Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.2004, Blaðsíða 20
Ásta Björk Friðberts-dóttir hefur end-urvakið þá fornu listað búa til blóma- myndir úr mannshári. Hún lætur ekki þar við sitja, heldur býr til skartgripi úr hári. Við- skiptavinir hennar biðja hana þá gjarnan um að gera armband eða hálsmen úr þeirra eigin hári, eða hári ástvina. Þeir sem panta hjá henni myndir vilja líka nota sitt eig- ið hár og dæmi eru um að heilu fjölskyldurnar sendi lokka, sem Ásta Björk setur saman í eina blómamynd. Handverk Ástu Bjarkar hefur farið víða og á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Aþenu á föstu- dag sást að nafna hennar, Björk Guðmundsdóttir, hafði fest grein með blómamyndum í hár sitt. „Ég hef sent Björk nokkrar slíkar greinar að beiðni hönnuðar hennar og hef séð hana með þær í hárinu á myndum í Vogue og mynd sem tek- in var á tónleikum fyrir nokkru. Mér fannst mjög gaman að sjá hana með þessi blóm í hárinu í  HÖNNUN List úr lokkum AP Björk Guðmundsdóttir: Söngkonan flytur lag sitt Oceania á setningarhátíð Ólympíu- leikanna í Aþenu um helgina. Í hárinu ber hún blóm úr hári eftir Ástu Björk. rsv@mbl.is Úrfesti úr hári: Ís- lenskar stúlkur gáfu stundum unn- ustum sínum slíka festi áður fyrr. Hárskart: Hálsfesti og armband. Morgunblaðið/Jim Smart Blómamyndir úr hári: Hárið er fest með vírum og því hægt að beygja greinar til að vild, líkt og Björk Guðmundsdóttir gerir þegar hún festir slík blóm í hárið á sér. Morgunblaðið/Jim Smart Hönnuðurinn og handverkskonan: Ásta Björk Friðbertsdóttir við nokkrar hármynda sinna. Listiðn- ina nam hún m.a. í Svíþjóð gegn því loforði að láta þekkinguna aðeins í arf til niðja sinna. Aþenu,“ segir Ásta Björk. Áhugi Ástu Bjarkar á hannyrðum úr hári kviknaði fyrir mörgum árum. Þá var haldin sýning á gömlu hand- verki á Ísafirði. Ásta Björk, sem býr á Suðureyri við Súgandafjörð, fór á sýninguna og sá þar stórar, gamlar myndir, sem unnar voru úr mannshári. „Ég skildi ekki hvernig myndirnar voru unnar og fór að spyrjast fyrir um hvort einhver kynni þessa aðferð. Þá kom í ljós að Sigríður Salvarsdóttir í Vigur hafði lært þetta sem barn af móður sinni. Hún rifjaði aðferðina upp og kenndi mér.“ Ásta Björk og Sigríður sýndu verk sín á sýningu hand- verksmiðstöðva landsfjórð- unga, Íðir, í Perlunni í Reykja- vík árið 1995. „Myndirnar vöktu athygli og margir vildu læra aðferðina. Sigríður hefur ver- ið búsett í Reykjavík að vetr- arlagi og hún hefur kennt nokkrum konum.“ Sjálf hélt Ásta Björk áfram að vinna myndir úr hári vestur á Suðureyri, en hún hefur sýnt þær víða, nú síðast í Árbæjarsafni. Að auki á hún hlut að rekstri hand- verkshússins „Á milli fjalla“ á Suð- ureyri og selur verk sín þar. „Fólk sem sá blómamyndirnar kom stundum að máli við mig og spurði hvort ég kynni að gera úrfestar eða hálsmen eins og erfðagripina sem það átti. Þessi bönd voru unnin með allt annarri aðferð en myndirnar, en líka úr mannshári. Sumir halda því fram að svona úrfestar eða háls- men hafi verið unnin hér á landi, en ég hef ekki fengið það staðfest. Ég veit hins vegar að áður fyrr sendu íslenskar stúlkur hár af sér til Dan- merkur og Svíþjóðar og létu vinna það í skartgripi, sem þær gáfu svo heitmönnum sínum sem tryggða- bönd, til dæmis sem úrfestar.