Morgunblaðið - 22.07.2004, Síða 26
MINNINGAR
26 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís
Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen,
útfararstjóri.
Guðmundur Þór
Gíslason,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
www.mosaik.is
LEGSTEINAR
sendum myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4 - sími: 587 1960
Guðmundur
Jóhannsson
f. 10. 6. 1932
d. 8. 3. 1989
Minning þín lifir
Hvíl í friði
Í þrjátíu ár bjuggum
við undir sama þaki,
Bauka tengdamóðir
mín og við Helga dóttir
hennar. Hún bjó á efri hæðinni og
við á þeirri neðri að Ásvallagötu 4.
Tilhugalíf okkar Helgu var
snaggaralegt og ég flutti snemma
inn á ættaróðalið, þar sem Bauka og
Birgir bjuggu fyrir en börn og
tengdabörn höfðu búið á hinum
ýmsu hæðum hússins. Við giftum
okkur í desember og jólin skammt
undan. Það var þá sem mín fyrstu
eftirminnilegu kynni af Bauku hóf-
ust. Það var til siðs að bjóða öllu lið-
inu til veislu á aðfangadag, já þvílík
rjúpnaveisla. Ég hafði að vísu lítils
háttar bragðað á rjúpu á heimili for-
eldara minna en það var ekkert í lík-
ingu við það sem ég átti eftir að
kynnast hjá henni Bauku. Á að-
fangadag byrjaði máltíðin með hrís-
grjónagraut með möndlu, síðan
komu gómsætar tartalettur með
sjávarréttafyllingu og að lokum
spekkaðar rjúpur með rjómasósu.
Aldrei hafði ég borðað annað eins í
einni máltíð – „Hvað borðaðir þú
margar bringur?“ – tengdasynirnir
báru gjarnan saman bækur sínar að
kvöldverði loknum og ótrúlegustu
tölur voru nefndar. Og svo fengum
við rjúpnasúpu nokkrum dögum
seinna – maður var saddur dögum
saman.
Bauka kom sem betur fer öllum
munnlegu uppskriftunum að jóla-
matnum til skila til Helgu og síðustu
árin á Ásvallagötunni borðaði hún
ævinlega hjá okkur rjúpur og von-
andi á ég eftir að njóta uppskrift-
anna um ókomin ár. Þá nutum við
auðvitað hjálpsemi hennar við upp-
eldi barnanna okkar.
Bauka var gangandi söngbók,
hún kunni alla texta hvort sem voru
íslensk ættjarðarljóð eða sænskar
vísur og hún kunni líka að spila
þetta allt á gítar eða mandólín. Það
SVEINBJÖRG
HELGA KJARAN
✝ SveinbjörgHelga Kjaran
Sophusdóttir Blön-
dal fæddist á Siglu-
firði 8. des. 1919.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Skógar-
bæ í Reykjavík hinn
7. júlí síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Dómkirkj-
unni 20. júlí.
litla sem ég kann á gít-
ar lærði ég af tengda-
móður minni. Hún
hafði sem ung stúlka
sungið ,,den anden
stemme“ með systur
sinni áður en hún flutti
til Svíþjóðar og þær
voru ógleymanlegar
kvöldstundirnar þegar
Sigga kom í heimsókn
til Íslands og Bauka
tók í gítarinn. Hún
greip reyndar í gítar
nánast fram í andlátið
– en sló ekki endilega á
strengina allra síðustu
árin – meira eins og „luftgítar“, en
hún söng og heillaði yngri kynslóð-
ina með smellnum textum sem hún
einhvern tíma hafði lært og kunni
svo vel: Vísurnar um Adam í Para-
dís, sem velti sér á hnjánum, og vís-
urnar um hana Siggu á Barði sem
var að búa sig til brúðkaups vöktu
ómælda gleði og hlátur.
