Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Síða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.2004, Síða 23
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. nóvember 2004 | 23 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: After the sunset Alien vs. Predator  (HJ) The forgotten  (SV) Alien vs. Predator Líf og fjör á Saltkráku Háskólabíó Ladder 49 Shall we Dance  (HJ) Shark tale Wimbledon  (HJ) Næsland  (HJ) Laugarásbíó After the sunset Sky captain and the world of tomorrow  (HJ) Shark Tale The Manchurian candidate  (HL) Líf og fjör á Saltkráku Regnboginn After the sunset The forgotten  (SV) Pönkið og Fræbblarnir  (HJ) Alien vs. Predator  (HJ) Dís  (HJ) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri The Grudge After the sunset Alien vs. Predator  (HJ) Ladder 49 A Cinderella Story Two brothers  (HL) Wimbledon  (HJ) Shall we dance  (HJ) Shark tale Gauragangur í sveitinni Yu-Gi-Oh Smárabíó After the Sunset The forgotten Alien vs. Predator White Chicks Blindsker  (SV) Dodgeball  (SV) Pokémon 5 (HL) Grettir/Garfield  (SV) Myndlist Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Til 5. jún. Árskógar 4: K.AND sýnir óð til Íslands. Út nóvember. Deiglan: Jónas Viðar, Vatn. Gallerí +: ALDREI - NIE - NEVER þriðji hluti. Til 5. des Gallerí 101: Daníel Magn- ússon – Matprjónagerð lýð- veldisins kynnir: Innihald heimilisins. Til 27.des. Gallerí Banananas: Haraldur Jónsson, Portið í okkur öllum. Gallerí Fold: Jóhannes Geir, yfirlitssýning. Gallerí i8: Kristján Guð- mundsson sýnir „Arkitektúr“ í i8. Til 18. des. Gallerí Sævars Karls: Ingi- björg Hauksdóttir sýnir óhlutbundnar myndir. Til 14. nóv. Gallerí Veggur, Síðumúla 22 | Kristján Ingi Einarsson sýnir „Ásjónur“, ljós- myndasýning á offsetprent- uðum mannlífsmyndum. Til 31. des. Gerðarsafn: Úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Til 19. des. Grafíksafn Íslands: Salur ís- lenskrar grafíkur. Pétur Stef- ánsson. Til 14. nóv. Hafnarborg: Jóna Þorvalds- dóttir og Izabela Jaroszewska – Á mörkum veruleikans/Úr djúpinu. Boyle-fjölskyldan – Ferð að yfirborði jarðar. Til 29. nóv. Hallgrímskirkja: Haustsýn- ing Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur í fordyri kirkjunnar. Til 25. nóv. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Sænskt listgler, þjóðargjöf. Iðntæknistofnun: Nýsköpun í ný sköpun. Átta listamenn úr Klink og Bank. Íþróttahúsið Eiðum: Dieter Roth. Til des. Kunstraum Wohnraum: Alda Sigurðardóttir, Landslags- verk. Til 28.1. 2005. Listasafn Akureyrar: Patrick Kuse – Encounter. Til 11. des. Listasafn ASÍ: Erling Þ.V. Klingenberg og David Divi- ney – Ertu að horfa á mig / Are you looking at me. Sara Björnsdóttir: Ég elska tilfinn- ingarnar þínar. Til 5. des. Listasafn Árnesinga: Tumi Magnússon, innsetning. Listasafn Íslands: Ný íslensk myndlist, Um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Reykjanesbæjar: Valgarður Gunnarsson, „Ei- lífðin á háum hælum“. Til 5. des. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró, Víðáttur. Yfirlitssýning. til 27. feb 2005. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Alþjóðleg textílsýning. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Mánasigð. Grænlenska listakonan Isle Hessne. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Fyrir og eftir. Til 6. des. Náttúrugripasafnið Hlemmi: Tuttugu og sex myndlist- arnemar sýna. Norræna húsið: Vetr- armessa. Til áramóta. Nýlistasafnið: Grasrót #5, ungir íslenskir listamenn sýna. Einnig í sal Orkuveitu Reykjavíkur. Anddyri Ný- listasafnsins: Nica Radic, Journal. Safn – Laugavegi 37: Harpa Árnadóttir, málverkasýning til 7. nóv. