Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 19
MINNSTAÐUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 19 Ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol 25. ágúst. Nú getur þú notið skemmtilegasta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað Íslendinga í sólinni og búið við frábæran aðbúnað. Þú bókar núna, og tryggir þér síðustu sætin, og 3 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og tilkynnum þér hvar þú býrð. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Flug, gisting, skattar, 7 nætur, 25. ágúst. Netverð. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í herbergi/stúdíó, 25. ágúst, 7 nætur. Netverð. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Costa del Sol 25. ágúst frá kr. 29.995 AUSTURLAND LANDIÐ Laxamýri | Kjálki úr konu, hest- bein og bein úr hundi fundust í einni gröf á Daðastaðaleiti í Þing- eyjarsveit rétt fyrir ofan bæinn Lyngbrekku í Reykjadal nýlega. Kumlið er líklega frá 9. eða 10. öld en augljóslega hefur það verið rænt, þar sem við skoðun kom í ljós að allt var á tjá og tundri í gröfinni. Grafarræninginn hefur verið á und- an gjóskulaginu sem kom um 1300 þar sem það liggur óhreyft í jarð- veginum, en erfitt er að tímasetja ránið nánar. Í gröfinni fannst einnig járn- stykki sem hugsanlega gæti verið spjótsoddur, en erfitt er að greina nákvæmlega hvað þarna er á ferð- inni. Það er Fornleifastofnun sem stendur að þessum uppgreftri en gömul sögn er til af því að á Daða- staðaleiti hafi farið fram bardagi og því voru líkurnar miklar á því að þar hefði fólk verið grafið. Að sögn Adolfs Friðrikssonar, forstöðu- manns stofnunarinnar, getur stund- um verið erfitt að átta sig á því hvar grafirnar eru en oft má greina dokkir ofan í jarðveginn sem benda til þess að þar sé eitthvað að finna, en fleiri grafir eru á þessum stað sem eftir er að kanna. Þetta er annar staðurinn í Suður- Þingeyjarsýslu þar sem kuml finnst við skipulagða leit en í fyrra fannst kuml í Saltvík við Húsavík. Oftast finnast þó kuml við jarðrask eða uppblástur. Nagaði harða fæðu Kumlaleit er framkvæmd í þeim tilgangi að varpa ljósi á framvindu landnámsins og eru kumlin mikil- væg heimild um fyrstu kynslóðir Ís- lendinga. Þau varpa ljósi á sam- félagið sem þá var, en af kjálka konunnar að dæma mun hún hafa nagað harða fæðu þar sem ein tönn- in var mjög eydd og hinar höfðu nagað mikið. Þá má geta þess að bein geta verið mikilvæg heimild um heilsufar og sjúkdóma fólks á þessum tíma. Í sumar hefur Fornleifastofnun starfað í S-Þingeyjarsýslu í einn mánuð og skoðað m.a. Sveigakot, sem er bær frá víkingaöld í landi Grænavatns, kirkjugarð á Hofsstöð- um, ruslahauga við bæ sem nefndist Hrísheimar, skammt frá Gautlönd- um, og Höfðagerði í Aðaldal þar sem skoðaðar eru leifar húsa frá lokum víkingaaldar. Um 35 manns hafa starfað að þessum verkefnum og þ.