Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Side 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004 | 9 mér þrisvar sinnum um að sýna Mondrian. Frá minni hendi er þetta búið.“ Ég svaraði því til að það væri hræðilegt að Frakkar færu á mis við þennan listamann. Sandberg svar- aði: „Ef þú vilt, þá læt ég þig fá hana! Þessi sýning fer á Feneyjatvíæringinn og hún getur komið við hjá þér.“ Ég fékk svo sýninguna ár- ið 1957 í galleríið mitt í París og var ákaflega ánægð og stolt að fá þetta tækifæri. Þetta var viðburður í Frakklandi, það hefur tíminn leitt í ljós, þó að móttökurnar væru vissulega mis- jafnar.“ – Nú var auk þín annar þekktur málsvari fyrir geómetríska list, listgagnrýnandinn Léon Degand … „Já, hann var mikilvægur. Það var til annar hópur abstraktmálara sem kallaði sig Unga málara franskrar hefðar, sem í voru Jean Bazaine, Charles Lapicque, Maurice Estéve, Alfred Manessier og fleiri, sem aðhylltust lýr- íska eða ljóðræna abstraktlist; í stað þess að afneita veruleikanum umbreyttu þeir honum á „ljóðrænan“ hátt. Þessir listamenn sýndu í Galerie de France og Galerie Louis Carré. Listgagnrýnandinn Léon Degand fordæmdi þessa stefnu, hann var ákaflega strangur og harður hugmyndafræðingur, vildi hina hreinu fullkomnu sköpun listamannsins en taldi þessa listamenn vera að „daðra“ við ab- straktið, sagði að hjá þessum listamönnum væri „fígúratíf list eins og eiginkona en ab- straktið hjákona“!“ – Á Íslandi hefur verið sagt að hin geómetr- íska myndlist hafi verið sem trúarbrögð fyrir íslensku listamennina sem aðhylltust hana? Hvernig var þessu farið hjá þér og hér í Frakklandi? „Ja, segjum frekar að þetta hafi verið ástríða, jújú geómetrían var átrúnaður. Það er rétt. Vissa um það að þessi list væri mik- ilvæg framtíðinni. Sú varð raunin, við höfðum rétt fyrir okkur með því að verja þessa list. Þetta var upphaf að einhverju leyti.“ – Þetta var líka andstæða hinnar svoköll- uðu úrkynjuðu listar sem nasistar héldu á loft í París … „Já einmitt, sú list var yfirborðsleg, ofur aðgengileg og frumleikafirrt, og ég sniðgekk hana sem mest ég mátti.“ – Nú var fjöldi norrænna listamanna, m.a. hópur Íslendinga, sem kom til Parísar á ár- unum 1947–1953 og þú kynntist. Nína og Gerður tóku þátt í fjölda sýninga í París, Hörður Ágústsson og Valtýr Pétursson sýndu verk sín í galleríi þínu 1950 og fengu eftir það tækifæri sama ár til að sýna í Salon de Mai. „Ég man því miður ekki eftir þeim í svip- inn, ég man eftir þónokkrum Íslendingum en ekki nöfnunum, því miður. Já, ég þekkti til Gerðar Helgadóttur en einkum Nínu Tryggvadóttur, þær sýndu talsvert. Eftir 1947 tengdist ég Norðurlöndunum aðallega í gegnum Danina Jacobsen, Mortensen og Asger Jorn; Jorn var þó í allt öðrum hugleið- ingum í myndlistinni. Flestir hinna Norður- landabúanna urðu að ég veit fyrir miklum áhrifum af listamönnum þeim er ég sýndi í galleríi mínu og mættu hér á allar sýningar. Svo snemma sem 1948 setti ég upp sýningar í þessum stóru galleríum í Danmörku, eins og í Birch, Tokanten, Rasmussen o.fl. Að áeggjan Mortensen og Jacobsen hóf ég síðan að vinna með þeim að skipulagningu Klar form- sýningarinnar (Hin hreinu form), mjög mik- ilvægrar farandsýningar sem var sett upp í Kaupmannahöfn árið 1951, síðan í Helsinki, Stokkhólmi, Osló og lauk síðan í Liège í Belg- íu árið 1957. Aðaláherslan var á abstraktverk listamanna sem ég sýndi þá í París.