Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Page 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 | 7
Í ljósi tengslanna við Dieter Roth segir Jess-
ica eftirtektarvert hve listamenn af hans kyn-
slóð féllu frá tiltölulega ungir, þó enn séu fjöl-
margir á lífi sem gjörþekkja verk hans og
vinnuaðferðir. „Verk hans og vinna eiga því
auðvitað fullt erindi til yngri kynslóða lista-
manna samtímans og þess vegna finnst mér
mjög áhugavert að búa til brú þar á milli og láta
verk listamanna ólíkra kynslóða kallast á í því
samhengi.“
Hún bendir í því sambandi á að Lawrence
Weiner taki þátt í hátíðinni og einnig Dan
Graham, sem er aðeins yngri. „En á milli þeirra
finnast mjög athyglisverð tengsl, ekki síst með
tilliti til þess hvernig þeir hafa leitað í smiðju
Dieters. Aðrir listamenn, svo sem Íslending-
arnir, Hreinn Friðfinnsson, Kristján Guð-
mundsson, hafa skapað verk, sem hvað formið
varðar, eiga lítið skylt við Dieter. Samsvörun
eða vísun í hugsun þeirra og hans er þó auðvelt
að finna. Ég hef einnig leyft mér að nota þeirra
verk til þess að finna annarskonar tengingar við
yngri kynslóðirnar, þannig að hægt er að segja
að tengingin við Dieter verði þar óbein – í gegn-
um þá. Þannig verður til áhugaverð kortlagning
á því hvernig listin formast sem einskonar orð-
rómur er berst listamanna á milli. Listamenn
verða fyrir áhrifum af verkum sem þeir heyra
af, en hafa kannski ekki einu sinni séð sjálfir.
Þannig ferðast áhrif á milli kynslóða og mér
finnst stórkostlegt að hugsa til þess að til sé
einskonar tungumál sem þrífst á meðal lista-
manna og er drifkrafturinn í nýrri sköpun
hverrar kynslóðar.“
Jessica segir það hafa verið ljóst frá upphafi
að tala þeirra listamanna sem taka þátt í sýn-
ingu Listahátíðar yrði takmörkuð. Þeir koma
þó víða að, í samræmi við þá hugmynd hennar
að hátíðin kortleggi listheiminn að nokkru leyti.
„Ég hef boðið fólki frá Bandaríkjunum, Kosta
Ríka, Mexíkó, Austur-Evrópulöndum á borð við
Pólland og Albaníu, og auðvitað ýmsum öðrum
Evrópulöndum. Ég ákvað að einbeita mér ekki
að tengslunum við hin Norðurlöndin, því í mín-
um huga skiptir sú samræða sem það myndi
skapa ekkert endilega meira máli en önnur –
þótt augljóslega sé fremur auðvelt og átaka-
laust að draga hana fram vegna þess sameig-
inlega bakgrunns sem er fyrir hendi. Ég vil
frekar minna á að upplýsingaflæðið nú til dags
er þess eðlis að skyldleiki listamanns frá Íslandi
getur alveg eins verið við einhvern frá Mexíkó
þótt það sé langt í burtu.
Kortlagning í margvíslegum skilningi
Ég valdi þó ekki listamennina með slíka kort-
lagningu í huga – það er frekar að slíkt ferli af-
hjúpi hvernig ég hugsa. Ég hef alltaf ferðast
mikið og geri enn, svo þeir listamenn sem ég
hef áhuga á að vinna með eru þess vegna frá
stóru svæði. Mér finnst breitt sjónarhorn mik-
ilvægt og hafa vægi fyrir Ísland núna.“
Jessica hefur reynt að hitta eins marga ís-
lenska listamenn og mögulegt er á undan-
förnum misserum. „Samt sem áður vildi ég ekki
gera þessa hátíð að íslenskri listsýningu. Lík-
lega er um helmingur listamannanna héðan og
þeir tilheyra ólíkum kynslóðum. Inn í þetta
kemur að burt séð frá gæðum, eiga vitaskuld
ekki verk allra erindi inn í þá hugmynda-
fræðilegu orðræðu sem mig langar til að skapa í
þessu tilfelli. Það gerði mér auðveldara fyrir
verkum.“
Markmið Jessicu er að hennar sögn einnig að
rekja tengsl listamanna utan landsteinanna
sem hún vissi að höfðu áhuga á Íslandi. „Eða
jafnvel bara á því samhengi sem hér fyrirfinnst.
