Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.04.2004, Blaðsíða 25
Yfir Sahara með ástina í maganum Sólveig Guðmundsdóttir er Akureyringur í húð og hár. Norðlenski hreimurinn er enn greinanlegur eftir nær tuttugu ára búsetu í Frakklandi. En hvað lokkaði Akureyringinn yfir hafið, var það þráin um nýtt líf eða hin eilífa ástargyðja? Hún skellihlær og segist hafa lært frönsku í Grenoble í Frakk- landi eftir stúdentspróf. Franskar ástarörvar hittu stúlkuna loks í hjartastað er hún var flutt aftur til fósturjarðarinnar. Ungur Fransmaður á stuttu ferðalagi um landið heillaði Sólveigu upp úr skónum og úr varð ljúft ástarævintýri eins og þau gerast best. „Ég fylgdi síðan hjartanu út í heim. Við leigðum okkur bíl, keyrðum yfir Saharaeyðimörkina og lentum í ótrúlegum ævintýrum. Við giftum okkur er við snerum aftur til Frakklands og eig- um í dag dæturnar Önnu Þórdísi og Eriku sem eru 6 og 8 ára.“ – Hvernig hefur land ástarinnar tekið ís- lensku valkyrjunni? „Hún blómstrar, verður sí- fellt blíðari og meiri rómantíker,“ segir Sólveig hlæjandi og bætir við að það sé gott að búa í Frakklandi. – Finnst þér að konur eigi erfiðar uppdráttar í frönsku viðskiptalífi en karlar? „Nei, sér í lagi innan tískugeirans þar sem markaðslöndin eru alþjóðleg. Frakkar bera mikla virðingu fyrir konum, íslenskir karlmenn eru óheflaðir sam- anborið við franska kynbræður þeirra. Auðvit- að eru til klisjur um daður og dufl á Signubökk- um.“ Daðrið er list og þegar hún er iðkuð af þeim sem kunna er hún neistinn í samskiptum fólks, vill Sólveig meina. Íslenska valkyrjan hef- ur tekið ástfóstri við Frakkland og vill hvergi annars staðar vera. Jafnvel þótt stelpurnar hennar dreymi um norðurljós og lygnar vetrar- nætur á landi íss og elda. Hönnun: Steinunn Sigurðardóttir. Hönnun: Björg Pjetursdóttir. Hönnun: Ragna Fróða, Path of love. Hönnun: Ásta, Creative Clothes. Með stálvilja og þrautseigju hefur henni tekist að koma íslenskum hönnuðum á tískukortið. Engjateigi 5, sími 581 2141. M arg fald a›u punktana flína Punkta›u fla› hjá flér! 2M díla sem gefur 6,0 milljónir díla 4x digital a›dráttur 1,6” TFT litaskjár 16 MB skyndiminni Myndbandsupptaka án hljó›s AR220 FRÁ AOSTA STAFRÆN MYNDAVÉL Ver› mi›a› vi› 1000 punkta: 11.900 kr. Smásöluver›: 21.900 kr. Ver›gildi punkta: x10 H ám ark 1000 punktar á hvert tilbo› F í t o n / S Í A F I 0 0 9 1 7 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.