“ – Íslensku listamennirnir sem þá voru við nám í París þekktu afar vel til sýninganna frægu sem haldnar voru undir heitinu Salon des Réalités Nouvelles. Segðu mér aðeins hvaða hópur var þar að baki? „Þeir listamenn sem voru undir áhrifum Piet Mondrian stofnuðu hópinn Cercle et Carré, sem síðan varð Art Concret, og svo eftir stríð, árið 1946, að Réalités Nouvelles. Þessi hópur aðhylltist geómetríuna; í fyrstu var það Herbin sem sá um þessar sýningar sem og Sonia Delaunay, en þeim kom ákaf- lega illa saman! Þannig klofnaði hópurinn að lokum, vegna ósættis. Jú, ég tók þátt í upp- hafi í sýningum Salon des Réalités Nouvelles, en fannst sýningarstefnan ekki vera nægilega skýr, þarna úði og grúði af alls kyns stíl- brigðum. Það logaði allt í ósætti og öfund. Eins og í mínu galleríi, þá vildu allir lista- menn eðlilega að þeirra verk væru sýnilegust en athyglin og salan var ekki síst háð per- sónuleikum listamannanna. Vasarely varð fljótt þekktur, hann kunni þá list að „selja sig“, en t.d. Mortensen fór í felur þegar ein- hver kom á vinnustofuna hans en hann vildi auðvitað ekki gleymast frekar en hinir! Pol- iakoff hafði þennan mikla slavneska sjarma og heillaði alla upp úr skónum. Ég var mikið í málamiðlun.“ – Hvernig þróast svo abstraktlistin á 6. ára- tugnum í París, þegar París víkur smám sam- an sem höfuðborgin og New York tekur við forystuhlutverkinu í myndlistinni? „Með sýningunni Le Mouvement (Hreyf- ingin) árið 1955, einni þekktustu sýningu sem ég hef haldið í galleríi mínu í París, komu fram nýir straumar í myndlistinni. Ab- straktlist Vasarely hafði snemma færst nær rannsóknum á áhrifum síkvikra forma á sjón- himnuna (síðar kölluð op-list), t.d. með and- stæðum litum eins og hvítum og svörtum. Vasarely var hugmyndafræðingurinn á bak við hreyfilist, sem við kölluðum kinétíska list, og skrifaði hina þekktu Gulu stefnuyfirlýs- ingu fyrir sýninguna 1955 þar sem hann fjallar um þetta og markmiðið að samræma myndlist og byggingarlist. Í fyrsta hópi ungra hreyfilistamanna3 voru Yaacov Agam, Robert Jacobsen, Pol Bury, Jesus Raphael Soto og Jean Tinguely.4 Við bættist svo bandaríski verkfræðingurinn og listamaðurinn Alexand- er Calder, sem vann með form af marg- víslegri lögun og lit, sem snúast og hreyfast í opnu rými, vind- og vélknúin verk (mobiles), nokkurs konar óróa. Þá sýndi Marcel Du- champ einnig, m.a. hið þekkta verk sitt sjón- tækjavélina (La Machine Optique). Tinguely hafði búið til sína fyrstu teiknivél sem bauð upp á vélknúinn handlegg með krít og gátu sýningargestir ýtt á takka og þá teiknaði höndin á blað. Áhrif Le Mouvement-sýningarinnar teygðu anga sína vestur um haf og urðu til þess að sýning á borð við The Responsive Eye árið 1965 var sett upp í MOMA í New York. Sá sem sá um sýninguna var forstöðumað- urinn þá, William Seitz, og bað hann mig að vera ráðgjafi við uppsetningu og sýning- arhönnun; það fór allt upp í loft rétt fyrir opn- un sýningarinnar, því hann var sakaður um að vera of hliðhollur Evrópu en ekki hafa nægi- lega marga bandaríska listamenn. Hann neyddist til að setja inn bandaríska listamenn á síðustu stundu, en sagði svo upp stöðu sinni skömmu seinna.