Sem dæmi um það má nefna kanadíska lista-
manninn Brian Young, sem á ættir sínar að
rekja til amerískra indíána. Hann hefur mikinn
áhuga því sem tengist norðurslóðum; efnahag,
loftslagi og öðru sem einkennir svæðið. Verk
Brians, sem tilheyra yfirleitt hefð höggmynda-
eða umhverfislistar, snúast um það hvernig litið
er á hversdagslega hluti og hvernig hægt er að
umbreyta þeim með vísun í loftslag og að-
stæður á hverjum stað fyrir sig. Það má því
finna tengsl á milli hans og Dieters í viðhorfum
til efnisins auk landfræðilegar tengingar.“
Hún nefnir einnig listamenn sem hafa orðið
fyrir beinum áhrifum af Dieter hvað viðhorf til
framleiðslu varðar, svo sem Thomas Hirshorn.
„Hann hefur beinlínis tekið hugmyndir Dieters
um ofhlæðið yfir í sínum verkum, en þau eru
mjög pólitísk í meðvitaðri tilraun til að afhjúpa
ofgnóttina sem við horfum stöðugt upp á allt í
kringum okkur. Þau vísa til hugmyndarinnar
um að „meira sé meira“, og draga áhorfandann
inn í gagnrýna umræðu um offramleiðslu og
tengsl okkar sem einstaklinga við allskonar
„hluti“ – þarfa og óþarfa. List þýska lista-
mannsins John Bock á rætur sínar í gjörn-
ingum, en verk hans lúta að því hvernig maður
reynir að vinna sýningu á gefnum stað og stund
en þróar hana síðan á þeim tíma sem hún tekur
með tilliti til staðsetningarinnar. Hann vinnur
með flókið hugmyndakerfi sem byggist á hans
eigin tilfinningu fyrir heiminum, en þær lúta
innri lögmálum sem eru í stöðugri endur-
skoðun, og er náskylt hugmyndafræði Dieters.
Af öðrum listamönnum sem ég get nefnt og
mig langaði til að hafa með, má telja Ólaf Elías-
son. Hann er líklega þekktasti listamaður sem
hægt er að tengja Íslandi. Hugmyndin var að
láta þá listamenn sem eru betur þekktir sýna
utan Reykjavíkur – m.a. til þess að auka vægi
landsbyggðarinnar í heildinni. Matthew Barney
mun t.d. sýna á Akureyri og vinna með Gabríelu
Friðriksdóttur, en mig langaði til að leiða þau
saman undir ákveðnum kringumstæðum. Þar á
það við sem ég sagði áðan um að hver sýning
verði að standa undir nafni ein og sér og í stað-
inn fyrir að láta Barney sýna einan fannst mér
mun áhugaverðara að sjá hvað kæmi út úr því
að láta aðferðafræði þeirra og verk skarast í að-
stæðum þar sem þau þurfa að spyrja sig og
hvort annað af hverju þau geri hlutina á þennan
hátt frekar en einhvernveginn öðruvísi.
Ólafur mun að sama skapi sýna utan hefð-
bundinna sýningarstaða í Reykjavík og verk
hans felur í sér þátttöku áhorfenda frekar en að
hann framleiði einhverskonar hlut eða skúlptúr.
Enda veit ég að listamennirnir hafa mun meiri
áhuga á slíkri vinnu en því að sýna sig sjálfa – ef
þannig má að orði komast – á fyrirsjáanlegan
hátt.
