Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 19
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 19 BÓNUS Gildir 22.–25. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Bónus rauðvínsleginn svínahnakki ......... 659 1.078 659 kr. kg Bónus rauðvínslegnar svínalærissneiðar 659 1.078 659 kr. kg Bónus rauðvínslegnar kótilettur ............. 769 1.258 769 kr. kg KF-læri, villikryddað ............................. 857 1.286 857 kr. kg Bónus samlokur .................................. 99 Nýtt 99 kr. stk Kók kippa ........................................... 999 1.099 91 kr. ltr Bónus ís, 2 l ........................................ 189 289 95 kr. ltr Bónus eplasafi, 1 l............................... 59 89 59 kr. ltr Bónus brauð, 1 kg ............................... 89 98 89 kr. kg 11-11 Gildir 22.–28. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Móa kjúklingabringur magnpakkning ..... 1.399 1.998 1.399 kr. kg Móa appelsínulæri/leggur .................... 337 449 337 kr. kg Móa rauðvínsl. kjúklingalæri/leggur....... 337 449 337 kr. kg Pascual jógúrt ..................................... 159 219 318 kr. kg Kuchen Meister kökur ........................... 159 229 397,5 kr. kg LU Oat-bits hafrakex vanillu/súkkulaði ... 149 178 693 kr. kg Mónu ávaxtahlaup ............................... 179 229 719 kr. kg FJARÐARKAUP Gildir 22.–24. júlí m. birgðir end. nú kr. áður kr. mælie.verð FK reykt folaldakjöt .............................. 399 665 399 kr. kg FK saltað folaldakjöt ............................ 399 665 399 kr. kg FK lambalæri, jurtakryddað................... 863 1.438 399 kr. kg FK blandað lambasaltkjöt ..................... 399 664 495 kr. kg FK kindabjúgu ..................................... 399 655 698 kr. kg Nautasirloin steik................................. 1.560 1.898 1.560 kr. kg 4 hamborgarar + kók 2 l ....................... 495 587 495 kr. HAGKAUP Gildir 22.–25. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Lambalæri úr kjötborði ......................... 738 1.089 738 kr. kg Góð kaup rauðvínsl. svínalærissneiðar ... 719 1.198 719 kr. kg Góð kaup rauðvínsl. svínahnakkasn....... 719 1.198 719 kr. kg Góð kaup rauðvínslegnar svínakótilettur. 779 1.298 779 kr. kg Holta kjúklingalæri/leggir í hvítlaukss. ... 359 599 359 kr. kg Holta kjúklingalæri og leggir í texassósu. 359 599 359 kr. kg Holta kjúklingav. í mexíkókryddl.sósu ..... 299 499 299 kr. kg KRÓNAN Gildir 21.–27. júlí m. birgðir endast nú kr. áður kr. mælie.verð Krónu þurrkr. lambaframhr.sneiðar ........ 998 1.198 998 kr. kg Tómatar .............................................. 159 219 159 kr. kg Agúrkur íslenskar 1/1 .......................... 59 109 59 kr. kg Sprite 2 l............................................. 99 199 49,5 kr. l Víking pilsner 0,5 l ............................... 59 86 118 kr. l Nóa Maltabitar .................................... 159 199 795 kr. kg Maarud flögur, sour cream.................... 259 299 1.039 kr. kg Maarud flögur, salt & pipar ................... 259 299 863 kr. kg Maarud sprö mix, paprika..................... 259 299 1.295 kr. kg NETTÓ Gildir 22.–28. júlí m. birgðir endast nú kr. áður kr. mælie. verð Nettó lambalæri villikryddað ................. 799 1.598 799 kr. kg Ódýrt súpukjöt..................................... 299 399 299 kr. kg Grísabógssneiðar................................. 495 989 495 kr. kg Grísalærissneiðar, frosnar, í poka .......... 495 989 495 kr. kg BB kartöflusalat 300g .......................... 99 188 330 kr. kg BB hrásalat 300g ................................ 