“ – Nú hafði sýningin víðtæk áhrif, náði til fatatísku og hönnunar eins og við sjáum enn merki um í dag … „Flestir listamanna minna vildu fá listina í umhverfið, í hversdagleikann þar sem allir gætu notið hennar. Þannig birtust op- listaverk í fjölda lista- og tískublaða og þessi op-art-mynstur voru prentuð á tískufatnað og alls kyns varning. Það kom okkur í opna skjöldu hversu mikilvægt þetta flóð hluta varð með áprentuðum formum Vasarely, Agam og líka Larry Poons. Við höfðum bara gaman af þessu. En svo varð þetta of mikið; þegar við sáum svo handklæði, þvottapoka og regnhlífar …“5 – Vasarely hafði mikil áhrif á unga lista- menn, eins og GRAV-hópinn, og áhrif hreyf- ilistar og op-listar náðu einnig til Íslands, eins og sjá má m.a. í verkum Harðar Ágústssonar, Dieter Roth, Jón Gunnars Árnasonar og Ey- borgar Guðmundsdóttur. Hvað var það sem var svo byltingarkennt í myndlist Vasarely? „Vasarely hafði mjög snemma á ferlinum horfið frá hefðbundnu málverki og lagði áherslu á geómetrísk form, rými og síðan hreyfingu og sjónvillandi formspil; þetta var bylting. Svo þreifar Vasarely sig áfram í efn- isnotkun, notar ekki einungis olíumálverkið heldur gerir gler- og álmyndir sem og ab- strakt kvikmyndir. Í GRAV, rannsóknarhópi um sjónrænar listir (Groupe de recherche d’art visuel), stofnaður árið 1960, voru allir lærlingar Vasarely og bar þar mest á Julio Le Parc. Þess ber að geta þó að Vasarely tak- markaði rannsóknir sínar við myndflötinn og ramma myndarinnar og meðlimir GRAV gagnrýndu hann fyrir það.“ – Hvað lá að baki þeirri ákvörðun að opna gallerí í New York árið 1970? „New York varð höfuðborg nútímalistar á þessum tíma og mér fannst ég verða að opna þar gallerí. Þetta var ögrun, áskorun fyrir mig. Þegar allt kom til alls var þetta reyndar ekki svo góð hugmynd því bandarískir lista- verkasafnarar komu til Parísar þegar þeir vildu kaupa verk. Engu að síður opnaði ég gallerí í New York, nánar tiltekið í Manhatt- an, 6 West 57th, árið 1970. Það var ekki of vel séð að fá franskan listaverkasala í hópinn!“ Í kreppunni á 8. áratugnum missti René gall- eríið í New York og lauk nærri glæstum ferli sínum, en gallerírekstur René náði sér upp aftur: „Ég keypti mitt annað gallerí árið 1991 í París, rue Charlot, og rétti úr kútnum.“ – Hvað með hlutverk gallerísins, gallería yfir höfuð í dag og fyrir 50 árum. Hvað hefur breyst? „Það er miklu erfiðara að uppgötva lista- menn í dag en eftir stríð. Það var sprenging af ungum kröftugum listamönnum eftir stríð, nokkurs konar upphaf. Vinsældir FIAC í Frakklandi vöktu listaverkamarkaðinn upp af svefni, ég hef starfað í FIAC bæði sem for- maður nefndarinnar og varaformaður og lagt mig alla fram þar. Þessi alþjóðlega listamessa er nú þekkt fyrirbrigði í landslagi listaverka- markaðarins án þess þó að falla í pytt auð- veldleikans; 120–140 þúsund gestir á sex dög- um. Þarna eru galleríin komin og mikil samkeppni en þó er viss samkennd sem ekki var til áður, þó að öll séu galleríin með gjör- ólíkar sýningarstefnur. Ég var ein í þessu fyr- ir 60 árum og þá vorum við galleríeigendurnir öll oflátungar og ókunn hvert öðru. Það er eitt sem ég vil einnig minnast á; „listin í umhverf- ið“ er hugtak sem bæði Vasarely og ég börð- umst fyrir frá upphafi. Ég vil fá listina í borg- irnar því meira en nokkru sinni fyrr hefur samfélagið þörf fyrir sýnilega skírskotun í menningargildi.