Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Qupperneq 7
ógnvekjandi frá sjónarhóli nútímans. Ég reyni
líka að draga upp breiða mynd af manneskjum,
heimsækja mörg hús, staði og hugskot. Ég vona
að það skíni í gegn að mér þykir vænt um per-
sónur mínar og er ekki að fella dóm yfir skoð-
unum þeirra eða gjörðum, réttum eða röngum.
Þær hafa veitt mér ánægju og vonandi hef ég
endurgoldið þeim það með einhverjum hætti.
Eins mikið og það er yfir höfuð hægt. Maður
verður að einsetja sér að nálgast fortíðina á
frjóan og fordómalausan hátt. Reyna að snið-
ganga klisjur og gleyma því aldrei að maður
horfir úr nútímanum. Það er hins vegar orðin
póstmódernísk klisja að „nútímasögumaður“
stígi inn í fortíðina og valsi þar um með kald-
hæðni og fyrirlitningu, vopnaður þeirri vitn-
eskju sem aðskilur „tímana tvo“.
Ég kaus fremur að vera samstiga persónun-
um, að því marki sem það er yfirhöfuð hægt.
Höfundur „sögulegs“ verks er að sjálfsögðu
ávallt sprottinn upp úr öðru tímaskeiði, það er
óhjákvæmilegt, og skilningur hans og sýn
markast af þeirri staðsetningu. Tilgangur hans
hlýtur þó að vera sá að reyna að skilja liðna at-
burði nýjum skilningi. Annars er hann ekki að
bæta neinu við, er aðeins þiggjandi að skilningi
fyrri tíma. Sumir, sem lásu verkið á handrita-
stigi, töluðu t.d. um að þar færi fram „óhefð-
bundin“ söguskoðun og „afhelgun“ á hernáminu
og hinni viðurkenndu afstöðu til hernámsliðs-
ins. Ég er ánægður ef það tekst, þótt ekki væri
nema að litlu leyti, þrátt fyrir að það sé ekki að-
alviðfangsefni þessarar bókar. Sömuleiðis hafi
mér tekist að skyggnast á bakvið einsleita goð-
sögnina, eða þó frekar áróðursmyndina sem
dregin hefur verið upp til að lýsa „ómennsku“
Þjóðverja. Aðalpersónan, Thomas, er maður,
óháð þjóðerni hans, og er í heljarinnar klandri:
Frelsi hans er í húfi og hann hefur verið sviptur
fjórum burðarsúlum sjálfsins; tungumáli, fólki,
stað og siðvenjum sem hann ólst upp við. Hann
gengur í gegnum nokkurs konar endurfæðing-
arferli eða andhverfu þess. Og það er heillandi
að fylgjast með þeirri atburðarás.“
Hliðstæður í nútímanum
„Nokkrir hafa spurt mig um hvers vegna að-
alpersónan bregst við með hinum eða þessum
hætti, hvað hefur gert hana að því sem raun ber
vitni. Það þarf ekki að koma á óvart. Í nútíman-
um gæti Thomas Lang allt eins getað heitið
Mouhamed Baqir og verið múslimi á flótta und-
an bandarískum her – flóttinn er tímalaus.
Veldið sem nasistar byggðu upp á sér líka sögu-
legar hliðstæður, gamlar og nýjar, og þá eink-
um aðferðirnar sem valdhafar beita sér til fram-
dráttar og til að viðhalda völdum. Nasistar
þrautnýttu sér t.d. alla mögulega fjölmiðla þess
tíma til að þröngva hugsun landsmanna í svip-
aðan farveg. Það hefði verið athyglisvert en
sennilega óskemmtilegt að vita hvað gerst hefði
ef sjónvarpið hefði verið búið að ná fótfestu í
heiminum í þeirra tíð. Í einræðisríkjum og ýms-
um ríkjum sem kenna sig við lýðræði er ennþá
stundaður markviss heilaþvottur sem brýtur
smám saman niður dómgreindina og varn-
armúrana utan um hið dýrslega í eðli okkar.