Ef Thomas Hirschhorn vinnur með ofgnótt-
ina vinnur listamaðurinn Gabriel Kuri með and-
stæðu hennar. Verk hans fjalla nánast um
hverfulleikann, viðfangsefnin eru hversdagsleg
og leitast við að skoða heim efnishyggjunnar
með því að snúa lítillega upp á hann. Kuri skoð-
ar t.d. hönnun umbúða, hverfulleika ákveðinna
hluta í byggingum og afhjúpar skammvinnt
gildi hlutanna.“
Jessica álítur einnig mikilvægt að hafa full-
trúa þeirra sem hafa verið í andstöðu við það
sem Dieter stóð fyrir í íslenskum myndlist-
arheimi og bendir á að það liggi í hlutarins eðli
að einhverjir hafi verið honum ósammála og
reynt að forðast þau gildi sem hann stóð fyrir.
„Anna Líndal er listamaður sem hefur gagn-
rýnt kynhlutverk í íslenskum myndlistarheimi,
sem auðvitað var mjög karllægur. En allt eru
þetta bara dæmi sem lýsa því hvernig val mitt
hefur átt sér stað, því að baki hvers einasta
listamanns er einhver tenging inn í hug-
myndafræði hátíðarinnar sem ég álít skipta
máli og eiga erindi til listheimsins.
Um framtíðina fremur en óbreytt ástand
Í ljósi þess að þetta er í fyrsta sinn sem myndlist-
arsýning af þessari stærðargráðu er haldin hér á
landi – í tilraun til að sýna Ísland í samhengi við
hinn alþjóðlega listheim er freistandi að álykta
sem svo að hátíðin gefi tækifæri til að kanna
stöðu myndlistarinnar og stofnana hennar. Jess-
ica segir verkefni af þessu tagi alltaf hafa áhrif
inn á við með þeirri umræðu sem óhjákvæmilega
fer af stað. „En svo afhjúpa þau einnig út á við
hvað þegar er fyrir hendi. Gagnvirknin á milli
þessara tveggja þátta er mikil. Fólk erlendis þarf
vitaskuld að fá tækifæri til að kynnast því sem er
að gerast hér. Og það er auðvitað ein ástæða
þess að ég vildi velja listamenn af fleiri en einni
kynslóð. Maður vill ekki að umheimurinn fái þá
flugu í höfuðið að myndlist hafi fyrst komið hér
fram á sjónarsviðið á síðustu þremur árum eða
svo – með einstaklingum sem skotið hefur upp á
stjörnuhimininn. Mig langaði til að sýna að
myndlistin hefur þvert á móti verði að þróast í
áratugi á Íslandi; leyfa öðrum að uppgötva það
sem ég hef sjálf reynt. Ég hef því lagt áherslu á
að vinna persónulega með þeim sem eru í for-
svari fyrir stofnanirnar sem starfa með okkur,
ekki bara til þess að allt gangi vel fyrir sig, held-
ur einnig til þess að allir sjái möguleikana sem í
hátíðinni felast. Allir verða að hafa sama metnað.
Mikilvægast af öllu er þó að allar þessar
myndlistarstofnanir og menningaryfirvöld á Ís-
landi átti sig á því hvaða þýðingu sýningin getur
haft og hvert þeirra hlutverk er í því að láta
hana ganga upp. Og þá ekki síður hvernig fram-
tíðin getur litið út; hverju er hægt að breyta og
hvernig er hægt að skilgreina sig og þróa á
næstu árum. Í raun fjallar sýningin um framtíð-
ina í þeim skilningi, fremur en óbreytt ástand.“
Undirliggjandi þema í vinnunni fram að
þessu með einstökum listamönnum hefur að
sögn Jessicu verið áhugi á rýmunum sjálfum,
hvatning til að þeir velti þeim fyrir sér. „Ég hef
hvatt þá alla, bæði íslensku listamennina og þá
erlendu, til að ræða hvað þá langi til að gera.
Það gefur nasasjón af því hverjar þeirra hug-
myndir um það hvernig málum gæti verið hátt-
að í framtíðinni eru, umfram það sem núverandi
staða býður uppá. Mig langar að vita hvaða
hugmyndir listamennirnir hafa um framtíð-
arhlutverk stofnananna ef reynt er að brjótast
út úr þeim mótum sem þær eru steyptar í. Við
undirbúning allra sýninga af þessari stærð-
argráðu verður að velta því fyrir sér af fullri al-
vöru, hvernig hægt er að útfæra sýning-
arhaldið, hvernig hægt er að breyta
stofnununum og stuðla þannig að framþróun.