á m. sér- fræðingur í gjóskulögum, sérfræð- ingur í víkingaaldargripum, beina- sérfræðingur o.fl. Þá er margt út- lendinga sem sækir fornleifaskóla Fornleifastofnunar sem nú er starf- ræktur og eru þeir nemendur að störfum ásamt Íslendingunum. Eilífðarverkefni Adolf segir að auðvitað sé það ei- lífðarverkefni að skoða líf fólks frá þessum tíma en reynt sé að ná fram einhverjum heildarsvip og reyndar sé mjög fróðlegt að bera saman stórbýli og kot eins og t.d. Hofsstaði og Sveigakot. Allt þetta sé mjög spennandi og á næsta ári verði haldið áfram við verkefnin í Suður- Þingeyjarsýslu – þau muni áreið- anlega hjálpa til við að varpa ljósi á sögu héraðsins og fundurinn á Daðastaðaleiti skipti þar miklu máli. Kuml frá 9. eða 10. öld grafið upp á Daðastaðaleiti Kjálki úr konu og dýrabein fundust Morgunblaðið/Atli Vigfússon Adolf Friðriksson fornleifafræð- ingur að störfum á Daðastaðaleiti. Greina má hestbein í gröfinni. Egilsstaðir | Héraðs-, bæjar- og uppskeruhátíðin Ormsteiti 2004 stendur nú yfir á Egilsstöðum og á Héraði. Lagarfljótsormurinn hefur þegar farið um Egilsstaði, í fylgd krakkanna í Smiðju Ormsins í Fljótinu. Lára Vilbergsdóttir, fram- kvæmdastjóri Ormsteitis, dró ein- kennisfána hátíðarinnar að húni í fyrsta sinn föstudaginn 13. ágúst. Ormsteitisfáninn er afrakstur „fánasjóðs“ þar sem fyrirtæki og íbúar á Héraði hafa lagt sitt af mörkum til kaupa á sérprentuðum fánum sem flaggað er vítt og breitt um Héraðið á meðan Ormsteiti stendur yfir. Ormsteiti er nú haldið í tólfta sinn en hátíðin stendur yfir í tíu daga samfleytt, frá 13. til 22. ágúst, og verður eitthvað um að vera á hverjum degi vítt og breitt um Fljótsdalshérað. Ormsteiti, sem haldið er til heiðurs Lagarfljótsorminum, hefur skipað sér fastan sess meðal Héraðsbúa og hefur aðsóknin auk- ist ár frá ári. Hátíðin hófst á hverf- ahátíð, þar sem íbúar hverfanna hittust og grilluðu saman og öttu síðan kappi í ýmsum greinum á Vil- hjálmsvelli. Afslappaðar uppákomur á fallegum stöðum Markmiðið er að Ormsteiti höfði til sem flestra, skemmti heima- mönnum og lokki til sín brottflutta Héraðsbúa, innlenda og erlenda ferðamenn. Þar er uppskeru jarðarinnar og andlegum verð- mætum gerð skil, lögð er áhersla á menningu, náttúru og ferðaþjón- ustu á Héraði og kappkostað að halda notalegar og afslappaðar uppákomur á fallegum stöðum hér og þar um Héraðið. Á þriðjudeginum 16. ágúst var haldin fegurðarsamkeppni gælu- dýra, þar sem frumlegasta gælu- dýrið var meðal annars valið, dverghamstur frá Hafrafelli. Einn- ig voru veitt verðlaun í flokki hunda, katta og fiðurfjár. Það vakti athygli að sigurvegarinn frá því í fyrra var fjarri góðu gamni, en um er að ræða kind í eigu tónlistar- mannsins Charles Ross. Charles sagði Morgunblaðinu að kindin væri uppi í fjalli með vinum sínum og hefði ekki tíma fyrir þessa keppni. Ýmislegt er í boði á Ormsteiti. Hinn 18. ágúst er nýbúadagur þar sem nýir íbúar eru boðnir velkomn- ir, um kvöldið er sagnakvöld á Café Nielsen. Laugardaginn 21. ágúst er bæjarhátíð í Fellabæ og á Egils- stöðum og um kvöldið er hrein- dýraveisla á Egilsstöðum. Litríkir Postular troða upp á sunnudeg- inum. Ormsteitinu er síðan form- lega slitið í Skriðuklaustri á sunnu- dagskvöldinu. Ormsteiti er árviss viðburður og dregur til sín fólk að austan og víð- ar að. Lára Vilbergsdóttir hefur virkjað unga sem aldna með ýmsum uppákomum, og þar er fegurð- arsamkeppni gæludýra gott dæmi. Það var áberandi hversu ungviðið og þeir sem eldri voru höfðu gaman af þessari óformlegu keppni, þar sem krakkar teymdu gæludýrin sín inn á svið eða báru þau í búrum. Ormsteitið á Héraði hafið Heiðrún Anna Eyjólfsdóttir, 4 ára, sýndi gestum dverghamsturinn sinn. Ljósmynd/Sigurður Ingólfsson Krakkarnir hafa gaman af því að taka þátt í viðburðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.