Morgunblaðið - 17.08.2004, Side 18
MINNSTAÐUR
18 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Vesturbær | Glatt var á hjalla og
mikið um dýrðir við Neskirkju á
föstudag, þegar börn og leiðbein-
endur leikjanámskeiðs, sem staðið
hefur yfir í sumar, fögnuðu vel
heppnuðu sumarstarfi. Sólin lék að
sjálfsögðu við hvern sinn fingur
þann dag og fóru börnin ásamt leið-
beinendum í gönguferð eftir
Ægisíðunni auk þess sem horft var
á stuttmynd sem krakkarnir höfðu
gert eftir biblíusögu. Þá var farið í
útileiki og að lokum sest saman í
kirkjunni, þar sem viðstaddir
drukku safa og mjólk og gæddu sér
á súkkulaðiköku.
„Við erum búin að vera með fjög-
ur námskeið í sumar og þetta var
síðasti dagurinn í síðasta námskeið-
inu,“ segir Guðmunda Inga Gunn-
arsdóttir, guðfræðingur sem starf-
ar við leikjanámskeiðin í Neskirkju.
Guðmunda segir fjölbreytni hafa
verið í fyrirrúmi í starfi leikja-
námskeiðanna. „Einn dag í viku
fórum við strætóferð og einn dag í
viku fórum við í grillferð, jafnvel út
fyrir bæinn. Tvisvar í sumar fórum
við á Langasand á Akranesi, þar á
meðal á fimmtudaginn, þegar góða
veðrið var í algleymingi.“
Um þrjátíu börn tóku þátt í síð-
asta námskeiðinu, en í heildina
voru rúmlega áttatíu börn á nám-
skeiðunum í allt sumar. Guðmunda
segir að þrátt fyrir að nýtt safn-
aðarheimili Neskirkju væri ekki
tilbúið hefði það pláss, sem var á
staðnum, verið vel nýtt og einnig
nágrenni kirkjunnar. „Til dæmis
fórum við mikið á Ægisíðu og í
Hljómskálagarðinn. Svo fórum við
líka með börn af námskeiðunum í
Hellisgerði í Hafnarfirði og Rúts-
tún í Kópavogi,“ segir Guðmunda.
„Við vorum ofboðslega heppin með
veður í sumar, svo við tókum bara
með okkur nesti og fórum í leiki.
Börnum finnst svo gaman að leika
sér sjálf, sérstaklega ef það eru
leiktæki á staðnum. Í Hljóm-
skálagarðinum er t.d. frábær að-
staða til að klifra.“
Í gær hófst í nýju safnaðarheimili
Neskirkju fermingarnámskeið, sem
varir í eina viku áður en hin verð-
andi fermingarbörn fara í grunn-
skólann. Mun hið unga fólk eftir
fyrstu daga námskeiðsins taka öfl-
ugan þátt í safnaðarstarfi kirkj-
unnar í vetur.
Leiðbeinendur og krakkar halda upp á lok leikjanámskeiða
Sumarið afar veðursælt
Morgunblaðið/Ómar
Blíðviðrisbörn: Börnin voru mjög ánægð með námskeiðið og nutu sín vel í
góða veðrinu, sem hefur sjaldan ef nokkurn tímann verið betra hér á landi.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
DREIFING Norðurorku á raf-
magni um rafstrengi, sem liggja í
dælustöðvarnar í Botni í Eyja-
fjarðarsveit, á Laugalandi og
Hjalteyri er brot á einkarétti Raf-
magnsveitna ríkisins. Þetta kem-
ur fram í úrskurði sem úrskurð-
arnefnd raforkumála hefur
kveðið upp.
Norðurorka annast dreifingu
raforku á Akureyri, dreifingu á
heitu vatni í bænum og að hluta til
í nágrannabyggðum auk þess að
annast vatnsveitu á Akureyri og
hluta Hörgárbyggðar. Fyrirtæk-
ið á dælustöð fyrir heitt vatn á
Hjalteyri en auk vatnslagnar á fé-
lagið einnig ljósleiðara og 11 kV
rafstreng, en um hann fer raf-
magn frá dreifiveitu Norðurorku
á Akureyri sem eingöngu er not-
að til að knýja dælustöðina.
