Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 22.07.2004, Qupperneq 35
MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2004 35 Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is Vei›ima›urinnJÚLÍ 2004 NR. 174 · VER‹ 899, - M/VSK fiINGVALLAVATN: LEI‹SÖGN A‹ LEYNDARDÓMUNUM! NÚ LÆRIR fiÚ A‹ ,,STRIPPA“ LAXINN UPP Í SUMAR!EYfiÓR KOKKUR, STÓRLAXAR OG ÖNNUR ÆVINT†RSVARTÁ Í HÚNAfiINGILEYFI‹ BÖRNUNUM A‹ VEI‹ATÉKKNYMFAN UNDIR SMÁSJÁNNIOPNUN NOR‹URÁRHVENÆR GENGUR LAXINN OG HVERNIG ER BEST A‹ HITTA Á’ANN? V ei›im a› u rin n Júli 2004 N E T L A U N A S E ‹ L A R Í Ö L L U M N E T B Ö N K U M 10 áhrifam estu konur viðskiptalífsins 5. TBL. 2004 – VERÐ 899 ,- M/VSK – ISSN 1017-35 44 5. tbl. 2004 ÁHRIFAMESTU KONURNAR í viðskiptalífinu70 HÁLEND ISHAND BÓKIN ÖKUL EIÐIR , GÖN GULE IÐIR O G ÁFA NGAS TAÐIR Á HÁ LEND I ÍSLA NDS Ö N N U R Ú TÁ FA 20 04 PÁLL ÁSGE IR ÁS GEIRS SON HÁLENDISHANDBÓKIN Á S G EIR S S O N I S B N 9 9 7 9 9 6 3 9 3 NÝJAR LEIÐI R OG FERSK AR UP PLÝSI NGAR NÝJAR LJÓS MYND IR GEISL ADISK UR M EÐ M YNDS KEIÐU M AF 80 VÖ ÐUM Á HÁL ENDIN U FYL GIR Þrír góðir ferðafélagar T ónlistarhátíð í Reykholti verður haldin í Reykholtskirkju dagana 23.–25. júlí 2004. Hátíðin hefst á opnunartónleikum föstudaginn 25. júlí kl. 20, þar sem flutt verður tónlist eftir Wolfang Amadeus Mozart. Á tón- leikunum koma fram Auður Hafsteinsóttir fiðluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari, Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanó- leikari og Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleik- ari. Auk þess mun Trio Polskie frá Varsjá flytja píanótríó eftir meistarann. Á laugardag kl. 15 verða söngtónleikar þar sem Elín Ósk Óskarsdóttir sópran mun flytja íslensk og nor- ræn lög og þekktar óperuaríur ásamt Stein- unni Birnu. Að kvöldi laugardags mun Trio Polskie leika píanótríó eftir Haydn, Beethoven og Schubert. Tríóið skipa Tomasz Bartoszek píanóleikari, Sebastian Gugala fiðluleikari og Arkadiusz Dobrowolski sellóleikari. Sigur á sigur ofan Pólverjarnir koma hingað gagngert til að leika á Reykholtshátíðinni. Hljóðfæraleik- ararnir þrír stunda allir kennslu, en eru jafn- framt allir margverðlaunaðir sem einleikarar. Þeir hafa leikið saman frá 1999 og hlotið fjölda viðurkenninga, pólskra og erlendra, sem fram- úrskarandi kammerhópur. „Við unnum til fyrstu verðlauna í alþjóðlegu Brahms- keppninni í Gdansk ári eftir að tríóið var stofn- að,“ segir sellóleikari hópsins, Arkadiusz Dobrowolski, en sú viðurkenning átti eftir að verða þeim happafengur á fleiri vegu. „Þar hittum við Henry Mayer úr La Salle-kvartett- inum, sem bauð okkur að taka þátt í Isaac Stern Music Workshop í Carnegie Hall í New York. Við tókum því boði og dvöldum í New York í þrjár vikur og nutum á meðan leiðsagn- ar mjög flinkra kammermúsíkmeistara úr Guarnieri-kvartettinum og fleiri. Mánuði eftir að við unnum í Brahms-keppninni unnum við svo aftur í Lantier-keppninni í París, og svo síðar í fleiri keppnum. Í dag leikum við á tón- listarhátíðum og tónleikum um allan heim.