Morgunblaðið - 22.07.2004, Side 34
DAGBÓK
34 FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Sólin er að fara inn í ljónsmerkið og því
ættirðu smám saman að verða fé-
lagslyndari en þú hefur verið að und-
anförnu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Heimilið, fjölskyldan og hugsnleg fast-
eignaviðskipti eru í brennidepli hjá þér
þessa dagna.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú átt annríkan mánuð fyrir höndum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú þarft að einbeita þér að fjárhags-
stöðu þinni og endurskoða bæði hvernig
þú verð tekjum þínum og aflar þeirra.
Þetta er hluti af endurskoðun þinni á því
hvað skiptir þig raunverulegu máli í líf-
inu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sólin er að koma inn í merkið þitt í
fyrsta skipti í ellefu mánuði. Sólin hefur
alltaf mikil áhrif á fólk sem er fætt í
ljónsmerkinu og því líður þér ein-
staklega vel þessa dagana. Láttu það eft-
ir þér að setja sjálfa/n þig í fyrsta sætið.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Reyndu að gefa þér tíma til aukinnar
einveru á næstunni. Þú þarft á henni að
halda til að melta hlutina. Það eru ákveð-
in mál sem þú þarft að gera upp við þig.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vogin er félagslynt merki og því muntu
njóta þín næstu fjórar til sex vikurnar.
Heimboðunum mun hreinlega rigna yfir
þig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Afstaða sólarinnar veldur því að þú nýt-
ur mikillar athygli þessa dagana. Ef þú
verður beðin/n um að taka á þig aukna
ábyrgð ættirðu ekki að hika við að gera
það.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú munt fá spennandi tækifæri til ferða-
laga og framhaldsmenntunar á næstu
fjórum til sex vikum. Gríptu tækifærin
þegar þau gefast.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú þarft að ganga frá smáatriðum sem
tengjast skatta- og tryggingamálum.
Ekki láta þetta sitja lengur á hakanum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú getur lært margt af nánustu sam-
böndum þínum næsta mánuðinn.
Reyndu að horfa gagnrýnum augum á
sjálfa/n þig og framkomu þína.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú finnur allt í einu fyrir mikilli þörf fyr-
ir að skipuleggja þig. Þú vilt hafa hlutina
á hreinu og gengur því berserksgang í
tiltekt, viðgerðum og þrifum.
Stjörnuspá
Frances Drake
KRABBI
Afmælisbörn dagsins:
Eru kraftmikil og úrræðagóð og sætta sig
ekki við annað en að ná árangri í því
sem þau taka sér fyrir hendur. Komandi
ár mun að öllum líkindum reynast þeim
mjög farsælt.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 háskalegt, 8
heiðursmerkjum, 9 ófræg-
ir, 10 ótta, 11 gegnsæar,
13 fífl,
15 vinna, 18 sýður, 21
hrós, 22 skaða, 23 nið-
urlúta, 24 málfæris.
Lóðrétt | 2 atriði, 3 vesæll,
4 þrá, 5 vænan, 6 raup, 7
konur, 12 peningur, 14
andi,
15 heiður, 16 stritinu, 17
fáni, 18 margt, 19 bókleg
fræði, 20 sefar.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skops, 4 þveng, 7 játar, 8 ellin, 9 ger, 11 rauk, 13
erta, 14 ólgan, 15 karp, 17 nema, 20 orm, 22 pokar, 23 ynd-
ið, 24 niðji, 25 torga.
Lóðrétt: 1 skjár, 2 ostru, 3 sorg, 4 þver, 5 eflir, 6 gunga, 10
elgur, 12 kóp, 13 enn,
15 kæpan, 16 rykið, 18 endar, 19 auðna, 20 orri, 21 mynt.
100 ÁRA afmæli.Á morgun,
föstudaginn 23. júlí,
verður 100 ára Guð-
rún Jónsdóttir frá
Nesi á Rangárvöllum.
Hún tekur á móti ætt-
ingjum og vinum á dvalarheimilinu
Lundi á Hellu klukkan 16–17.30 á af-
mælisdaginn.
80 ÁRA afmæli. Ídag, fimmtu-
daginn 22. júlí, er átt-
ræðisafmæli Elíasar
Marar, rithöfundar,
Birkimel 6a, Reykja-
vík. Hann tekur á
móti gestum í veitingahúsinu Næsta
bar, Ingólfsstræti 1b, milli kl. 17 og 20 í
dag.
80 ÁRA afmæli. Ídag, fimmtu-
daginn 22. júlí, er átt-
ræður Ásbjörn
Björnsson, fyrrver-
andi forstjóri, Hæð-
argarði 29, Reykja-
vík. Hann og eiginkona hans, Bjarney
Sigurðardóttir, halda upp á daginn
með fjölskyldunni í sumarbústað dótt-
ur og tengdasonar í Skorradal.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Evrópumótið í Málmey.
