Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Tengdafaðir minn, Guðmundur Magnús- son, lést nokkuð skyndilega hinn 13. júlí síðastliðinn. Það er skrýtin tilfinning að hann sé allt í einu horfinn úr þessari jarðvist. Nú verður ekki lengur hringt úr Hlíðar- hjallanum í Guðmund til þess að spjalla um daginn og veginn. Það var um sumarið 1970 er við hittumst fyrst. Þá kom ég til að heimsækja dóttur þína hana Önnu Heiði, sem síðar varð svo kona mín. Á milli okk- ar tókst strax mikil og góð vinátta sem átti eftir að standa yfir í 32 ár. Þú fórst með mig í ökuferð upp í Atlavík og síðan út í Hjaltastaðarþingá, sem var sveitin þín. Þar fæddist þú á bæn- um Hjartarstöðum og ólst þar upp. Fyrir neðan bæinn rennur áin Gilsá. Þar kenndir þú mér að renna fyrir lax og sýndir mér að til væru fleiri fisktegundir en þorskur og ýsa. En ég þekkti ekki annað á þessum árum. Drengirnir mínir eiga einnig góðar minningar um þig og Gilsá enda vildi sonur minn og nafni þinn fara þangað og dreifa rósum þar eftir að þú hafðir kvatt okkur. Þar fannst honum hann eiga bestu minningarnar um þig og þar vissi hann að þér leið alltaf vel. GUÐMUNDUR MAGNÚSSON ✝ GuðmundurMagnússon fæddist á Hjartar- stöðum í Eiðaþinghá 6. desember 1922. Hann andaðist á sjúkrahúsinu á Egils- stöðum 13. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Egils- staðakirkju 20. júlí. Þú varst vel mennt- aður, lærður múrara- meistari, búfræðingur frá Hólum og handa- vinnukennari frá Hand- íða- og myndlistaskól- anum. Þegar þú og þín elskulega kona, Aðaldís Pálsdóttir, tókuð þá ákvörðun að setjast að á Egilsstöðum var öll- um ljóst að þar fór mað- ur kraftmikill með góða menntun og tilbúinn að takast á við verkefnin. Guðmundur var strax mikill athafnamaður, hann var alls staðar í fararbroddi í sínu bæjar- félagi. Hann var meðal annars kenn- ari, hann átti fyrstu traktorsgröfuna í bænum, stofnaði Rörasteypu Egils- staða, Plastiðjuna Yl og var oddviti og sveitarstjóri til margra ára. Hann var einnig stofnandi að byggingar- félaginu Brúnás og með áræði sínu sem sveitarstjóri barðist hann fyrir borun eftir heitu vatni sem yljar Eg- ilsstaða- og Fellamönnum enn í dag. Þú varst mikill gleðimaður, á öllum þeim ráðstefnum og fundum sem þú sóttir varst þú alltaf í brennidepli með mannskap í kringum þig og þá var mikið hlegið. Ég get ekki lokið þessu öðruvísi en að segja hvað okk- ur svilunum þótti gaman að koma með þér í bílskúrinn þinn, þar var oft glatt á hjalla. Elsku Dísa, þinn söknuður er mik- ill, þú stóðst þig frábærlega vel og hlúðir vel að þínum manni í hans veikindum. Votta ég þér og þínum börnum mína dýpstu samúð. Reynir Sigurðsson. Það var fyrir 33 árum að fundum okkar Guðmundar Magnússonar tengdaföður míns bar fyrst saman. Ég var að gera hosur mínar grænar fyrir elstu dóttur hans og kveið dálít- ið fyrir að hitta þennan mann eins og ekki mun ótítt um unga menn í þeim sporum. Þær áhyggjur reyndust óþarfar. Strax tók hann mér af þeirri hlýju og gæsku sem ég hef alla tíð síðan mætt af hans hálfu. Hann hafði áhuga á fólki og því sem það var að bjástra við. Bakgrunnur hans var fjölbreyttur. Hann var fæddur að Hjartarstöðum í Eiðaþinghá í torf- baðstofu og í raun inn í íslenskt sveitalíf eins og því hafði verið lifað öldum saman. Hann missti föður sinn barn að aldri og ólst upp hjá móður og systkinum við kröpp kjör á ís- lensku sveitaheimili eins og þau voru mörg í byrjun 20. aldarinnar. Móðir hans sýndi fádæma dugnað og þraut- seigju í erfiðleikunum og kom öllum börnum sínum til manns með sam- hjálp þeirra og samvinnu. Sú kynslóð sem þannig ólst upp lærði nægju- semi, samviskusemi, sjálfsbjargar- viðleitni og hjálpsemi og lagði með því grunninn að þjóðfélagi dagsins í dag. Á þennan hátt lifði tengdafaðir minn lífi sínu. Hann varð búfræðing- ur frá Hólum í Hjaltadal vorið 1944 og rak heilt hrossastóð úr Skagafirði austur á Hérað þegar skólanum lauk til að borga skólanámið. Hann fór síð- ar í Handíða- og myndlistarskólann og varð handavinnukennari, en lærði einnig múraraiðn og varð múrara- meistari. Hann stóð því traustum fót- um í tilverunni með haldgóða mennt- un til ýmissa starfa. Mér segir svo hugur um að þessi breiði grunnur hafi nýst honum vel í starfi