Morgunblaðið - 22.07.2004, Page 16
MINNSTAÐUR
16 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Djass í Deiglu | Djasskvintettinn
B-Sharp leikur á fimmta Heita
fimmtudeginum í Deiglunni í
kvöld, 22. júlí kl. 21.30.
Kvintettinn skipa Simon Jer-
myn, írskur gítarleikari og upp-
hafsmaður bandsins, Ólafur Jóns-
son og Jóel Pálsson
saxófónleikarar, Þorgrímur Jóns-
son kontrabassaleikari og Erik
Qvick trommuleikari. Leikin verð-
ur tónlist eftir meðlimi kvintettsins
sem og eftir djasstónlistarmenn af
ungu kynslóðinni, m.a. Reid And-
erson frá Bandaríkjunum og Per
Texas Johansson frá Svíþjóð.
Fjárhagsaðstoð | Á síðasta fundi
félagsmálaráðs Akureyrarbæjar var
lagt fram yfirlit um veitta fjárhags-
aðstoð fyrstu 6 mánuði þessa árs.
Fram kemur í yfirlitinu að fjárhags-
aðstoðin á fyrri helmingi ársins nem-
ur 21,4 milljónum króna sem er 4,1%
lægri fjárhæð en á sama tíma í fyrra.
Sýning | Áslaug Anna Stefánsdóttir
opnar sýningu í Deiglunni í dag,
fimmtudaginn 22. júlí kl. 17. Þar sýn-
ir hún svonefnt vídeóverk. Yfirskrift
sýningarinnar er „Stormur í vatns-
glasi“.
EIN með öllu, sem er fjölskylduhá-
tíð, verður haldin á Akureyri í
fjórða sinn um komandi versl-
unarmannahelgi. Að hátíðinni
stendur hópur áhugamanna sem
kallar sig Vinir Akureyrar. Mark-
miðið er að byggja upp stærstu fjöl-
skylduhátíð landsins þessa miklu
ferðahelgi og telja menn það þegar
hafa náðst en áætlað er að um 14
þúsund manns hafi tekið þátt í
henni á liðnu ári.
„Það er almenn ánægja með há-
tíðina,“ sagði Bragi Bergmann hjá
Fremri kynningarþjónustu sem
annast skipulagningu og fram-
kvæmd hátíðarinnar. Vísaði hann
þar til könnunar sem Gallup gerði
fyrir Akureyrarbæ síðastliðið
haust. Þar kom m.a. fram að um
95% þeirra sem spurðir voru töldu
sig lítið sem ekkert ónæði hafa haft
af hátíðahöldunum. „Við teljum að
þeir dagar séu liðnir að hátíðin sé
umdeild, mikill meirihluti bæjarbúa
er ánægður með að hér sé haldin
hátíð af þessu tagi,“ sagði Bragi.
Hann nefndi að hátíðin hefði þá
sérstöðu að aðgangur að henni væri
ókeypis. Í boði væri skemmtun á
Ráðhústorgi, fjórum sinnum, á
föstudagskvöld, tvisvar á laugardag
og á sunnudag auk lokahátíðar á
Akureyrarvelli á sunnudagskvöld,
þar sem m.a yrði brekkusöngur og
flugeldasýning. Þá yrði efnt til
grillhátíða í hverfum bæjarins fyrir
lokahátíðina. Styrktaraðilar sjá um
fjármögnun að stærstum hluta, auk
þess sem svonefndir hagsmuna-
aðilar leggja í púkk og Akureyr-
arbær leggur fram fé.
Auk skemmtana á Ráðhústorgi
þar sem landsþekkir skemmtikraft-
ar í bland við heimamenn sjá um
dagskrá verður ýmis afþreying í
boði fyrir alla aldurshópa, s.s. leik-
tæki, Go-Cart bílar, bátaleiga og
ýmislegt fleira í þeim dúr.
Sú nýbreytni verður í ár að efnt
verður til fjölskylduguðsþjónustu
undir berum himni í Kjarnaskógi kl.
11 á laugardeginum.
Meðal hljómsveita sem leika á
Akureyri þessa helgi má nefna
Papa, Skítamóral, Í svörtum fötum,
Á móti sól, Nýdanska, Íslenska fán-
ann, Quarashi, 200.000 naglbíta,
Gis and the City Band, Sixties og
Úlfana.
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu haldin í fjórða sinn á Akureyri
Markmiðið að byggja upp
stærstu fjölskylduhátíð landsins
Morgunblaðið/Kristján
Ein með öllu. Fulltrúar fjölskylduhátíðarinnar Ein með öllu, f.v. Sveinn
Rafnsson, Bragi Bergmann og Birgir Torfason.
