Morgunblaðið - 22.07.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 22.07.2004, Síða 1
M B -2 2- 07 -2 00 4- 1- 1- F O R S- 1- ha ra ld - ur - C M Y K STOFNAÐ 1913 198. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Líður best á Íslandi Selma Baldursson er leikari í Bonn í Þýskalandi | Menning 36 Íþróttir, Viðskipti og Úr verinu Íþróttir | Spennandi að leika gegn bestu þjóðum heims Alltaf fjölgar í hópi afreksmanna Viðskipti |Sársaukafullur tanndrátturSvipmynd af Þórði Má Jóhannessyni Úr verinu | Segir Íslendinga njóta ríkisstyrkja Bryggjuspjall DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, sagði á fréttafundi í ráðuneyti sínu í gær, að árásir og mannrán síðustu daga í Írak myndu ekki hafa áhrif á aðgerð- ir Bandaríkjastjórnar þar í landi. Sagði Rumsfeld að það byði hætt- unni heim að f́ara að kröfum hryðju- verkamanna þegar hann var spurður um afstöðu sína til þess að filipps- eysk stjórnvöld kölluðu aftur herlið sitt í Írak fyrr í vikunni til þess að bjarga lífi gíslsins Angelo dela Cruz. Sex mönnum til viðbótar var rænt í Írak í gær. Óþekktur, herskár hópur hafði til- kynnt síðdegis í gær að hann hefði sex vörubílstjóra í haldi, tvo Kenýu- menn, þrjá Indverja og einn Egypta, og hótaði að hálshöggva þá með þriggja sólarhringa millibili ef heimalönd þeirra hættu ekki stuðn- ingi sínum við innrásarherinn í Írak. Mannræningjarnir sögðust hafa varað alla þá við sem ættu viðskipti við „bandaríska kúreka-hersetulið- ið“, eins og segir í yfirlýsingu sem þeir sendu frá sér í gær. Heimalönd mannanna eru ekki í hópi þeirra sem mynduðu innrásar- herinn í Írak í fyrra. Sex gíslar teknir í Írak  Hernaðarmikilvægi/12 Washington. Bagdad. AP, AFP. BREYTINGATILLÖGUR allsherjarnefndar við frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald fjölmiðla voru samþykktar með 32 atkvæðum við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld. Fela breytingarnar í sér að engin lög um fjölmiðla verða sett á sumarþinginu og núgildandi lög falla brott. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Þriðja og síð- asta umræðan fer fram í dag og er gert ráð fyr- ir að frumvarpið verði afgreitt sem lög frá Al- þingi fyrir hádegi. Verður það þá sent forseta Íslands til staðfestingar. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjar- nefndar, mælti fyrir meirihlutaáliti nefndarinn- ar. Lagði hann áherslu á í máli sínu að sú sátt, sem ríkisstjórnin hefði stefnt að, náðist ekki og því hefði þetta orðið niðurstaðan. Meirihlutinn teldi samt sem áður engan vafa leika á því að Alþingi væri heimilt að setja ný lög samhliða því að fella niður lögin um fjölmiðla frá liðnu vori. Með hliðsjón af þeim stjórnskipulega ágreiningi sem hefði skapast um valdheimildir handhafa ríkisvaldsins legði meirihlutinn þetta til. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingarinnar, sagði ríkisstjórnina hafa tapað sínu 100 daga stríði gagnvart þjóðinni þegar hann mælti fyrir áliti minnihluta allsherjarnefndar. „Það var órofa samstaða stjórnarandstöðunn- ar, sem studdist við alls kyns ólík öfl úti í sam- félaginu, sem knúði þessa ríkisstjórn til und- anhalds. Og undanhaldið mun halda áfram,“ sagði hann. Kraftaverk þyrfti svo ríkisstjórn- arsamstarfið lifði af kjörtímabilið. Forsetinn milligöngumaður Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- grænna, sagði að með viðbrögðum ríkisstjórn- arinnar, að láta þjóðaratkvæðagreiðslu ekki fara fram, væri verið að færa forseta Íslands- meiri völd en ætlast var