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Slunkaríki: Heimir Björg- úlfsson og Jonas Ohlsson. Stendur til 28. nóv. Þjóðminjasafnið: Gleym-mér- ei, ljósmyndasýning. Leiklist Austurbær: Hárið, lau. Borgarleikhúsið: Chicago, lau. Lína Langsokkur, sun. Geitin, sun. Héri Hérason Sun. Hafnarfjarðarleikhúsið: Úlf- hamssaga, lau. Íslenska óperan: Sweeney Todd, Sun. Litla stúlkan með eldspýturnar, lau, sun. Leikfélag Akureyrar: Ausa og Stólarnir, lau. Loftkastalinn: Hinn útvaldi, sun. Sjallinn Akureyri: Vodkak- úrinn, lau. Þjóðleikhúsið: Edith Piaf, lau. Dýrin í Hálsaskógi, sun. Böndin á milli okkar, Sun. Svört mjólk, lau, sun. ALDA Sigurðardóttir hefur verið virkur and- stæðingur virkjanaframkvæmda á hálendi Ís- lands. Á þessari sýningu hnykkir hún á and- stöðu sinni með listrænni nálgun. Hún bendir á í sýningarskrá að nú ríki hér á landi það við- horf til landsins að mjög auðvelt sé að breyta því í rafhlöðu, sem útaf fyrir sig er myndræn og kjarnyrt lýsing á vandamálinu. Í sýning- arskrá gengur hún enn lengra þegar hún líkir landinu við manneskju: „Hvernig segi ég sak- lausri manneskju að það eigi að taka af henni nokkra útlimi og nokkur líffæri? Hvernig horfi ég í augu þessarar manneskju, beint á móti mér í speglinum? spyr Alda, en greinilegt er að hún finnur til með landinu, rétt eins og það sé manneskja. Þá tekur hún það sérstaklega fram að sýn- ingin sé ekki styrkt af Landsvirkjun eða öðr- um orkuframleiðslufyrirtækjum. Ekki er langt síðan Anna Líndal setti upp sýningu í Listasafni Akureyrar sem byggðist á svipuðum forsendum, en Anna vildi fá fólk til að hugleiða til hvers verið væri að framkvæma við Kárahnjúka og bjó á sýningunni til teng- ingu við neysluhyggju landans. Alda kemur víða við á sýningunni í Kunst- raum Wohnraum og undiraldan þyngist eftir því sem maður kafar betur inn í sýninguna, skoðar myndverkin og svo það ítarefni sem fylgir henni. Í ítarefninu setur Alda fram skoð- anir sínar á kaldhæðinn hátt, birtir þar einnig tilfinningar sínar til landsins og gagnrýni á þjóð og ráðamenn. Á meðal ítarefnisins eru til dæmis stórir og efnisríkir auglýsingabæklingar um vinnuvélar. Með því vill Alda benda á að nú sjái vélaum- boðin sér leik á borði að selja nógu mikið af stórvirkum vinnuvélum, til að grafa í sundur landið. Í miðju blaðinu eru einmitt kynntir helstu virkjanakostir, framtíðarverkefni fyrir vélarnar. Fyrir fólk eins og Öldu hlýtur það að vera þjáning frá degi til dags að horfa upp á það þegar landinu er fórnað undir mannvirki, og undirstrikar eitt af ítarefnunum það, pistill af doktor.is um sorgina. Þá heldur Alda til haga hverjir samþykktu Kárahnjúkavirkjunina, og sýnir okkur svart á hvítu styrki Landsvirkjunar til lista og menn- ingar, sem hafa samkvæmt gögnum Öldu farið úr nánast engu árið 1999 í hátt í tíu milljónir árið 2004. Það er reyndar sláandi að sjá að nánast öll fjárhæð hvers árs sem eyrnamerkt er stuðningi við lista- og menningarstarf fer í auglýsingar þessu tengt, frekar en listina eða listamennina sjálfa. Eins og fyrr sagði þá er sýningin sterk og heilsteypt því sannfæring Öldu er sönn. Mik- ilvægustu og sterkustu hlutar hennar eru texti í sýningarskrá og ítarefnið. Margt hefur verið sagt um þessa Kára- hnjúkaframkvæmd og aðrar framkvæmdir af sömu sort síðustu misseri. Á ákveðnum tíma- punkti er röðin komin að listinni og listamönn- um að setja hlutina í samhengi. Og það er það sem Alda gerir hér. Morgunblaðið/Kristján „Sýningin er sterk og heilsteypt því sannfæring Öldu er sönn.