sveitar- stjórnarmannsins, sem hann sinnti óslitið, lengst af með öðrum störfum frá árinu 1956 til ársins 1986. Fjölskyldan var Guðmundi mikils virði. Börnum sínum og tengdabörn- um var hann óslitið að hjálpa og að- stoða á fyrstu búskaparárum þeirra og reyndar ætíð síðan. Barnabörnin elskuðu afa sinn, sem gat sagt þeim svo skemmtilegar sögur að litprent- aðar ævintýrabækur bliknuðu við hliðina á þeim sögum, sem oftar en ekki gerðust í Eiðaþinghánni, Fjarð- arheiðinni eða Fellunum og persón- urnar jafnt menn sem tröll og aðrar vættir. Þær eru margar stundirnar sem við höfum átt saman á þessum árum og margt kenndi hann mér og fræddi. Eitt gat ég þó kennt honum, en það var stangaveiði. Marga skemmtilega daga höfum við átt á veiðum og þá sérstaklega í Gilsánni, sem rennur við túnfótinn á Hjartar- stöðum. Sú á var honum einstaklega kær. Síðustu árin voru tengdaföður mínum erfið. Fyrir 8 árum veiktist hann alvarlega og varð ekki samur maður aftur. Það átti ekki vel við at- hafna- og framkvæmdamanninn Guðmund Magnússon að geta ekki gengið beint í verkin heilsunnar vegna. Hugurinn var óbugaður en líkaminn lét undan. Það var eins og hann fyndi að hverju stefndi upp á síðkastið. Þegar hugurinn fór einnig að láta undan fór hann oftar að tala um það að nú ætlaði hann að fara heim og þá var hann á leið heim í Hjartarstaði. Þótt hann hafi alist upp við erfiðleika var alltaf bjart yfir þeim minningum sem hann átti af æskuheimilinu og þangað leitaði hug- urinn þegar degi tók að halla. Nú er hann leystur frá þraut og ég veit að hann er kominn heim á þann stað sem hann unni. Með tengdaföður mínum er geng- inn einn af máttarstólpum Héraðs- ins, maður sem ekki krafðist verk- launa fyrir hvert viðvik og vann af eldmóði að því að skapa hér gott mannlíf og atvinnulíf. Hann var svo lánsamur að eiga sér að lífsförunaut Aðaldísi Pálsdóttur, sem var stoð hans og stytta alla tíð, allt til enda. Hún vann verk sín hljóð og krafðist ekki athygli, en þeim mun betur studdi hún mann sinn og gerði hon- um kleift að sinna þeim mörgu verk- um sem honum voru falin í þágu sam- félagsins. Hennar er missirinn mestur. Að leiðarlokum þakka ég þau forréttindi að hafa átt Guðmund að tengdaföður, vini og lærimeistara og frábæran afa barnanna minna. ... orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Bjarni G. Björgvinsson. Elsku afi. Við kveðjum þig rík af ánægjuleg- um minningum. Það kom að því að hinum megin vantaði hæfileikaríkan mann eins og þig. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af mikilli hugsjón og hand- lagni. Sama hvort þú varst að smíða, múra, kenna börnum eða stjórna heilu sveitarfélagi, þá voru verk þín alltaf þér til sóma og fyrirmyndar. Það voru forréttindi fyrir okkur systkinin að alast upp í þinni návist og undir þinn leiðsögn. Þú kenndir okkur að skrifa fallega, lesa og veiða svo dæmi séu tekin. Þú varst sann- kallaður afi af bestu gerð. Sama hversu mikið var að gera hjá þér, þá hafðir þú alltaf tíma fyrir okk- ur, þú naust þess að kenna okkur allt með þinni lagni og þolinmæði. Þú hefur verið Egilsstaðabæ til mikils framdráttar og fyrir verk þín hefur þú hlotið nafnbótina Heiðurs- borgari Egilsstaðarbæjar, það eru orð að sönnu. Hjá þér og ömmu Dísu var alltaf gott að vera. Þið áttuð svo vel saman, alltaf svo góð við okkur og hvort ann- að. Það var alltaf mikið fjör í kringum þig og þú varst mikill sögumaður. Á kvöldin komu sögurnar á færibandi og munum við öll söguna um hinn dularfulla Brúsaskegg sem við feng- um aldrei nóg af. Vegna búsetu okkar í seinni tíð höfum við systkinin því miður ekki náð að umgangast þig eins mikið og við vildum. Á þessum árum hafa veik- indi hrjáð þig. Það er því okkar ósk að þér líði betur núna og lofum við að styðja ömmu Dísu því hennar missir er mikill sem og okkar allra. Við vit- um að nú getur þú dansað upp á klár- inn rétt eins og þú lýstir svo skemmtilega um daginn. Með þökk fyrir allt sem þú gafst okkur í gegnum tíðina, kveðjum við þig með söknuði í hjarta. Við biðjum Guð að varðveita þig og styrkja ömmu Dísu. Minningin um þig afi lifir í hjarta og hugum okkar um ókomnar stund- ir. Þín Hafdís Hrönn, Egill Fannar og Guðmundur Gauti. Elsku afi Guðmundur. Þú hafðir svo fallega og ljúfa rödd og augun