Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 31
14.12.2003 | 31 Þ ótt bæði séu margfalt vanari því að vera í sæti spyrjandans en þess semspurður er, er auðheyrt að bæði eru þau í senn miklir sagnamenn ogþrautþjálfað fjölmiðlafólk. Það er þó ekki hið eina sem þau eiga sam-eiginlegt, heldur einnig óhrekjandi ást á landinu sem þau hafa aldrei búið í, landinu sem þau kalla land feðra sinna, Íslandi. Magnús Magnússon þekkja flestir Íslendingar sem „íslenska sjónvarpsmanninn frá Bretlandi“ og minnast eflaust fjölda sjónvarpsþátta sem hann gerði um Ísland á vegum bresku sjónvarpsstöðv- arinnar BBC. Bretar þekkja hann sem Magnus Magnusson, stjórnanda Mastermind- sjónvarpsþáttanna, sem nutu fádæma vinsælda og gerðu hann landsfrægan. Sally er hins vegar best þekkt á Íslandi sem „dóttir Magnúsar Magnússonar“. Í Bretlandi er hún þekkt andlit á BBC-sjónvarpsstöðinni þar sem hún hefur starfað árum saman, nú síðast sem fréttakona á BBC í Skotlandi, þar sem hún er alin upp. Þau búa nálægt hvort öðru skammt norður af Glasgow, í kyrrð sveitasælunnar og skjóli gróinna skoskra hæða. Skosku fjöllin, sem minna mikið á hin íslensku, eru úr sjónmáli í þessum hluta landsins, en blár himinninn og bítandi kuldinn á þessum bjarta vetrardegi eru langt frá því framandi. Magnús heilsar á móðurmálinu: „Vertu velkomin,“ og ég er ekki frá því að ég greini eftirvæntingu í hljómmikilli röddinni enda kemst ég að því síðar að hann fagn- ar hverju tækifæri sem gefst til þess að tala íslensku. Sally birtist innan stundar, bros- mild og stelpuleg, en ef til vill eilítið skömmustuleg á svip þegar hún heilsar á ensku. Síðar kemst ég að því að íslenskan hennar er langtum betri en hún vill vera láta og býður mér í grun að þar sé um að kenna metnaði hennar til að gera allt ofurvel. Sally virðist vera ein af þeim sem geta allt. Og meira að segja allt í einu. Hún er í fullu starfi hjá BBC, skrifar bækur í frístundum og er fimm barna móðir. Hún hefur nýlokið við bók þar sem segir frá sögulegu ferðalagi þeirra feðgina til Íslands. Það er bókin, Draumurinn um Ísland, sem dregur mig á fund þeirra. Frá því Sally man eftir sér hefur hún fengið að hlusta á sögur föður síns af hinu sér- stæða landi, Íslandi, og af víkingum, vættum og huldufólki. Áður en hún fékk sjálf tækifæri til að lesa Íslendingasögurnar hafði hún heyrt flestallar þeirra af munni föð- ur síns, sem með frásagnargáfu sinni hefur eflaust gætt persónur þeirra lífi og málað landslag og umbúnað sterkum litum. A.m.k. kveikti hann áhuga dóttur sinnar, sem núorðið þekkir sögu og menningu landsins betur en margur sem alíslenskur er. Auk Íslendingasagna fékk Sally að kynnast sögu forfeðra sinna á Íslandi, bæði hjá föður sínum og móðurömmu sinni, Ingibjörgu Sigurðardóttur, sem bjó í Edinborg með eiginmanni sínum, Sigursteini Magnússyni. Munnmælasögur milli kynslóða Saga móðurættarinnar frá Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu gekk í munnmælum milli kynslóða í ætt sem bjó yfir einstæðri sköpunargáfu. Óumflýjanlega hefur sagan um Laxamýri eflaust batnað í hvert skipti sem hún var sögð enda var svo komið að Sally grunaði að hún væri goðsögn en ekki sannleikur. Þá var bara að komast að hinu sanna. Sally tókst að fá föður sinn til að koma með sér til Íslands og rannsaka slóðir og sögu forfeðranna. Auk Laxamýrarættarinnar ætluðu þau sér að komast á snoðir um föðurætt Magnúsar, ætt Sigursteins Magnússonar frá Akureyri. Sally segir að eftir því sem hún óx úr grasi hafi hún farið að velta því fyrir sér hvaða hluti fjölskyldusagnanna væri sannur og hvað af þeim væri uppspuni. „Sögurnar voru hrífandi en, eins og pabbi myndi fúslega viðurkenna, nokkuð gloppóttar,“ segir Sally. „Hann er mikill sögumaður, en maður komst ekki hjá því að hugsa hvort þær væru sannar. Og mikið rétt …“ bætir hún við og skellir upp úr og gefur í skyn að goðsögnin um Laxamýri hafi ekki reynst algjörlega sannleikanum samkvæm. „Og mikið rétt …“ tekur Magnús hlæjandi undir með dóttur sinni. „En Laxness sagði nú reyndar að því dýpra sem menn köfuðu í sagnfræðina því nær kæmust þeir sannleikanum. Og lítið ber nú á milli sagna og sagnfræði, aðeins fáeinir bókstafir. Sjálfur er ég sagnamaður, ekki sagnfræðingur,“ segir hann glaðlega en ákveðið. „En það sem ég naut hvað mest við þessa ferð var að fyrir mína parta var þetta al- veg jafnmikil ferð uppgötvana eins og fyrir Sally,“ heldur Magnús áfram eftir smáum- hugsun. „Ég hafði nærst á skáldskap og þjóðsögum, fjölskyldusögurnar urðu sífellt betri því oftar sem þær voru sagðar, svo að það gladdi mig mjög að komast að hinu sanna um uppruna minn, uppruna móður minnar og föður.“ Sally bendir á að Laxamýri hafi ekki verið eina ástæðan fyrir ferðalaginu. „Laxa- mýri var fremur eins konar dyragátt að Íslandi,“ útskýrir hún. „Sagan um Laxamýri var það sem kom mér á staðinn vegna þess hve áhrifarík og margbrotin hún er auk L jó sm yn d: D er ek P re sc ot t FEÐGIN Á SLÓÐUM FORFEÐRANNA Eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.