Bauka vildi alltaf vita hvar allir
voru niðurkomnir, alltaf. Hún var
ekki í rónni fyrr en allir voru komn-
ir heilir heim. Þetta kostaði mörg
símtöl, já síminn var henni dýrmæt-
ur, „En herlig telefón“, eins og segir
í einu kvæðanna sem hún söng
stundum. Til þess þurfti hún að
muna símanúmer allra og núna síð-
ustu árin líka öll GSM-númerin og
NMT-númerin. Það klikkaði aldrei
að hún hafði upp á okkur hvort sem
vorum uppi á jökli eða úti í löndum.
Þetta voru ekki alltaf löng símtöl,
síðustu árin var þetta eins og til
þess að tryggja að minnið væri nú í
lagi. Í miðjum fréttatíma hringir
síminn: „Er ekki hann Jón sonur
hans Páls læknis?“ gat spurningin
hljóðað þegar síminn var tekinn upp
– „Jú, mamma mín,“ heyrði ég
Helgu segja – og lengra varð þetta
símtal ekki. En þau gátu orðið ansi
mörg slík á einu kvöldi, sérstaklega
eftir að hún flutti á Skógarbæ fyrir
um tveimur árum. En síminn var
hennar ær og kýr – hvílík guðs mildi
að hún ruglaðist aldrei í öllum þess-
um tökkum sem fjölgaði og fjölgaði
með nýrri og fullkomnari símum.
Þá var Bauka ættfróð með ein-
dæmum. Þau Birgir áttu marga
ættfræðibókina og þar kviknaði
áhugi minn á þessum fræðum. Þá
fylgdist hún náið með pólitíkinni
enda nokkrir í fjölskyldunni á kafi í
pólitík. Svo var hún óvenju fróð um
sögu lands og þjóðar. Við hjónin
vorum stödd á tjaldstæði við Set-
berg í Grundarfirði þremur dögum
áður en hún lést og þá hringdi sím-
inn: „Á Setbergi? – þar var hann
Magnús, mágur hennar Lólóar,
prestur“ – ættfræðin og landafræð-
in voru alveg á hreinu fram á síðasta
dag.
Þegar Bauka flutti á Skógarbæ
fluttum við Helga í Frostaskjólið.
Bauka átti þar sitt athvarf, sínar
myndir, málverk og bækur hjá okk-
ur – því miður naut hún þess ekki
nógu oft að gista hjá okkur í her-
berginu sínu – en það gerði hún um
síðustu jól í nokkra daga en því mið-
ur var nú engar rjúpur að hafa
vegna veiðibanns.
Öll barnabörnin nema eitt voru
búin að heimsækja hana síðasta sól-
arhringinn sem hún lifði. Eitt þeirra
sem dvalist hafði erlendis í nokkra
daga var væntanlegt á hverri
stundu; nokkrum mínútum eftir
heimkomuna var eins og hún vissi
að nú væri mál að kveðja – nú vissi
hún hvar allir voru – allir voru
komnir heim.
Ólafur Sigurðsson.
Enginn, fyrir utan móður mína,
hafði meiri áhrif á mig í uppvext-
inum en Sveinbjörg amma mín. Ég
ólst upp í stórfjölskyldu, þar sem
ýmist þrjár eða fjórar kynslóðir
bjuggu undir sama þaki og var
stundum álitamál hvort um eitt eða
fleiri heimili var að ræða, þótt íbúð-
irnar væru aðskildar. Amma var að
sjálfsögðu miðpunktur fjölskyld-
unnar, sú sem tengdi alla saman.
Hún varð mér einstaklega nákomin
fyrstu æviárin og tók daglegan þátt
í uppeldi mínu, ekki síst vegna þess
að móðir mín varð ekkja aðeins 21
árs gömul og giftist ekki aftur fyrr
en nokkrum árum síðar.
Ég bjó í sama húsi og amma allt
fram á háskólaárin og síðan aftur
um nokkurra ára skeið eftir að ég
flutti að nýju í risið í fjölskylduhús-
inu. Allan þann tíma var að sjálf-
sögðu um daglegan samgang að
ræða og jafnvel þegar ég bjó annars
staðar heimsótti ég hana oft eða
heyrði að minnsta kosti í henni í
síma. Hún fylgdist vel með sínu
fólki og notaði símann óspart til að
fá fréttir af börnum, barnabörnum
og barnabarnabörnum, helst oft á
dag.