Norður
♠G4
♥8753
♦43
♣108762
Vestur Austur
♠102 ♠D98753
♥KG964 ♥D102
♦95 ♦6
♣Á543 ♣DG9
Suður
♠ÁK6
♥Á
♦ÁKDG10872
♣K
Suður horfir sjálfur á ellefu slagi og
þarf ekki mikla hjálp frá makker til að
ná þeim tólfta. Því er sjálfsagt mál að
keyra í slemmu. Í leik Íslands og Wal-
es stökk Bjarni Einarsson beint í sex
tígla yfir multi-opnun austurs á tveim-
ur tíglum. Útspilið var spaðatía. Bjarni
spilaði beint af augum: tók einu sinni
tromp og reyndi svo að stinga þriðja
spaðann í borði. En vestur átti níuna í
trompi og slemman fór einn niður. Hið
sama gerðist víðast hvar í öðrum leik-
um, en þó ekki á hinu borðinu í leiknum
við Walesbúa. Þar tók Tony Ratcliff
kostulega stefnu í úrspilinu, sem bar
óvæntan ávöxt. Sagnir gengu þannig:
Norður gefur; AV á hættu.
Vestur Norður Austur Suður
Magnús Jourdain Matthías Ratcliff
– Pass Pass 4 grönd
Pass 5 lauf Pass 6 tíglar
Pass Pass Pass
Matthías Þorvaldsson passaði í byrj-
un og Ratcliff opnaði á ásaspurningu
og sagði svo hálfslemmuna. Magnús
Magnússon trompaði út. Nú virðist fátt
eðlilegra en að reyna að stinga þriðja
spaðann, en Ratcliff virtist vera sleg-
inn einhverri blindu því hann tók strax
annað tromp. Og síðan öll hin í hend-
ingskasti. Vörnin þurfti að fara niður á
fjögur spil án þess að vita mikið um
hliðarspil sagnhafa, en í ljósi þess að
Ratcliff hafði ekki reynt að trompa
spaða taldi Matthías alla vega öruggt
að fara niður á tvo spaða! En það var
ekki aldeilis öruggt og Ratcliff fékk
heldur óverðskuldaðan slag á spaða-
sexuna í lokin og 920 fyrir spilið.
Upplýsingar í síma
552 2028 og 552 2607
www.graennkostur.is
Sendum grænmetisrétti
til fyrirtækja í hádeginu
• Magnafsláttur
Staðurogstund
idag@mbl.is
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa og bað kl. 9,
boccia kl. 10. Hárgreiðsla, fótaaðgerð.
Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, boccia kl. 9.30,
helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, hjólreiða-
hópur kl. 13.30, pútt kl. 10–16.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–16, bað
kl. 8.30–14.30, handavinna kl. 9–16, fótaað-
gerð kl. 9–17.
Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45,
bað kl. 9–14, söngstund kl. 14–15, pútt.
Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16.
Gerðuberg | Lokað vegna sumarleyfa til 17.
ágúst.
Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl. 9–15.
Hraunbær 105 | Hjúkrunarfræðingur kl. 9,
boccia kl. 10, félagsvist kl. 14.
Hraunsel | Flatahrauni 3. Kl. 14–16 pútt á
Hrafnistuvelli.
Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 10–11, fé-
lagsvist kl. 13.30–16. Fótaaðgerð, hár-
greiðsla.
Hæðargarður | Vinnustofa og bað kl. 9–
16.30, pútt, kl. 10 ganga, hárgreiðsla.
Langahlíð 3 | Fótaaðgerð kl. 9, hárgreiðsla
kl. 10, föndur og handavinna kl. 13.
Norðurbrún 1 | Vinnustofur lokaðar í júlí.
Vesturgata | Fótaaðgerð og hárgreiðsla kl.
9–16, bað kl. 9.15–14, hannyrðir kl. 9.15–
15.30, leikfimi kl.13–14.
Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár-
greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9.30–10,
handmennt kl. 9.30–16, fótaaðgerð kl. 10–16,
bridge kl. 13–16.
Sléttuvegur 11 | Opið í júlí kl. 10–14.
Mannamót
Íþróttahúsið á Vopnafirði | „Með íslensk-
una að vopni“, hagyrðingakvöld kl. 20. Að-
gangseyrir kr. 1.500. Stjórnandi: Kristján
Magnússon. Þátttakendur eru margir af
helstu hagyrðingum þjóðarinnar.
Fundir
Farfuglaheimilið | í Reykjavík, Sundlaug-
arvegi 34. Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta-
fræðingur heldur fyrirlestur sem heitir
,,Hamskipti ímyndunaraflsins: ímyndir
Bjarkar“. Úlfhildur ræðir um tónlistar-
myndbönd við lög Bjarkar, með áherslu á
þætti sem snerta tækni og náttúru. Fyr-
irlesturinn er kl. 20 og fer fram á ensku.
Norræna húsið | Denis MacShane, ráðherra
Evrópumála í Bretlandi, heldur fyrirlestur
sem nefnist: „Hin nýja stjórnarskrá Evrópu –
álitamál og áhrif á EES-löndin. Fundarstjóri
er Ólafur Þ. Harðarsonar. Fundurinn er kl.