til með stjórnar- skránni. Hann hefði eingöngu átt að vera milli- göngumaður milli þings og þjóðar. Þessi málsmeðferð gengi gegn þeirri hugsun sem hefði verið alveg kristaltær árið 1944. Svipuð gagnrýni kom fram í máli Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns Frjálslynda flokksins. Þessi leið væri valin vegna þess að stjórnarflokkarnir gætu ekki hugsað sér að þjóðin felldi frumvarpið í þjóðaratkvæða- greiðslu. Sú stjórnlagakreppa sem stjórnar- meirihlutinn teldi nú vera uppi, eins og kæmi fram í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefnd- ar, væri algjörlega heimatilbúinn. Þingmenn hefðu hengt sig á mismunandi túlkanir þess efnis að vandi væri að fara eftir 26. grein stjórn- arskrárinnar. Svo væri ekki. Fjölmiðla- frumvarpið afgreitt frá Alþingi í dag  Forsetanum/10 ÓMAR Ragnarsson fréttamaður kynnti nýja bók sína, Kárahnjúkar – með og á móti, blaða- og frétta- mönnum á allnýstárlegan hátt í gær. Flogið var á virkjunarsvæði Kárahnjúka og lent á rennisléttri flugbraut frá náttúrunnar hendi, við Sauðármel. Þaðan var fólk ferjað á flugvélum yfir á svonefndan Kringilsárrana sem annars er með öllu ófær en hann markast af Brúarjökli, Jökulsárdal og hinni vatnsmiklu Kringilsá. Í Kringilsárrana, sem var friðlýstur árið 1975, er varplendi heiðagæsar og þar er eitt stærsta hreindýrstarfastóð landsins sam- an komið, yfir 100 tarfar. Fjórðungur friðlandsins fer á kaf þegar vatni verður hleypt á Hálslón í tengslum við Kárahnjúkavirkjun í ágúst 2006. Þess má geta að „flugbrautin“, sem lent var á í friðlandinu, verður þá á 80 metra dýpi. Þessi hópur heiðagæsar sást við Kringilsárrana í gær en gæsin er í sárum um þessar mundir. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Heiðagæs í Kringilsárrana PÓLITÍSKUR leiðtogi skæruliða- hreyfingar tamíla á Sri Lanka var- ar við því að landið „rambi nú á barmi stríðs“ en ummælin eru til marks um að til beggja vona geti brugðið um vopnahlé stjórnvalda og tamíl-tígranna svokölluðu, sem nú hefur verið í gildi í þrjú ár. „Sri Lanka rambar á barmi stríðs. Bæði ríkisstjórnin og tamíl- tígrar búa sig nú undir átök. Spurningin er hver lætur til skarar skríða fyrst og hvenær,“ höfðu fulltrúar tamíla eftir S.P. Thamil- selvan, pólitískum leiðtoga skæru- liðahreyfingarinnar. Sri Lanka „rambar á barmi stríðs“ Colombo. AP. DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var í fyrrinótt fluttur á Landspítala – háskólasjúkrahús við Hringbraut vegna gallblöðrubólgu. Við rannsókn kom í ljós staðbundið æxli í hægra nýra. Forsætis- ráðherra gekkst undir aðgerð í gær þar sem gall- blaðra og hægra nýra voru fjar- lægð og gekk að- gerðin að óskum. Davíð Oddsson mun ekki gegna þingstörfum næstu daga, en Halldór Ásgrímsson gegnir starfi forsætisráðherra í fjarveru hans. Við upphaf þingfundar í gær greindi Halldór Blöndal, forseti Al- þingis, frá því að að Davíd Oddsson hefði óvænt verið fluttur í sjúkrahús og kvaðst hann fyrir hönd þingheims senda Davíð og fjölskyldu hans hlýj- ar kveðjur og óskir um góðan og skjótan bata. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, vék einnig að veikindum Davíðs í upphafi máls síns er hann mælti fyrir minni- hlutaáliti allsherjarnefndar vegna fjölmiðlalaganna og sagðist vonast til þess að forsætisráðherra næði fullri heilsu hið allra fyrsta á ný og að hann talaði í því sambandi fyrir hönd þingsins alls. Æxli fjarlægt Davíð Oddsson Forsætisráðherra fluttur í sjúkrahús ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.