Amma hafði mikið yndi af listum
og menningu. Hún var alin upp á
heimili þar sem ljóðlist en þó eink-
um sönglist var í hávegum höfð og
deildi síðar með afa mínum miklum
áhuga á bókmenntum, myndlist og
íslenskri náttúru. Hún var afburða-
nemandi í skóla og eftir að form-
legri skólagöngu lauk hélt hún
áfram að mennta sig upp á eigin
spýtur, einkum með miklum bók-
lestri. Hún flíkaði þó ekki þekkingu
sinni heldur birtist hún með þeirri
hógværð, sem henni var eiginleg.
Amma hafði alla tíð mikinn áhuga
á stjórnmálum. Hún hafði ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum en
tjáði þær jafnan af hófstillingu. Hún
var eindreginn stuðningsmaður
Sjálfstæðisflokksins en bjó yfir um-
burðarlyndi og víðsýni til að kunna
að meta það sem jákvætt var hjá
stjórnmálamönnum úr öðrum flokk-
um. Það var ekki hennar háttur að
fella harða dóma eða hafa uppi stór-
yrði en ef henni mislíkaði sérstak-
lega við orð eða gjörðir einhverra
tók hún yfirleitt ekki dýpra í árinni
en að segja: „Mér finnst hann frek-
ar leiðinlegur þessi.“ Hún var afar
næm á fólk og því sögðu ummæli af
þessu tagi allt sem segja þurfti um
viðkomandi.
Fyrir ungan mann, sem snemma
fékk áhuga á stjórnmálum, var
ómetanlegt að geta leitað í smiðju til
ömmu sinnar til að fræðast um at-
burði og einstaklinga í stjórnmála-
átökum fyrri tíðar. Mörgum þeirra
hafði hún kynnst vel af eigin raun,
ekki síst í gegnum stjórnmálaþátt-
töku afa. Hún var hins vegar ekki
bara vel að sér um fortíðina heldur
fylgdist vel með innlendum og er-
lendum viðburðum allt til síðasta
dags. Það brást ekki að um leið og
greint hafði verið í fréttum frá ein-
hverjum sviptingum á stjórnmála-
sviðinu hringdi hún til að spyrja
nánar út í atburðarásina eða til að
láta álit sitt í ljós.
Ég lærði margt af ömmu minni en
auðvitað var hún mér fyrst og
fremst blíð og góð amma. Hún
hvatti mig til að gera mitt besta,
gladdist með mér þegar vel gekk og
studdi þegar á bjátaði. Hún var líka
vinur, sem alltaf var hægt að leita til
og alltaf var gaman að umgangast.
Hennar mun ég sárt sakna.
Birgir Ármannsson.
Það er sárt að hugsa til þess að
elsku amma Bauka sé farin. Amma,
sem svo lengi hefur verið svo stór
hluti af lífi manns, fastur punktur í
tilverunni. Upp í hugann koma
óteljandi minningar sem eru dýr-
mætari en ég hafði nokkrun tíma
gert mér grein fyrir.
Ásvallagatan var eins og annað
heimili og dyrnar stóðu alltaf opnar,
bæði á táknrænan hátt og í bókstaf-
legri merkingu. Ég minnist þess
aldrei að hafa verið hrædd um að
læsa mig úti, það var alltaf hægt að
hlaupa til ömmu sem tók manni opn-
um örmum. Hún passaði til dæmis
okkur bróður minn þá morgna sem
mamma var að kenna. Við hlökk-
uðum alltaf til þessara morgna. Hún
gætti þess að maður færi ekki
svangur í skólann og enginn sauð
betri egg en amma, hjá henni voru
þau alltaf brosandi. Dýrgripirnir í
fínu stofunni heilluðu okkur barna-
börnin, og síðar barnabarnabörnin,
enda af nógu að taka. Og aldrei var
okkur bannað að leika með neitt,
hvort sem um var að ræða dýrindis
postulínsstyttur, silfuröskjur eða
útskorna fílstönn.