Það er markvisst spilað á óttann með köldum og
útspekúleruðum hætti. Fólk er hrætt til að sam-
þykkja skerðingu á persónufrelsi sínu, einkalífi
og réttindum. Hugsanalögreglan er jafnvirk,
kannski virkari en í tíð nasista. Það er nærtækt
að horfa til Bandaríkjanna vegna hins ríkjandi
ástands þar og þeirrar stöðu sem þau hafa kom-
ið sér í með van hugsuðum hætti.
Þessi djúpstæða falstrú sumra Bandaríkja-
manna að þeir séu réttbornir handhafar hins
æðsta sannleika, með drottins blessun, og þörf
þeirra fyrir að þröngva þessari trú upp á óvilj-
ugar þjóðir, er rót margra þeirra meina sem
þeir þurfa nú að kljást við á alþjóðavettvangi.
Bandaríska leiðin hentar ekki stórum hluta
heimsbyggðarinnar, en þeir daufheyrast við
gagnrýnisröddum og ryðjast áfram í krafti fjár-
hagslegra og tæknilegra yfirburða sinna, valta
yfir brothætt menningarsvæði, skilja eftir sig
sviðna jörð. Eftir stjórnlausa og sjúka tækni-
væðingu vígbúnaðar um áratugaskeið er hins
vegar kaldhæðnislegt að þessi styrjöld fari fram
með frumstæðum vopnum, að stórveldi með
stjörnustríðsáform hlaupi fram og til baka eins
og höfuðlaus hæna þegar nokkrir arabar með
vélbyssur og dýnamít fórna sér fyrir öfgafullan
málstað. Þessir hópar fundu glufu í hern-
aðarmætti heimsveldis sem hefur verið skeyt-
ingarlaust og hrokafullt í garð annarra menn-
ingarsamfélaga.
Hitler og Stalín myndu gleðjast
„Heima fyrir í Bandaríkjunum er búið að sam-
þykkja Föðurlandsvinalögin, lög sem hefðu
glatt bæði Hitler og Stalín. Fólkið er búið að af-
sala sér svo mörgu vegna þess að það veit ekki
betur, og heldur að innrásin í Írak hafi verið
nauðsynleg; áróðurinn er svo alltumlykjandi, al-
veg eins og í Þriðja ríkinu og víðar. En þegar öll
kurl koma til grafar, eftir tíu ár eða hundrað,
skiptir það svo sem ekki miklu. Öll stórveldi
verða eigin hroka og heimsku að bráð. Það
kennir mannkynssagan okkur. Það er sorg-
arsagan sem við okkur blasir nú í heiminum. En
á meðan þetta ástand ríkir verða alltaf til flótta-
menn og þeir sem reka flóttann.“
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 | 7
H
annes Hólmsteinn Gissurar-
son hefur oft kvartað yfir því
upp á síðkastið, þar á meðal í
Lesbók Morgunblaðsins síð-
astliðinn laugardag, að
ReykjavíkurAkademían sýni
tillögum hans og óskum um ráðstefnu um að-
ferðir í ævisagnaritun engan áhuga. Hannes
telur mikilvægt að halda slíka ráðstefnu um
„textanotkun og tilvísun í
heimildir“ í framhaldi af
deilum sem orðið hafa
um bók hans Halldór. Hannes varpaði hug-
myndinni fyrst fram á fundi í janúar þar sem
reyndir ævisagnaritarar sem starfa við Reykja-
víkurAkademíuna spjölluðu við fjölmiðlafólk
um aðferðir í ævisagnaritun og viðhorf til
þeirra. Hann hefur ítrekað tillögu sína nokkr-
um sinnum eftir þetta í samtölum og skeyta-
skiptum við einstaklinga innan Reykjavík-
urAkademíunnar.
Ég verð að játa að mér er hulin ráðgáta
hversvegna stofnanir á borð við Reykjavík-
urAkademíuna eða heimspekideild Háskóla Ís-
lands, sem Hannes nefnir líka, ættu að halda
slíka ráðstefnu í tilefni af bók hans. Það er
raunar stórmerkilegt að hann skuli hvað eftir
annað krefjast þess að fólk sýni bók hans áhuga
og því sem hann nefnir aðferð sína við ritun
hennar.