Strengurinn var tekinn í notkun í
desember á liðnu ári. Hvað hinn
rafstrenginn varðar er forsaga
máls sú að Norðurorka gerði
samning við Fallorku sem reisti
vatnsaflsstöð í Djúpadal og tekin
var í notkun nú í vor. Kaupir
Norðurorka allt rafmagn sem
virkjunin framleiðir, en það er af-
hent í spennistöð við Botn í Eyja-
firði.
Samkomulag náðist ekki
Rafmagnsveitur ríkisins telja
dreifingu rafmagns um rafstrengi
Norðurorku frá Botni og Hjalt-
eyri brjóta í bága við einkarétt
sinn til að dreifa rafmagni á þessu
svæði, enda sé það utan dreifi-
veitusvæði Norðurorku, sem ein-
göngu er innan bæjarmarka á
Akureyri. Rarik mótmælti fram-
kvæmdum Norðurorku við lagn-
ingu dreifistrengjanna bæði til
Hjalteyrar og í átt að virkjun í
Djúpadal, en Norðurorka féllst
ekki á mótmælin. Ágreiningur um
málið hefur staðið yfir alllengi,
allt síðasta ár og hafa bréf farið á
milli Rafmagnsveitna ríkisins,
Norðurorku og iðnaðarráðuneyt-
isins vegna þess. Reynt var að ná
samkomulagi en það tókst ekki.
Málið barst því að lokum inn á
borð úrskurðarnefndar raforku-
mála sem nú hefur komist að nið-
urstöðu. Þar segir að deila aðila
snúist um það fyrst og fremst
hvort Norðurorka noti strengina
tvo, sem liggja að Botni og Hjalt-
eyri með þeim hætti að um þá sé
dreift rafmagni til neytenda í
skilningi laganna á dreifiveitu-
svæði Rafmagnsveitna ríkisins og
gangi með því gegn þeim einka-
rétti sem þær hafa til að dreifa
rafmagni á svæðinu. Í hnotskurn
snúist því deilan um það hvort
rafmagnið sem fer í að knýja
dælustöðvarnar á Hjalteyri,
Laugalandi og Botni sé notað af
neytanda í skilningi raforkulaga.
Heldur Norðurorka því fram að
dælustöðvarnar séu hluti af hita-
veitunni sem fyrirtækið á og rek-
ur og að þær séu ekki notandi í
skilningi raforkulaga. Í úrskurð-
inum kemur fram að þó því verði
ekki á móti mælt að dælustöðv-
arnar séu hluti hitaveitunnar sé
ekki hægt að líta öðru vísi á þær
en notanda í skilningi raforkulaga
á dreifiveitusvæði Rafmagns-
veitna ríkisins og þar með sé með
dreifingu rafmagns til þeirra um
rafstrengina tvo brotið gegn
einkarétti Rafmagnsveitna ríkis-
ins. „Ljóst má telja að lagning
rafstrengs einnar rafmagnsveitu
yfir dreifiveitusvæði annarrar
rafmagnsveitu getur ein út af fyr-
ir sig ekki talist brot á einkarétti
svo lengi sem það rafmagn sem
um strenginn fer er ekki notað á
dreifiveitusvæðinu í skilningi raf-
orkulaganna. Það er því dreifing-
in en ekki mannvirkið sem hefur
ólögmæti í för með sér,“ segir í
úrskurði úrskurðarnefndar raf-
orkumála. Fram kemur einnig að
um sé að ræða ólögmætt ástand
sem kalli á breytingar. Þykir
nefndinni hæfilegt að Norðurorka
fái 6 mánuði til að koma breyt-
ingum í framkvæmd, en greiði 75
þúsund krónur í dagsektir hafi
breyting ekki orðið á til batnaðar
fyrir þann tíma.
Norðurorka brýtur
gegn einkarétti Raf-
magnsveitna ríkisins
ÞAÐ var allt á útopnu í nýja fjöl-
býlishúsinu við Tröllagil í blíð-
viðrinu í gærdag og léttklæddir
iðnaðarmenn af öllu tagi á hlaup-
um um bygginguna sem alls er á
níu hæðum. Enda alveg að bresta
á að það verði tekið í notkun.
