Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 14.12.2003, Qupperneq 42
42 | 14.12.2003 Ung kona hafði samband ogsagðist vera í standandi vand-ræðum með hvar hún ætti að verja jólunum. „Ég er í sambúð og er nýbúin að eiga mitt fyrsta barn. Hingað til hef ég alltaf verið heima hjá mömmu minni, sem er einstæð, á aðfangadagskvöld en maðurinn minn heima hjá fjölskyldu sinni, svo höfum við hist seinna um kvöldið. En nú eigum við fjögurra mánaða barn og bæði mamma og tengdaforeldrar mínir vilja hafa barnið hjá sér á aðfangadagskvöld (þetta er eina barnabarnið á báðum stöðunum). Mér finnst raunar að barnið, sem er brjóstabarn, sé svo lítið að það eigi að fylgja mér, móður sinni. Maðurinn minn segir hins vegar að konan eigi að fylgja manni sínum – en ég vil ekki að mamma sé ein á jólunum, og hún vill vera heima hjá sér. Um þetta erum við að þrasa af og til, engin niðurstaða komin í málið og jólin nálgast.“ Ekki er það efnilegt! Og þó, ýmsir möguleikar eru fyrir hendi. Í fyrsta lagi getið þið skipst á að fara með barnið til fjölskyldnanna sín hvor jólin. Í öðru lagi getið þið farið saman og heimsótt bæði heimilin á aðfangadagskvöld – borðað á öðru heimilinu en tekið upp pakkana á hinu. Einnig er til fræðilega sá möguleiki að mamma þín, þið og tengdafjölskyldan sláið ykkur saman á aðfangadagskvöld og þetta verði reglu- leg stórfjölskyldujól, til skiptis á heim- ilunum. Þið getið líka ákveðið að vera tvö ein heima með barnið ykkar á jól- unum og loks getið þið pantað ykkur miða til Kanaríeyja og varið þar jól- unum og losnað þannig við að velja. – Hinn frægi dómur Salómons var sögu- leg og táknræn lausn, dæmisaga um hvernig á að taka af allan vafa, en hræðilegur var hann. (Tvær konur sögðust eiga sama barnið. Salómon vildi helminga barnið en þá gaf önnur eftir og þeirri konu dæmdi hann barn- ið). Jólin eiga ekki að vera vettvangur til að láta reyna á hverjum þyki vænst um hvern – þó sú verði stundum nið- urstaðan. Þá er hætt við að hlutaðeig- andi aðilar eigi ekki sérlega gleðileg jól. Auðvitað verður að finna lausn á þessu jólamáli sem dugir til langframa, annað býður upp á leiðindi. Ef hvor- ugur aðilinn vill gefa eftir þá verður að semja um lausn. Það er greinilegt að þið hafið bæði verið svo lánsöm að eiga gleðileg jól á æskuheimilum ykkar – annars mynduð þið varla sækja svona fast að halda þessum sið áfram. En einhvern tíma hafið þið verið lítil börn og foreldrar ykkar staðið í sömu sporum og þið nú. Væri óeðlilegt að horfast í augu við þá staðreynd að þið eruð ekki lengur bara sambýlisfólk? Þið eruð orðin þrjú og þar með fjöl- skylda. Lítill kjarni sem er að brjótast út úr gamla fjölskyldumynstrinu, tilbú- inn til að lifa sjálfstæðu lífi. Barnið ykkar mun vonandi í fyllingu tímans minnast jólanna sinna heima – kannski er því tímabært að þið slítið „jóla- böndin“ við æskuheimili ykkar og myndið sameiginleg jól með ykkar barni. En huga má að því að gleðja foreldra ykkar með heimsóknum seinna um kvöldið eða fá þá í heim- sókn til ykkar. Guðrún Guðlaugsdóttir Álitamál Hvar eigum við að vera um jólin, elskan mín? Stendur þú andspænis erfiðum aðstæðum? Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp möguleikum í stöðunni | gudrung@mbl.is Þetta er einkar fljótlegur réttur, sem hittir alltaf í mark. Líka góður sem forréttur. Setjið bara nokkrar skálar með vatni á borðið svo félagar ykkar geti skolað puttana. Ég set alltaf aðeins meira chili og passa upp á að hafa svo líka nóg af góðu, köldu hvítvíni í umferð. Handa 4 Góð ólífuolía biti af nýju engiferi á stærð við þumal, afhýddur og fínsaxaður 2 hvítlauksrif, afhýdd og fínt sneidd 2–3 ný rauð chili, fræin fjarlægð og belgirnir fínt sneiddir 450 g rækja í skel, skiljið endann eftir ef ykkur sýnist svo, eða um 250 g af skelflettri rækju 1–2 sítrónur, eftir smekk 1 hnefi flatblaða steinselja, gróft söxuð sjávarsalt og svartur, nýmalaður pipar 4 langar sneiðar af ciabattabrauði, ristaðar Setjið um 4 matskeiðar af ólífuolíunni á stóra, heita pönnu, ásamt engiferi, hvít- lauk, chili og rækjum. Látið stikna í um 3 mínútur, lækkið síðan hitann og kreistið safann úr sítrónu yfir. Bætið í steinselju og nokkrum skvettum af ólífuolíu. Hrærið saman og takið pönnuna af hitanum. Nú á að vera komin góð og bragðmikil sósa – smakkið á. Kannski þarf að bæta meiri sítrónusafa í. Saltið og piprið að smekk. Berið fram á brauðinu sem dregur í sig sósuna. Sæludagar með Jamie Oliver, PP-Forlag, 2003. Jamie Oliver Rækjur á ristuðu brauði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.