Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Qupperneq 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 | 5 F yrsta einkasýning Þórdísar hjá Stefan Stux galleríi í Chelsea, sem haldin var haustið eftir að hún útskrifaðist frá the School of Visual Arts, gekk mjög vel og var henni boðið að halda aðra sýningu strax að ári. Stux hafði kynnst verkum Þórdísar á vinnustofusýningu meistaranámsdeildar skólans, boðið henni þátttöku í samsýningu gallerísins þá þegar og síðan einkasýningu. Banda- ríski listgagnrýnandinn Gregory Volk skrifaði dóm um sýninguna sem birtist í tímaritinu Art in America í vor, þar sem hann segir Þórdísi áhrifamikinn íslenskan málara. Það að halda tvær einkasýningar með árs millibili telst óvenjulegt því alla jafna líða að minnsta kosti 2 ár á milli sýninga listamanna hjá galleríum sínum. Sýning Þórdísar nú í nóvember verður jafnframt vígslusýning gallerísins í nýjum og stærri húsakynnum á 25. stræti. Þar sýnir hún bæði málverk og myndbandsverk. Í sum- ar tók hún þátt í 4 samsýningum; 2 í New York og einni í Los Angeles, auk þess sem hún var ein 6 listamanna sem valdir voru til að vinna útilistaverk á vegum Art Omi lista- miðstöðvarinnar; stærðar skilti sem sett voru upp í skógi upp með Hudson-ánni, norðan við New York. Á næsta ári stendur til að Þórdís haldi sína fyrstu einkasýningu á Íslandi, hjá Galleríi 101, auk þess sem hún tekur þátt í samsýn- ingum í Kanada, Danmörku og Austurríki. Þórdís hefur því mátt hafa sig alla við að vinna verk sín frá því að hún lauk námi en er hógvær og segist varla hafa gefið sér tíma til að velta fyrir sér árangrinum. Á mörkum veruleika og furðusagna Málverk Þórdísar er í senn persónuleg um leið og þau vísa til frásagna úr ýmsum áttum, jafnt skáldsögum sem fréttum og sögulegum heimildum. Þó frásagnir verkanna séu af ólík- um toga má finna ákveðin þemu í þeim öllum; persónurnar eru oftar en ekki útaf liggjandi í óræðu rými, starandi fram eins í hálfgerðu móki, gjarnan í félagsskap katta og hunda. Hún segist aldrei skissa en að hugmyndirnar séu frekar fullmótaðar þegar hún hefjist handa við verkin. „Ég vil ekki einu sinni segja frá hugmyndinni að næsta verki fyr- irfram, hvað þá skissa hana, því þá myndi ég hreinlega missa áhugann á að vinna verkið,“ segir Þórdís. Síðasta árið hefur Þórdís til dæmis verið að lesa sér til í Gamla testamentinu þar sem hún segist hafa hrifist af furðusagnakenndum heimi. „Þessi texti er svo fallega skrifaður og mannlegum tilfinningum lýst svo vel, bæði einlægri góðmennsku og hrárri grimmd,“ segir Þórdís. „Það er hins vegar sérkennilegt til þess að hugsa að fólk skuli taka þessum sögum svo bókstaflega og líta á sem skýrar leiðbeiningar í hegðun. Það sem vakti því meðal annars fyrir mér þegar ég ákvað að mála 12 mynda seríu sem byggist á völdum frásögnum úr Biblíunni var að benda á að þar er fræði og skemmtigildi svo miklu fremur einhverjum sannleik sem hægt er að leggja lífsreglur með.“ Það sem einkennir verk Þórdísar í heild er hversu vel henni tekst að tengja saman þyngd og léttleika, setja fram persónur sem eru í senn einmana og ámátlegar, grimmar og góðlegar, kynferðislegar og fyndnar. Myndbyggingin er einföld og myndflöt- urinn vísvitandi sneyddur allri dýpt. Litir verkanna byggjast á samspili þyngri, oft grágruggugra tóna og ljósra lita; húðbleikra, myntugrænna og hvítgulra. Í verkinu „Sofandi kona“ liggur kona neð- an við tómlegan hvítan múrsteinsvegg í dæmigerðri sumarmollu stórborgarinnar. „Moskítófluga sýgur blóð úr vör ungu kon- unnar sem dreymir kossa á meðan,“ útskýrir Þórdís. Þyngri tón kveður við í verkinu „Kona, fugl og eggjastokkar.