Morgunblaðið - 17.08.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 17.08.2004, Síða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ Guði sé lof, ég ætlaði nú bara að segja hvort þú færir bara sí sona og ég ekki búinn að læra á apparatið, karlinn minn. Sérstök ákvæði gildaum veðsetingu ogskuldaskil vegna óð- alsjarða. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hef- ur Sýslumaðurinn í Reykjavík stöðvað upp- boðsferli vegna gjaldþrots Svínabúsins Brautarholti ehf., en þar er um að ræða tvær spildur, samtals 8 hektara, sem tilheyra Brautarholti 2 sem er ætt- aróðal. Ættaróðul munu í fram- tíðinni heyra sögunni til. Þann 1. júlí tóku gildi ný jarðalög þar sem lagt er bann við stofnun nýrra ættaróðala og kveð- ið á um að ættaróðul skuli falla úr óðalsböndum við fráfall bóndans og erfast í samræmi við ákvæði erfðalaga. Undir áhrifum norskra laga Fyrstu ákvæði um óðalsjarðir á Íslandi eru frá árinu 1833, en fyrsta heildstæða löggjöfin um óð- alsrétt er frá árinu 1936. Löggjöfin mun hafa verið undir áhrifum frá norskum lögum, en þar höfðu ákvæði um óðalsjarðir gilt í aldir. Fyrstu landnámsmenn Íslands voru einmitt flestir Norðmenn sem ekki höfðu tilkall til lands og þurftu því að leita á önnur mið. Í grein um ættaróðul, sem birt- ist í Morgunblaðinu árið 1999, sagði Jón Ásgeir Sigurvinsson blaðamaður að sú hugmynd að gera einum erfingja hærra undir höfði en öðrum, með því að hann taki við ættaróðalinu, virðist ekki hafa fengið samhljóm í íslenskum hugsunarhætti og réttlætiskennd, enda hafi aldrei verið veruleg ásókn í að breyta jörðum í ættar- óðul. Þá munu allmörg dæmi hafa verið um að bændur hafi fengið jarðir sínar leystar undan ákvæð- um óðalslaga. Grundvallarsjónarmið með setningu laga um óðalsjarðir var að tryggja að jörð héldist innan ættar, með því að gera hana form- lega að eign ættarinnar, og auð- velda flutning hennar á milli kyn- slóða. Jarðalög frá árinu 1967 kváðu á um að foreldrar yrðu að koma sér saman um hver skyldi erfa óðalið og varð að tilkynna þá ákvörðun fyrir sextugsafmæli óð- alsbóndans. Hefði engin ákvörðun verið tekin átti skiptafundur að ákveða viðtakanda og sat það barn fyrir sem hafði að staðaldri unnið með foreldrum sínum á jörðinni og var líklegast til að stunda þar bú- skap. Í ákveðnum tilfellum var heimilt að skipta jörðinni á milli erfingja. Aðrir afkomendur en óðalserf- inginn voru þó ekki sviptir öllum rétti til arfs. Í lögunum var ákvæði um að fjárhæð, sem samsvaraði hálfu fasteignamati jarðarinnar, að frádregnum veðskuldum, skyldi greidd fráfaranda eða búi hans. Sá hængur var þó á að fasteignamat var yfirleitt langt undir raunvirði eignarinnar. Aðrir erfingjar fengu því aðeins lítinn hluta þess sem þeir hefðu fengið hefði óðalið kom- ið jafnt til skiptanna. Erfðafjár- skattur var ekki greiddur af ætt- aróðali, eða fylgifé þess. Sérhverjum jarðeiganda var, samkvæmt lögunum, heimilt að gera jörð sína að ættaróðali ef jörðin væri svo stór eða gæðarík að hún gæti a.m.k. framfært meðal- fjölskyldu að mati Bændasamtaka Íslands og viðkomandi jarðanefnd- ar. Þá þurftu börn jarðeiganda, 16 ára og eldri, að hafa samþykkt að jörðin yrði gerð að ættaróðali og ekki máttu aðrar veðskuldir hvíla á jörðinni en þær sem kynnu að hafa verið teknar í Stofnlánadeild Bún- aðarbanka Íslands, Orkusjóði eða Lífeyrissjóði bænda. Þá var ábúendum ríkisjarða, sem keyptu jarðirnar, skylt að gera þær að óðalsjörðum. Þannig var komið í veg fyrir að ábúendur sem keyptu ríkisjarðir, yfirleitt á afar hagstæðum kjörum, gætu selt jörðina aftur á frjálsum markaði á mun hærra verði og þannig hagnast verulega. Ættaróðul um 90 talsins í dag Í framtíðinni munu ættaróðul þó heyra sögunni til. Árið 1999 voru þau 102 talsins, nú, fimm árum síð- ar, eru þau um 90. Þeim mun fækka enn frekar, eins og fyrr seg- ir, því samkvæmt lögum sem Al- þingi samþykkti í vor og tóku gildi þann 1. júlí í sumar, er nú óheimilt að stofna ný ættaróðul og skulu