Lesbók Morgunblaðsins - 11.12.2004, Qupperneq 16
Á ÁRUNUM 1949–1959 gaf Sögufélag Skagfirðinga
út Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781–
1958. Það voru fjögur hefti í stóru broti, alls 544 bls.
Einungis voru fáeinar línur um jarðirnar og myndir
voru engar.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Margar
byggðasögur og búendatöl hafa litið dagsins ljós; þar
má nefna Húnaþing, þrjú bindi, Byggðir Eyjafjarðar
í tveimum bindum, Sveitir og jarðir í Múlaþingi,
Rangvellingabók, Landmannabók, Landeyingabók,
svo að eitthvað sé nefnt. Allar þessar bækur eru
metnaðarfull rit, myndum prýdd og vel til þeirra
vandað á alla lund. En að öllum öðrum ólöstuðum
sýnist mér að Byggðasaga Skagafjarðar ætli að
skjóta öðrum ref fyrir rass.
Það var vissulega orðið tímabært að gera nýtt
jarða- og búendatal fyrir Skagafjörð. Gamla búenda-
talið er fátæklegt í hópi glæsibúinna systkina sinna!
Til að gera nýtt tal var fenginn Hjalti Pálsson hér-
aðsskjalavörður á Sauðárkróki og leystur frá starfi
sínu til þeirra hluta. Fyrsta bindið af þessu mikla
verki kom út árið 1999 (352 bls.) og náði það yfir
Skefilsstaðahrepp og Skarðshrepp. Annað bindið
kom svo út 2001 (504 bls.) yfir Staðarhrepp og Seylu-
hrepp og þriðja bindið, sem nú kemur út (527 bls.)
nær yfir Lýtingsstaðahrepp einan. Er þar með lokið
umfjöllun um Skagafjörð vestanverðan – eða ,,vestan
Vatna“ eins og einatt er sagt. Þetta er mikið land-
svæði utan frá Skagatá og suður að Hofsjökli. En all-
ur austurhlutinn er þó eftir, allt frá fremstu byggð í
Austurdal og að nyrstu byggð í Fljótum. Það er mik-
ið svæði og mikil byggð að fornu og nýju, enda er
gert ráð fyrir að bindin verði alls átta og veitir víst
ekki af.
Af þessu má sjá að hér er um allt annars konar
verk að ræða en gamla Jarða- og búendatalið. Nú er
sjálft búendatalið aðeins lítill hluti verksins, sjaldnast
nema ein blaðsíða eða varla það í lok langrar umfjöll-
unar um jörðina. Hér um afar metnaðarfullt verk að
ræða, þar sem ritaðar heimildir eru þrautkannaðar,
vettvangsrannsóknir gerðar og jafnvel fornleifa-
rannsóknir. Myndir eru gríðarmargar, svo og kort
og teikningar. Ekki undir ríflega 600, segir á kápu-
síðu.
Að sjálfsögðu er sami háttur
hafður á framsetningu efnis og í
fyrri bindum. Fyrst kemur sveitar-
félagslýsing á rúmum 30 blaðsíðum.
Hafa höfundarnir þrír skipt henni á
milli sín. Rósmundur skrifar al-
menna lýsingu. Þar er langt mál um
fjalllendi og afréttarlönd. Er sá kafli
mikil örnefnanáma. Egill Bjarnason
fjallar um fólkstal, áhöfn jarðanna,
hlunnindi og fleira og Hjalti um
samgöngur, skólamál, sóknir og
kirkjur. Hafi maður lesið þennan
þéttskrifaða bókarkafla af gaum-
gæfni er hann vel í stakk búinn til að
taka til við sjálfar jarðirnar, sem eru
aðalefni bókar.
Áður en að þeim kemur eru þó
birtar skrár um trúnaðarmenn og búendatöl: hrepp-
stjórar frá 1780, oddvitar frá 1874, sýslunefnd-
armenn frá 1874 og loks héraðsnefndarmenn (mað-
ur) frá 1988. Búendatölin eru alls fimm: 1703, 1713,
1735, 1753, 1762. Þau eru að sjálfsögðu gerð eftir
manntölum. Ábúendatölin, sem hverri jörð fylgja
eru auðvitað annars konar.
