Morgunblaðið - 22.07.2004, Síða 33
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 33
Fold ehf. • Laugavegi 170 • 105 Reykjavík • Sími 552 1400
Fax 552 1405 • fold@fold.is • www.fold.is
2ja herbergja
íbúðir óskast!
Á Fold fasteignasölu er á skrá fjöldi áhugasamra
kaupenda. Staðgreiðsla í boði fyrir réttar eignir.
Í sumum tilvikum má semja um langan
afhendingartíma.
Nánari upplýsingar í síma 552 1400,
694 1401 eftir lokun, og á skrifstofu Foldar.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
1. Rf3 d5 2. b3 Bg4 3. e3 Rd7 4. Bb2
Rgf6 5. h3 Bxf3 6. Dxf3 c6 7. g4 e5
8. g5 Re4 9. h4 Bd6 10. Bh3 De7 11.
d3 Rec5 12. Rd2 a5 13. e4 d4 14.
Rc4 Bc7 15. Ba3 Rf8 16. c3 Hd8 17.
b4 axb4 18. cxb4 b5 19. Rxe5 Dxe5
20. bxc5 Rg6 21. Bf5 Rf4 22. Bc1 g6
23. Bg4 Ha8 24. Bxf4 Dxf4 25. Dxf4
Bxf4 26. Bd1 h6 27. Hg1 hxg5 28.
hxg5 Ha3 29. Bb3 Hh5 30. Ke2
Bxg5 31. Hh1 Be7 32. Hxh5 gxh5
33. Hg1 Kf8 34. Hg3 Ha7 35. Hf3
Bxc5 36. Hf5 Ba3 37. Hxh5 c5 38.
Hh8+ Ke7
Fyrir skömmu var haldið atskák-
einvígi milli spænska ungstirnisins
Francisco Ponz Vallejo (2.679) og
gamla brýnisins Viktors Kortsnojs
(2.568). Sá ungi sigraði í því með
þremur og hálfum vinningi gegn
tveimur og hálfum en í þessari
stöðu hafði öldungurinn hvítt. 39.
Bxf7! Nú gengur 39. … Kxf7 ekki
upp 40. Hh7+. 39. … c4? 39. … Bd6
hefði haldið taflinu gangandi. 40.
Bxc4! og svartur gafst upp enda peð
hans öll að falla.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Skotveiðar
SKOTVEIÐAR eru mikil íþrótt og
margir verðugir fuglar eru hæfir til
veiða, t.d. gæsir, hvers kyns mávar
og styggir fuglar. Ljóður á íslenskri
skotveiðimenningu er þó sú tilhneig-
ing skotveiðimanna að skjóta á end-
ur og mófugla. Þetta eru fallegar og
litlar skepnur sem óþarfi er að
drepa.
Ellilífeyrisþegi.
Öfugþróun gírókerfisins
Á SÍNUM tíma var hægt að greiða
gíróseðla annars staðar frá Norð-
urlöndunum fyrirhafnarlítið á póst-
húsum hérlendis. Þetta er nú síðustu
árin ekki hægt og slíkir seðlar, t.d.
vegna kaupa á bókum og tímaritum,
eru gagnslausir hérlendis og flókn-
ari og oft dýrari aðferðir verður að
nota til að koma greiðslum til skila.
Það er mikil öfugþróun að Pósturinn
íslenski skuli ekki lengur vera aðili
að norræna gírókerfinu. Ég furða
mig líka á að hafa hvergi séð kvartað
yfir þessu.
Vigfús Ingvar Ingvarsson.
Vestur-Íslendingar frá Utah
VESTUR-Íslendingar, búsettir í
Spanish Fork í Utah, munu heim-
sækja Ísland 29. júlí næstkomandi.
Þeir munu dvelja hér á landi í tíu
daga og vonast margir í hópnum til
þess að hitta ættingja sína hér á
landi augliti til auglitis. Þeir sem
telja sig eiga ættingja í Utah geta
haft samband við fararstjóra hóps-
ins, Lil Sheperd, en hópurinn verður
á Grand Hóteli í Reykjavík frá 30.
júlí til 3. ágúst og á Hótel Hjarð-
arbóli á Selfossi frá 4. ágúst til 7.