“ Það sem úr fjarska virðist trjágrein í fuglsmunni reynist vera eggjastokkar konu sem horfir í angist á eftir fuglinum. Myndefnið er henni heillandi en Þórdís hafði áður málað verk sem sýndi hrút færa konu eggjastokka og konu skríðandi á eftir hlaupandi fugli með eggjastokka. Litirnir í verkinu eru mjúkir og aðlaðandi, sem ásamt ýktum skelfingarsvip konunnar, ljær verkinu léttleika sem kallast á við alvarleika viðfangs- efnisins og virðist vera dæmigert fyrir nálgun Þórdísar í flestum verkum sínum. Varð persónulegri í fjölmenninu Stóreygðar fígúrurnar með kræklóttu útlim- ina hefur hún verið að þróa frá því að þær hófu fyrst að skjóta upp kollinum í Barce- lóna, þar sem Þórdís dvaldi sem skiptinemi síðasta veturinn sinn við MHÍ. Síðan þá segir hún frásögnina hafa orðið bæði skýrari og persónulegri. „Ég kom til New York rúmu ári áður en ég hóf framhaldsnám hér og fann þá hvað einveran hafði góð áhrif á mig. Hér var enginn að fylgjast með því sem ég var að gera sem varð til þess að ég fór að þora að verða persónulegri í verkum mínum,“ segir Þórdís. „Hins vegar fór ég ekki að taka viðfangs- efnið alvarlega fyrr en ég byrjaði í skólanum og það var mjög erfitt til að byrja með því allt í einu var ég farin að vinna fyrir augum svo margra aftur. Smám saman lærðist mér að ég þyrfti að standa með verkum mínum.“ Dagbókartexti vafinn lygum Kveikjan að myndbandsverkunum, sem verða á sýningu Þórdísar nú ásamt málverkunum, voru sendibréf í myndbandsformi til vinkonu heima á Íslandi. Þau sýna hversdagsleg brot úr degi undir flutningi texta sem saminn er af Þórdísi. Þar eins og í málverkunum bland- ast saman persónulegar vangaveltur, frá- sagnir úr ýmsum áttum og svartur húmor. „Það má segja að þetta sé dagbókartexti vaf- inn lygum, þar sem erfitt er að greina á milli,“ segir Þórdís. „Ég lýsi því hvernig mér líður á milli þess sem ég spinn upp sögur.“ Í öðru verkinu situr Þórdís í baði og hreyf- ir munninn í takt við dimma karlmannsrödd sem stautar sig fram úr íslenskum texta, greinilega ómælandi á íslenska tungu. Fyrir þá sem á annað borð skilja íslensku verða orðin því stundum að óskiljanlegu babli, fyrir enskumælandi verður upplifunin væntanlega slík að öllu leyti. Í hinu verkinu dregur hún upp mynd af efa og eirðarleysi listamannsins á grátbroslegan hátt, þar sem hún stendur uppi í sófa og hoppar. Tengsl þessara verka við málverkin felast í lýsingum á einmanakennd manneskja sem virðast lok- aðar inni í eigin hugarheimi en alltaf með mátulegum skammti af húmor fyrir þessari í raun dekurlegu eymd. Sannleikur vafinn lygum Þórdís Aðalsteinsdóttir lauk framhaldsnámi í myndlist í New York fyrir einu og hálfu ári og opnar sína aðra einkasýningu ytra nú í nóvember, nokkuð sem verður að teljast merkilega skjót framganga í svo hörðu sam- keppnisumhverfi sem borgin reynist lista- mönnum. Greinarhöfundur heimsótti Þórdísi í vinnustofu hennar í Chelsea. Eftir Huldu Stefánsdóttur huldastefansdott- ir@yahoo.com „Tveir menn slást um það sem veitir þeim ánægju“ er nú til sýnis í New York. Þórdís Aðalsteinsdóttir myndlistarmaður. Höfundur er myndlistarmaður, búsett í New York. Morgunblaðið/Hulda Stefánsdóttir Úr vinnustofu Þórdísar þar sem m.a. má sjá 9 af 12 mynda röð sporöskjulaga verka sem byggja á frásögnum úr Gamla textamentinu. „Cynthia“, verk á sýningu Þórdísar hjá Stux Gall- eríi á síðasta ári.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.