“ Arkadiusz Dobrowolski segir reynsluna úr Carnegie Hall hafa verið Polskie-tríóinu mjög mikilvæga og leiðsögn reyndu mannanna í fag- inu mjög góða. Auk þess hafi námskeiðið skap- að gagnleg tengsl við aðra kammermúsíkhópa. Hann segir það líka mikilvægt að þótt með- limir tríósins stundi sjálfir kennslu leiti þeir líka leiðsagnar sér reyndari tónlistarmanna. „Allir tónlistarmenn ættu stöðugt að reyna að læra meira og leita nýrra leiða í þeim efnum. Þetta starf krefst ævilangrar endurnýjunar og stöðugs lærdóms.“ Dobrowolski segir Polskie-tríóið hafa sér- hæft sig nokkuð í tónlist klassíska tímans, sér- staklega Haydn og Beethoven, en leiki nýrri verk. Tríóið hefur gefið út geisladisk með verkum Haydns, annar, með tríóum eftir Mauricio Kagel, kemur út síðar á þessu ári. Þá hafa þeir einnig gefið út disk með Kvartett um endalok tímans eftir Messiaen, með öðrum tónlistarmönnum. Gott að spila nýja tónlist Löng kammermúsíkhefð er í Póllandi, og þar eru tónskáld enn að semja fyrir þessa sí- gildu hljóðfæraskipan. „Við eigum bæði góða kammermúsíkhópa og góð verk eftir góð tón- skáld. Ég nefni þar bara sem dæmi tríóin eftir Panufnik og Malawski. Við erum enn að bíða eftir að fyrir okkur verði samið, en við eigum vinkonu – mjög gott tónskáld – sem við von- umst til að semji verk fyrir okkur. Það er nefnilega gott að spila nýja tónlist, þótt klass- íkin sé auðvitað mjög mikilvæg fyrir svona hóp. Í svona hóp þarf maður í raun að geta spilað hvað sem er, – alls konar tónlist frá öll- um tímum.“ Lokatónleikar hátíðarinnar verða svo á sunnudaginn kl. 16 og verða þar flutt verk eftir Beethoven, Grieg og Schumann auk þess sem frumflutt verður verk eftir Þórð Magnússon fyrir sópran, píanó og selló við texta Snorra Sturlusonar. Þórður var nýlega tilnefndur til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. Flytj- endur á lokatónleikunum verða allir þátttak- endur hátíðarinnar. Listrænn stjórnandi Reykholtshátíðar er Steinunn Birna Ragnars- dóttir. Tónlist | Polskie-tríóið og Elín Ósk meðal gesta á Reykholtshátíð Starfið krefst ævilangrar endurnýjunar Morgunblaðið/Eggert Polskie-tríóið verður meðal gesta á Reyk- holtshátíð um helgina: Tomasz Bartoszek pí- anóleikari, Arkadiusz Dobrowolski sellóleik- ari og Sebastian Gugala fiðluleikari. RITHÖFUNDUNUM Sally Magnusson og Ólafi Jóhanni Ólafssyni hefur verið boðið að koma fram á alþjóðlegu Bókmenntahátíðinni í Edinborg sem haldin er 14.–30. ágúst ár hvert í tengslum við hina þekktu listahátíð sem haldin er á sama tíma. Bókahátíðin í Edinborg er hin stærsta sinnar tegundar sem haldin er í heiminum. Áður hefur komið fram að Matthías Johannessen skáld mun verða kynntur á há- tíðinni í sérstöku pallborðsviðtali við sjón- varpsmanninn Magnús Magnússon hinn 25. ágúst. Matthías mun einnig lesa úr verkum sínum og ensk útgáfa ljóða hans verður gefin út af þessu tilefni. Sally Magnusson er dóttir Magnúsar Magn- ússonar og fyrr á þessu ári kom út í Bretlandi bók hennar Dreaming of Iceland þar sem hún segir frá ferðum sínum um Ísland ásamt föð- ur sínum er hún var barn að aldri. Sally kem- ur fram á hátíðinni hinn 25. ágúst. Skáldsaga Ólafs Jóhanns Ólafssonar Höll minninganna kom út í enskri þýðingu fyrr á þessu ári undir titlinum Walking into the Night og Ólafur mun koma fram hinn 29. ágúst ásamt rithöfundunum Alan Furst og Allan Massie. www.edbookfest.co.uk. Bókmenntir|Bóka- hátíðin í Edinborg Ísland vel kynnt Matthías Johannessen Sally Magnússon Ólafur Jóhann Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.