ágúst.
Budda tapaðist
7 ÁRA hnáta tapaði buddunni sinni í
A-sal Sambíóanna í Mjódd í síðustu
viku. Budduna prýðir hjarta. Hún
innihélt ferðapeninga litlu telpunnar
en hún er gestkomandi frá Noregi.
Hjartahlýr finnandi er vinsamlega
beðinn að hafa samband í síma
565 3996 eða 699 8848. Fundarlaun í
boði.
Sólarrafhlöðuspjald tapaðist
SÓLARRAFHLÖÐUSPJALD í
pappakassa tapaðist við tjaldstæðið
á Þingvöllum hinn 17. júlí sl. Finn-
andi vinsamlega hringi í síma
896 5811.
Giftingarhringur fannst
ÞYKK gleraugu fundust í upplýs-
ingarútunni í Landmannalaugum og
í lauginni fannst giftingarhringur og
í honum stendur Þín Ágústa 2002.
Upplýsingar í síma 853 7828.
Stormur strauk úr gæslu
STORMUR strauk nýlega úr gæslu
frá Kattholti, Stangarhyl 2. Hann er
steingrár, eyrnamerktur og mjög
gæfur. Þeir sem sjá Storm eru vin-
samlega beðnir að láta Sigríði vita í
síma 899 4038.
SÍLDARÆVINTÝRI á Siglufirði verður viða-
meira í ár en áður en Siglfirðingar hafa boðið
til síldarævintýris hverja verslunarmannahelgi
síðan árið 1991. Að þessu sinni verður fagnað
tvær helgar í röð; nú um helgina og um versl-
unarmannahelgina.
Hvers vegna er ævintýrið tvær helgar í ár?
„Það er raunverulega verið að halda upp á að
síldarævintýri Íslendinga hófst upp úr aldamót-
unum eða 1903. Áður höfðu Norðmenn veitt síld
við landið en við fórum í rauninni ekki að
græða peninga á þessu fyrr en upp úr aldamót-
unum. Þetta var stór hluti af útflutningstekjum
þjóðarinnar í áratugi og er að mínu mati þess
valdandi að við erum þetta rík í dag. Síðan var
síldin ofveidd og hvarf alveg árið 1966.“
Hvert var umfang síldveiða á Siglufirði?
„Þetta var langstærsta síldarhöfn landsins og
Siglufjörður stækkaði óhemju hratt. Hér voru
örfá hús og nokkrar hræður árið 1903 en bær-
inn fékk svo kaupstaðarréttindi árið 1918. Fram
til 1966 var umfang síldveiða við landið mjög
mikið. Á ákveðnum tíma var talað um þetta
sem höfuðstað heimsins í síldveiðum. Siglfirð-
ingar tala því oft um tvö landnám Norðmanna.
Hið fyrra var þegar Þormóður rammi nam hér
land árið 900. Síðan er talað um hið síðara land-
nám Norðmanna 1903 og þá hófust hinar miklu
síldveiðar og Siglufjörður varð frægasti síld-
arbær í heimi.“
Hver verður hápunkturinn nú um helgina?
„Ég veit nú varla hvað rís hæst. Við verðum
með mikið af gestum hér um helgina. Ólafur
Ragnar Grímsson [forseti Íslands] kemur í op-
inbera heimsókn og nokkrir ráðherrar. Auk
þess kemur norski sjávarútvegsráðherrann og
fullt af Norðmönnum sem koma til að minnast
þessara tíma. Þeir settu þetta náttúrlega í gang
hér á landi, fluttu hingað og settu upp fyrstu
síldarstöðvarnar og ílengdust hér á Siglufirði.
