Morgunblaðið - 14.12.2003, Síða 40

Morgunblaðið - 14.12.2003, Síða 40
40 | 14.12.2003 Oft getur verið erfitt að velja í pakkann, sérstaklega handa þeim sem „á allt“ ogvangaveltur vegna einnar gjafar geta tekið marga daga. En stjörnumerkin búayfir margvíslegum eiginleikum sem hafa má í huga við jólainnkaupin. Hrútur, Ljón og Bogmaður eru eldsmerki, þau eru skapandi og búa yfir miklum krafti. Eldsmerkin eru hrifin af kertum, hlutum sem hægt er að kveikja upp í og öðru sem ýtir undir sköpunarkraft og eykur lífsorku. Jarðarmerkin eru Naut, Meyja og Steingeit. Hagsýni er eitt einkenni þeirra, svo þau eru hrifin af hlutum með notagildi, til að mynda stórum innkaupatöskum (ráp- tuðrum). Plöntur, kristallar, skrautsteinar og þægileg föt koma líka til greina. Loftmerkin eru Tvíburi, Vog og Vatnsberi. Þau stunda hugar- leikfimi af kappi og eru hrifin af hlutum sem „hreinsa loftið“, svo sem bjöllum, slagverki, reykelsi og ilmblöndum með þurrk- uðum blómum og kryddi. Vatnsmerkin eru Krabbi, Sporðdreki og Fiskar. Þau laðast að því sem nærir og flæðir, bað er eitt dæmi, og öllu sem viðkemur vatni. Brunnar og hvaðeina sem róar og eflir ímyndunar- aflið er viðeigandi. Líka litað gler. Hrútur Hattar, íþróttabúnaður, hrað- skreiðir hlutir. Allt frá málmdóti, skotfærum og vélum til fínna eyrnalokka, silfurbúnaðar og ryksugu. Eitthvað nýtt; hlutir sem Hrúturinn er fyrstur til að eignast. Litir Hrútsins eru eldrauður, gylltur og dimmblár. Málmur Hrúts- ins er járn og skrautsteinn hans demantur. Börn í Hrúts- merkinu vilja leikföng sem gefa frá sér hávær hljóð eða smelli, trommusett og leiki sem fela í sér hreyfingu og framkvæmdir. Naut Eitthvað nógu einfalt, fábrotið og vandað. Nudd, útivistarbúnaður eða mjúkur trefill. Heilsukoddi er einn möguleiki þar sem Nautið á til að geyma spennu í hálsi og öxlum. Töskur og veski. Spameðferð. Gott súkkulaði, garðáhöld, plöntur. Bómull og ull. Fyrir börn í Nautsmerkinu má hugsa sér sparibauk, ríkisskuldabréf eða eitthvað annað til þess að safna. Skrautsteinn Nautsins er smaragður og málm- urinn kopar. Litir Nautsins eru sterkblár, appelsínugulur og gulur. Tvíburi Hanskar eða bók. Áskrift að fræði- eða glanstímariti. Penna- og blýantssett. Segulband, hljóðbók, bréfsefni. Uppflettiviska og þrautir. Hringir, naglasnyrtisett, símar, útvörp eða eitthvað fyrir bílinn. Skrautsteinn Tvíburans er agat og litirnir ljós- gulur, blágrár og fjólublár. Fyrir barn í Tvíburanum má velja alfræðibók eða fram- haldsbækur eins og Harry Potter- og Narníu-bækurnar. Eða þá tölvu eða tölvuleiki. Krabbi Myndir, dót með tilfinningagildi, forngripir. Matreiðslubækur, eldhúsáhöld, matreiðslunámskeið. Gjafabréf á veitingahús. Vökvunarkanna, garðbúnaður eða væmið kort. Eitthvað matarkyns, sérstaklega heimatilbúið. Hlýr, loðinn náttkjóll eða inniskór. Skrautsteinn Krabbans er perla og málmurinn silfur. Litir Krabbans eru gráir tónar og grænn. Handa litlum Krabba má hugsa sér smákökuform, merkta bolla eða diska. Íþróttahanskar og derhúfa koma líka til greina. Veiðidót, kerrur, safngripir, dúkkur og tuskudýr. Eða eitthvað fyrir herbergið. Ljón Sólúr. Púði eða stóll sem styður við bakið. Nudd eða spameðferð. Súkkulaði, gullskartgripur eða eitthvað fágað, svo sem kveikjari eða úr. Ekki er verra að láta grafa upphafsstafi viðkomandi á gjöfina. Eitthvað alveg sérstakt; sýnishorn af eð- alkonfekti eða flaska af árgangskampavíni. Skrautsteinn Ljónsins er rúbín og málm- urinn gull. Litir Ljónsins eru appelsínugulur, rauður, fjólublár og gylltur. Handa Ljónsbörnum má hugsa sér leiki og leikföng, eitthvað skemmtilegt sem hægt er að deila með öðrum. Meyja Hillur, hirslur með