full af hlýju. Ég man hvað það var gott að sofna þegar þú hélst í höndina á mér og sagðir mér sögur. Oft sömu sögurn- ar, en aldrei varð ég þreytt á þeim. Mikið sem ég hef verið heppin að eiga þig og ömmu að. Ég á eftir að sakna þín sárt elsku afi minn. Þín Heiðdís Halla. Hann afi minn og nafni, Guðmund- ur Magnússon, var góður afi. Skömmu eftir að hann lést fór ég að fletta myndaalbúmum heimilisins og fann þar margar góðar myndir sem munu hjálpa til við að halda minningu hans á lofti. Afi var traustur og lofaði aldrei neinu upp í ermina á sér. Ef hann sagðist ætla að gera eitthvað þá stóð hann við það. Ein af mínum fyrstu minningum um þennan merka mann er þegar við fluttum inn í nýja húsið í Laufskógum, þá smíðaði afi minn handa mér sandkassa. Þá var ég þriggja ára og tók þátt í öllu sem við kom smíðinni. Við vorum miklir mát- ar ég og afi og hann var sá fyrsti til að taka mig aleinan með sér á veiðar út við Hjartastaði. Þar drógum við hvor sína bleikjuna á land. Þá var ég 8 ára og þeim degi gleymi ég aldrei. Afi var mikill sælkeri og ef hann var nálægt þá var maður yfirleitt með troðfullan túlann af sælgæti. Ég og vinur minn fundum það einu sinni út að ef skil- greina ætti hvernig einhver afi ætti að vera þá væri afi minn sennilega besta fyrirmyndin, vel í holdum með pípu, hatt og gleraugu og alltaf með nammi handa krökkunum. Afi reykti líka pípu og er það eini reykurinn sem mér finnst góð lykt af. Það var oft gaman í eldhúsinu hjá afa þegar maður sat á móti honum með jóla- köku og mjólkurglas og lappirnar dingluðu fram af stólnum, afi með kaffið og pípuna og grínaðist við Dísu sína sem hann unni svo heitt. Ég gæti eflaust skrifað bók sem héti Nafnarnir bara til að rifja upp allt sem við höfum brallað saman í þau 20 ár sem ég hef lifað. Ég mun alltaf muna þig. Ég veit að þú manst mig líka. Kveðja, Guðmundur Magni Bjarnason. Föðurbróðir minn og kær frændi, Guðmundur Magnússon, er fallinn frá, síðastur sex barna þeirra Magn- úsar Sigurðssonar og Ólafar Guð- mundsdóttur frá Hjartarstöðum. Þegar ég hugsa til hans koma upp í hugann orðin frændrækni, gestrisni og greiðvikni en honum var afar annt um stórfjölskyldu sína. Faðir minn og Guðmundur voru yngstir systkin- anna og miklir félagar en þau misstu Okkar ástkæra, KRISTBORG KRISTINSDÓTTIR, Borgarbraut 12, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 24. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta kvenlækningadeild 21a Landspítalans við Hringbraut njóta þess, símar 543 1159 og 543 1106. Egill Egilsson, Kristinn Ólafur Smárason, Egill Egilsson, Þórhildur Magnúsdóttir, Kristinn Ólafur Jónsson, systkini og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn, EINAR SIGURJÓNSSON fyrrum bóndi á Lambleiksstöðum, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstu- daginn 23. júlí kl. 14.00 Jarðsett verður í Brunnhólskirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Suðausturlands. Fyrir hönd aðstandenda, Unnur Kristjánsdóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Sólvallagötu 47, Keflavík, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð í Garðabæ sunnudaginn 18. júlí, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 23. júlí kl. 14.00. Blóm eru afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Barna- spítalasjóð Hringsins. Eygló Gísladóttir, Garðar Jónsson, Pollý Gísladóttir, Henning Á. Bjarnason, Brynjar Vilmundarson, Kristín Torfadóttir, og aðrir afkomendur. Stjúpmóðir okkar, BERGÞÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR (Gógó) frá Vestmannaeyjum, sem lést á Vífilsstöðum föstudaginn 16. júlí, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum föstudaginn 23. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlegast láti líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Lárusdóttir, Ársæll Lárusson, Ágústa Lárusdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR Þ. SÆMUNDSSON, Vík í Mýrdal, lést miðvikudaginn 14. júlí. Jarðarförin fer fram frá Víkurkirkju laugar- daginn 24. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningar- sjóð Eyjólfs Runólfssonar, sími 487 1231 eða 849 1224. Magnús Ingólfsson, Finnur Ingólfsson, Kristín Vigfúsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.