrans ári
1974. Kjörorð Norræna skjaladagsins að
þessu sinni er því „Ár í skjölum – Árið 1974“.
Norræni skjaladagurinn hefur verið árviss
viðburður, annan laugardag í nóvember, síðan
árið 2001. Annað hvert ár er sameiginlegt
þema hjá öllum aðildarsöfnunum á Norð-
urlöndunum. Þess á milli ákveður hvert land
sína tilhögun.
Ekki taka öll héraðsskjalasöfn landsins þátt
í deginum að þessu sinni en þau sem það gera
hafa frjálsar hendur um hvernig þau útfæra
þetta þema, þ.e. árið 1974, og fer útfærslan vit-
anlega eftir aðstæðum á hverjum stað. Ekki
aðeins draga söfnin ýmsa dýrgripi úr hillum
sínum, heldur minna hina opinberu aðila á að
nú er tímabært að afhenda söfnunum skjöl yfir
þrítugt. Einkaaðilar, einstaklingar, fyrirtæki
og félög ættu líka að hugleiða hvort skjöl
þeirra eigi erindi við framtíðina með því að þau
séu tryggilega varðveitt í næsta héraðs-
skjalasafni eða Þjóðskjalasafni.
Opnun hringvegarins
Þegar eitt ákveðið ár í sögunni er tekið fyrir
með þessum hætti, ár sem virðist nýliðið í hug-
um margra og í órafjarlægð í tíma í hugum
annarra, er vitanlega fyrst reynt að meta
hvaða atburðir standa upp úr. Að öðrum ólöst-
uðum virðast tveir atburðir uppfylla þau skil-
yrði við fyrstu sýn; Þjóðhátíðin sjálf á Þing-
völlum, tenging hringvegarins með vígslu
Skeiðarárbrúar. Í hugum starfsmanna Þjóð-
skjalasafns er auðvitað gjöf Norðmanna til Ís-
lands minnisstæð en þeir gáfu Íslendingum
ýmis skjöl varðandi Ísland, sem höfðu verið í
norskum skjalasöfnum.
Að frumkvæði Jónasar Péturssonar alþing-
ismanns hófst sala happdrættisskuldabréfa
vorið 1972, en ágóði af því framtaki rann
óskiptur til lagningar vegar yfir Skeiðar-
ársand og brúar yfir Skeiðará, þannig að
hringvegurinn yrði að veruleika. Hinn 14. júlí
1974 vígði Magnús Torfi Ólafsson samgöngu-
ráðherra Skeiðarárbrú að viðstöddum fjölda
gesta, þar á meðal forsetahjónunum, Halldóru
og Kristjáni Eldjárn.
Hættum ekki að vera þjóð
„Vér skulum ekki nota 1100 ára afmæli
byggðar á Íslandi til þess að hætta að vera
þjóð,“ sagði formaður þjóðhátíðarnefndar árið
1974, Matthías Johannessen, ritstjóri Morg-
unblaðsins. Þetta var andsvar hans við hug-
myndum um að halda eingöngu héraðshátíðir
til að minnast afmælisins en ekki stórhátíð á
Þingvöllum, á þeim forsendum að ýmis ótíð-
indi á borð við Vestmannaeyjagos voru nýliðin
og því ekkert tilefni til hátíðarhalda. Þjóðhá-
tíðin á Þingvöllum þjónaði þeim tilgangi að
styrkja þjóðernisvitund Íslendinga og minna
landsmenn, ekki síst þá yngri, á menningararf
sinn, að hann þarfnaðist viðhalds og varðveislu
um „aldir alda“.
Hátíðarhöldin á Þingvöllum voru sunnudag-
inn 28. júlí. Áætlað hefur verið að á milli 55 og
60 þúsund manns hafi skundað til Þingvalla af
þessu tilefni eða ríflega fjórðungur þjóð-
arinnar. Höfðu aldrei fleiri Íslendingar safnast
saman í einu. Veðurguðirnir voru einstaklega
skapgóðir við þetta tækifæri.
Fundur var settur í sameinuðu Alþingi á
Lögbergi klukkan 11 árdegis og samþykkti
þingheimur með 60 samhljóða atkvæðum að
verja á næstu fjórum árum einum milljarði
króna til gróðurverndar. Að loknum þingfundi
var matarhlé en síðan hófst hátíðardagskrá á
Efrivöllum, sem stóð fram undir kvöld. Hall-
dór Laxness flutti ávarp og Tómas Guðmunds-
son flutti hátíðarljóð sitt. Forseti Íslands og
ýmsir framámenn og gestir erlendra ríkja
fluttu árnaðaróskir.