ættaróðul falla úr óðalsböndum við fráfall óðalsbónda. Ný jarðalögin leystu lögin frá 1976 af hólmi, en tilgangur þeirra var að færa löggjöf um jarðir í nú- tímalegra horf. Í lögunum er einn- ig kveðið á um að ekki megi aðrar veðskuldir en þær sem kunna að hafa verið teknar í þeim þremur sjóðum sem áður voru nefndir, hvíla á óðalinu. Um ráðstafanir sýslumanns ef krafist er aðfarar segir að geti óðalseigandi ekki full- nægt kröfu skuldheimtumanns skuli kvatt til fundar með þeim sem áttu rétt til óðalsins. „Á fund- inum skal sýslumaður hlutast til um að ákveðið sé hver taki við óðal- inu og taki að sér aðkallandi greiðslur. Nú vill enginn þeirra sem rétt áttu til óðalsins taka við jörðinni og skal þá sýslumaður selja hana með tilheyrandi fylgifé,“ segir í 49. grein laganna sem sam- þykkt voru í vor. Fréttaskýring | Óðalsjarðir frábrugðnar venjulegum bújörðum Óðul feðranna á undanhaldi Ættaróðul falla úr óðalsböndum við frá- fall óðalsbóndans og ekki má stofna ný Ættaróðul áttu að tryggja búsetu. Um 90 jarðir á Íslandi teljast til óðalsjarða  Ákvæðum um ættaróðul var á sínum tíma ætlað að tryggja að bújarðir héldust í eigu ættar- innar og að börn gætu þannig haldið áfram að rækta jörð feðr- anna. Um ættaróðul giltu sér- stakar reglur, en í lögum sem Al- þingi setti í vor er ættaróðulum í raun útrýmt. Bannað er að stofna ný og skulu ættaróðul falla úr óðalsböndum og erfast í samræmi við ákvæði erfðalaga við fráfall óðalsbónda. nina@mbl.is MUN alþjóðavæðingin grafa und- an velferðarkerfum Norður- landanna? er efni opins fundar á vegum framtíðarnefndar Samfylk- ingarinnar sem haldinn verður í Iðnó í Reykjavík í kvöld, þriðju- dag, kl. 20. Jón Baldvin Hannibals- son, sendiherra og fyrrverandi for- maður Alþýðuflokksins, mun ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, formanni framtíðarnefnd- arinnar, hafa framsögu um ofan- greint málefni. „Tilefnið er mjög áhugaverð grein eftir Jón Baldvin sem birtist í Morgunblaðinu hinn 7. ágúst sl. þar sem hann ber saman „amer- ísku leiðina“ og „norrænu leiðina“ og færir rök fyrir því að öflugt vel- ferðarkerfi Norðurlandanna auki aðlögunarhæfni samfélagsins, stuðli að samkeppnishæfni ríkj- anna og sé lykillinn að efnahags- legum framförum,“ segir m.a. í fréttatilkynningu um fundinn. Þar segir einnig að Jón Baldvin muni horfa til framtíðar og velta fyrir sér þeim spurningum hvort blikur séu á lofti varðandi framtíð norrænu velferðarríkjanna, hvort þau muni ráða við sívaxandi út- gjöld til heilbrigðis- og mennta- mála og hverjir séu óvinir velferð- arkerfisins. Þá segir að Ingibjörg Sólrún muni tengja þessar spurningar ís- lenskum veruleika og fjalla um þær ögranir sem íslenskt samfélag standi frammi fyrir. Fundurinn er öllum opinn og verða umræður að loknum fram- söguerindunum. Fundarstjóri verður Margrét S. Björnsdóttir, annar formaður starfshóps fram- tíðarnefndarinnar um hlutverk hins opinbera í almannaþjónustu. Ræða velferðar- kerfið og alþjóð- lega samkeppni SÉRA Bolli Pétur Bollason er eini umsækjandinn um embætti prests í Seljakirkju í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra sem auglýst var laust frá 1. september næstkomandi. Umsóknarfrestur rann út 11. ágúst sl. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar prestakallsins. Í val- nefnd sitja fimm fulltrúar úr prestakallinu, auk vígslubiskups í Skálholti. Sóknarprestur í Selja- kirkju er sr. Valgeir Ástráðsson. Einn sækir um embætti prests í Seljakirkju ÁRLEG minningarathöfn vegna fósturláta verður haldin í Bænahúsi við Fossvogskirkju í Reykjavík á morgun, miðvikudaginn 18. ágúst, kl. 16. Sjúkrahúsprestar Landspít- ala – háskólasjúkrahúss sjá um framkvæmd athafnarinnar í sam- vinnu við starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Athöfn- in er öllum opin. Eftir athöfnina í Bænahúsi verður gengið að minn- isvarða um líf og fósturreit. Minningarathöfn vegna fósturláta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.