Síðustu árin var hugur ömmu far-
inn að leita meira til baka og ég naut
þess að hlusta á hana segja frá, til
dæmis frá því þegar hún og afi settu
upp hringana uppi á lofti á Hóla-
torgi á gamlárskvöld og frá brúð-
kaupinu á Siglufirði, þar sem óvænt
var slegið upp veislu og sungið og
dansað fram á nótt. Þegar amma
var veik og of þreytt til að tala var
líka bara gott að sitja hjá henni og
halda í höndina á henni, það þurfti
engin orð.
Samskipti ömmu við fjölskylduna
lýsa henni betur en nokkuð annað.
Meiri fjölskyldumanneskja fyrir-
fannst ekki, amma vildi alltaf að
dætur hennar og aðrir í fjölskyld-
unni hefðu það sem allra best og
skorti ekkert. Þegar ég hugsa um
hið vikulega kaffi hjá ömmu á
sunnudögum koma samstundis upp
í hugann setningar eins og „Það
vantar stól handa Óla,“, „Vill Pálmi
meira kaffi?“ eða „Hilmar sagðist
ætla að koma, ætli það hafi nokkuð
komið fyrir hann?“ Þar sem amma
gat ekki verið á fleiri en einum stað í
einu notaði hún símann óspart til
þess að fylgjast með hvar allir voru
og hvort það væri ekki örugglega
allt í lagi með alla. Það tók yfirleitt
ekki langan tíma að komast að því
hvar aðrir í fjölskyldunni voru, það
var einfaldlega hringt í ömmu
Bauku. Ég held ég tali fyrir munn
allra í fjölskyldunni þegar ég segi að
við munum minnast hennar í hvert
skipti sem síminn hringir.
Betri, fallegri og klárari mann-
eskja en amma Bauka er ekki til.
Amma, sem vildi alltaf vera vel til
höfð. Amma, sem alltaf var hægt að
treysta á. Enginn var betur að sér í
þjóð- og heimsmálum, hún þekkti
alla íþróttamenn, innlenda sem er-
lenda, kunni öll kvæði og vísur og
síðast en ekki síst hafði hún hlýjan
faðm sem var alltaf opinn. Það var
stórt skarð höggvið í fjölskylduna
þegar amma Bauka féll frá en þegar
ég horfi á mömmu og frænkurnar
mínar tvær, Ólöfu og Helgu, sé ég
að amma hefur reist sér minnis-
varða í þeim og afkomendum þeirra,
því hún lifir áfram í okkur. Ég vona
að amma hafi vitað hversu mikils
virði hún var og er okkur öllum og
hversu sárt hennar er saknað.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Heiða Björg.
Við systur vorum svo heppnar að
alast upp í sama húsi og amma
Bauka. Það var alltaf gaman í heim-
sókn hjá henni. Íbúðin full af spenn-
andi hlutum sem þau afi höfðu safn-
að í gegnum árin. Best var að við
barnabörnin máttum leika okkur
með alla munina þegar við vildum.
Meira að segja „fína stofan“ var
okkar leikvöllur. Hún var hlaðin
glæsilegum húsgögnum, málverk-
um, fjölskyldumyndum, styttum og
öðrum smáhlutum. Rókókó-stólarn-
ir voru trampolín, rennibraut eða
eitthvað enn æsilegra, til dæmis
trjáhýsi. Persneska teppið var upp-
lögð þrautabraut þar sem hoppa
varð á milli blóma og ekki mátti
snerta „hvítt“. Mest spennandi var
þó „klósettstóllinn“. Önnur her-
bergi voru ekki síður spennandi.