hólfum. Handverkfæri, föndurdót og tómstundabúnaður. Landa- og vegakort, bækur um jurtir, náttúrulækningar, garðrækt eða lífríkið. Eitt- hvað handa gæludýrinu eða fyrir vinnuna. Dagatal, krossgátur, ávextir og te. Skraut- steinn Meyjunnar er safír og litir dökkblár, dökkgrár og brúnn. Fyrir barn í Meyj- armerkinu má velja vísinda- eða byggingadót. Eitthvað til þess að setja saman og velta fyrir sér. Alfræðibækur og bækur sem brjóta til mergjar. Vog Reykelsi. Skrautmunir fyrir heimilið. Sætindi. Sparisápur, -olíur og -húðkrem. Te. Eitthvað til þess að deila með makanum. Listmunir, tónlist, vindbjöllur, mál- aradót. Blóm, glermunir, fuglar. Leikhús- eða tónleikamiðar. Skrautsteinn Vogarinn- ar er ópal og málmurinn kopar. Litirnir eru mjúkir og ljósir, past- ellitir. Börnum í Vogarmerkinu líka leikir með vinum og félögum, fallegt bréfsefni, listmunir, tónlist og danstímar. Sporðdreki Ráðgátur og flækjur. Leikir um ráðsnilld og herkænsku. Baðsölt. Tarot-spil, háfleygt lesefni og nám- skeið. Vélar og tæki sem mæla og prófa. Kynþokkafullir sloppar og undirföt. Krydd. Myrkt yfir- bragð. Skrautsteinn sporðdrek- ans er tópas og litirnir skærgul- ur, blóðrauður, appelsínugulur, vínrauður og fjólublár. Sporðdrekabörn eru forvitin og una sér vel með efnafræðisett eða töfra- kassa og gátur og leiki. Eitt- hvað sem hægt er að taka í sundur fellur ávallt í kramið. Bogmaður Heimspekilegt og hvetjandi lesefni. Ferða- handbækur og -búnaður. Eitthvað útlenskt. Bogmað- ur hefur áhuga á tísku, mat og fjölbreytileika heimsins. Fjallgönguskór, bakpokar og útivistargræjur. Lykt af kryddi og greni. Hestar og hestamennska. Íþróttadót. Skrautsteinn Bogmannsins er túrkis og málmurinn tin. Litirnir eru dimm- fjólublár, dimmblár, sægrænn. Fyrir börnin: Hjólreiðar og hestbak. Ævintýra- og ferða- bækur. Steingeit Úr og klukkur. Leirmunir. Leður. Forngripir og sögulegir hlutir. Skjalataska. Skrifborð. Bækur um sögu og bygging- arlist. Skrautsteinn Steingeitarinnar er granat og litirnir skógargrænn, dumbrauður, brúnn, svartur og dökkfjólublár. Fyrir litlu Geiturnar má hugsa sér hnéhlífar, kubba, Lego-dót. Kennsluleikir fyrir tölvur. Vatnsberi Tæknidót. Vísindaskáldskapur. Óvenjulegir, fágætir hlutir. Aukabúnaður fyrir bíla eða tölvur og tónlistargræjur. Ökklabönd. Skrautsteinn Vatnsberans er blá- kvarts. Litir hvítur, skærblár, ljósgulur og grænn. Börn í Vatnsberanum hafa áhuga á vísinda- og geimdóti, sjónaukum, smásjám, tölvubúnaði, leikjum, tæknibúnaði og græjum. Fjarstýrð leikföng og bílar. Fiskur Eitthvað fyrir ímyndunaraflið. Hlýir sokkar eða inniskór. Sloppur. Tónlist. Kvikmyndir. Listmunir. Veiðigræjur. Myndavél og myndir. Kerti, ilmvatn, eitthvað rómantískt. Gosbrunnur. Svæðameðferð, fótsnyrtidót eða hvaðeina fyrir bað og fæt- ur. Dulrænt lesefni og frumspeki. Mjúkur koddi, ábreiða, náttföt. Kaffivél, gæðakaffi og -te. Skrautsteinar Fisksins eru mánasteinn og blóðsteinn. Litir eru sægrænn, silf- urlitur, ljós- og dökkfjólublár. Fyrir yngri Fiska má hugsa sér fiskabúr og baðleikföng. Eða fantasíur og rómantísk ævintýri. Gjafir má velja með hliðsjón af sólarmerki, rís- anda og tungli. Þeir sem fæðast að kvöldlagi eru sagðir bera talsverðan keim af tungl- merki líka. Hægt er að búa til stjörnukort á stjornuspeki.is og astro.is ef fæðing- ardagur og fæðingartími eru fyrir hendi. www.north-node.com HORFUM TIL HIMINS Vandi er að finna gjöf handa þeim sem á allt en mismunandi eiginleikar stjörnumerkjanna gætu hjálpað við jólainnkaupin Naut Meyja Vatnsberi Steingeit Hrútur Sporðdreki Fiskur Ljón Vog Tvíburar Bogmaður Krabbi JÓLAPAKKINN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.