Stofnanir festast í sama farinu
Það er sama hvert maður fer; stofnanir hafa
alltaf tilhneigingu til að festast í sama farinu og
gleyma því hreinlega að eitt hlutverk slíkra
þeirra – ekki síst ef þær eru styrktar af al-
mannafé – er að ögra niðurnjörvuðum hlut-
verkum. Upprunalega voru slíkar stofnanir
myndaðar til að sporna við stöðnun.“
Jessica segist alltaf vera jafnundrandi á því
hversu auðveldlega menn hafa sætt sig við þá
hugmynd sem býr að baki myndlistarsafna og
sýningarsala. „Ekki síst með tilliti til þess
hversu nýtt af nálinni það módel er. Það hefur
ekki verið við lýði á Vesturlöndum nema í um
það bil hundrað ár, sem hinn almennt við-
urkenndi farvegur fyrir myndlistarfsemi.
Hversvegna skyldum við því sætta okkur við
það sem fyrirkomulag til framtíðar og láta stað-
ar numið í þróunarvinnunni. Auðvitað hafa ver-
ið rof í þeirri hugmyndafræði sem fólk hefur
viljað fella söfnin undir, ekki síst í þeim löndum
þar sem saga myndlistarstofnana er ekki svo
ýkja löng, eins og hér á landi. Í þeirri staðreynd
felast því tækifæri fyrir stjórnendur til að vera
framsýnni en annars staðar og leita nýrra leiða
til að þjóna myndlistinni sem best. Íslenskar
stofnanir ættu að leita fanga í aðferðum og hug-
myndasmíði myndlistarmannanna sjálfra í því
sambandi á hverjum tíma fyrir sig – því auðvit-
að eru það myndlistarmennirnir sem stöðugt
eru að velta áhorfandanum fyrir sér; hvernig
hægt er að láta rýmið vinna með sér og hver er
rétti vettvangurinn fyrir verkin sjálf.“
Þegar hugleiðingar um innlegg Listahátíðar í
Reykjavík til alþjóðlegrar umræðu ber á góma
rifjar Jessica upp feril listamannanna Elmgren
og Dragset, sem sýndu hér árið 1998 vegum i8
og Listasafns Reykjavíkur. Verkið sem þeir
sýndu var liður í verkefninu „Powerless Struct-
ures“, en í því sköpuðu þeir gallerírými sem
héngu í lausu lofti, annað sem sökkt var ofan í
jörðina (við Kjarvalsstaði) og enn eitt sem snúið
var á hvolf. „Vinnuaðferðir þeirra eru mjög
gagnrýnar á myndlistarheiminn og stofnanir
hans,“ segir hún. „Þau snúast um sýningarhald,
hlutverk áhorfandans og hagkerfið sem þrífst í
kringum þennan heim og í stærra samhengi ut-
an hans. Þeir beina m.a. athygli sinni að þeim
sem mála veggina í söfnunum, til þess að brjóta
niður þá hugmynd að listin snúist einungis um
sig sjálfa og ekkert annað. Verkið sem þeir
gerðu hér; galleríið sem var grafið ofan í jörðina
og fáir sáu hér, er samt sem áður heimsþekkt –
það vita allir af því í mínu vinnuumhverfi. Þeir
afhjúpa það átak sem hver og ein sýning er –
allri vinnunni sem liggur þar að baki. Sömuleið-
is að allir verða að standa sig í hlutverkum sín-
um ef sýning á að heppnast, hvort sem þeir
þrífa sýningarrýmið eða prenta bækling. Með
þessum hætti beina þeir athyglinni frá hlut-
gervingu listarinnar, „hlutunum“ sem allir vilja
sjá og mynda þess í stað vettvang fyrir ein-
hverskonar viðburð – af fremur leikrænum
toga. Þeir skella áhorfendum inn á sviðið og
spyrja síðan hvað hann sé að gera þar. Þetta
mætti kalla rof – eða skil – í því ferli sem mjög