Í Lýtingsstaðahreppi hefur verið búið á 105 bú-
jörðum á árabilinu 1781–2004. Um þær er allar
fjallað rækilega, en auk þess um fjölmörg fornbýli.
Þá hafa myndast byggðakjarnar, svo sem Varma-
lækjarhverfið úr Skíðastaðalandi og byggðakjarni
skammt frá Steinsstöðum og sumarbústaðabyggðir.
Sá háttur er hafður á að byrjað er á jarðalýsingum
og búendatölum nyrst í hreppnum og austast og er
sveitar- eða byggðahlutum fylgt: Neðribyggð,
Tungusveit, Dalspláss, Vesturdalur, Svartárdalur,
Fremribyggð og Efribyggð. Þá hefur hringnum ver-
ið lokað: frá nyrsta bæ á Neðribyggð, Krithóli, að
nyrsta bæ á Efribyggð, Kolgröf.
Ekki vil ég láta hjá líða að lýsa ánægju minni yfir
því að nöfnum á byggðahlutum skuli haldið vel til
haga, hvorki þau né sóknanöfn (Víðimýrar-, Reykja-,
Mælifells-, Goðadalasókn) mega gleymast. En hætt
er við því á tímum hinna miklu sameininga.
Aðalhöfundur bókarinnar, Hjalti Pálsson, hefur
einskis látið ófreistað að gera hverri jörð sem best
skil. Heimildir hafa verið kannaðar, rætt við fjölda
manns og hver og ein jörð skoðuð og henni lýst ná-
kvæmlega að fornu og nýju. Eignarhald og ábúð er
rakin, jarðamat allt frá fyrstu tíð. Gömlum myndum
hefur verið safnað, margar þeirra hinar merkustu og
mikill fjöldi nýrra mynda tekinn, flestar af höfundi,
nema myndir af núverandi ábúendum. Þær myndir
tók Stefán Pedersen ljósmyndari á Sauð-
árkróki. Höfundur hefur greinilega lagt
sig fram um að skoða allar fornar minjar,
svo sem sel, stekki, beitarhús, gamlar
garðahleðslur. Þá eru ýmsar sagnir til-
greindar bæði í aðalmáli og í inn-
skotstextum. Er þetta allt einkar fróðlegt
og oft bráðskemmtilegt.
Vesturdalurinn er raunar alveg sér á
parti í þessari breiðu umfjöllun. Hann
hefur raunar lengi verið fræðimönnum
umhugsunarefni, enda mörgum byggð-
um merkilegri. Þar eru nú aðeins örfáir
bæir í byggð nú. En áður fyrr var þar
fjölmennt byggðarlag. En talið er að sú
byggð hafi að langmestu leyti lagst af
snemma á þjóðveldisöld. Nöfn á þriðja
tug býla hafa varðveist í gömlum heim-
ildum, en einungis fáum þeirra hefur verið hægt að
finna stað. Fremsta býlið er frægast, Hraun-
þúfuklaustur, aðeins um tuttugu kílómetra norðan
jökuls. Um það hefur margt verið skrafað og skrifað.
Nú hefur Hjalti Pálsson tekið sér fyrir hendur að
kanna sjálfur og með aðstoðarmönnum allt þetta
svæði, gera könnunarholur til að leita mannvist-
arleifa og tekið myndir bæði úr lofti og af jörðu niðri.
Vissulega hafði hann mikið upp úr því krafsi. Hafi ég
lesið rétt gat hann staðsett ekki færri en átján býli. Í
bókinni (bls. 329–354) er kaflinn Fornbyggð í Vest-
urdal, sem er í rauninni sjálfstæð ritgerð, þar sem
öllu þessu eru skil gerð. Hygg ég að að það sé merk-
asti og eftirminnilegasti hlutinn í þessari bók. Þeir
sem á eftir koma og halda rannsóknum áfram eiga
auðveldari leik, þar sem öll fornbýlin eru staðsett
með GPS- stöðuhnitum.