“ Sterk og heilsteypt MYNDLIST Kunstraum Wohnraum Opið eftir samkomulagi. Til 27. janúar. Símar: 462 6367 og 861 1620. Blönduð tækni Alda Sigurðardóttir Þóroddur Bjarnason ÞAÐ ER septembermánuður 1958; djamm- sessjón í Framsóknarhúsinu, gamla íshúsinu þarsem seinna var Glaumbær og Listasafn Íslands er nú til húsa. Þar spila Gunnar Ormslev, Jón Páll, Bjössi bassi og kornungur hljóðfæraleikari af Vellinum situr við tromm- urnar; Gene Stone. Meðal hlustenda er einn frægasti klassíski píanisti aldarinnar, hinn austurríski Friedrich Gulda, hingað kominn til að leika Beethoven með Sinfóníunni. Gulda hrífst svo af trommaranum unga að hann sest við píanóið og leikur nokkur lög með hljóm- sveitinni. Sem betur fer er Kristján Magn- ússon píanisti með segulbandið sitt á staðnum og tvö laganna má heyra á minningarplöt- unum um Gunnar Ormslev: Jazz í 30 ár. Gulda hafði svosem leikið djass áður og hljóðritaði 1956 með ýmsum fremstu djass- leikurum Bandaríkjanna á Birdland í New York. Mér er til efs að þarlendir klassíkerar hafi hneykslast einsog þeir íslensku sem töl- uðu um að ferð Gulda frá Þjóðleikhúsinu til Framsóknarhússins væri einsog að fara úr kirkju í hóruhús. Gulda kom aldrei aftur til Ís- lands en um þessar mundir er Gene Stone hér á ný, 46 árum síðar og trommar enn betur en áður. Hann fór á kostum á Grand Rokk á mið- vikudagskvöldið með vini sínum og vopnabróð- ur úr Framsóknarhúsinu, Jóni Páli, Tómasi R. á bassa og tenóristunum Ólafi Jóns og Óskari Guðjóns. Á efnisskránni voru klassískir söng- dansar og bopplínur og þótt nokkur losara- bragur væri á samleik saxófónanna í upphafs- dansinum, I Hear a Raphsody, var blástur þeirra príma í næsta ópusi: Sweet Georgia Bride. Þeir blésu Lover Man fallega án þess að ná hæðum Ormslevs og Rúnars Georgssonar á frægri hljóðritun frá 1976 og sóló Jóns Páls um margt líkur þeim sem hann lék þar, blús- aður einsog sólóinn hans í Round Midnight Monks sem þeir saxafónbræður blésu einkar fallega. Óskar var rollinslegur þetta kvöld, ið- andi af spilagleði og það var Ólafur Jónsson líka og hef ég sjaldan heyrt hann sleppa framaf sér beislinu sem þarna m.a. í gleðirík- um Au Privave sóló blálituðum. Tómas var eitt sælubros og fílaði greinilega í botn að leyfa hinni hreinu fjórskiptu sveiflu að streyma frá bassanum. Jón Páll var að vanda frábær og sóló hans í Caravan Tizols vel slípaður gim- steinn, þar skóp Óskar einnig eftirminnilegan sóló sundurslitnum nótum. Gene Stone lék tvo sólóa sérdeilis skemmtilega, en þó var það undirleikur hans sem skipti sköpum. Hann var sveiflugjafinn sem náði því besta út úr einleik- urunum og ekki að undra að Gulda gæti ekki setið á áheyrendabekkjunum forðum. Skemmtilegasta djammsessjón sem ég hef verið á lengi og lauk henni að sjálfsögðu á There’ll Never Be Another You sem Jón Páll og Stone léku með Gulda forðum. Jón Páll Bjarnason og Gene Stone á Grand rokk. Gene Stone eftir hálfa öld TÓNLIST Grand rokk Gene Stone og félagar. Ólafur Jónsson og Óskar Guðjónsson tenórsaxófóna, Jón Páll Bjarnason gítar, Tómas R. Einarsson bassa og Gene Stone trommur. Miðvikudagskvöldið 10.11. 2004. Djass Vernharður Linnet

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.