Baldurshagi | Jón Ingi Cæsarsson,
fulltrúi Samfylkingar í umhverfisráði,
telur eðlilegt að ráðið boði til funda
þar sem kynntar verði fullmótaðar
hugmyndir verktaka um nýtt fjöl-
býlishús við Baldurshaga. SS-Byggir
hefur reitinn til umráða og hefur
kynnt hugmyndir um að reisa þar 12
hæða fjölbýlishús með 45 íbúðum.
Fjallað var um málið á fundi ráðsins
nýlega, í framhaldi af því að óskað var
eftir stækkun lóðarinnar um tæpa
4.000 fermetra. Ráðið lagði til að um-
sækjanda yrði heimilað að fullvinna
deiliskipulagstillögu og var umhverf-
isdeild falið að setja fram tillögu að
breytingu á aðalskipulagi í kjölfarið.
Jón Ingi segir í bókun að Akureyr-
ingar eigi allir að fá að segja álit sitt á
hugmyndunum. „Þær eru afar stór-
tækar og snerta viðkvæmt svæði í
bæjarmyndinni,“ segir í bókun hans.
Einnig að eðlilegt sé að umhverfisráð
boði til kynningarfundar þar sem full-
mótaðar hugmyndir verði kynntar og
að í framhaldi af vandaðri kynningu
mun svo ráðið taka ákvörðun „í sam-
ræmi við viðbrögð bæjarbúa og hefur
að leiðarljósi hagsmuni bæjarins og
bæjarbúa eins og því ber að gera.“
Föstudagshádegi | Jón Ólafsson
leikur og syngur eigin lög við texta
Hallgríms Helgasonar, Ólafs Hauks
Símonarsonar, Kristjáns Hreins-
sonar og Steins Steinars í Ketilhús-
inu í hádeginu á föstudag, 23. júlí.
ÞESSA dagana er unnið að því að
mæla vatnsrennsli í lækjum í Hlíð-
arfjalli. Lækirnir eru stíflaðir og yf-
irborðsrennslið svo mælt með ákveð-
inni aðferð. Að sögn Guðmundar
Karls Jónssonar, framkvæmda-
stjóra Vetraríþróttamiðstöðvar Ís-
lands, VMÍ og forstöðumanns Skíða-
staða, er verið að kanna hversu mikið
vatn er í fjallinu og þá hvort það er
nægilega mikið til snjóframleiðslu.
Þótt eitthvað sé af leysingarvatni í
lækjunum lofa fyrstu mælingar
góðu, enda bullandi uppsprettur víða
um fjallið. Mælingum verður svo
haldið áfram fram á vetur enda færi
snjóframleiðsla fram á síðustu og
fyrstu mánuðum árs. Enn hefur eng-
in ákvörðun verið tekin um hvort
hafin verði snjóframleiðsla í Hlíðar-
fjalli en að sögn Guðmundar Karls er
málið áfram til skoðunar. Einnig hef-
ur verið unnið að því að jafna lands-
lagið við skíðalyfturnar.
Morgunblaðið/Kristján
Stíflur: Starfsmenn Skíðastaða fylgjast með Finni Aðalbjörnssyni verktaka stífla einn lækinn í Hlíðarfjalli. F.v.
Magnús Þorsteinn Sigursteinsson, Bjarni Þór Benediktsson og Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður.
Vatnsmælingar í Hlíðarfjalli
BRÚÐKAUP að gömlum sið verður
aðalatriði starfsdags á sumri, sem
haldinn verður í Laufási næsta
sunnudag, 25. júlí. Dagskráin hefst
kl. 14 með því að brúðurin kemur
ríðandi í söðli að Gamla bænum,
þar sem hún gengur til brúðarhúss
og klæðist skautbúningi. Á meðan
kemur brúðguminn í hlað ásamt
sveinum sínum.
Þegar brúðurin er tilbúin er
gengin brúðarganga til kirkju, þar
sem athöfnin fer fram samkvæmt
handbók frá 1879. Allir eru vel-
komnir til kirkju. Eftir athöfnina í
kirkjunni er tekið til við veisluhöld
við Gamla bæinn. Þar verður eitt
og annað gert til skemmtunar, m.a.
sýnd glíma.
Gestum gefst tækifæri til að
bragða á veislukostinum og taka
þátt í veisluhöldunum, m.a. í dansi.
Hluti veislukostsins verður fram-
leiddur inni í Gamla bænum og geta
gestir séð þá matargerð, en einnig
verður sýnd tóvinna í baðstofunni.
Lifandi tónlist verður leikin, og
inni í Gamla prestshúsinu geta
gestir keypt sér veitingar. Þetta er
í ellefta skipti sem starfsdagur á
sumri er haldinn hátíðlegur í Lauf-
ási.
Starfsdag-
ur í Laufási
AKUREYRI