“ Leyndardómurinn á bak við kraftinn og elj- una í Denise René er ástríða sem náði út fyrir öll mörk í sex áratugi; það var aldrei rými fyr- ir eiginmann eða fjölskyldulíf.7 „Í einkalífi mínu átti ég í tveimur löngum ástarsam- böndum, fyrst við Vasarely og síðan Morten- sen. En ég bjó aldrei með þeim, þetta var opið samband eins og tíðkaðist í mínu listaum- hverfi í París. Galleríið og listin hefur alltaf verið mér númer eitt, ég hef ekki getað skipt mér.“ Geómetrían var átrúnaður, bjargföst hugsjón sem gerði þessa smágerðu konu með unglega blikið í augum að stórmenni í fram- gangi og sögu geómetrískrar abstraktlistar; afstæð mannsstærð, því hvað sagði ekki Den- ise René við konu eina sem hæddist að smæð hennar og spurði: Hvað ertu eiginlega lítil, frú René? „Ég er jafn stór og Napóleón var.“  Viðtalið við Denise René tók greinarhöfundur 9. júlí 2004 í París. René rekur nú tvö gallerí í París; Rive gauche, 196 bd Saint-Germain, og Espace marais, 22 rue Charlot. 2 Viðtalið við Hörð Ágústsson tók greinarhöfundur 22. mars 2004 í Reykjavík. Auk Vasarely höfðu listamennirnir Herbin, Poliakoff, Deyrolle, Dewasne, Mortensen o.fl. mikil áhrif á íslensku myndlistarmennina. 3 Undir hreyfilist er flokkuð annars vegar kinétísk list og hins vegar op-list, dregið af optical art. Op-listin fæst við hreyfingu sem er einungis bundin hinu sjónræna en verkið hreyfist ekki, líkt og í sjónhverfingum. En kinétísk list hverf- ur frá veggnum og skapar raunverulegt hreyfilistaverk. 4 René hefur ávallt ræktað mikil tengsl við Suður-Ameríku og meðal listamanna í galleríi hennar voru þeir helstir Carlos Cruz-Diez og Jesus Raphael Soto frá Venesúela og Cicero Dias frá Brasilíu. 5 Hugtakið op-list notaði fyrstur manna listgagnrýnandinn Lawrence Alloway í Times í umfjöllun sinni um sýninguna The Responsive Eye árið 1965. 6 Vasarely stofnaði á áttunda áratugnum söfnin Fondation Vasarely, Centre Architonique, í Aix en Provence, sem er rannsóknarstöð í byggingarlist og myndlist, auk Fondation Vasarely í Gordes í Frakklandi og í Pécs, fæðingarstað hans í Ungverjalandi. 7 Vitnað í Denise René í Catherine Millet: Conversations avec Denise René, Adam Biro, Paris, 1991/2001. Höfundur er listfræðingur. Denise René Fyrir framan verk svissneska listamannsins Karl Gerstner í galleríinu rue Charlot í Par- ís, júlí 2004. René heldur á bæklingi frá sýningunni The Movement, sem var haldin í galleríi hennar í New York árið 1975; sú sýning var fyrst haldin í galleríi René í París árið 1955 og hafði mikil áhrif á þróun hreyfilistar eða kinétískrar listar og op-listar. Piet Mondrian Komposisjón með rauðum, svörtum, bláum, gulum og gráum, 1920, olíulitir á striga, Stedelijk Museum Amsterdam. Hinn hollenski Mondrian var einn helsti forgöngumaður abstraktlistar á 20. öld; hann lagði ríka áherslu á hreina og agaða list, sem einkenndist af lóðréttum og láréttum línum, grunnlitum og sambandi þeirra á millum og sá í myndlistinni samruna málara- og byggingalistar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.