Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 32
Víkverji er hér meðhættur að aka fyr-
ir Hvalfjörðinn eftir að
rannsóknir hafa sýnt
að það er sex sinnum
öruggara að fara
göngin. Víkverji hefur
yndi af því að aka fyrir
Hvalfjörðinn ef veðrið
er fallegt og tíminn
nógur. Það er hins
vegar ástæða til að at-
huga sinn gang eft-
irleiðis, þótt ekki sé
beinlínis skemmtilegt
að aka göngin. Það
bregst ekki að bíllinn
fyllist af útblæstri
annarra bíla og svo er þetta þreyt-
andi fyrir augun líka. En fólkið í
gjaldskýlinu er til fyrirmyndar í alla
staði og lipurt. Hvernig skyldi ann-
ars dagurinn líða hjá því? Eru marg-
ir sem biðja um lán, eða eru með
eitthvert vesen? Það kom einu sinni
fyrir Víkverja að gleyma veskinu í
bænum og fékk þá fyrirtaksúrlausn
sinna mála hjá gjaldverðinum.
En varðandi öryggi í göngunum
skiptir gríðarlegu máli að halda
hraðanum niðri og segja má að
hraðamyndavélarnar hafi skikkað
langflesta til að halda sér á mottunni
í þeim efnum. Hraðinn var nefnilega
allt of mikill fyrstu árin. Það þarf
ekki nema eitt sprung-
ið dekk til að bíll kast-
ist út í vegg eða fram-
an á bíl á móti og þá er
illt í efni ef hraðinn er
um og yfir 100 km á
klst.
x x x
Það er bannað aðklappa í Skál-
holtskirkju að því er í
fréttum hermir.
Vígslubiskupinn árétt-
aði þessa hefð í vik-
unni, en eftir situr
spurningin hvað verði
gert ef einhver brýtur
þessa reglu. Er eftirlitsmaður í
kirkjunni sem sér um að hasta á
kirkjugesti eða reka það út?
Úr því að minnst er á Skálholt
verður Víkverji að mæla með tveim-
ur fantagóðum skáldsögum. Þetta
eru auðvitað bækur þeirra Gunnars
Gunnarssonar (Jón Arason frá 1948)
og Ólafs Gunnarssonar (Öxin og
jörðin frá 2003). Víkverji er að lesa
þær samhliða, ætlaði reyndar að
geyma bók Gunnars uns lestri hinn-
ar væri lokið, en leit á fyrstu síðuna
fyrir forvitni og gat ekki hætt. Þótt
hann eigi 400 síður eftir ólesnar
finnst honum strax fúlt að eiga ekki
meira eftir.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Grettir
Smáfólk
Smáfólk
ÉG VÆRI ALVEG TIL Í AÐ
FÁ MÉR 57 RÉTTA MÁLTÍÐ
ÉG HELD AÐ ÞÚ
ÆTTIR AÐ FARA
Í MEGRUN 56?
RIGNING
ER SVO
RÓMÓ...
ALLAR STELPUR HLAKKA TIL
ÞESS AÐ VERA KYSSTAR Í
RIGNINGU Í FYRSTA SKIPTI
HVAÐ VAR
ÞETTA?!?
KOSS!
NÚNA ÆTLAR
FLUGMAÐUR
ÚR FYRRA
STRÍÐINU
AÐ TAKA Á
LOFT Í
FRAKKLANDI
KOMDU! ÞÚ
GETUR EKKI
FLOGIÐ Í
ÞESSU VEÐRI!
KOMDU HEIM
SN00PY!
EINHVER VERÐUR AÐ GERA
EITTHVAÐ Í ÞESSUM MANNI,
HANN ER AÐ VERÐA
BRJÁLAÐUR!
SEGÐU HONUM AÐ ÉG
KOMI UM JÓLIN...
Beini
© LE LOMBARD
ÞAÐ ER ALLTAF SAMA SAGAN. ÉG
HEF HEYRT ÞETTA ALLT SAMAN
MILLJÓN SINNUM. ÞÚ GLEYMDIR
AÐ NEFNA NORÐURLJÓSIN
EN ÞAU EIGA EFTIR
AÐ KOMA EINHVERN
TÍMANN
SUMIR VERÐA ÞUNGLYNDIR Á VETURNA
EN ÞÚ VERÐUR ÞUNGLYNDUR AF ÞVÍ AÐ
SITJA Í SÓFANUM
HEFUR ÞÚ EINHVERN TÍMAN
VEITT MÉR ATHYGLI
JÁ ÞAÐ
HEF ÉG
VEISTU ÞAÐ, AÐ ÞAÐ ER EKKI TIL NEITT SEM ER JAFN SPENNANDI OG ÉG!!
OG ÞAÐ ÆTTI
AÐ DUGA
ÞÉR!
ÞAÐ STENDUR MEIRA AÐ SEGJA Á
SKILRÍKJUNUM MÍNUM!
OG EF ÞÚ SKOÐAR ALLAR
MYNDIRNAR AF MÉR ÞÁ SÉRÐU
ÞAÐ GREINILEGA
KANNSKI!
Í EINU ORÐI SAGT,
MIKILVÆGUR!
NÚ
JÆJA!
FRÁ HVAÐA
LANDI
KEM ÉG?
FRÁ ÁSTRALÍU,
MEÐ ÞESSA
POKA!
EKKI MÓÐGA LANGÖMMU
MÍNA. ÉG VAR SVO VITLAUS AÐ
SEGJA FRÁ ÞVÍ AÐ HÚN HAFI
KYNNST KENGÚRU OG ÞAÐ ER
ENGIN ÁSTÆÐA TIL ÞESS AÐ
RIFJA ÞAÐ UPP!
EKKI SPYR ÉG HVORT ÞÚ SÉRT
KOMINN AF SELAÆTTUM?
NEI!
ÞÚ VEIST VEL HVAÐ ÉG ER GÓÐUR Í ÞVÍ AÐ BÚA TIL KÍNVERSKAN MAT. SKO!
VISSIRÐU AÐ Í FYRRA LÍFI VAR ÉG KOKKUR FYRIR MING FJÖLSKYLDUNA
VIRÐULEGI
HERRA
Dagbók
Í dag er fimmtudagur 22. júlí, 204. dagur ársins 2004
Tónlist | Sumarhópur á vegum Hins Hússins, heldur lokatónleika sína í Iðnó
í kvöld kl. 20. Hópinn skipa: Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari, Gyða
Valtýsdóttir sellóleikari, Melkorka Ólafsdóttir flautuleikari og Ástríður Alda
Sigurðardóttir píanóleikari. Á efnisskránni má finna íslenska rímnadansa og
þjóðlög ásamt austur-evrópskum tregatónum. Leikin verða verk eftir Ibert,
Kodalý, Gubaidalina, Jón Leifs/Atla Heimi Sveinsson, Snorra Sigfús Birgis-
son og Shostakovitch undir kaffi og kertaljósum. Aðgangur er ókeypis.
Kammerhópurinn Krummi
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar.
Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (2.Tím. 3, 15.)