Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 17

Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 17
www.thjodmenning.is MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 17 Reykjavík | Yfir 300 manns hafa sótt námskeið þar sem kynntar eru umgengnistakmarkanir og örygg- isráðstafanir gegn ólögmætum að- gerðum eins og hryðjuverkum á Reykjavíkurflugvelli, en þátttaka á slíku námskeiði er skilyrði til að fá aðgangsheimild að flugvellinum eftir 1. september. Eftir þann tíma verður öll umferð um Reykjavíkurflugvöll háð að- gangsheimildum frá Flugmálastjórn Íslands og þurfa þeir aðilar sem eru með starfsemi eða flugvél á vell- inum, að sækja námskeið um flug- vernd til að fá slíka heimild, segir Árni Birgisson hjá Flugmálastjórn. Yfir 300 manns hafa nú sótt slík námskeið Flugmálastjórnar og fá að því loknu afhent aðgangskort, fjar- stýringu að hliðum eða lykla – eftir því sem við á. Verða öll hlið alltaf lokuð en voru lengst af opin á dag- inn. Undanþága sparar 800 milljónir á ári Upphaflega kvað reglugerð Evr- ópusambandsins um flugvernd, sem tók gildi á EES-svæðinu í apríl sl., á um að allir flugvellir þyrftu að koma upp stýringu á aðgengi, bakgrunns- skoðun starfsmanna, vopnaleit og gegnumlýsingum farms og farang- urs. Fyrir tilstuðlan samgöngu- og utanríkisráðuneytisins var öryggis- sérfræðingur ESB, sem skoðaði að- stæður hér á landi, sannfærður um að svo umfangsmiklar ráðstafanir væru ekki nauðsynlegar hér á landi. Eftir stóð að Keflavíkurflugvöllur og flugvellir á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík þyrftu að uppfylla þessar kröfur. Samgönguráðuneytið áætlar að þessi undanþága spari um 800 milljónir króna á ári. Ráðstafanir sem þó verður ráðist í munu kosta Flugmálastjórn tæpar 100 milljónir króna í stofnkostnað. Eftir það verður rekstrarkostnaður þessa kerfis um 83 milljónir á ári. Kostnaður þeirra sem nýta flugvöll- inn er smávægilegur. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fjölsótt flug- verndarnámskeið Morgunblaðið/Þorkell Árni Birgisson hjá Flugmálastjórn prófar nýja kerfið á leið inn á völlinn. Uppskerudagur | Næstkomandi laugardag, 21. ágúst, verður upp- skerudagur skólagarðanna í Hafn- arfirði. Fram kemur á vef bæjarins að mikilvægt sé að allir mæti til að taka upp sitt grænmeti, og í það minnsta einn fullorðinn þurfi að koma með, en að sjálfsögðu sé öll fjölskyldan velkomin. Þeir sem stundað hafa ræktun í görðunum þurfa að koma með poka undir upp- skeruna, og ekki verra að koma með áhöld eins og hníf og kartöflu- gaffal, þar sem takmarkað magn af verkfærum er til í görðunum. Þeir sem ekki komast á upp- skerudaginn geta komið einhvern daginn í vikunni 23.–27. ágúst milli 15 og 17, en mikilvægt er að ljúka við að taka upp fyrir 10. september, en eftir þann tíma er öllum heimilt að taka upp úr görðunum það sem enn er óupptekið.    Reistu hljóðveggi | Nýir hljóð- veggir meðfram Hafnarfjarðarvegi þar sem hann liggur um Garðabæ við Löngufit og vestan vegarins við Laufás og frá Lyngási að strætis- vagnabiðstöð á móts við Bitabæ eiga að minnka hávaða frá umferðinni sem berst að nærliggjandi húsum um helming. Veggirnir eru tveggja metra háir, og samtals 460 metrar á lengd. Um er að ræða tréveggi sem ungir starfsmenn þjónustumiðstöðv- arinnar reistu í sumar, og var kostn- aður við verkið um 12 milljónir króna. Sími 594 6000 Bæjarflöt 4, 112 R.vík Fjöldi lita og gerða Marley þakrennur Sjáum einnig um uppsetningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.