Inni í borðstofu leyndist Aladin-
lampi, nauðsynlegur í ævintýraleik,
beyglaður trompet og ógrynnin öll
af bollastelli og glösum. Inni á kon-
tor var stærðarinnar veggfastur
bókaskápur sem var hin besta klif-
urgrind, í fataherberginu rokkur
sem oftar en ekki var í hlutverki
stýris á sjóræningjaskipi. Meðan á
leik stóð sat amma sallaróleg inni á
kontor í stólnum sínum, leysandi
krossgátur, með kaffibolla og suðu-
súkkulaði sér við hlið. Slíkt var jafn-
aðargeðið. Hún amma var fyrst og
fremst alsæl að barnabörnin voru í
heimsókn því fjölskyldan var henni
allt. Þegar við urðum eldri breytt-
ust heimsóknirnar. Við færðum
okkur inn á kontor, sötruðum kók,
borðuðum Prince Lu kex og spjöll-
uðum við ömmu, oftar en ekki í fé-
lagskap annarra ættingja.
Við minnumst ömmu okkar sem
einstaklega hlýrrar og góðrar konu.
Hún var fróð um liðna hluti og
fylgdist með öllu því sem var að ger-
ast þá stundina. Til dæmis þekkti
hún alla helstu íþróttamenn og gat
eflaust rakið ættir þeirra íslensku.
Amma var alltaf hlý og góð og sér-
staklega gjafmild og heiðarleg
kona. Við söknum hennar sárt en
gleðjumst yfir því að núna er hún
með afa, Siggu frænku, Soffíu litlu
og öðrum sem hún saknaði. Vafa-
laust situr hún með gítarinn, syngur
lög og kvæði sem enginn annar
kann milli þess sem hún hefur auga
með okkur sem eftir sitjum.
Björg og Ólöf.
Mig langar í örstuttu máli að
minnast Sveinbjargar Kjaran, eða
ömmu Bauku eins og fjölskyldan
var vön að kalla hana. Ég kynntist
henni fyrir tæplega fjórum árum
þegar ég varð hluti af fjölskyldunni
á Ásvallagötu 4 og raunar var hún
sú fyrsta sem ég hitti af ættingjum
mannsins míns. Við bjuggum saman
í fjölskylduhúsinu þangað til í nóv-
ember 2002 þegar hún flutti í Skóg-
arbæ.
Ég tengdist ömmu Bauku mjög
fljótt þar sem við hittumst nánast
daglega og stundum oft á dag.
Fljótlega varð hún eins og amma
mín og fannst mér það yndislegt þar
sem ég átti hvorki ömmur né afa á
lífi.
Mér eru sérstaklega minnisstæð-
ar margar notalegar stundir sem
við áttum saman síðla hausts 2002,
en þá fór ég oft niður til hennar og
fékk kók og súkkulaði og við horfð-
um á sjónvarpið saman. Þá var ég
ólétt að fyrsta barni okkar Birgis og
var hún mjög spennt og fylgdist
með meðgöngunni frá degi til dags.
Amma Bauka hafði einstaklega
góða nærveru og var greind og
vönduð kona. Hún hafði mikinn lífs-
vilja og sýndi það sig best í veik-
indum hennar síðustu árin. Svo mik-
ill var viljastyrkur hennar að jafnvel
þegar búist var við að hún næði sér
ekki var eins og hún fyndi alltaf nýj-
an kraft og eitthvað nýtt til að
hlakka til. Hún hafði alltaf fylgst
einstaklega vel með atburðum líð-
andi stundar, jafnt innanlands sem
utan, og varðveitti hún þann áhuga
allt fram á síðasta dag. Það var
henni samt mikilvægast að fylgjast
með afkomendum sínum takast á
við hin ýmsu viðfangsefni lífsins og
styðja þá og aðstoða eftir því sem
henni var unnt.
Ég var lánsöm að kynnast ömmu
Bauku.
Ragnhildur H. Lövdahl.
Við lát vinkonu minnar þyrlast
upp minningarnar. Bauka eins og
hún var kölluð meðal vina kom 15
ára frá Siglufirði í heimsókn til
ömmu sinnar Sigríðar og dætra
hennar Kristjönu og Sigríðar en
þær bjuggu í Skólastræti 3. Í Skóla-
strætinu vorum við oft fjórar hress-
ar stelpur og vorum við beðnar að
kynna ungu stúlkunni frá Siglufirði
borgarlífið og var þá haldið á rúnt-