Ekki fræðilega umdeilt verk
Fræðilegar ráðstefnur eru iðulega haldnar um
nýjungar, strauma og stefnur í fræðunum en
einnig er algengt að ráðstefnur eða málþing séu
haldin um deiluefni innan fræðanna. Ævisaga
Hannesar, sem væntanlega yrði aðalefni ráð-
stefnunnar, virðist hvorki fela í sér sérstakar
nýjungar né er hún á nokkurn hátt fræðilega
umdeilt verk. Þvert á móti eru sérfræðingar
sem um bókina hafa fjallað á opinberum vett-
vangi langflestir sammála um hana og telja
meingallaða. Gagnrýnendur á borð við Helgu
Kress, Pál Björnsson, Gauta Kristmannsson og
nú síðast sænska sagnfræðinginn Harald Gust-
afsson, sem njóta virðingar og trausts á sínum
fræðasviðum, hafa bent á alvarlega hnökra í
vinnubrögðum Hannesar við ritun bókarinnar.
Það er mikilvægt að hafa í huga að gallarnir
sem bent hefur verið á varða grundvallaratriði í
fræðilegum vinnubrögðum og höfundarrétt-
armál en ekki fræðileg álitamál.
Réttarsalurinn eðlilegri vettvangur
en fyrirlestrasalurinn
Það er stundum brýnt að halda fræðilegri um-
ræðu aðskildri frá pólitík og svo er í þessu til-
felli. Þó að mikið hafi verið fjallað um bók
Hannesar Hólmsteins Halldór í fjölmiðlum er
ekki þar með sagt að bókin sé frumlegt eða
veigamikið framlag til fræðilegra skrifa um
Halldór Laxness né til ævisagnaritunar yf-
irleitt. Þaðan af síður eru veikburða tilraunir
nokkurra velviljaðra einstaklinga til að bera
blak af Hannesi réttlæting á vinnubrögðum
hans. Þessvegna er engin ástæða til þess að
efna til sérstakrar fræðilegrar ráðstefnu um
ævisögur í framhaldi af þeim deilum sem af
bókinni hafa sprottið, enda eru þær þess eðlis
að réttarsalurinn virðist eðlilegri vettvangur til
að útkljá þær en fyrirlestrasalurinn.
Höfundur er formaður ReykjavíkurAkademíunnar.
Áhugaleysi um Halldór
Jón Ólafsson. „Fræðilegar ráðstefnur eru iðulega
haldnar um nýjungar, strauma og stefnur í fræð-
unum en einnig er algengt að ráðstefnur eða mál-
þing séu haldin um deiluefni innan fræðanna.
Ævisaga Hannesar, sem væntanlega yrði aðalefni
ráðstefnunnar, virðist hvorki fela í sér sérstakar
nýjungar né er hún á nokkurn hátt fræðilega um-
deilt verk. Þvert á móti eru sérfræðingar sem um
bókina hafa fjallað á opinberum vettvangi lang-
flestir sammála um hana og telja meingallaða.“
Eftir Jón Ólafsson
jonolafs@hi.is
Í
Lesbók Morgunblaðsins 30. október
sl. birtist skrýtin grein eftir Sigurð
Gylfa Magnússon „einsögufræðing“
um það sem höfundur kallar „stóra
Hannesarmálið“, þ.e. hin harkalegu
viðbrögð ýmissa á vinstri væng
stjórnmálanna við fyrsta bindinu í ævisögu
Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein
Gissurarson. Í grein þessari er vikið nokkrum
orðum að undirrituðum og er þar um að ræða
ótrúlegar rangfærslur. Ég ætl-
aði mér í fyrstu ekki að svara
þessari ritsmíð einu orði, enda
ekki hægt að elta ólar við allar
þær vitleysur sem birtast í fjölmiðlunum, en
svo fannst mér fróðlegt að vekja athygli á
vinnubrögðum þessa manns sem er hafður í svo
miklum hávegum hjá samherjum sínum á
Morgunblaðinu að þeir birta um það baksíðu-
frétt hvenær sem hann hefur upp raust sína í
hinu póstmóderníska málgagni, Lesbókinni.
