Morgunblaðið - 14.12.2003, Blaðsíða 4
S
tuðmenn. Ball. Döh…
Mér finnst að mann eigi að fá að ráða hvað mann gerir þegar mann
er fluga.
En ókí... fór á Stuðmannaball á Nasa en þegar ég sagði mömmu að ég væri
að fara fékk hún flog og ætlaði að koma í bæinn til að mæta með mér en ég
hélt nú ekki, fer ekki á ball með svona eldri sveitaballadrottningu með sítt
ljóst og liðað hár eins og hún hafi verið fryst þegar Stuðmenn voru fattaðir
upp og pabbi er ekkert betri, Stuðmannaóður og þegar hann dettur í
það spilar hann plöturnar þeirra alla nóttina svo það má segja að þau
tvö séu með allt á hreinu varðandi Stuðmenn og mamma kallar Egil
Ólafsson „sexiest man alive“ (kynþokkafyllsti maður í heimi) eftir að
hún sá hann einu sinni á götu þegar hún kom í bæinn og það er það
merkilegasta sem fyrir hana hefur komið og ætti því ekki að vera erfitt
að sjá hvers vegna mann er með netta fóbíu fyrir þessu liði.
En mér finnst Ragga Gísla flott og á ballinu var hún í ógeðslega töff
rauðum kjól úr köflóttu skotapilsaefni, en sko... þó að ég hafi verið ýkt
neikvæð gagnvart skallakallinum Agli, verð ég að viðurkenna að hann
hefur rosa rödd og rosa sviðsframkomu og er eiginlega ekki beinlínis
ömurlegur og áður en ég og vinkona mín vissum vorum við farnar að
dansa og við dönsuðum næstum allt ballið, nema þegar við þurftum að
fara á klóið þar sem við lentum í biðröð og svo kom kona og ruddist fram-
fyrir biðröðina og stökk inn á næsta klóbás sem opnaðist og vá! hún bara
hreinsaði út úr meltingargámnum, lokaði ekki einu sinni hurðinni og ómí-
god (guð hjálpi mér (Mogginn vill hafa íslensku)) hún var sko örugglega orð-
in sextíu og eitthvað, ég meina, hún var gömul... svo er alltaf verið að tala um
að unga fólkið sé glatað en þetta var sko glataðasta manneskjan á þessu balli
þótt þarna væri fólk á öllum aldri og við sáum Hallgrím Helgason rithöfund
og þekktum hann á hattinum og líka kallinn sem er í morgunsjónvarpinu á
Stöð 2, held að hann heiti Fjalar... allavega kall sem var alveg eins í framan.
Ballið var ýkt skemmtilegt og ég sé það alveg fyrir mér að á jólunum sitji öll
fjölskyldan og spili Stuðmannadiska.... djísús (jesúsminn)... vantar bara stuð-
mannaspilið Tívolí á markaðinn til þess að við verðum fullkomin jólafjöl-
skylda sem er hægt að smella óstyttri inn í ameríska bíómynd.
Eftir Stuðmannaballið var svo bara að bíða eftir tónleikunum með Muse
og á meðan var ég að velta því fyrir mér hvort ég myndi sjá Jónsa í svörtum
fötum þar svo ég geti strax byrjað að staðna eins og mútta og þurfi ekki að
eyða meiri tíma í að leita að ástæðu til þess þar sem markmiði lífsins sé náð og
svo segi ég barnabörnunum mínum frá mómentinu þegar Jónsi er orðinn
sköllóttur.
En það var nú hægt að skemmta sér við fleira eins og fréttir af því hvað ís-
lenska löggan er ákveðin í að standa sig vel maður, snýr bara heilum flokki af
nojurum við á punktinum, gefur þeim vink á bossann strax í flugstöðinni og
sendir þá aftur heim. En ekki hvað? Vita Norðmenn ekki að það stendur í
stjórnarskránni að þeir megi ekki sjá Gullfoss og Geysi, sérstaklega ekki þeir
sem hafa átt mótorhjól?
Svo kom hinn langþráði miðvikudagur! Muse í Laugardalshöllinni!
Jessss!
Þvílík hljómsveit, þvílíkt rokk, þvílík hreinsun, rétt eins og mann hafi verið
látinn laxera og það nötraði allt undir fótunum á manni, inni í manni, utan á
manni, skjálfti á við 7,2 á richter sem er býsna gott kikk ef mann sé í óbyggð-
um, annars ekki og hvað er svosem inni í manni annað en endalausar óbyggð-
ir sem mann er alltaf að villast um?
Þekkti rosa marga á Muse en sá ekki Jónsa eða aðra fræga en það var allt í
lagi vegna þess að músíkin var svo wild (óheft) að mann hefði getað hlustað
alla nóttina og það er alveg á hreinu að gítarleikarinn þeirra er langflottastur,
flottari en allir Jónsar heimsins og allir gítarleikarar heimsins, það má sko
þræða þá tíu og tíu saman á kippu og reyna að selja manni á 99,99 en nei
takk, ekki eftir að mann hefur tekið Muse í æð og ég er ógeðslega fegin að ég
á alla diskana þeirra og ætla sko að skáka pabba með þeim í jólafríinu.
Kom alsæl heim og kveikti á sjónvarpinu og þá var Jay Leno að klárast og
söngkonan Alicia Keys með númer og tíu svarta gaura í hljómsveit og bak-
röddum en hún söng ekki Tíu litla negrastráka – sem manni hefði nú þótt
viðeigandi. flugan@mbl.is
Berglind Ósk Guðgeirsdóttir, Þórður Ingi
Guðmundsson,Elísabet Agla Stefánsdóttir,
Björt Sigfinnsdóttir og María Þórðardóttir.
M
or
gu
nb
la
ði
ð/
Þ
Ö
K
L
jó
sm
yn
di
r:
Þ
Ö
K
Gestir á útgáfuhátíð Bergljótar.
Rangt var farið með nafn í
myndatexta í síðasta Tíma-
riti Morgunblaðsins, mynd-
in er því birt aftur með
réttum texta. Beðist er vel-
virðingar á þessum mistök-
um. Á myndinni eru Páll
Bragi Kristjónsson, Þóra
Hallgrímsson, Björgólfur
Guðmundsson og Stefanía
Pétursdóttir. Myndin er
tekin á frumsýningu mynd-
ar Hrafns Gunnlaugssonar,
Opinberun Hannesar.
Nasaball og Músumúsík
FLUGAN
Vanessa Martinetti,
Kirstín Rasmussen og
Svava Marin Ósk-
arsdóttir.
Alexandra Jóns-
dóttir, Olga Ósk Ell-
ertsdóttir, Hildrí
Hilmarsdóttir, Anna
Karen Þórodds-
dóttir og Ellen Erla
Egilsdóttir.
HÉR OG ÞAR Tónlist og bækur einkenna uppá-
komur á aðventunni. Muse spilaði á tónleikum
í Laugardalshöllinni og Bergljót Arnalds hélt
útgáfuhátíð í tilefni nýrrar bókar sinnar, Gralli
Gormur og litadýrðin mikla.
„sá ekki Jónsa eða aðra fræga en það var allt í lagi vegna þess að músíkin var svo wild (óheft)“
Matthías Kristinsson og
Einar Bragi Jónsson.
Irma Erlingsdóttir, Áshildur Har-
aldsdóttir og Spessi ljósmyndari.
L
jó
sm
yn
di
r:
E
gg
er
t
Bergljót
Arnalds.
4 | 14.12.2003