Ekki er ég nógu kunnugur í Lýtingsstaðahreppi
til að ganga úr skugga um hvort rétt er farið með all-
ar staðreyndir. Hygg ég þó að litlu skakki, svo vönd-
uð virðist bókin vera. Smávægilegar misfellur rak ég
mig þó á. Eru ekki ,,tófuhvolpar“ venjulega kallaðir
,,yrðlingar“? Aðalmannsvatn er víst bara eitt og því
eru það vafalaust pennaglöp af hafa vatnið í fleirtölu.
Eitthvað kemur mér spánskt fyrir sjónir ef Stóri-
sandur byrjar við Ströngukvísl og Blönduvöðin
gömlu inn á þá leið hélt ég að væru horfin í lónið
mikla. Þetta eru smámunir og varla við öðru að búast
í jafnstóru verki.
Höfundum, Lýtingum og raunar Skagfirðingum
öllum óska ég til hamingju með þessa miklu og
merkilegu byggðasögu.
Metnaðarfull byggðasaga
Sigurjón Björnsson
Bækur
Byggðasaga
Ritstj. og aðalhöfundur: Hjalti Pálsson frá Hofi.
Höfundar efnis: Hjalti Pálsson, Egill Bjarnason,
Rósmundur Ingvarsson. 527 bls.
Sögufélag Skagfirðinga, Sauðárkróki, 2004,
Byggðasaga Skagafjarðar, III.bindi, Lýtingsstaðahreppur
Hjalti Pálsson
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. desember 2004
Hljóðbókin Graf-
arþögn er eftir
Arnald Indriða-
son. Sigurður
Skúlason leikari
les.
Mannabein
finnast í grunni
nýbyggingar í út-
jaðri Reykjavíkur
og líkur benda til að glæpur hafi ver-
ið framinn. Beinin virðast nokkurra
áratuga gömul og sérfræðingar eru
fengnir til að grafa þau upp en sam-
tímis hefur lögreglan leit að fóki sem
gæti vitað eitthvað um málið. Er-
lendur, Sigurður Óli og Elínborg,
sem lesendur þekkja úr fyrri bókum
höfundar, eiga erfitt verkefni fyrir
höndum en smám saman skýrist
myndin; fortíðin er grafin upp úr
moldinni, upp úr gömlum pappírum,
upp úr fylgsnum hugans – og brotin
raðast saman í helkalda, óvænta
harmsögu.
Útgefandi er Hljóðbók.is. Bókin
er um sjö og hálf klst. að lengd. Til-
boðsverð kr. 3.490.
Nýjar bækur
Valin Grimms-
ævintýri eru
komin út á
hljóðbók. Þor-
steinn Thor-
arensen les eig-
in þýðingu.
Hér kennir
margra grasa
eins og heiti
sagnanna sýna: Froskakóngurinn
eða Járn-Hinrik, Spunakerling-
arnar þrjár, Slöngulaufin, Úlf-
urinn og kiðlingarnir sjö, Rusl-
aralýður og Garðabrúða,
Rauðhetta, Undarlega átveislan,
Þrastarskeggur kóngur, Brima-
borgarspilararnir, Skraddarinn í
himnaríki, Snillingurinn Hans,
Kerlingin Gríður og Brúðkaup
lafði Lágfótu.
Útgefandi er Hljóðbók.is. Hljóð-
bókin er um 120 mínútur að lengd.
Verð kr. 1.990.
Sitji Guðs englar er eftir Guðrúnu
Helgadóttur í leikgerð Illuga Jök-
ulssonar.
Í leikritinu segir frá daglegu lífi
barnmargrar
sjómanns-
fjölskyldu í sjáv-
arþorpi fyrir
fimmtíu árum.