Félagsstofnun stúdenta á Ak-
ureyri hafði forgöngu um að reisa
húsið, en þar verður leikskóli
rekin á neðstu hæðum og íbúðir
leigðar út til stúdenta við Háskól-
ann á Akureyri á hæðunum þar
fyrir ofan.
Leikskólinn Tröllagil verður
starfandi á tveimur neðstu hæð-
um hússins og er allt að verða
klárt fyrir komu barnanna, loka-
sprettur lóðaframkvæmda stóð
yfir í gær og von á leiktækjum í
dag. Leikskólinn er fjögurra
deilda og væntanlega rými þar
fyrir allt að 90 börn.
Íbúðir eru á sjö hæðum húss-
ins, alls 36 íbúðir, tveggja og
þriggja herbergja. Nýja stúd-
entagarðinum við Tröllagil er
ætlað að svara síaukinni eft-
irspurn stúdenta við háskólann
eftir hagstæðu leiguhúsnæði, en
nemendum við háskólann hefur
ekki fjölgað ört á liðnum árum.
Skólaárið hefst senn hjá há-
skólanemum og nemarnir eru
farnir að láta sjá sig, þannig
mátti sjá fyrstu búslóðina utan
við Tröllagilið í gær, en gera má
ráð fyrir að handagangur verði í
öskjunni nú í lok vikunnar þegar
nemar fara að streyma að úr öll-
um áttum.
Framkvæmdir við bygginguna
hófust um miðjan júní í fyrra en
P. Alfreðsson var bygging-
arverktaki. Kostnaður við verk-
efnið var rúmlega hálfur millj-
arður króna.
Allt á út-
opnu í
Tröllagili
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Lokasprettur: Unnið er að lokafrá-
gangi nýrra stúdentagarða og leik-
skóla við Tröllagil á Akureyri.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Framkvæmdir eru í fullum gangi við lóð nýja leikskólans í Tröllagili.
LÍKT og annars staðar
á norðanverðu landinu
hafa Ólafsfirðingar
ekki farið varhluta af
þurrki í sumar, nánast
ekkert hefur rignt síð-
ustu sjö til átta vikur ut-
an örlitla skúri af og til.
Gras er því víða brunnið
og brugðust bæjaryf-
irvöld í Ólafsfirði við
með því að fá knáa liðs-
menn slökkviliðsins á
staðnum í lið með sér til
að vökva opnu svæðin í
bænum nú um liðna
helgi. Þeir sáust víða á
ferð með tæki sín og tól
og stóð bunan út úr
slöngunum. Og jörðin
tók vel við frískandi
sopanum.
Slökkvilið vökvar
Ljósmynd/Kamilla Mjöll Haraldsdóttir
Kópavogur | Vinnuhópar á vegum
Kópavegsbæjar starfa nú rösklega
að lagningu gervigrassparkvalla við
þrjá skóla í Kópavogi; Digranes-
skóla, Smáraskóla og Kársnesskóla,
en vinnan er lengst komin við Digra-
nesskóla.
Að sögn Jóns Júlíussonar, íþrótta-
fulltrúa Kópavogsbæjar er nú búið
að leggja gras á völlinn við Digra-
nesskóla og vinnan við graslagningu
hafin á hinum tveim. „Þetta er gert
með stuðningi KSÍ, sem leggur til
grasið og sandinn, en bærinn sér um
undirbyggingu, starfsmenn, girð-
ingu og lýsingu kringum vellina og
viðhald á völlunum,“ segir Jón.
Kópavogsbæ var úthlutað þremur
af þeim sextíu völlum sem KSÍ út-
hlutaði í ár. Bæjarráð Kópavogs hef-
ur ákveðið að byggja þrjá í ár en
stefnt er að því að byggja þrjá árið
2005 og tvo 2006, en þá verða komnir
gervigrassparkvellir við alla grunn-
skóla bæjarins.
Jón segir yfirvöld binda vonir við
að völlurinn verði jafnt notaður af al-
menningi og skólabörnum, því þarna
sé um að ræða afar góða aðstöðu.
Gert er ráð fyrir að vinna við girð-
ingu umhverfis Digranesvöllinn
hefjist í dag eða á morgun og stefnt
er að því að henni verði lokið fyrir
mánudag.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Á lokastigi: Nú vantar aðeins að girða umhverfis sparkvöllinn í Digranesi.
Sparkvellir í Kópavogi