Morgunblaðið - 25.04.2004, Page 14

Morgunblaðið - 25.04.2004, Page 14
14 | 25.4.2004 Þ að var mikið um að vera í Borgarleikhúsinu þegar 21. nemendadagurBallettskóla Guðbjargar Björgvins var haldinn í vikunni. Tvær sýningar og ballerínurnar allt niður í 4 ára og já einn lítill ballett-strákur. Hver hópurinn á fætur öðrum kemur fram á sviðið, búningarnir í öllum regnbogans litum, allar með hárið í hnút í hnakkanum og fallegt hárskraut. Hreyfingarnar misliprar eftir aldri en þær sem hafa æft hvað lengst svífa um sviðið í takt við tónlistina. Stoltir foreldrarnir sitja úti í sal og bíða spenntir eftir að „mín“ eða „minn“ komi fram á sviðið, það heyrast smellir í myndavélum og mikið klappað eftir hvert dans- atriði. Yngstu nemendurnir reyna að sjá mömmu eða pabba til að veifa og gleyma þá kannski einu og einu spori, en það kemur ekki að sök heldur kallar bara fram bros á andlitum foreldranna. Það krefst mikils undirbúnings og skipu- lagningar að setja á svið sýningu af þessu tagi, baksviðs er heill her af mömmum sem aðstoða við að klæða í búningana, festa hnútinn aðeins betur og setja hár- skraut með tilheyrandi spennum og hárlakki. Það er búið að æfa stíft allan vet- urinn og mikill spenningur að fá loks tækifæri til að stíga á svið og dansa. Að lokinni vel heppnaðri sýningu færa foreldrarnir síðan „sinni“ ballerínu rós, ýmist bleika eða rauða að lit, enda fá allar alvöru ballerínur blóm sem þakklæti fyrir frábæra frammistöðu á sviðinu. 21. NEMENDADAGUR BALLETTSKÓLA GUÐBJARGAR BJÖRGVINS RÓS HANDA LITLUM BALLERÍNUM Ljósmyndir Kristinn Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.