Með helstu
hlutverk fara:
Rúrik Haralds-
son, Þóra Frið-
riksdóttir, Edda
Heiðrún Bach-
mann, Brynhildur Guðjónsdóttir,
Gunnur Þórhallsdóttir, Eyþór
Rúnar Eiríksson, Davíð Steinn
Davíðsson, Sigríður María Egils-
dóttir og Valdimar Örn Flygen-
ring. Stefán S. Stefánsson samdi
tónlistina. Leikstjóri er Hallmar
Sigurðsson.
Útgefandi er Hljóðbók.is. Hljóð-
bókin er um 140 mínútur að lengd.
Verð kr. 1.999.
Sálmurinn um
blómið er eftir
Þórberg Þórð-
arson, í leikgerð
Jóns Hjart-
arsonar.
Þórbergur
Þórðarson hófst
handa við það
upp úr 1950 að
rita „sanna sögu“ um „minnstu
manneskju á Íslandi“. Afraksturinn
varð „Sálmurinn um blómið“; ein
frumlegasta bók sem gefin hefur
verið út á íslensku. Sagan varpar
ljósi á samskipti Gvuðs, Sobbegga
afa og Lillu Heggu, íslenskt sam-
félag eftirstríðsáranna og tak-
markalausa sannleiksleit persón-
anna, sem er einlæg og fyndin í
senn.
Með helstu hlutverk fara Jón
Hjartarson, Álfrún Örnólfsdóttir,
Þorsteinn Gunnarsson og Anna
Kristín Arngrímsdóttir. Tónlistin
er eftir Úlf Eldjárn og leikstjóri er
María Reyndal.
Útgefandi er Hljóðbók.is.
Hljóðbókin er um 119 mínútur að
lengd. Verð kr. 1.999.
EINS og við vitum er ekki hlaupið að því að
breyta uppeldi barnanna okkar. Umhverfið allt er
gegnumsýrt af hinum hefðbundnu kynjahlut-
verkum, í skólanum, á heimilinu, og ekki síst í
sjónvarpinu og í barnabókunum. Og þótt fólk sé
allt af vilja gert til að koma eins fram við öll börn-
in sín, þá er eitthvað sem ósjálfrátt fær okkur til
segja að stelpur séu sætar og strákar séu stórir
og sterkir. Sem þeir og eru, en þeir eru líka sætir
og stelpur eru líka sterkar.
Kajsa, dóttir höfundar, sagði pabba sínum að
prinsessur gætu ekki skylmst, bara gift sig og
eignast börn. Því reyndi pabbinn að kippa í lag
með þessari bók. Og þessa bók fíla ég, því hér er
litlu sætu stelpunum okkar leyft að vera bleikum
ef það er það sem þær vilja. Það þýðir alls ekki að
smáatriðum leiða þær út fyrir frásögn-
ina sjálfa, um leið og þær styrkja hana
og efla. Þegar stóri drekinn er að spúa
eldi felur prinsesssan sig á bakvið
stein, en rekur um leið sverðið sitt
fram með pylsu á endanum sem hún
notar tækifærið til að grilla. Frábært!
Á saurblöðunum er skærbleik mynd af
prinsessunni með kórónuna á höfðinu í
fullum hnefaleikabúningi, til í slaginn.
Þessi mynd segir afskaplega mikið og
hana ætti að hengja upp í herbergi
hverrar einustu lítillar prinsessu.
Svona gera prinsessur er tilvalin
gjöf handa öllum litlum börnum. Hún
er fyndin og skemmtileg, um leið og
hún vekur þau til meðvitundar um það
að þau megi vera eins og þeim sýnist og að hlut-
irnir þurfi alls ekki að vera eins og þeir hafa alltaf
verið. Það eru góð og þörf skilaboð.
þær geti ekki verið sterkar, staðið
á sínu og gert nákvæmlega allt
það sem bláklæddu strákarnir
okkar gera. Í stað þess að steypa
bæði kynin í sama mót, eigum við
að leyfa þeim að njóta sín um leið
og við hvetjum þau til sömu dáða.
Undirtónninn í bókinni er ynd-
islegur. Það skín svo sterkt í gegn
af hve mikilli væntumþykju hún
er skrifuð, ást og skilningi á lífi og
hugarheimi lítilla stelpna enda er
hún tileinkuð litlu prinsessum höf-
undar, þeim Kajsu og Minnu.
