Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Side 9
ig heimssagan líður til hliðar við sögu ein- staklingsins? Guðbergur svarar því til að heimild- armyndin sé auðvitað heimssöguleg, „bylt- ingin í Portúgal var heimssöguleg og líka dauði Francos. Ég fór t.d. að sjúkrahúsinu þar sem hann lá fyrir dauðanum. En það sem fólki fannst þó einkennilegast í Portú- gal,“ heldur hann áfram og útskýrir að hann hafi sýnt sjónvarpsfólki og kvikmyndagerð- armönnum örlítið af efninu þar, „var hvers vegna það var svona mikið af negrum þarna á mínum myndum. Mér fannst þessi spurn- ing einkennileg, því ég hugsaði aldrei um það hvort þar væru negrar eða hvítir menn. En á þessum tíma voru negrar ekkert í sviðsljós- inu – þeir voru bara eitthvað sem maður hugsaði ekki um. Þarna voru negrar og negrakonur að taka þátt í kröfugöngum og á þessum tíma var það eiginlega óhugsandi. Fólk hugsaði ekki um það að negrar, og þá sérstaklega negrakonur, gætu tekið þátt í slíku, nema þegar byltingin braust út.“ Þannig að byltingin, þetta stóra augnablik, dregur fram í dagsljósið það sem venjulega var ekki á yfirborðinu? „Já. Og ég reyndi að ná þessari hreyfingu fólksins á götunum; hvernig það streymir fram og aftur í kröfugöngunum – en ekki beinlínis myndum af skriðdrekunum sjálf- um.“ Heimildir heimildanna vegna Efnið endurspeglar því með einhverjum hætti samtvinnun opinbers lífs og þess per- sónulega? Guðbergur jánkar því og ljóst er að þessi starfi hans hefur haft töluverð áhrif á tengsl hans við umhverfið og tvinnast saman við áhuga hans á því sjónræna. Því fyrir utan kvikmyndirnar tók hann líka ljósmyndir. „Ég var í rauninni alltaf með þrjár vélar; á eina tók ég slides-myndir, ljósmyndir á aðra og svo var ég með kvikmyndatökuvélina. Og í marga mánuði á eftir sá ég allt í ferhyrn- ingum. Ég man að þegar ég kom hingað heim, sá ég alltaf einhverja ramma í kring- um það sem ég horfði á.“ Hann getur þess að hann hafi líka tekið myndir af krökkum; „börnum í byltingunni og svo tók ég myndir af krökkum sem urðu sögur – t.d. eina um sígaunabörn. Ég fór til Azoreyja til að athuga hvaða áhrif byltingin hefði haft á eyjarskeggja. Úr því urðu ljós- myndasögur sem ég birti í Þjóðviljanum hjá henni Vilborgu Davíðsdóttur. Það var tvisvar sinnum; önnur sagan var frá Portúgal og fjallaði um viðburði á torgi en hin var frá Azoreyjum“. Nú hefur því verið haldið fram að hinn myndræni miðill tuttugustu aldarinnar sé ljósmyndin, eða kvikmyndin. Finnst þér þú hafa notað þennan miðli markvisst? „Nei, ég notaði miðilinn ekki markvisst. Ekki með það í huga að koma þessu á fram- færi á neinn hátt. Aðallega var þetta per- sónuleg þörf sem var hjá sjálfum mér, frekar en löngun til að koma þessu á framfæri. Þetta er bara listrænn áhugi á því hvort maður nær ljósinu, birtu, hreyfingu, manns- andlitum eða einhverju þvíumlíku. Almennur áhugi.“ En Guðbergur safnaði ekki bara myndum á þessum tíma heldur líka hljóðum. „Hljóð- um á ýmsum stöðum í borgum,“ útskýrir hann og segist hafa ætlað að búa til hljóð- kort af Evrópu. „Líkt og í neðanjarðarkerf- inu í París, þar sem maður þrýsti á hnapp og heyrði hvernig hljóð hafði verið á tilteknum tíma á ákveðnum stað. Hljóð manna voru ráðandi þá í borgum og þau gátu verið mjög einkennileg, einkum í neðanjarðarlestinni í París þar sem þau blönduðust. Bílar höfðu ekki náð yfirhöndinni enn þá. Og þegar ég hlusta á þetta núna, t.d. á það sem ég tók á Spáni, þegar blindir voru að selja fyrir happ- drætti og sungu á sérstakan hátt til að selja miðana. Nú heyrist þetta ekki lengur. Eina hljóðræna heimildin er það sem ég tók