Stjórnmálaátök
Á vettvangi stjórnmálanna var líf og fjör. Í maí
sprakk vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar,
stundum kölluð Ólafía, með látum þegar Ólaf-
ur bar fram frumvarp sem gerði ráð fyrir að
frysta vísitöluhækkun launa. Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna hættu þá að styðja
ríkisstjórnina. Þing var rofið og efnt til kosn-
inga 30. júní. Eftir þingrofið sagði Hannibal
Valdimarsson af sér formennsku í Samtökum
frjálslyndra og vinstrimanna og lýsti síðan yfir
stuðningi við Alþýðuflokkinn. Ríkisstjórn
Ólafs baðst lausnar í júlí og í ágústlok tók ný
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks við völdum undir forsæti Geirs Hall-
grímssonar.
Landhelgismálin höfðu verið mikið hitamál
um alllanga hríð og það áfall hafði riðið yfir að
útfærsla landhelginnar í 50 mílur hafði verið
úrskurðuð ólögleg hjá alþjóðadómstólnum í
Haag. Þá var slæm afkoma í sjávarútvegi. Ein
fyrsta yfirlýsing stjórnarinnar var að land-
helgi Íslands yrði stækkuð í 200 mílur á árinu
1975.
Konungur, Kjarval og fleiri
Af öðrum atburðum ársins má nefna að í júní
kom Ólafur V. Noregskonungur í opinbera
heimsókn til Íslands og Birgir Ísleifur Gunn-
arsson var kjörinn borgarstjóri í Reykjavík.
Kjarvalshús á Seltjarnarnesi var reist til að
vera bústaður listmálarans Jóhannesar Kjar-
vals, en hann vildi ekki búa þar. Húsið var því
tekið til notkunar fyrir fötluð börn. Ýmsir
merkismenn létust á árinu, þar á meðal Sig-
urður Nordal og Þórbergur Þórðarson. Þá var
Auður Eir Vilhjálmsdóttir vígð prestur til
Suðureyrar, fyrst kvenna sem tekur prests-
vígslu á Íslandi.
Árið 1974 var viðburðaríkt ár, sem skjala-
söfn landsins munu reyna að gera skil hvert
með sínum hætti. Þjóðskjalasafn Íslands verð-
ur með sýningu í lestrarsal safnsins á Lauga-
vegi 162 á skjölum er tengjast þjóðhátíðinni,
skjalagjöf Norðmanna og opnun hringveg-
arins. Borgarskjalasafn Reykjavíkur sýnir í
Kringlunni skjöl tengd jólunum 1974, m.a.
jólakort. Héraðsskjalasafn Kópavogs, Héraðs-
skjalasafn Mosfellsbæjar, Héraðsskjalasafnið
á Akureyri, Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar,
Héraðsskjalasafn Ísfirðinga, Héraðs-
skjalasafn Vestur-Húnavatnssýslu, Héraðs-
skjalasafn Siglufjarðar, Héraðsskjalasafn
Svarfdæla og Héraðsskjalasafn Vest-
mannaeyja verða öll með sýningar er tengjast
árinu 1974 með einum eða öðrum hætti.
Skjalasöfn eru þekkingarbrunnar, þangað
má sækja efni til að vefa nýja þræði í sögu
okkar. Á Norræna skjaladeginum 2004 er fólk
því eindregið hvatt til að heimsækja þau söfn
sem hafa opið eða rifja upp minningar frá
árinu 1974 með því að fara inn á heimasíðu
dagsins, www.skjaladagur.is. Þar er tals-
verðan fróðleik að finna um söfnin, um árið
1974 og skjölin sem varðveita þetta herrans
ár.
Árið 1974 skjalfest og
haft til sýnis
Skjöl verða til í daglegu lífi einstaklinga og
þjóðar. Þau eru heimild um tiltekna atburði,
tímaskeið og menn. Þau eru þannig forsenda
fyrir söguritun og móta skilning okkar á sög-
unni. Mikilvægi þess að varðveita fortíð okk-
ar í skjölum er augljóst og á það minna hin
opinberu skjalasöfn á hinum árlega norræna
skjaladegi sem haldinn er í dag.
Þessi mynd er tekin á Þingvöllum þegar Þjóðhátíðin fór fram. Hátíðargestir streyma niður Almannagjá niður á hátíðarsvæðið.
Tómas Guðmundsson skáld flutti ljóð sem hann kallaði Þjóðhátíðarljóð að Þingvöllum 28. júlí 1974.
Ljóðið er í skjalasafni Þjóðhátíðarnefndar sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. Hér er mynd af hluta
ljóðsins sem sýnir að höfundur hefur breytt ljóðinu eftir að það var vélritað.
Höfundur er sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfusviðs Þjóð-
skjalasafns Íslands.
TENGLAR
...................................................................
www.skjaladagur.is
Eftir Eirík G.
Guðmundsson
eirikur@skjalasafn.is
Ljósmynd/Gunnar B. Adolfsson
Ljósmynd: Þjóðskjalasafn.