99 147 330 kr. kg Íslandsfugl kjúklingur 1/1, ferskur ......... 359 598 359 kr. kg Íslandsfugl úrb. bringur án skinns.......... 1.399 1.998 1.399 kr. kg Maryland kókoshnetukex, 125g ............ 69 99 552 kr. kg Egils Mix 2 l......................................... 99 197 50 kr. l NÓATÚN Gildir 22.–28. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Ferskur lax í heilu................................. 399 599 399 kr. kg Fersk laxaflök ...................................... 899 1.199 899 kr. kg Ferskar laxasneiðar .............................. 599 899 599 kr. kg Ferskur Móa kjúklingur 1/1................... 399 598 399 kr. kg Íslenskt kínakál ................................... 299 389 299 kr. kg Ferskjur, 1 kg öskjur ............................. 149 259 149 kr. kg Nektarínur, 1 kg öskjur ......................... 149 259 149 kr. kg Kjörís Mjúkís 1 l, allar tegundir .............. 299 499 299 kr. l SAMKAUP/ÚRVAL Gildir frá 22.–26. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð Ekta lambalæri, þurrkr. ......................... 979 1.398 979 kr. kg Ekta grísalærissn., þurrkr. ..................... 658 1.098 658 kr. kg Gourmet grísakótil., léttr. hunangs. ........ 1.148 1.435 1.148 kr. kg Gourmet lambalærissneiðar .................. 1.243 1.776 1.243 kr. kg Matf. kjúkllæri m/legg, magnkaup......... 399 499 399 kr. kg Matf. kjúkllæri, magnkaup .................... 399 499 399 kr. kg Matf. kjúklvængir, magnkaup ................ 299 399 299 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir til 27. júlí nú kr. áður kr. Mælie.verð Grísakótilettur úr kjötborði .................... 748 998 748 kr. kg Fjallalamb bógsteik, krydduð ................ 1.089 1.398 1.089 kr. kg Fjallalamb Einbúi, lambafille................. 1.998 2.674 1.998 kr. kg Roka ostakex, 75g ............................... 89 167 1.187 kr. kg Don Juan 100% appelsínusafi, 1 l......... 249 298 249 kr. ltr Mills kavíar, 190 g ............................... 176 238 926 kr. kg Móna Jazz, 3x40 g myntusúkkulaði........ 159 188 53 kr. stk Doritos Nacho Cheese, 200g ................ 129 259 645 kr. kg ÞÍN VERSLUN Gildir 22.–28. júlí nú kr. áður kr. mælie.verð 1944 Lasagne..................................... 342 428 342 kr. pk 1944 Indverskt lambakjöt .................... 390 488 390 kr. pk Vínarsnitsel ......................................... 359 449 1.005 kr. kg Gevalia kaffi, 500 g.............................. 299 359 598 kr. kg Nescafé Gull, 100 g ............................. 459 529 4590 kr. kg Frón appelsínu/súkkulaði kex, 300 g..... 198 249 653 kr. kg Maryland kex, 150 g ............................ 89 105 587 kr. kg Freyju Draumur, 2 stk., 100 g ............... 159 198 79 kr. stk Kjúklingur, lax og folaldakjöt á tilboði  HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is Grænmeti, salöt, snakk, kex, sætindi og drykkjarvörur eru meðal þeirra vöruflokka sem finna má á tilboðsverði í verslunum. Ég hef gaman af því að versla ímatinn og fer oft í mat-vörubúðir þegar ég er er- lendis, svona til að forvitnast um úr- valið,“ segir Guðrún Geirsdóttir, lektor í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands. „Ég reyni að fara einu sinni í viku í Bónus og auð- vitað ætla ég alltaf að vera skynsöm og halda mig við innkaupalistana og kaupa allt þar en það dettur oft um sjálft sig. Þetta er eins og með hrís- grjónagrautinn og kindakæfuna, sem ég ákveð að hafa í hvert mál í upphafi mánaðar þegar reikningarnir koma og ég átta mig á hversu stór hluti launanna fer í matarinnkaup.