upp. Það gat verið mjög erfitt, því þeir skynjuðu nærveruna og ef maður kom of nálægt þeim slógu þeir mann. Ég þurfti því oft að leika á þá til að taka upp. Þetta eru því heimildir, en heimildir sem voru ekki fyrir nokkurn mann, heldur einungis heimildanna vegna. Guðbergur bjó líka til það sem ef til vill mætti kalla „leiðarkort“ úr hljóði. „Leyni- lögreglan í Portúgal fylgdist með manni þar og það hefur líklega verið 1969, að ég faldi tækin undir jakkanum mínum og tek upp hljóð alveg frá þeim stað sem ég bjó á, en svo fór ég út og gekk um borgina og sagði frá því sem ég sá.“ Hljóðin hafa að sögn Guðbergs verið flutt á ýmsum stöðum í heiminum, í Amsterdam 1971 og síðar í Kaupmannahöfn, Helsinki og í Bandaríkjunum. Þar voru þau flutt í há- skólaumhverfi enda segir hann vissa hreyf- ingu hafa orðið til í framúrstefnu þar sem hljóð var í forgrunni. Samræðurnar berast að John Cage og hreyfingunni í kringum hann og Guðbergur segir að hljóðið hafi á þessum tíma verið að koma inn sem áhrifa- valdur. „Jón Leifs,“ segir hann og slær hnefa í borðið, „sagði að þetta væri tónlist. Og þetta er jú hljóð. En nú er þetta kallað hljóð- skúlptúrar og allt mögulegt annað, svo þetta sem ég var að gera þá er orðið ósköp venju- legt núna.“ Þögnin skiptir máli Guðbergur segist ekki hafa getað fram- kvæmt allt það sem hann ætlaði sér með þessum upptökum á myndum og hljóði, „maður getur ekki gert allt. En það var ým- islegt sem ég gerði sem enginn hafði gert áð- ur. Ég gerði alltaf það sem ég var viss um að enginn annar hefði gert. Ef einhver annar hefði gert það þá hefði hann búið yfir meiri tækni en ég, meiri þekkingu og peningum og auðvitað gert það miklu betur, heldur en ég gat gert.“ Hann vill þó ekki kannast við að þessi starfi hans hafi haft áhrif á það sem hann skrifar – til að mynda á myndmál verka hans. „Ég held þetta hafi ekki haft nein áhrif. Ég var bara að nota eitthvað í sjálfum mér sem hefði annars ekki verið í gangi – verið ónotað. Ég held að listamenn, eins og kemur fram hjá Nietsche – eða ofurmenn eins og hann kallaði – sé maður sem nýtir alla eiginleika sína. Nýtir sig til fulls.“ Það er þó ljóst að þær tengjast hug- myndum hans um sköpunarferlið með ein- hverjum hætti, því þó Guðbergur sé sáttur við að líta á myndir sínar sem eins konar skráningu á hversdagsleikanum, bendir hann á að það er hversdagsleiki „sem hefur verið hafinn upp í eitthvað listrænt og fagur- fræðilegt gildi“. Og ástæðan fyrir því að hann varðveitti myndirnar fyrir sjálfan sig, er sú að annars hefði farið um efnið eins og þegar „maður er að segja frá því að hann ætli að skrifa bók og talar um efnið, en skrifar síðan aldrei bókina. Maður verður að byggja upp ein- hvers konar sköpunarspennu í sjálfum sér,“ segir Guðbergur, „með þögninni. Þögnin skiptir afar miklu máli. Frá mínum sjón- arhóli séð þýðir ekki að vera alltaf að tæma sig fyrr en það kemur að því að maður tæm- ir sig í eitthvað sem skiptir máli. Fyllingin, eins og talað er um í japanskri list, er ekkert mikilvægari en tómið.“ uleikinn í römmum Morgunblaðið/Einar Falur Guðbergur Bergsson segir kvikmyndir sínar sprottnar af listrænum áhuga, „á því hvort maður nær ljósinu, birtu, hreyfingu, mannsandlitun eða einhverju þvíumlíku.“ Myndirnar sem Helga Brekkan notar sem efnivið í heimildar- mynd sinni Rithöf- undur með myndavél spanna um þrjátíu ára tímabil í lífi Guðbergs Bergssonar. Hún verð- ur frumsýnd á Kvik- myndahátíð í Reykja- vík innan skamms. Ljósmynd/Guðbergur Bergsson Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 | 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.