Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 3

Morgunblaðið - 01.02.2004, Side 3
1.2.2004 | 3 4 Flugan skrýddist flíkum frá sjöunda áratugnum og brá sér bæjarleið til að sötra kaffi í hófi hjá Aðalheiði í Kaffitári. 6 Birna Anna segir athyglisvert að meira að segja „ljótu konu“-hlutverkin í Hollywood séu frátekin fyrir fegurstu konur heims. 6 Lofar góðu Stefán Ingi Stefánsson sjúkraþjálfari setti á fót skrifstofu Barnahjálpar SÞ á Íslandi. 8 Púlsinn Rebekka Rán Samper dregur upp mynd af Katrínu Júlíusdóttur, þingmanni Samfylk- ingarinnar. 10 Styðja, styðja, cha, cha, cha Heiðar Ástvaldsson danskennari barðist fyrir því að fá dansinn viðurkenndan sem skyldufag í grunnskólum. 16 Konur eru gullnáma heimsins Félag kvenna í atvinnurekstri veitti Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, þakkarviðurkenningu fyrir að minna íslenskar konur á mikilvægi þess að konur gegni leiðtogastarfi. 18 Aðgengi að læknum: Stíflur í kerfinu Þótt óvíða í heiminum séu eins margar leið- ir opnar fyrir fólk til að komast til læknis, er biðtíminn oft óþarflega langur. 23 Straumar Með ýmis ráð í pokahorninu. Anna F. Gunnarsdóttir rekur alþjóðlegan útlits- ráðgjafaskóla og senn hampa níu ungar konur prófskírteinum þaðan. 24 Tíska Ellimerki og dökk föt vöktu athygli á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í Hollywood í vikunni. 26 Hönnun Ljóðræn skilaboð í ljósi. 27 Stjörnuspá Febrúarspá fyrir stjörnumerkin. 28 Matur og vín Ítalía sem ímynd fremur en fyrirmynd. 29 Jamie Oliver Bakaður þorskur með lárperu, rækjum, rjóma og osti. 29 Álitamál Guðrún Guðlaugsdóttir veltir upp nokkr- um hliðum á mannlegum málum. 30 Pistill Þorsteinn J. biður um sæmilega kröftuga greiningu á málum líðandi stundar, innan vallar sem utan, frekar en svona almennt orðað kjaftæði. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Margrét Sigurðardóttir margret@mbl.is, Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Golli hjá heimilislækni þriðjudaginn 27. janúar 2004. 24 26 16 Í fyrstu grein laga um heilbrigðisþjónustu segir að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðis- þjónustu sem á hverjum tíma séu tök á að veita til vernd- ar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. Í ljósi nið- urskurðar í þessum málaflokki á hverju ári undanfarið, og ekki síst núna, hlýtur að vera skákað í skjóli „takanna“ í umræddri lagagrein. Ella fremdu stjórnvöld lögbrot á um tuttugu þúsund manns á höf- uðborgarsvæðinu, sem ekki fá heimilislækni, og sama gilti um hjartasjúklinga, sem fá kast um helgar, ef sérhæfð bráðamóttaka verður bara opin á virkum dögum eins og nú er í ráði. Fleiri „hagræðingar“ mætti tína til sem sífellt auka á öryggisleysi sjúklinga og aðstandenda þeirra og ekki síður starfsmanna sjúkrahúsanna. Varla getur nokkur, sem fylgst hefur með fréttum síðustu misserin, velkst í vafa um að geðsjúkir eru mestu hornrekurnar í heilbrigðiskerfinu. Fjálglegt stát af hátækni íslenskra sjúkrahúsa er hjóm eitt í eyrum þeirra og annarra, sem ekki hafa fengið nauðsynlega aðhlynningu vegna sparnaðar; eru t.d. sendir heim allt of fljótt eftir aðgerð, veikjast á ný eins og oft verður raunin og þurfa þá að leggjast aftur inn. Aðstandendur sjúklinga hafa gjarnan á orði að maður þurfi að vera heilbrigður til að standa á réttinum til að fá fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á eins og lögin kveða á um. Kannski væru tökin betri ef viðskipta- og/eða hagfræðingum úr einkageiranum væri heitið kaupaukasamningum fyrir að koma skikki á reksturinn án þess að sjúklingar bæru skarðan hlut frá borði. Þetta síðasta er vitaskuld galgopaleg vangavelta um mál sem er dauðans alvara, en einhvern veginn snúa þau svona að mörgum, sem hafa þurft á heilbrigðisþjónustu að halda. Innan hennar virðist heilsu- gæslan hafa betri tök á málum samkvæmt grein Sigurveigar Jónsdóttur, Aðgengi að læknum – Stíflur í kerfinu, í Tímariti Morgunblaðsins. Þar er haft eftir lækningaforstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík og nágrenni að fólki sé sinnt – alltaf. vjon@mbl.is 01.02.04 10

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.