Við erum í raun að minnast þessa tíma með
Norðmönnum og vildum gera það á öðrum tíma
en um verslunarmannahelgina. Við gerum ráð
fyrir mikilli aðsókn í Síldarminjasafnið og nýja
bátahúsið. Safnið er orðið svo stórkostlegt. Svo
erum við með alls konar sýningar. T.a.m. sýnir
Grímur Karlsson bátslíkön gerð eftir norskum
og íslenskum skipum. Þá erum við með mynd-
listarsýningu, leiklistarsýningu og fleira. Við
sýnum m.a. málverk eftir siglfirska málara og
fengum að auki ýmis málverk lánuð hjá Lista-
safni Íslands, t.d. eftir Mugg, Gunnlaug Stef-
ánsson og fleiri sem komu hingað á sínum tíma
og máluðu. Aðaldagskráin er á laugardag en þá
spilar m.a. norska þjóðlagahljómsveitin, Löv-
stakken.“
Siglufjörður |Síldarævintýri með óvanalegu sniði
Tvö landnám Norðmanna
Theodór Júlíusson er
fæddur árið 1949 og
uppalinn á Siglufirði þar
sem hann nam bak-
araiðn. Nítján ára gam-
all fór hann til Noregs í
nám og starfaði svo
sem bakari fram til árs-
ins 1974. Þá gegndi
hann stöðu æskulýðs-
og íþróttafulltrúa
Siglufjarðar en varð
leikari hjá Leikfélagi
Akureyrar árið 1978. Í framhaldi af því fór
hann í leiklistarnám í Bretlandi og hefur verið
leikari hjá Borgarleikhúsinu frá árinu 1989.
Theodór býr með konu sinni og fjórum dætrum
í Kópavogi en dvelur á Siglufirði á sumrin.
TEKIN hefur verið upp sú nýbreytni
á vefsíðunni uppbod.is, sem opnuð
var hinn 17. júní síðastliðinn, að
bjóða myndlist og leirlist til sölu.
Eigendur vefjarins eru Ari Magn-
ússon antikkaupmaður og Guðrún
Þórisdóttir, grafískur hönnuður.
Guðrún hefur séð um útlit og hönnun
vefjarins. Að sögn Ara nýtur vef-
urinn nú þegar nokkurra vinsælda
og fær rúmlega 500 heimsóknir á
degi hverjum. „Fjöldi heimsókna fer
stigvaxandi og þetta er heldur meira
en maður reiknaði með,“ segir Ari.
Guðfinna Hjálmarsdóttir, sem rekið
hefur Gallerí Reykjavík frá árinu
1999 og er auk þess myndlist-
armaður að mennt, er umsjón-
armaður myndlistardeildar vefjarins.
„Þetta hefur farið vel af stað og það
hafa margir áhuga fyrir þessu,“ segir
Guðfinna. „Öll verkin eru eftir ís-
lenska listamenn og við bjóðum upp
á myndlist, leirlist og postulínsverk.
Þetta lækkar talsvert þann kostnað
sem listamenn þurfa að greiða til
þess að selja sín verk ef eftirspurnin
er til staðar. Við viljum hafa góða
breidd í þeim verkum sem við bjóð-
um upp á og höfum bæði dýr og ódýr
verk,“ segir Guðfinna og bætir því
við að mörg boð hafi nú þegar borist
í nokkur verkanna. Öll uppboðs-
verkin á vefnum eru til sýnis í Gall-
eríi Reykjavík.
Upplýsingar um uppboðsskilmála og
framkvæmd uppboða er að finna á
vefsíðunni www.uppbod.is.
Myndlist og leir-
list á uppbod.is
UM ÞESSAR mundir eru þrjár
sýningar í Safnaskálanum í Görð-
um á Akranesi. Þetta er í fyrsta
sinn sem þrjár sýningar eru þar í
gangi í einu.
Páll Guðmundsson, listamaður á
Húsafelli, sýnir 28 verk, bæði stór
og smá. Páll kallar listaverk sín
samlokur unnar úr líparíti og
höggmyndir á gólfi. Sýning Páls
stendur til 15. september. Jó-
hanna Sveinsdóttir, Heiðarskóla,
sýnir 28 verk í Safnaskálanum en
hún hefur áður haldið fjölda
einkasýninga og samsýninga. Þá
heldur Þórarinn Helgason ham-
skeri sýningu á uppstoppuðum
dýrum. Gripirnir á sýningunni eru
flestir frá því að hann var í námi í
Bandaríkjunum 1997 og eftir það.
Áður hafði hann numið hamskurð
í Edinborg. Þórarinn er með
fjöldann allan af dýrum á sýningu
sinni í Safnaskálanum.
Þrjár sýningar í
Safnaskálanum