“ Æfir langhlaup Guðrún býr ásamt 18 ára dóttur sinni, Ragnheiði Láru, og skammt undan er kærastinn Hannes sem sér yfirleitt um fiskmáltíðirnar einu sinni til þrisvar í viku. Guðrún æfir hlaup og var í öðru sæti í Mývatnsmaraþon- inu í ár en í ár hljóp hún hálfmaraþon í Íslandsmeistaramótinu eftir að hafa náð öðru sæti í fyrra. Þessa dagana er hún að undirbúa sex daga göngu með bakpoka og tjald um Kjalveg hinn forna eins og sjá má af því sem ratar í innkaupakörfuna. „Þetta verða ekki dæmigerð inn- kaup í dag,“ segir hún. „Fyrir utan gönguferðina verð ég með gesti í mat og þá fer ég í Hagkaup, annað hvort í Kringlunni eða á Eiðistorgi. Gestunum ætla ég að bjóða upp á salatblöndu með fetaosti og ristuðum furuhnetum, hunangsmarineraðar kjúklingabringur með sesamfræi á grillið, blöndu af bökuðum sætum kartöflum og venjulegum kartöflum krydduðum með timjan og melónur í eftirmat en melónur eru á sértilboði núna. Svo er gott að vera með gott kaffi og súkkulaðibita í lokin.“ Guðrún segir að yfirleitt borði þau frekar léttan mat yfir sumarið, fisk einu sinni til tvisvar í viku, sem Hannes sér um, en sjálf er hún meira fyrir grænmeti og vildi gjarnan vera hollustan uppmáluð og borða meira af lífrænt ræktuðu grænmeti. „En það er helmingi dýrara en annað grænmeti sem er í boði og þá tími ég hreinlega ekki að kaupa það,“ segir hún. „Það er aðeins munur á vetr- armatseðlinum þegar dagskráin er þrengri,“ segir hún. „Ég æfi hlaup þrisvar til fjórum sinnum í viku milli sex og átta á kvöldin og kem oft seint heim og finnst þá of seint að elda eitt- hvað flókið. Þá er gott að grípa í ein- faldari matseld. Eitthvað sem stinga má í ofninn eða pastarétti og annað fljótlegt. Á sumrin gerir minna til að elda seinna. Þá verður matseðillinn líka fjölbreyttari þegar tíminn er nægur. Þá grillum við oft fisk og svo eru það kjúklingabringurnar. Þær eru alltaf vinsælar. Reyndar tengi ég sumarið meira við sukk í matargerð og býð oftar í mat enda auðveldara að ná til fólks þegar vinnuálagið er minna.“ Samloka og þurrfóður Guðrún segir að eitt það skemmti- legasta sem hún geri á sumrin sé að fara í lautarferð með smurt brauð og kaffi á brúsa. „Samloka með harð- soðnum eggjum, tómötum, beikoni, rúkolasalati og graslauk er alveg ómissandi,“ segir hún. „Svona sam- loka verður í boði fyrsta daginn í gönguferðinni en svo verður alveg skipt um gír. Við verðum að vikta allt í mátulega skammta í plastpoka, 80- 100 g af múslí í morgunmat á dag, pakkasúpu í hádeginu, döðlur, grá- fíkjur, rúsínur í skömmtum til að nasla á yfir daginn. Persónulega finn- ast mér hnetur með súkkulaðihjúp betri en þjálfarinn minn er ekki alveg á sama máli. Svo er það sérstakt þurrfóður úr úti- vistarbúðum í kvöldmat sem er alveg fullkomin máltíð. Ég tek líka með mér orkudrykk á brúsa og svo er gott að vera með flatkökur og hangikjöt en lúxusinn finnst mér vera að taka með einhvern mjúkost, td. Gullost eða Camembert, þeir halda sér vel og verða bara betri þegar þeir klessast í bakpokanum í nokkra daga. Sama er að segja um matarkex eða kremkex, það er líka gott að vera með það. Verðlaunin eftir göngu dagsins er heitt Swiss Miss með skvettu af Captain Morgan út í. Það er topp- urinn á til- verunni á svona göngu.“  HVAÐ ER Í MATINN?| Guðrún Geirsdóttir Létt yfir sumarið „Ég æfi hlaup þrisvar til fjórum sinnum í viku milli sex og átta á kvöldin og kem oft seint heim og finnst þá of seint að elda eitthvað flókið.“ Guðrún Geirsdóttir: Duglegri að halda mat- arboð á sumrin. Morgunblaðið/Ásdís Ferðakarfan: Sviss Miss kakó í bland við hollmeti. Jarðvegsþjöppur, hopparar og keflavaltarar Sími 594 6000 M or gu nb la ði ð/ Á sd ís

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.