12–13.30. Breska sendiráðið, utanríkisráðu-
neytið og Stofnun stjórnsýslufræða og
stjórnmála við Háskóla Íslands standa að
fyrirlestrinum.
NA (Ónefndir fíklar) | Opinn fundur kl. 21 í
KFUM&K, Austurstræti.
GA – Samtök | spilafíkla. Fundur kl. 20.30 í
Síðumúla 3–5.
Kirkjustarf
Háteigskirkja | Taizé-messa kl. 20. For-
eldramorgnar kl. 10–12. Vinaheimsóknir til
þeirra sem þess óska. Upplýsingar í síma
511 5405.
Landspítali | – háskólasjúkrahús, Arnarholt:
guðþjónusta kl. 15. Birgir Ásgeirsson.
Vídalínskirkja | Bæna- og kyrrðarstund kl.
22. Bænarefnum er hægt að koma til
prestsins fyrir stundina.
Landakirkja | í Vestmannaeyjum. Kl. 10
mömmumorgunn, kl. 14.30 helgistund á
Heilbrigðisstofnun.
Þorlákskirkja | Bænastund kl. 9.30. For-
eldramorgnar kl. 10.
Myndlist
Hrafnista í Hafnarfirði | Alþjóðleg samsýn-
ing ungra myndlistarmanna í Menningarsal
Hrafnistu í Hafnarfirði opnuð kl. 14. Sýn-
endur koma víðs vegar að en á sýningunni
eru til sýnis ljósmyndir, teikningar og graf-
íkverk. Sýningarstjóri er Ingibjörg Böðv-
arsdóttir. Sýningunni lýkur 17. ágúst.
Deiglan á Akureyri | Opnun kl. 17: „Stormur
í vatnsglasi“ Áslaug Arna Stefánsdóttir sýn-
ir vídeóverk.
Skemmtanir
Ari í Ögri | Miles from nowhwre skemmta.
Dátinn | Akureyri. Dj. Lilja.
Gaukur | á Stöng. Dúndurfréttir spila.
Glaumbar | Búðarbandið.
Græni hatturinn | Akureyri. Mannakorn
með tónleika.
Kaffi List | Tenderfoot.
Tónlist
Víkurbær Bolungarvík | Sigrún Pálmadóttir
óperusöngkona og Florian Pestell flytja
söngdagskrá. Óperuaríur, ítölsk sönglög og
fleira. Hefst kl. 20.30.
Hótel Borg | Björgvin Franz Gíslason syngur
með Seth Sharp sem er bandarískur leikari
og söngvari sem kom hingað til lands í fyrra
og setti upp sýninguna Ain’t misbehaving í
Loftkastalanum. Hann er nú kominn aftur
og ætlar að setja upp aðra söngsýningu
sem mun kallast Harlem Sophisticated. Tón-
leikarnir eru kl. 20.
Klink & Bank | Tónleikar í Tónleikaröð Klink
& Bank kl. 21. Þeir sem koma fram eru: HOD,
Flís, Mega Lúðrasveit Klink & Bank, pönk-
bandið Forhúð Forsetans og Perculator.
Kynnir er Lilli Api.
Iðnó | Lokatónleikar Kammershópsins
Krumma kl. 20.
Deiglan á Akureyri | B-sharp kvintett kl. 21.
Hallgrímskirkja | Hádegistónleikar kl. 12.
Nicole Cariglia, selló og Eyþór Ingi Jónsson,
orgel.
Útivist
Útivistarræktin | gengur frá Skógrækt-
arfélagi Reykjavíkur í Fossvogi kl. 18.
Mosfellsdalur | Bjarki Bjarnason verður
með leiðsögn um skáldaslóðir í Mosfellsdal
kl. 19.30 frá Gljúfrasteini. Gengið er um
slóðir Halldórs Laxness og Egils Skalla-
grímssonar og leirverkstæði Þóru Sig-
urþórsdóttur á Hvirfli skoðað.
Þingvellir | Guðmundur Hálfdánarson sagn-
fræðingur leiðir göngu um Þingvelli og
fjallar um Þingvelli í þjóðarvitund Íslendinga
á 19. og 20. öld. Gangan hefst við útsýn-
isskífuna við Hakið kl. 20 og lýkur kl. 22 við
Þingvallakirkju.
Meira á mbl.is.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði
dagsins er að finna á Stað og
stund á forsíðu mbl.is.
Skógarganga Skógræktarfélaganna er að þessu sinni í umsjá Skógræktarfélags Kjal-
arness. Mæting er við Arnhamar á Kjalarnesi en boðið er upp á ókeypis rútuferð frá húsi
Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 19.30. Frá Arnhamri er farið með rútunni að Blikadal.
Þaðan er gengið yfir í Arnhamar og boðið upp á létta grillmáltíð í göngulok. Gangan tekur
um klukkustund.
Skógargöngurnar á fimmtudögum eru léttar, við allra hæfi, öllum opnar og ókeypis.
Skógarganga í Blikadal