Uppspuni og öfugmæli
Sigurður Gylfi segir að ég hafi blandað mér í
„stóra Hannesarmálið“ með „heiftúðugum“
skrifum í Viðskiptablaðið: „Í fjórum pistlum
sem birtust í desember 2003 og janúar 2004
réðst hann [þ.e. undirritaður] að gagnrýn-
endum sem fjallað höfðu um ævisöguna Hall-
dór eftir Hannes Hólmstein í sama mund og
hann hóf verk hans til skýjanna sem dæmi um
frábært bókmenntaverk,“ skrifar Sigurður
Gylfi.
Þetta er hreinn uppspuni. Þrír af þeim fjór-
um pistlum sem Sigurður Gylfi nefnir til sög-
unnar fjalla um önnur efni en hinar hatrömmu
árásir á bók Hannesar Hólmsteins. Sá pistill
sem Sigurður Gylfi tekur sérstaklega fyrir í
sambandi við „stóra Hannesarmálið“ fjallar
alls ekkert um bók Hannesar og allt sem þar
stendur er með öllu óviðkomandi „stóra Hann-
esarmálinu“.
Það var aðeins í einum pistli sem ég fjallaði
efnislega um árásirnar á Hannes Hólmstein og
nær engri átt að kalla þau skrif „heiftúðug“
eins og Sigurður Gylfi leyfir sér. Þetta var pist-
illinn „Fótnótufræðingarnir og Hannes“ (Við-
skiptablaðið 7. janúar 2004) þar sem ég ræddi
með málefnalegum hætti þann mikla atgang
sem staðið hafði um bók Hannesar í fjölmiðlum
frá því fyrir jólin. Það er sannarlega athygl-
isvert að Sigurður Gylfi nefnir ekki einu orði
þær röksemdir sem ég færi fram í þessari einu
grein sem ég skrifaði um „stóra Hann-
esarmálið“. Þá virðist hann ekkert sjá at-
hugavert við það að hópur manna geri skipu-
lega atlögu að fræðimanni á þeirri forsendu að
hann megi ekki skrifa bók um tiltekið efni af
pólitískum ástæðum og svo langt sé gengið að
lokað sé fyrir honum heimildum í Lands-
bókasafni sem áður hafa verið færðar íslensku
þjóðinni að gjöf. Ég veit ekki hvað hin háa Aka-
demía á Hringbraut hugsar, en að kalla máls-
vörn fyrir þolanda í þessu máli heiftúðugar
árásir virðast mér vera hrein öfugmæli.
Skrumskæling og rangtúlkanir
Til að gera skrif mín tortryggileg skrumskælir
Sigurður Gylfi það sem ég hafði gott að segja
um bók Hannesar Hólmsteins. Sigurður full-
yrðir að ég hafi hafið verk hans „til skýjanna
sem dæmi um frábært bókmenntaverk“. Og
hvað skyldi hann hafa fyrir sér í því? Jú, ég
komst svo að orði að það væri auðvelt að hrífast
af bók Hannesar, hún væri svo læsileg og segði
svo merkilega sögu. Jafnframt lét ég þess getið
að Hannes fjallaði af tilhlýðilegri virðingu og
samúð um söguhetju sína. Hvernig í ósköp-
unum er hægt að túlka þessi ummæli á þann
veg sem Sigurður Gylfi gerir?
Þá er það með miklum ólíkindum að Sig-
urður Gylfi skuli sækja dæmi um mitt framlag
til „stóra Hannesarmálsins“ í pistil sem fjallaði
alls ekki um bók Hannesar og gagnrýnendur
hans. Þetta er pistillinn „Af ritdómurum og
kaldastríðsstimpli“ (Viðskiptablaðið 23. desem-
ber 2003) þar sem ég fjallaði almennt um rit-
dómara og tiltók sérstaklega „ritdóm“ í Kast-
ljósi sjónvarpsins um bók mína Valtýr
Stefánsson – Ritstjóri Morgunblaðsins (2003).