auðveldlega staðnar innan stofnana. Þeir hafa
vakið upp vitund fyrir því hvað hefðbundnar og
stofnanavæddar sýningar geta verið fárán-
legar, jafnvel þótt í þær sé lögð töluverð hugs-
un. Slíkar gryfjur verða allar stofnanir sem vilja
þjóna listinni að forðast; það er ekki nóg að
þjóna kerfinu, stofnunum sjálfum, hugmyndum
stjórnvalda um lýðræði eða einhverju þvíum-
líku – við verðum að spyrja okkur hvaða til-
gangi allar sýningar þjóni hverju sinni.“
Listamenn í eðli sínu mjög ólýðræðislegir
Jessica bendir á að listamenn séu í eðli sínu
mjög ólýðræðislegir; „jafnvel þótt þeir vinni
með hugtök á borð við lýðræði, þá gera þeir
bara nákvæmlega það sem þeim sýnist. Og það
er þeirri helsta hlutverk að mínu mati. Þeir eiga
ekki að hlýða neinum öðrum en sjálfum sér,
þeir eiga að vera einræðisherrar. En ekki að
vinna samkvæmt almenningsálitinu eða vænt-
ingum samfélagsins um útlit eða stíl. Og það er
þessi þáttur í listsköpun sem mér finnst mik-
ilvægt að horfa til þegar við reynum að end-
urskilgreina og endurskoða liststofnanir. Við
megum ekki vinna samkvæmt almennu áliti
manna á því hvernig eigi að horfa á heiminn.
Það þjónar ekki listinni“.
Hún vísar til breytinga sem eru í vændum
hér svo sem á Kjarvalsstöðum þar sem núver-
andi forstöðumaður er að fara frá. „Sú stofnun
hefur verið leiðandi í samtímalistum, ræður yfir
miklu sýningarrými og um leið ótrúlegum
möguleikum. Á slíkum tímamótum verður að
huga að því hvaða möguleikar eru í stöðunni. Í
staðinn fyrir að búa til eftirmynd af þeim mód-
elum sem önnur söfn, eða aðrir stjórnendur
hafa þróað erlendis, ætti að spyrja; hvernig safn
getum við búið til hér? Hvernig viljum við hafa
það öðruvísi?“
Á þessum orðum Jessicu Morgan lauk sam-
talinu um Listahátíð í Reykjavík vorið 2005 – að
sinni. Sú umræða sem sýningin, undirbúningur
hennar og framkvæmd skapar er þó langt í frá
til lykta leidd, enda eitt markmiðið að efla skoð-
anaskiptin, koma nýjum hugmyndum á fram-
færi og búa listinni þannig það umhverfi sem
hún þarf til að blómstra sem einn mikilvægra
máttarstólpa menningarinnar.
ra
Morgunblaðið/Eggert
Jessica Morgan segir sýninguna á verkum
Dieters Roth gegna lykilhlutverki á Listahá-
tíð í vor. „Hún svarar í raun þeim brýnu
spurningum sem ætíð eru aðalvandinn í
svona umsvifamiklu sýningarhaldi; þ.e.a.s.
hver tilgangur sýningarinnar sé og hvað eigi
að vera þar í brennipunkti.“
Jennifer Allora og Guillermo
Calzadilla Micol Assael Matth-
ew Barney Margrét Blöndal
John Bock Jeremy Deller og Alan
Kane Ólafur Elíasson Fischli og
Weiss Hreinn Friðfinnsson
Gabríela Friðriksdóttir Dan Gra-
ham Kristján Guðmundsson
Elín Hansdóttir Thomas Hirsch-
horn Hekla Jónsdóttir Haraldur
Jónsson Brian Jungen On Kaw-
ara Ragnar Kjartansson Anna
Líndal Jonathan Meese Libia
Pérez de Siles de Castro og Ólafur
Árni Ólafsson Dieter RothAnri
Sala Bojan Sarcevic Wilhelm
Sasnal Lawrence Weiner.
Eftirfarandi listi nær til þeirra
myndlistarmanna sem þegar hefur
verið ákveðið að taki þátt í
Listahátíð í Reykjavík vorið 2005.