Bókin er eins konar hvatning og
gott veganesti fyrir þær út í lífið
skrifuð á þeirra eigin forsendum.
Í bleiku fötunum sínum með skartgripina og kór-
ónuna, eru þær mikilvægar, framsæknar, hug-
rakkar, ógnvaldar, bardagasnillingar, góðar og
sigurvegarar.
Myndirnar eru sérstaklega skemmtilegar og
mikill húmor í þeim. Með ýmsum vel til fundnum
Á sínum eigin forsendum
BÆKUR
Börn
Höfundur texta og mynda: Per Gustavsson. Þýðing:
Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir. 25 bls. Bjartur 2004.
Svona gera prinsessur
Hildur Loftsdóttir
BIRTA er tólf ára, að verða þrettán, og hefur nýlega
eignast marga nýja vini sem hún vill alltaf vera með.
Hún er nýbyrjuð með strák en er grútfeimin við
hann, hún er réttsýn og greind en þorir ekki að
standa á sannfæringu sinni gagnvart vinahópnum
þegar þau lenda í vandræðum. En þó að vinirnir séu
mikilvægir er skrýtinn og skemmtilegur afi hennar
besti vinur hennar og til hans getur hún leitað í vand-
ræðum sínum. Með hans hjálp kemst hún að því að
best sé að vera sönn og sjálfri sér samkvæm. Þessi
megin efnistök skáldsögunnar eru vel gerð auk þess
sem sagan er spennandi og kafað er í tilfinningar að-
alpersónunnar í einlægni sem fær aukna dýpt með
innskotum úr dagbók hennar.
Draumey Aradóttir hefur áður
gefið út bókina Þjófur og ekki þjófur
þar sem sömu persónur voru á ferð,
aðeins nokkrum mánuðum fyrir at-
burðina sem gerast í þessari bók.
Þar var Birta bernskumegin við
mörk unglingsáranna því að þótt
leysa þyrfti vandamál sveif leikur og
áhyggjuleysi yfir vötnum. Í nýju
bókinni ber svo við að áhyggjur og
einmanaleiki unglingsáranna eru
sterkasta aflið og meira reynir á
stelpuna að leysa málin með hugviti
sínu og innsæi. Krakkahópnum er
treyst til þess að fara í útilegu á
Vestfjörðum í þrjár nætur án eftir-
lits og er sú ferð þroskastökk fyrir Birtu. Hún er eðli-
leg og raunsæ en í lok nokkurra daga ævintýris verð-
ur hún þó of fær í að greina tilfinningar sínar miðað
við ungan aldur. Þetta tengist öðrum galla á sögunni;
höfundur tekst á við það vandasama verk
að setja sig inn í síbreytilegan hugarheim
unglingsins en tekst ekki alls kostar að
halda sig við hin viðkvæmu mörk æsku og
unglingsára. Að sumu leyti er Birta
óvenju þroskuð og ábyrgðarfull en að
öðru leyti er hópurinn í heild sinni óvenju
saklaus þegar þau fara ein í útileguna. Til
viðbótar er aukapersónan Saga heldur
ótrúverðug þar sem hún er of einsleit til
að vekja nokkra samúð og skrýtið að hafa
undirtitilinn helgaðan henni, jafnvel þótt
hún valdi svo miklu róti á ferðalagi vina-
hópsins.
Ofangreindir gallar eru samt sem áður
minni háttar þegar bókin er skoðuð í heild
því upp úr stendur góð persónusköpun
aðalpersónunnar og vina hennar og spennandi at-
burðarás sem líklegast heldur föngnum um það bil
tíu til þrettán ára krökkum.
Leit að sjálfsmynd
BÆKUR
Unglingaskáldsaga
eftir Draumeyju Aradóttur.
Myndir eftir Halldór Baldursson.
203 bls. Fjölvi, Reykjavík 2004
Birta
draugasaga
Hrund Ólafsdóttir
Draumey Aradóttir