Pistill þessi er málefnalegur að öðru leyti en því
að eftir áralanga vinnu við verk mitt, 600 blað-
síður, ofbauð mér yfirlætisfull og léttvæg um-
fjöllun ritdómarans og þáttarstjórnandans og
lét nokkur reiðiorð falla um þau í hita augna-
bliksins.
Sigurður Gylfi heldur því fram að ég hafi
tekið Kastljósfólkið á beinið vegna þess að rit-
dómari Kastljóss hafði tveimur árum áður
skrifað óvandaðan og illorðan ritdóm um bók
Björns Bjarnasonar Í hita kalda stríðsins sem
ég hafði annast útgáfu á. Um þetta veit Sig-
urður Gylfi ekki neitt, en það þykir ekki til-
tökumál í hinum póstmódernísku fræðum. Það
er með öllu fráleitt að setja þessa grein mína í
eitthvert dularfullt samhengi við gamla rit-
dóma um bækur annarra höfunda, greinin er
skýr og blátt áfram og fer ekki á milli mála um
hvað hún er og hverju er verið að svara.
Póstmódernískir reimleikar
Í þessu sambandi víkur Sigurður Gylfi jafn-
framt að skrifum mínum um póstmódernism-
ann og telur að ég hafi í þeim sótt „mikinn and-
legan innblástur“ í netpistla Björns
Bjarnasonar á heimasíðu hans (sem virðist eiga
að vera til vitnis um eitthvert allsherjar sam-
særi tengt Davíð Oddssyni). Um þetta veit Sig-
urður Gylfi heldur ekki neitt. Skrif mín um
póstmódernismann fyrr og síðar tengjast Birni
Bjarnasyni ekki á nokkurn hátt og þaðan af síð-
ur „stóra Hannesarmálinu“. Ég vék fyrst að
póstmódernismanum á Íslandi í grein í Morg-
unblaðinu vorið 1998 sem bar yfirskriftina
„Ókennilegur draugur og orðsins list“. Þar
vakti ég athygli á hinum póstmóderníska
draugagangi á Morgunblaðinu sem síðan hefur
ágerst, sbr. hina kostulegu umfjöllun Lesbók-
arinnar um spámanninn Derrida. Andstaða
mín við þessa nýju kreddu, sem hafnar í raun
vestrænni fræða- og vísindahugsun en á sér
fylgismenn sem boða hana af trúarhita (sbr.
Lesbókina, Víðsjá ríkisútvarpsins og Reykja-
víkurAkademíuna), kemur Birni Bjarnasyni og
netpistlum hans nákvæmlega ekkert við, hvað
þá þeim viðtökum sem bók Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar um Halldór Laxness fékk
í vinstri herbúðum veturinn 2003–2004.
Það er svo enn ein rangfærslan hjá Sigurði
Gylfa að ég hafi sakað „póstmódernista á Ís-
landi“ um að standa „að baki gagnrýninni á
Hannesi Hólmstein“. Hvar hef ég gert það?
Svari hann því, eða dragi orð sín til baka. Það
hefur aldrei hvarflað að mér að halda slíkri
firru fram, enda vita allir hverjir hófu atlöguna
að Hannesi áður en bók hans birtist á prenti.
,,Einsögufræðingurinn“ þarf að gæta að aka-
demískum vinnubrögðum. Eða er sannleik-
urinn honum jafn afstæður og fræðikenning
hans kveður á um?
Rangfærslur Sigurðar Gylfa
Magnússonar
Eftir Jakob F.
Ásgeirsson
jfa@simnet.is
Jakob F. Ásgeirsson. „Það er sannarlega athygl-
isvert að Sigurður Gylfi nefnir ekki einu orði
þær röksemdir sem ég færi fram í þessari einu
grein sem ég skrifaði um „stóra Hannesar-
málið“. Þá virðist hann ekkert sjá athugavert við
það að hópur manna geri skipulega atlögu að
fræðimanni á þeirri forsendu að hann megi ekki
skrifa bók um tiltekið efni af pólitískum ástæð-
um og svo langt sé gengið að lokaðar séu fyrir
honum heimildir í Landsbókasafni sem áður
hafa verið færðar íslensku þjóðinni að gjöf.“
Höfundur er rithöfundur.