“ Persónulegt skart Ásta Björk hafði uppi á hópi handverkskvenna í Svíþjóð og þær féllust á að kenna henni þessa fornu aðferð, með því skilyrði að hún kenndi engum nema afkom- endum sínum. Böndin eru unnin á svipaðan hátt og kniplingar, þar sem hárin eru talin og mæld í flokka eftir mynstri og haldið í skefjum með lóðum á meðan unnið er. Ásta Björk notar svo böndin í hálsmen, armbönd, eyrnalokka, úr- festar og fleira. „Ég fæ gefins hár sem ég nota í sýningargripi og til sölu, en þegar fólk pantar hjá mér skartgripi sendir það mér gjarnan hárið sem á að nota. Ég get gengið sjálf frá skartgripnum, en fólk get- ur líka fengið gullsmið til þess, ef það vill til dæmis láta smíða sér- staka hólka og festingar.“ Hún segir að sumum hrylli við þeirri tilhugsun að ganga með skartgripi úr hári. „Ég get reyndar skilið að fólk vilji ekki ganga með skartgripi úr hári ókunnugra, en hvers vegna fólk ætti ekki að vilja ganga með bönd úr eigin hári eða hári ástvina skil ég síður. Þetta ákveður auðvitað hver og einn og þeir eru margir sem telja þetta per- sónulegt og skemmtilegt.“ Tímafrek nákvæmni Gerð blómamynda og skartgripa úr hári er afar tímafrek iðja. „Þetta er mikil nákvæmnisvinna og bæði undirbúningurinn, þar sem ég þarf að velja saman jafn löng hár og telja þau, og frágangurinn taka mikinn tíma. Myndirnar taka ekki jafn langan tíma og böndin og stundum vinn ég smámynd á einu kvöldi. Oftast tekur sú vinna þó töluvert lengri tíma. Ég gríp í þetta þegar ég hef lausa stund, en sit ekki við allan daginn.“ Hún er ekki í nokkrum vandræð- um með að verða sér úti um hár. „Ættingjar, vinir og kunningjar vita af þessari iðju minni og senda mér hár. Ég hvet stundum stelpur til að safna hári, svo ég fái nógu sítt hár til að vinna bönd þegar kemur að því að þær klippi sig. Hárið endist að eilífu og er ótrúlega sterkt.“ DAGLEGT LÍF 20 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ FAGRIHJALLI - GLÆSILEGT RAÐHÚS Í SUÐURHLÍÐUM KÓPAVOGS Vorum að fá í sölu mjög fallegt og fullbúið 218 fm raðhús með mikilli lofthæð og innb. bílskúr. Húsið hefur að mestu verið innréttað á s.l. 3 árum. Á jarðhæð er innbyggður bílskúr, forstofa, sjónvarpsherb., þvottahús, geymsla og baðherbergi. Miðhæð: Stofa, sólskáli, eldhús, borðstofa og tvö svefnherbergi. Ris: Baðherbergi með mikilli lofthæð og hornbaðkari ásamt stóru svefnherbergi. Vandaðar innréttingar. Verð 26,9 millj. 4414 Handverk Ástu Bjarkar Friðbertsdóttur úr mannshári hefur farið víða og setti nú síðast svip sinn á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Aþenu.  Þegar sjóða á egg er gott að stinga gat á „mjórri endann“ með kartöflugaflinum til þess að þau springi ekki.  Aðrir segja að ef vatnið er vel salt þegar sjóða á egg þá fylli saltið í sprungurnar og eggið haldist heilt. Að halda eggj- unum heilum  HÚSRÁÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.